Þjóðviljinn - 07.12.1966, Side 3

Þjóðviljinn - 07.12.1966, Side 3
Miðvikudagur 7. desember 1966 — WÖÐVXLJINN — SlÐA 3 Bretar hræðast viðskiptastríð við Suður-Afríku Stjórn Wilsons reynir að draga úr refsiaðgerðunum gegn stjórn Smiths / veizlu hjá de Gaulle i LONDON, SALISBURY 6/12. — Það kemur æ skýrar fram, að úrslitatilraun Wilsons til að ná samkomulagi við stjórn Ians Smiths í Ródesíu byggðist á því, að Bretar óttast sjálfir afleiðingar af þeim refsiaðgerðum gegn Smith sem þeir hafa lofað: stjórn Wilsons reynir nú allt hvað hún getur að koma því svo fyrir að refsiaðgerðirnar leiði ekki til viðskiptastríðs við Suður-Afríku. sem er þriðji stærsti viðskiptaaðili Breta. umrædu á íundi Öryggisráðs S.Þ. á morgun. Afríkulönd Frá ýmsum Afríkulöndum heyrast æ ákveðnari raddir' um að bein valdlbeiting sé eina leiðin til að steypa minnihlutastjórn Smiths. Framkvæmdastjóri Smiths. Framkvæmd;istj. nefndar Afríkuríkia um frelsun Ródesíu sagði í Dar-es-Salaam í dag, að væntanlegar refsiaðgerðir Sam-' einuðu þjóðanna. gætu því aðeins haft áhrif að þær væru algjör- ar, en ólíklegt væri að svo yrði fyrir sakir afstöðu Suður-Afríku og Portúgala og væri valdbeiting því eina leiðin. Stjóm' hvítra manna í Suður- Afríku hefur veitt stjórn Smiths margvíslegan stuðning eins og kunnugt er og m.a. ekki komið i veg fyrir að olía væri flutt þaðan til Ródesíu. Brezka stjórn- in hefur því reynt að fá sam- þykki nefndar samveldislandanna um Ródesíu til að fallast á það, að olíubann verði ekki innifaiið í þeim efnahagslegu refsiaðgerð- um gegn stjóm Smiths, sem nú eru í undirbúningi, til að forðast það að til viðskiptastriðs komi við SuumAfríku. Samveldisnefndin féllst hins- vegar ekki á þetta og vildu flest- ir nefndaraðilar að olíubann fylgdi. Verða refsiaðgerðimar til Umboðsmenn Happdrœtt- ís WéíSvillniK úti á londi REYK J ANESK JÖRDÆMI: Kópavogur: Hallvarður Guðlaugsson, Auðbrekku 21 Hafnarfjörður: Geir Gunnarsson, Þúfubarði 2 Garðahreppur: Ragnar Ágústsson, Melás 6 Njarðvíkur: Oddbergur Æiríksson, Grundairvegi 17 a Keflavík: Gestur Auðunsson, Birkiteig 13 Sandgerði: Hiörtur Helgason, Uppsalavegi 6 VESTURLANDSKJÖRDÆMI: Akranes: Páll Jóhannsson, Vesturgötu 148 Borgames: Olgeir Friðfinnsson Stykkishölmur: Erlirgur Viggósson Grundarfjörður: Jóhann Ásmundsson, Kvemá Hellissandur: Skúli Alexandersson Dalasýsla: Sigurður Lárusson, Tjáldanesi, Saurbæ VESTFJ ARÐAK JÖRDÆMI: Isafjörður: Halldór Ólafsson, bókavörður Dýrafjörður: Friðgeir Mágnússon, Þingeyri Súgandafjörður: Guðsteinn Þengilsson, læknir. NORÐURLANDSKJÖRDÆMI — vestra: Blönduós: Guðmundur Theódórsson Skagaströnd: Friðjón Guðmundsson Sauðárkrókur: Hulds Sigurbjömsdóttir, Skagfirðingabraut "87 Siglufiörðnr: Kolbeinn Friðbjamarson, Bifreiðastöðinni NORÐURLANDSKJÖRDÆMI — eystra Ólafsfjörður: Sæmundur Ólafsson, Ólafsvegi 2 Akureyri: Rögnvaldur Rögnvaldsson, skrifstofu ,,Verkamannsins“ Brekkugötu 5 Húsavík: Gunnar Valdimarsson, Uppsalavegi 12 Raufarhöfn: Guðmundur Lúðvfksson AUSTURL (VNDSKJÖRDÆMI Vopnaifjörður: Davíð Vigfússon Fljótsdalshérað: Sveinn Árnason, Egilsstöðum Seyðisfjörður: Jóhann Sveinbjömsson, Brekkuvegi 4. Eskifjörður; Guðjón Bjömsson Neskaupstaður: Bjarni Þórðarson, bæjarstjóri Reyðarfjörður: Bjöm Jónsson, kaupfélagi Fáskrúðsfjörður: Baldur Bjömsson Djúp;vogur: Ásgeir Björgvinsson Homafjörður: Benedikt Þorsteinsson, Höfn SUÐURLANDSK.IÖRDÆMI: Selfoss: Þórmundur Guðmundsson, Miðtúni 17 Hveragerði: Björgvin Ámason, Hverahlíð 12 Stokkseyri: Frímann Sigurðsson, Jaðri Rangárvallasýsla: Guðrún Haraldsdóttir, Hellu V -Skaftafellssýsla: Magnús Þórðarson, Vík Vestmannaeyiar: Tryggvi Gunnarsstm, Vestmannabraut 8 Afgreiðsla Happdrættisins í Reykjavík er á Skólavörðustíg '19 og i Tjarfiargötu 2a Salisbory Stjóm Smiths lýsti þvi yfir í dag, að það hefði táknað skil- yrðislausa uppgjöf, ef gengið hefði verið að tillögum Wilsons um framtið Ródesíu. 1 stað nú- verandi stjórnar hefði komið kvislingastjóm og stjómleýsi og öngþveiti tekið völd í landinu. Sú bráðabirgðastjóm hefði ekki orðið annað en Trójuhestur til að lauma • brezku herliði inn í landið og halda því þar von úr viti. Frá Salisbury berast þær fregn- ir, að hvítir menn búi sig undir harðnandi átök en. reyni að bera sig mannalega, segjandi sem svo, að það sé þó gott að allri 6- vissu sé lokið og aðskilnaðurinn við Bretland orðin fullkomlega ó- afturkallanleg staðreynd. — Síðári fregnir herma að Wilson forsætisráð- herna hafi sagt í sjónvarpsviðtali í kvöld, að stjóra sín hefði stung- ið upp á þeirri bráðabirgðalausn Ródesiúdeilunnar, að Bretland og Ródesía gerðu með sér banda- lag, þannig að Ródesíumenn kysu fulltrúa á brezka þingið og nytu um leið sjálfsstjómar. » Beckett kom- inn til Sovét Áhugi á framúrstefnu í leik- ritagerð virðist vera að örfast í Sovétríkjunum. í síðasta hefti tímaritsins Inostrannaja littera- túra birtist til að mynda þýðing á „Beðið eftir Godot“ eftir Beckett, einhvern helztan frum- kvöðul stefnunnar. Áður hafði sama tímarit birt leikrit eftir Ionesco. Heimsókn Kosygíns, forsætisráðherra Sovétríkjanna, til Frakklands hefur verið mikið rædd í fréttum að undanfömu. I gær heimsótti hann miðstöð fransks vefnaðar, Lyon, og kynnti sér þar nýtízku- fyrirtæki í þeirri grein, en sjálfur er Kosygin vefnaðarverkfræðing- ur að mennt. — Myndin sýnir þá Kosygin og de Gaulle forseta í veizlu í forsetahöllinni í Paris á dögunum. GERIÐ SKII 'TK> QV Erfítt að fji Efnahagshandalagi BRUigSEL 6/12 — Gouve de Mur- ville, utamríkisráðherra Frakka, sagði á ráðherrafundi Efnahaigs- bandalagsins í dag, að gæta yrði fyllstu varúðar í sambandi við viðræður um aðild Austurríkis að EBE, þair eð Sovétríkin væru andvíg slíkri aðild og teldu hana brot á hlutleysi Austurríkis. Á fundínum er og rætt um hugsanlega aðild Bi’etlands, en gert er ráð fyrir því, að de Gaulle háldi fast við að beilai neitunarvaldi sínu gegn henni- Allavega muni hann setja Bret- um skilyrði, sem þeir geti ekki gengið að — m.a. það, að Bret- ar slíti hinni nánu pólitísku samvinnu sína við Bandaríkin. ★ Wilson forsætisráðhen-a og Brown utanríkisráðherra Breta ætla í janúar n.k- til Parísair að ræða þetta mál við de Gaulle. Leiðtogar kommúnista heimta Málshöf ðun vegna flóðanna á Ítalíu Stalín hylltur í Kremlarþinghöll á afmæli orustunnar um Moskvu MOSKVA 6/12 — Jósef Stalín var í dag hylltur sem leið- togi í styrjöldinni á fundi, sem haldinn var í Kreml til að minnast þess að 25 ár eru liðin frá ósigri Þjóðverja við Moskvu. Fundurinn var haldinn í þing- höllinni í Kreml að viðstöddum helztu forystumönnum flokks og stjórnar. Aðalræðu flutti formað- ur Moskvudeildar flokksins, Jeg- orítsjéf, og setti hann fram þá túlkun á orustunni. um Moskvu fyrir 25 árum að hún hefði ekki ekki verið hrein varnarorusta heldur ein þeirra, sem úrslitum réðu í styrjöldinni. Var honum vel fagnað er hann hyllti Zjúkof marskálks, er fallið hefur í ónáð bæði hjá Stalín og Krústjoff, og enn meir var klappáð er hann fór viðurkenningairorðum um hlutverk Stalíns sem hæstráð- anda í hemum þá. Skömmu síðar yfirgáfu tvedr kínverskir sendiráðsmenn salinn í mótmælaskyni við að Jegorít- sjéf ásakaði Maó Tse-tung um að fylgja stórveldisstefnu í bland við þjóðrembu- Hefði þessi stefna þann -tilgang að grafa undan einingu sósíalistískra landa og í kommúnistískri heimshreyfingu. Hefðu Kínverjar úthrópað Sovét- ríkin sem óvin númer eitt á þeim tíma „er við erum bakhjarl þjóð- anna í baráttu þeirra við banda-- ríska heimsvaldastefnu“ eins og Jegorítsjéf komst að orði. Nýútkomnar endurminningar Zjúkof mairskálks um orustuna hafa vakið mikla athygli. RÓM 6/12 — Þekktur ítalskur kommúnistaleiðtogi, Terracini, hefur borið fram kröfu úm að fylkisstjórinn í Flórens verði á- Nýr flokkur á Imflandi NÝJU DEHLI 6/12. Fyrrverandi meðlimir Kongressflokksins ind- verska, sem farið hefur með stjórn síðan landið varð sjálf- stætt, komu saman á fund í dag til að stofna nýjan andstöðu- flokk- Formaður hans verður J. B Kripalani sem vair formaður Kongressflokksins fyrst eftir að landið varð stjálfstætt. kærður — m. a- fyrir manndráp — í sambandi við afleiðingar flóðanna miklu í fyrra mánuði. Að sögn málgagns kommún- istaflokksins, 1‘Unita, vill Terr- acini fylkisstjórann, dr- Manfredi de Bemairt, leiddan fyrir rétt vegna glæpsamlegrar vanrækslu og manndrápa- Dómari ‘ hefur settur til að rannsaka ákæru- atriðin áður en ákvörðun verður tekin um piálshöfðun. Kommúnistar hafa öðrum fremur veitzt hart að ítölsku rík- isstjórninni í sambandi við flóð- in. Segja þeir að yfirvöldin hafa ekki gert nauðsynlegar varúðar- ráðstafanir og beri því að nokkru leyti ábyrgð á flóðunum og láti 113 manna- 1 Flórens einni létu 30 manns lífið af völdum flóð- anna. Rauðu varðliðarnir vilja leiða leiðtoga fyrir rétt PEKING 6/12. — Rauðir varð- liðar settu upp kröfuspjöld í Peking þess efnis, að þrír menn sem til skamms tíma hafa verið í hópi helztu forystumanna rik- isins verði leiddir fyrir rétt. Var spjöldunúm komið upp skammt frá bækistöðvum mið- stjórnar flokksins í borginni. Þessir menn eru þerr Peng Tsjén, fyrrum borgarstjóri í Pek- ing, Lú Júng-tí, fyrrum mennta- málaráðherra og yfirmaður á- róðursdeildar kommúnistaflokks- ins og Lo Júí-tsjíng, fyrrum yf- irmaður herrsíðsins. Peng Tsjén var í tíu manna kjarna mið- stjjórnar kommúnistaflokksins. Ekki hefur spurzt neitt um þessa menn að undanförnu. í spjöldunum eru þessir mehn ákærðir fyrir samsæri gegn kenningum og pólitískri stefnu Maós Tse-hmgs- Vísbending til vinstrí / kosningunum á Ítaiíu Það gelur verið varasamt að treysta um of á fréttastofur, einkum ef þær segja frá tíðind- um sem leggja má á pólitíSkt mat. Þannig skýrði NTB- frétta- stofan norska frá því í vikunni sem leið og bar fyrir sig frétta- ritara Reuters í Róm, að úrslit kosninga til bæjar- og fylkis- stjórna í nokkrum héruðum á Ítalíu fyrra sunnudag hefðu orð- ið þau að allir helztu flokkar hefði haldið sínu; Kristilegir demókratar fengið rúman þriðj- ung atkvæða, kommúnistar tæp- an fjórðung og hinn nýsameinaði sósíalistaflokkur hefði orðið þriðji stærsti flokkurinn og feng- ið 14—18 prósent. atkvæða. Nú hafa borizt nákvæmar töl- ur frá þessum kosningum sem gefa nokkra vísbendingjj um stjórnmálaþróunina á Ítalíu, enda þótt greidd atkvæði hafi aðeins verið-tæp miljón talsins. Frásögn fréttastofunnar af atkvæðahlut- falli Kristilegra og kommúnista er ekki beinlinis röng, en er þó villandi. Og þetta á enn frekar við um frásögnina af atkvæða- magni hins sameinaða sósíalista- flokks (PSI-PSDI). Höfuðein- kenni þessara kosnfnga voru þau að kommúnistar og bandamenn þeirra í flokki vinstrisósíalista (PSIUP) 'unnu talsvert á, en því fór fjarri að hinn sameinaði flokkur Nennis og Saragats héldi því atkvæðamagni sem flokkar þeirra höfðu áður, hvað þá að þeim tækist að laða til fylgis við sig fólk sem fylgt bafði kommúnistum að máli. Kommúnistar og bandamenn þeirra hlutu samtals nú 27,1 prósent atkvæða á sameiginleg- um listum (höfðu áður 27,5). era PSIUP hlaut nú 2,9 prósent á eigin listum (hafði 0,8) og hinir róttæku vinstriflokkar hlutu þvi 30 prósent (höfðu 28.3). Hinn sameinaði sósíalistaflokk- ur, PSI-PSDI, hlaut nú 14,7 pró- sent, en flokkarnir höfðu áður, ýmis hvor sínu lagi eða á sam- eiginlegum listum, 16.6 prósent Kristilegir héldu sínu atkvæða- magni, fengu 35,5, höfðu 35,6. f ljosningunum til fylkisstjóm- anna í Trieste og Massa-Carrara í Toscana hlutu kommúnistar og PSIUP nú saman 27,3 prósent (höfðu 23,7), PSI-PSDI hlaut 14,4 (flokkarnir höfðu áður 17,9). f þremur fylkishöfuðborgum. Tri- este, Massa og Ravenna, hlutu kommúnistar og PSIUP 28,5 (höf^u 25,7). en PSI-PSDI hlaut 11.7 (áður 15.1)) Af þessum ursliturn má ráða (með þeim varnagla að vísu að kosið var aðeins í fáum héruð- um) að leiðtogar PSI og PSDI hafi reiknað dæmið skakkt þegar þeir rugluðu saman reitum sín- um.Þeir töldu sig mundu vinna fylgi bæði til vinstri og hægri, bæði frá kommúnhstum og Krií(ti- legum. en tölurnar gefa til kynna að þeir hafi tapað fylgi og það jafnvel á báðar hendur

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.