Þjóðviljinn - 07.12.1966, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.12.1966, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 7. desember 1966 — ÞJÖÐVELJINN — StOA 0 Ö % & \i tmifiificús stGnfitMrassoa Fást í Bókabúð Máls og menningar TRIUMPH undirfatnaður í fjölbreyttu úrvali. ELFUR Laugavegi 38. Snorrabraut 38. SÍMASTÓLL Fallegur - vandaður Ver# kr. 4.300.00. Húsgagnaverzlun AXELS EYJÓLFSSONAR Skipholti 7. Sími 10117. m Sængurfatnaður — Hvítur og mislitur — ÆÐARDÚNSSÆNGUK GÆSAD'ÚNSSÆNGUB DRALONSÆNGUB * SÆNGURVEB LÖK KODDAVEB SÆNGUR Endurnýjum gömlu sæzig- urnar. eigum dún- og fið úrheld ver. æðardúns- og gæsadúnssængur og kodda af vmsuro stærðum Pún- og fiðurhreinsun Vatnsstig 3. Sími 18740 (örfá skref frá Laugavegi) Viðgerðir á skinn- og rúskinnsfatnaði. Góð þjónusta. Leðurverkstæði Úlfars Atlasonar. Brötugötu 3 B. Sími 24-6-78 Kostakaup Háteigsvegi 52 (beint á móti Sjómanna- skólanum). Frakkar Kr. 1000,00 Herra- og drengjaföt frá — 1000.00 Buxur — 575,00 Skyrtur — 150,00 ANGLIA-skyrtur — 400,00 Herrasokkar — 25,00 DÖMU-nylonsokkar — 20,00 Handklæði — 36.00 Flónelsskyrtur 3 í pakka — 300.00 Kaki-skyrtur 3 í pakka — 300.00 Úlpur, unglinga frá — 200.00 Úlpur á herra frá — 600,00 ■ é 1 Komið og skoðið ó- dýra fatnaðinn og gerið jólainnkaupin hjá KOSTAKAUP Háteigsvegi 52 (beint á móti Sjómanna- skólanum). Skólavörðustig 21 Simi 19443. Vélrítun Símar: 20880 og 34757. ve i t iriga h ú s i ð KSKUK BtÐUR YÐUR SMUItT BRAUÐ & SNITTUR ASICUR suðurlandsbraut 15 sími 38550 ÞVO'TTU R Tökum frágangsþvott og blautþvott. Fljót og góð afgreiðsla Nýja þvottahúsið, Ránargötu 50. Sími 22916. Saumavélaviðgerðir Ljósmyndavéla- viðgerðir — FLJÓT AFGREIÐSLA — SYLGJA Laufásvegi 19 (bakhús) Sími 12656. BRAUÐHUSIÐ SNACK BAR Laugavegi 126, SMTJRT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐTERTUR ★ Sími: 24631 Smurt brauð Snittur brauð boer viö Oðxnstorg. Simi 20-4-90. RHMO Svona er sumt það leiguhúsnæði, sem borgin býður fólki upp á enn í dag. Þó eiga byggingafram- kvæmdir á vegxxm borgarinnar að dragast saman á sama tíma og rekstrarútgjöld borgarsjóðsins s og eyðslan fer vaxandi. Ræða Guim. Vigfússonar Framhald af 6. síðu. á sama tíma og venulegs og ég vil segja uggvænlegs samdrátt,- ar gætir í atvinnulífinu í borg- inni, að þessi fjárhagsáætlun 'gerir ekki ráð fyrír neinum framlögum til Framkvæmda- sjóðs, og .er þó viðurkennt að yfir 20 milj. kr. greiðsla hvíl- ir á sjóðnum vegna BOR, sem • sjá verði fyrfir með einhverjum hætti strax um eða upp úr áramótum. Ekki er heldur áætlað neitt framlag í þessari fjárhagsáætl- un til byrjunafframkvæmda bess aðalskipulags, sem bargar- stjómin hefur sambykkt og er öll stolt af að hafa komið í • verk, bótrt ekki sé nema á pappímum. Hefði nú vissulega verið nauðsynlegt að geta é- ætlað þó ekki hefði verið meira en 20—30 milj. kr. til aðal- skipulagsins, einkum til þessað hefjast handa um framtíðargerð aðalumferðargatna eins og Tryggvagötu og Lækjargötu norðan Austurstrætis og fram- kvæmda við Miklatorg. Það fer lika lítið fyrir fram- lögum til þeirta 100 íbúðafyrir aldrað fólk, sem samþýkktar hafa verið og loforð gefin um. eins og ég hef raunar áður bent á. . Ég skal einnig játa, að mér þykir það mikil og óraunhæf bjartsýni á ástand og þróun vdrðlagsmála að gera ekki ráð fyrir neinni upphæð til ófyrir- sjáanlegra útgjalda, svo sem vegna launa- og verðhækkana á næsta ári — einmitt þegar allir sem opin hafa augureikna með að syndaflóðið sem nú *-r reynt að ' fela með fjáraustri úr rfkissjóði skelli yfir. En ljóst er að hverju slíkt stefnir. Framkvæm dir borgarinnar minnka og verða skornar nið- ur til þess að standa undir hækkuðum reksti'arútgjöldum — eins og raunin hefur orðið á þessu ári þegar 38 miljónir eg 860 þúsund kr. skortik á, að hotað hafi verið til bygginga- framkvæmda af áætluðu fjár- festingarfé — og viðurkennt að reksturinn hafi beint gleypt af þeirri upphæð 21 milj. 705 þús. kr. Þannig mætti lengi telja. Vantar greinilega mikið á að þessi fjárhagsáætlun sé raun- hæf og grundvöllur hennar í .samræmi við þarfir borgarinn- ar og almennings. Leiðir til úrbóta En hvaða ráð eru þá tiltæk til endurbóta á áætluninni? Hverjar leiðir eru borgarstjóm- inni færar til þess að halda i horfi um náuðsynlegustu fram- kvæmdir og geta sinnt aðkall- andi verkefnum svo að sóma- samlegt geti talizt? Að sjálfsögðu þarf að leita allra ráða til hagsýni ogsparn- aðar í rekstri. En trú mín er sú, að án ýbarlegri undii-bún- ings, en nú er fær á stuttum tíma verðd þar ekki fundnar umtalsverðar fjárupp- hæðir sem geri mögulegar rót- tækar breytingar á fjárhagsá- ætlun. Til þess að svo mætti verða þyrfti gaumgæfilega rannsókn. nýja skipulagningu, aukna hag- ræðingu og raunverulegt eftir- lit með öllum rekstri og fram- kvæmd borgarinnar. Og slíkt verður tæplega gert meðan vilj- ann til þess vantar hjá þeim sem völdin hafa. Enginn mun telja fært að leggja til að útsvörin verði hækkuð frá því sem áætlað er. Þar er boginn án sfa spenntur til hins ítrasta. Eng- inn getur á þessu stigi fullyrt að hækkaðar tekjur í krónutölu og lítilfiörleg fiölgun. gjaldenda standi undir 95,8 milj. kr. \Jt- svairshækkun. Og hafa verður i huga að útsvörin voru ærinn baggi á almenningi fyrir. Hækkanir á öðrum tekju- liðum fjárhagsáætlunar, að að- stöðugjöldum einum undanskild- um, geta litlar eða engar orð- ið. Ég hygg að þær tekjur séu yfirleitt áætlaðar eins nákvæmt og unnt er á þessu stigi og hreytingar sem á beim kynnu að verða gerðar skili engum unnhæðum, sem um munar. öðru máli gegnir um aðstöðu- gjöldin. Gildandi lagaheimild um álagningu og innheimtu að- stöðugjalda er ekki notuð nema að vissu rrtarki og munar þiar mörgum miliónatugum á áætl- urjinni og heimild laga. Um þetta urðu hér hairða- deilur fvrir ári. Allir minni- hlutaflokkamir í borgarstjóm lögðu til að afla borgarsjóéi aukinna tekna til margvíslegra og brýnna framkvæmda moð bví að nota í rfkari mæli laga- heimildina um álagningu o? innheimtu aðstöðugjalda. Þessu var þá hafnað af meiri- hluta borgarstjórnar. fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Én á sama tíma bótti ekkert við bað að athugá að hækka útsvarsupn- hæðina um 20°/n, vatnsskatt um 25°/(v. gjaldskrá sundstaða um 20—25%, gjaldskrá rafmagns- veitunnair um 13,35°7n oggjald- skrá gatnagerðargjalda um allt að 73%. Sjálfstæðisflokkurinn þekkir sína. Hann gerir á bví mikino fjreinarmun hvort innheimt er beint af nauðþurftartekjum al- mennings eða hjá atvinnurek- endtrm. Eri er þessi leið þá fær leng- ur? kunna menn að spyrja. Ér ekki .verið að loka henni með því blekkingarplaggi, sem ríkisstjóm Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins hefur nú lagt fýi'ir Alþingi og kallað er frumvarp um verðstöðvun? í vítahringnum Sjálfsagt er það ætlun rík- isstjórnarinnar að loka bæjar- og sveitafélögin inni í vítahring verðhækkana annarsvegar og skorts á nægum tekjustofnum hins vegar og draga þannig úr eðlilegum umsvifum þeirra og framkvæmdum. Og í raun og veru er það eitt nýtt í frumvarpi ríkisstjóm- arinnar að setja haft á sveitar- félögin og loka þau inni, útiloka þau frá nauðsynlegri öflun tekna, hvemig sem hag þeirra og afk'omu er háttað. Þetta er í samræmí við þá stefnu ríkis- stjólmárinnar og hagspekinga hennar að draga eigi saman framkvæmdir sveitarfélaganna, draga eigi úr félagslegri og menningarlegri þjónustu við al- menning í sveitarfélögunum, svo ekki þurfi að setja neínn hemil á athafnir og firam- kvæmdir verzlunarauðvaldsins og annarrar brask- óg gróða- starfsemi í landinu. En rétt er að hafa i huga, að tilburðir ríkisstjófmarinnar em allir í formi heimilda, en engra endanlegra ákvarðanaog þótt heimildin fáist og verði notuð em þar ákvæði semgefa visst svigrúm þurfi sveitarfé- lögin á þvi að halda. Möirg sveitarfélög hafa notað heimildina um álagningu og innheimtu aðstöðugjalda í miklu rikari mæli en Reykja- vík og það svo að undan er kvartað og samanburður gerð- ur við Reykjavik. Kom þetta m.a. nýlega glöggt fram í um- ræðum á Alþingi. Við skulum vona að afstaða meirihluta bofgarstjórnar í des. s.l. hafi ekki endanlega lokað Reykjavík inni að því ersnert- ir möguleika á aukinni notkun heimildarinnar um aðstöða- gjöld. Ég hygg að borgarstjóm- in hafi nægilega sterk rök á hendinni til þess að sanna þört sína f þessu efni. Og það er vissulega full ástæða til að á það verði reynt hvort vítahring- ur verðhækkanastefnu ríkis- stjómarinnar og skertir tekju- öflunarmöguleikar eiga að gera bpi-garstjóni Reykjavíkur ófært að gegna skyldum sínum þann- ig að við verði unað. Við Alþýðubandalagsmenn munum við síðari umræðu leit- ast ' við að fá úr bví skorið hvort ekki er unnt að fá um það samstöðu f borgarstjóminní að heimildin um álagningu og innheimtu aðstöðugjalda verði notuð í auknum mæli ft-á því sem verið hefur og enn er gext ráð fyrir í þessu frumvarpi. Virðist með því einu fært að ganga þannig frá afgreiðslu fjái-hagsáæt^unar að þessu sinni að vanzalaust sé fyri'r borgar- stjórnina og um leið tryggt að þeim verkefnum verði sinnt á komandi ári sem brýnust eru á verksviði borgarstjórnar og vettvangi borgarmála.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.