Þjóðviljinn - 07.12.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.12.1966, Blaðsíða 6
g SfOA — &JÖ©VILJTNN — Miðvikudagur 7. desember 1966. Vetrarmyndir í»að heyrjý ekki til daglegra viðburða að sjá strætisvagn reyna að Iosa veghefil úr fístu- Þetta átti sér samt sem áður stað suður í Kópavogi í gær og cr myndin af þessum cinstæða atburði. Varla þarf að taka það fram. að vagninn hnikaði ekki hcflinum úr festunni. — (Mynd G.O). Þessi mynd er úr Reykjavík. Veghefill ryður snjó af akbrautinni — algeng sjón á götum borgarinnar þessa dagana. — (Ljósm- Þjóðv. A.K). f kafaJðshrið i Bankastræti sunnan við Sljó.rnarráðstúnið. Hannes Hafstein lætur snjókomuna ekki á sig fá, en séendur teinrcttur á statli sínum. JÓLA VAKA kvenstúdenta í kvöld Árleg jólavak* Kvenetódenta- félags fslands verður ha'kfm mið- vikudagskvdld T. éknemher í ÞjódleikhúskjaBaranum. Fjöl- breytt skemmtiskrá hefur verið undirbúin: Ávörp flytja Bryndís Jakobsdóttir, Sigrún Björnsdóttir les tvö jólakvæði eftir Matthías Jochumsson. Þær Bryndís Jak- obsdóttir og Ragna Ragnars leika íjórhent á píaaó log eftir Grieg og Bizet Nýstúdímw sýna gamla þjóðbúnmga, sem frú EI«a Guð- jónsson m«n ræða um. í>á verð- ur spurningaþáttor í léttum tón og stjómar homjrn ViThelmína Þorvaldsdóttir. ■—■ Loks munu bræðurnir Ásgeir og Kristinn Hallssynir syngja glúnta. I happdrsetti, sem efnt verð- ur tö, er margt góðra muna með- al vinninga. Húsið verður opnað kL 8, en skemmtiskráin hefst kL 8,30 e.h, stundvíslega. Jólavaka Kvenstúdentafélags- ins er m.a. ætluð til að efla kynni kvenstúdenta eldri serrf yngri. Er þess að vænta, að sem allra flestar mæti — og árgangar taki sig saman um að fjölmenna. Þúfnahlaup í mýrlendi Stefán Jónsson: Gadda- skata- Einn, tveir. og sjð kaflar um hitt og þetta- Ærisútgáfan, Rvk- 1966. Þessari bók Stefáns Jóns- sonar, fréttamanns. verður ekki betur lýst en með orðum hans sjálte um annað sitt ferðalag: ..Þetta verður svipað þúfna- hlaiipi í mýrlendi- Maður stekkur út á þúfnakoll, án nokkurrar greinilegrar fyrir- hyggju um ba-nn nsesta. og áð- ur en varir, er maður orðinn lafmóður og magnþrota, stund- um í miðjum flóanum. Þannie vill þrjóta greind í skynsam- legum viðraeðum, þegar hratt er ekið milli bæja og rastt við marga menn af litlum vís- • 9 Orlagaþmttir eftir Sverri og Tómas Komin er út hjá Forn* ný bók eftir þá Sverri Kristjáns- son og Tómas Guðmundsson sem nefnist ,4 veraldarvolki". Þessir tveir menn hafa áður tekið saman tvær bækur um þekkta menn íslenzka undir samheitinu „Islenzkir örlaga- þættir“ og er þessi hin þriðja í flokkinum. Sverrir Kristján.s- son skrifar um Sigurð skáld Breiðfjörð og er sá þáttur 148 bls. Höfundur lætur þess getið að hann hafi um margt stuðzt við óprentaðar heimildir í Þjóð- skjalasafni, og nefnist þátturinn Ástmögur Iðunnar. Tómas Guð- mundsson skrifar þátt er hsnn nefnir Guðsmaður í veraldar- volki, um þann magnaða kynja- klerk Jón Steingrimsson og er sá þáttur um 120 bls. Fyrri bækur beirra félaga fen.gu heldur góða dóma fyrir vsndað málfar og fjörlega stflaða frásögn. ■ .... H* <* Erfiðar samgöng- ur við Sngnnöafj. Suðureyri 6/12 — Hér hefur verið stirð tfð og gæftir litlar að undanfömu og ekkert róið siðan f fyrri viku. Samgöngur við staðinn eru mjög lélegar eftir að landleiðin tepptist. Hefur jafnvel borið á vöruskorti í búðum. Heiðarnar urðu ófær- ar snemma í nóvember og hef- ur ekki verið lagt f að ryðja þær. Snjór er þó ekki mikin í byggð. Unnið hefur verið að fram- haldi á hafnargerðdnni. Byrjað var á verkinu seint f september. Stálþilið á að lengja til að skapa lengra viðlegupláss, en verkið hefur gengið skrykkjótt og er ekkert unnið við það eins og er. Þá höfum við beðið eftir bor til að bora eftir dm-kkjarvatni', sem heftsr verið af skorrmm skarmnti. Bora á í Staðardal. f leiðírmi á að Jeita að heitu vatni, sem grunur leikur á að sé að fínna hér fyrrr innan bæ- inn. LONDON 5/12 — Frank Cousins, sem var tæknimálaráðherra um skelð í stjórn Wilsons, en sagði I af sér í mótmælaskyni við stefnu ' stjórnarinnar f lannamálum, hefur nú einnig sagt af sér þing- mennsku svo að hann geti alveg helgað rig baráttunni gegn kaup- bindingunni. Cousfns er formað- nr stærsta verkiýðssamhands Breta- Stefán Jónsson. dómi“. (Gaddaskata, bls. 77) Að formi til er þessi bók ó- skapnaður. Hér geftir að Hta stuttar svipmyndir úr þjóðlíf- inu ásamt lengri frásögnum og nær endalausum bollalegging- um og vangavelíum Stefáns sjálfs. Sumt í þessari bók —. og raunar ótrúlega margt — er gjörsamlega ólesandi langlokur, efnislausar með öllu eða bá svo efnisrýrar, að þær eru ekki í letur setjandi. Stefán veður úr einu í annað, og sé einhver fyr- irhyggja bsk við bau vinnu- brögð. er hún að minnsta kosti hvergi sjáanleg -venjulegum les- anda- Svo er helzt að sjá sem Stefán hafi setzt niður og bók- staflega röflað við ritvélina unz komið var í bókarstærð — al- veg án tillits til bess, hvað væri eiginlega frásagnar virði. Sjálfur vill Stefán gjarnan veita nokkra skemmtun les- andanum og segir enda sjálfur að vísu með tilvitnun í Tenn- essee Williams, að „misheppn- uð tilraun til að vera skemmti- legur“ sé ,,miklu viðkunnanr legri en vel heppnuð tilraun til að vera leiðinlegur‘‘. Langsam- lega bezt tekst honum viðleitn- in þegar hann beldur sig við einfalda frásögn og hefur frá einhverju að segja. útúrdúra- laust. Þá njóta sín óumdeilan- legir hæfileikar hans. húmor og frásagnargáfa- Þeirra hæfileika sér því miður alltof sjaldan staði i þessari bók. Við vitum, að Stefán getur margfalt betur en betta. Gaddaskötu Stefáns fylgja teikningar sem Ragnar Lár hef- ur gert, um þær kann ég ekki að dæma. Prófarkalestur slak- ur, prentvillur margar. — Og að lokum: Óneitánlega bregður manni við að sjá orðið .fiskur rangbeygt innan á kápusíðu — og það frá sjálfri „Ægisútgáf- unni". J. Th- H- Danskurinn í Bæ Guðmundur G. Hagalín: Danskurinn í Bæ- trtg. Skuggsjá í Hafnarfirði- 1966- Adam Hoffritz er maður nefndur, danskur. sem hingað fluttist rúmlega tvítugur .skömmu eftir fyrri heimsstyrj- öld. Adam lagði hér á flest gjörva hönd. enda verkmaður Tungu í Fáskrúðsfirði. Síðan sneri hann heim aftur til Dan- merkur- En Adam kom til Islands á ný, gerðist svínahirðir Egils í Sigtúnum og einn þeirra manna, sem teljast mega frum- byggjar Sélfosskauptúns- Nú hefur Hagalín fært í letur hvernig Adam „heillaðist af ís- ADAM HOFFRITZ mikill. Hann var um alllangt skeið hjá Degi Brynjúlfssyni í Gaulverjabæ en jafnframt rjómapóstur yfir Hellisheiði — og það hreint ekki alltaf í sem beztri færð. O.g til þess að Adam fengi nú sem nákvæm- ust kynni af paradís íslenzkra atvinnuvega eins og þeir voru þá, stundaöi hann sjóróðra á opnum bát með Páli á Baugs- stöðum og réði sig svo á mót- orbát í Vestmannaeyjum. Ekki lét hann sér heldur nægja Suð- urlandsundiriendið eitt saman, en gerðist vor- og sumarmaður Gunnars Pálssonar bónda i landi og Islendingum", eins og segir í undirtitli. „Enn ein andsk . . . samtalsbókin" hugs- aði ég með mér, þegar ég fékk bessa frásögn i hendur- En þar er skemmst frá að segja, að ég hafði bara gaman af bókinni, hún er rösklega skrifuð hjá Hagalín og þægileg lesning. Ef eitthvað er að marka bókina, er Adam Hoffritz gæddur ýms- um beztu Iyndiseinkennum danskra.r albýðu, svo sem glað- lyndi, karimennsku og kýmni. Slíkum mönnum er j-afnan gptt að kynnast. J. Th. H-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.