Þjóðviljinn - 07.12.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.12.1966, Blaðsíða 12
Einar Hákonarson Ein af myndunum í möppu Einars, en texti þessarar er: „Þá hljóp hann af baki til hans og hjó hann banahögg'*. HRAFNKA TLA / GRAFÍK Ungur reykviskur listamaö- ur, Einar Hákonarson, hefur tekið sig til og gefið út Iltó- grafiska möppu, hina fyrstu sinnar íegundar á íslandi, en í henni eru tíu myndir með mótívum úr Hrafnkelssögu Freysgoða. Möppuna hefur hann gefið út í 100 tölusettum eintökum og eru myndirnar til sýnis í glugga Morgun- blaðsins og til sölu þar, kosta kr. 3000 mappan. Þær eru allar unnar sl. sumar í Gauta- borg, en þar er Einar við nám. Einar Hákonarson er einn þeira fimm íslendinga sem myndir voru valdar eftir til þátttöku í samnorrænni sýn- ingu ungra listamanna, Nord- isk Ungdoms Biennale, í Lo- usiana safninu í Humlebæk i Danmörku, sem opnuð var sl. laugardag. Dómnefnd, sem i átti sæti m.a. Svavar Guðna- son Iistmálari tilkynnti þá verðlaunaveitingu og var Ein- ar einn af fimm sem eiga að skipta með sér verðlaununum. 30 þús. kr. dönskum. Er þetta mikil viðurkenn- ing og þegar við hittum Ein- ar að máli kvaðst hann mjög ánsegður yfir þessu, en vildi sem minnst um það tala, enda var það aðallega grafíkin sem við ætluðum að spyrja um, hvernig slíkar myndir eru únnar. — Einhverskonar prentnn er þetta þó? — Já, en það er feginmun- ur á svona grafík og venju- legum eftirprentunum, m.a. sá, að listamaðurinn fer yfir - hvert þrykk sem hann tekur. Byrjað er á að teikna mynd- ina á kalkstein með slípuðu yfirborði og eru notaðir þar til gerðir blýantar, feftar krít- ar, líka er til Btógrafískt blek. Þá er teikningin brennd inn með sýrum og síðan er hægt að fara að valsa. Pressan er mjög frumstæð, smásleði sem dreginn er yfir ,steininn, og prentunin byggist á því að fit- an hrindir frá sér vartni, en tekur við svertunni. — Hvað er hægt að prenta mörg eintök? — Það er kannski hægt að fara upp í 2—3 hundruð, en alls ekki meira, því steinninn eyðist. — Hvað kom trl að þú vald- ir einmitt Hrafnkelssögu sem verkefni? — Satt að segja var það á- bending frá öðrum manni að taka ísiendingasögu en ekki eitthvað ann- að og Hrafnkelssaga varð fyr- ir valinu þar sem hún er bæði mjög myndræn og gerist margt í henni, enda vilja menn halda því fram að hún sé ekki söguheimild heldur sjálfstætt listaverk. Það er lít- ið gert af því að myndskreyta íslendingasagnir, hvað sem veldur, það eru kannski ein- ir 3—4 menn sem hafa teikn- aft fyrir einhverjar útgáfur. — Þú hefur tmnið þessar myndir þínar erlendis. — Já, það er mjög algengt á meginlandinu að gefa út svoná möppur með nokkrum myndum um sama efni, t.d. er Svíi nokkur nýbúinn að gefa út svona myndaflokk um ísland, það eru allt landslags- myndir. 'Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert hér áður. —r' ertu aðallega í grafík eða líka með Kti? — Jöfnum höndum. Þegar maður er orðinn þreyttur á oliunni er ágætt að geta far- ið yfir í grafíkina og öfugt. Myndirnar á sýningunni í Louisiana eru allt olíumynd- ir, stúdíur af fólki, sem er sett inn í myndina sem and- staða við harða fleti. Hvernig er að stunda nám í Svíþjóð? — Ágætt. Ég geng í Valands Konstskola í Gautaborg og er á þriðja ári, en þetta er fimm ára nám. Skólinn er mjög frjáls og var á sínum tíma stofnaður á móti aka- demiunni í Stokkhólmi, sem þótti of gamaldags og hefð- bundin, þar gerðist aldrei neitt nýtt. Skólinn hefur síð- an hlolið fulla viðurkenningu og flestir beztu málarar Svía nú hafa gengið í þennan skóla. Það er líka mjög gott að læra í Svíþjóð vegna þess að þar er almennur áhugi á myndlist og Svíar fá mikið af sýningum sent frá út- löndum, bæði frá Evrópu og Ameríku, t.d. Nútíxtialistasafn- ið í Stokkhólmi, þangað er yf- irleitt fljótt komið tii sýning- ar það sem er allra nýjast. Þetta stafar kannski af al- mennri velmegun Svía, þeir hafa efni á þessu, þar er líka niikið keypt af myndum, ekki bara af einstaklingum, heldur hafa flestar stærri verksmiðj- ur og fyrirtæki listaklúbba sem koma sér upp listasöfn- um og allir bæir hafa sitt listafélag og safn. Það er ó- hætt að segja að Svíar sýni listum mjög mikinn áhuga. — vh Þrjár nýjar bækur frá Heimskringlu Liéí Snorra Hjartar, nýíslands- jr saga—og bók eftír Asa í Bæ ■ Út eru komnar þrjár bækur frá Heimskringlu: Ný ís- landssaga eftir Björn Þorsteinsson, fyrsta bindi af fjórum, Lauf og stjömur, ný ljóðabók eftir Snorra Hjartarson og bók/eftir Ása í Bæ, sem nefnist Sá hlær bezt. fengizt við að skýra stöðu og Lýst eftir vitnum Þann 3- þessa mánaðar milli klukkan 12 og 12.30 á hádegi var ekið aftan á fólksbifreiöina R- 20472 þar sem hún stóð á Hringbraut við Miklatorg og að- faranótt sunnudagsins á tímabil- inu frá klukkan hálf eitt til kl. 3 á synnudaginn var ekið á Skódafólksbifreið R-8267 við Lækj airhvamm við Breiðholtsveg. Báðir ökumennimir, sem ollu á- rekstrinum flúðu af • staðnum. Rannsóknarlögreglan skorar á þá og sjónarvotta að árekstrun- um að gefa sig fram hið fyrsta við umferðardeiiiíæa. Með bók Björns er farið af stað með nýtt verk, handbók um sögu og náttúru Islands, reist á nýjustu rannsóknum og er ráð- gert að það verði í fjórum bindum. I eftirmála segir höf- undur m.a- að íslenzk þjóðar- saga sé svo samofin og ákvörð- uð af vettvangi atburðanna, að hún verði ekki skilin til hlýtar án rækilegrar þekkingar á nátt- úru landsins- Þá feegir þar og að aðalþáttur bókarinnar fjalli um sögu íslenzka þjóðveldisins, raknir séu helztu þættir í sögu samfélagsins hér á landi fram til 1262 og að lögð sé ríkari áherzla á að greina frá því, hvað t.a.m- Sturlungaöld var en rekja at- burðarás tífnabfflsins, fremur störf kennimanna en segja sög- ur af biskupum. Bókin er 304 bls. prýdd fjölda mynda, Gísli B- Bjömsson gerði kápu og sá um uppsetningu. Snorri Hjartarson er löngu viðurkenndur eitthvert ágætasta Ijóðskáld þjóðarinnar, en nú er alllangt um liðið síðan hann hefur sent frá sér nýja bók- ,,Lauf og stjömur“ geyma 53 Ijóð- Bókin er 89 bls. kápumynd gerði Hörður Ágústsson. Ási í Bæ er þekktur skemmt- unarmaður, söngvaskáld og vísnasöngvari, en hann er einn- ig rithöfundur og útgerðarmað- ur. ! þessari bók rekur hann sögu útgerðar sinnar, uppganp henrlar, örðugleika \ og endalok Ási í bæ hefur áður gefið út skáldsöguna „Ereytileg átt“. „Sá hlær bezt* er 167 bls Ragnar Lár gerðí myndir ng kápu- Snorri Hjartarson Bjöm Þorsteinsson Miðvikudagur 7. desember 1966 — 31. ággangur — 280. tölublað. Peningaskápur K.A. fannst / fjörunni Peningaskápurinn sem stolið . nað var í og hafa þeir þegar var frá Kaupfélagi Árnesinga í | játað stuldinn. Hluti þýfisins Hveragerði aðfaranótt 21. nóvem- hefur fundizt, þó ekki nærri allt, ber sl. fannst i gær í fjörunni en í skápnum voru um 150 þús. milli Eyrarbakka og Stokkseyrar- , krónur í peningum og ávísunum Hafði verið tætt af skápnum ! auk margra sparisjóðsbóka og hurðin og hann tæmdur. : alls konar skjala- Málið er í rannsókn og vildi Lögreglan á Selfossi fór á iögreglan ekkj segja meira um staðinn og féll við rannsókn j það að svo stöddu, en búizt er strax grunur á vissa menn, sem 1 við að ramnsókn ljúki í dag. Stálu skartgripum og uppþvottakústum Aðfarapótt sunnudagsins var framið innbrot í gullsmíðavinnu- stofu Benedikts Gunnarssonar og stolið þaðan skartgripum fyr- ir um 32.000 krónur. Þjófarnir höfðu brotið rúðu á bakhlið húss- ins og komizt þar inn. í fyrrakvöld náðust tveir menn, sem meðgengu þjófnaðinn og jafnframt játaði annar þeirra að hafa gert tilraun til innbrots á tveim stöðum öðrum sömu nótt. Hann braut rúöu í verzlun Hjart- ar Hjartarsonar á Bræðraborgar- stíg 1, en komst ekki inn í búð- ina, hinsvegar gat hann kraekt í 20 uppþvottakústa, sem hann hafði á brott með sér. Hann er ókvæntur- Einnig braut hann rúðu á Vesturgötu 28, en komst ekki inn i húsið og varð frá að hverfa. Þjófamir sitja bóðir inni og hafa skilað mestöllu býfinu- Dregið í Happdrætti Háskóla Islands á laug-ardag: 24 miliónir - hœstcr fjárhœð vinninqa í sama drœtti Á laugardaginn kemur verður dregið í 12. flokki Happdrættis Háskóla fslands. Að þessu sinni verða dregnir út 6.500 vinningar að fjárhæð tuttugu og fjórar miljónir og tuttugu þúsund krón- ur. Er þetta hæsta fjárhæð og flestir vinningar sem. nokkru sinni hafa hafa verið dregnir út í eipum drætti á íslandi. Vinningarnir skiptast þannig: 2 v á 1.000.000 kr. = 2.000.000 2 v á 100.000 kr. = 200.000 968 v á 10.000 kr. = 9.680.000 1.044 v á 5.000 kr. = 5.220.000 4.480 v á '500 kr. = 6.720.000 Þar að auki cru fjórir auka- vinningar á 50.000 krónur hver. Fylgja þeir mfljón króna vinn- ingunum. Þar sem nú eru tveir heilmiðar af hverju númeri, get- ur sá, er á númer í aukaflokkn-' um, unnið tvær miljónir í þess- um drætti. Og ef hann skyldi eiga röð af miðum, gæti hann þar að auki fengið 200.000 krón- ur í aukavinninga. Eins og venjulega hefst drátt- urinn klukkan eitt. Vinningarn- ir eru svo óvenjulega margir, að drátturinn mun standa fram yf- ir miðnætti. Unnið mun verða við vinningaskrána allah sunnudag- inn, en samt er varla að búast við að hún komi út fvrr en á þriðjudag. Útborgun vinninga hefst svo mánudaginn 19. desember. Munu vinningarnir verða greiddir dag- lega úr því frá kl. *lo til 11 og 1,30 til 4. Vinningar þurfa aft vera áritaðir af umboðsmönnum. ATVINNA HEFUR DREGIZT SAMAN Á AKUREYRI Akureyri 6/12 — Nú um helg- ina brá til sunnanáttar og hláku. Snjór minnkaði og vegir eru orðnir allgreiðfærir- Vaðlaheiði er ennþá ófær, en greiðfært er um Dalsmynni- Fært er um allar lágsveitir Eyjafjarðar og Þing- eyjarsýslu. Öxnadalsheiði er fær stærri bílum. en nokkuð hál á köflum. f þeirri kuldatíð sem verið hefur hér að undanfömu hefur útivinna dregizt saman og nokk- uð borið á uppsögnum hjá verkamönnum. Ekki er þó um atvinnuleysi að ræða hjá körlum erm sem komið er. Aftur á móti er ekki nóg vinna fyrir konur. Tveir af togurum Útgerðarfé- lags Akureyrar landa afla sínum erlendis tim þessar mundir- Sléttbakur seldi í fyrradag í Cux- haven fvrir 101 01 n mnrk n<» Svalbakur selur i Grimsby á fimmtudaginn, Harðbakur er á veiðum og Kaldbakur er á leið- inni til Akureyrar frá Revkja- vfk, þar sem hann hefur verið i slipp að undanfömu- Húsþjófar teknir Rannsóknárlögregran hefur haft hendur i hári tveggja manna, sem stundað hafa þjófnaði úr húsum að undanfömu. Alis hafa þeir farið inn á sextán stöðum og stolið verðmæti (frökkum, úlpum, peningum og þessháttar) fyrir um 70.000 krónur. Stænsti þjófnaðurinn var framin á Laugaveginum, þar sem þeir stálu peningakassa með 1300 krónum í. Mennimir sitja báðir í varðhaldi. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.