Þjóðviljinn - 07.12.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.12.1966, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 7. desembftr 1966 — ÞJÖBVrLJINN — SfÐA 7 Guðmundur Vigfússon 1 þvi frumvarpi að fjárhags- áætlun fyrir Reykjavíkurborg árið 1967, sem hér liggur nú fyTir. eru heildartekjur oggjöld borgarsjóðs á rekstraryfirliti á- aetlaðar 984 milj. 139 þús. kr. A þessu ári voru heildartekjur og gjöld áætluð 842 milj. og 6 þús. kr. Hækkunin milli ára er því 142 milj. 133 þús. kr. eða .16,9%. ■ Rekstrargjöld borgarsjóðs eru r.ú áætluð 787 milj. 189 þús kr„ en voru í ár 663 milj. 756 þús. kr. •'Hækkun 123 milj. 433 þús. kr. eða 18,6%. Yfirfærsla af rekstraryfirliti' til eignabreytinga er nú áætl. 196 milj. 950 þús. kr. á móti 178 milj. 250 þús. kr. í ár. Hækkun 18 milj. og 700 þús. eða aðeins 10,5%. Tekjur og gjöld á eignabreyt- ingareikningi eru áætluð 218 milj. 950 þús. kr. og er mis- munurinn jafnaður á sama hátt og í ár með 22 milj. kr. á- ætlaðri lántöku til framkvæmda við heilbrigðisstofnanir. Tekj- ur 'og gjöld á eignabreytingum í ár voru 200 milj. og 250 þús. Hækkun er því 18,7 milj. eða aðeins 9,5%. Heildarútgjöld borgarsjóðs á rekstrarreikningi og eignabreyt- ingareikningi eru nú áætluð 1006 milj. 139 þús. kr. en voru í ár áætluð 864 milj. og 6 þús. kr. Nemur því heildarhækkun- in milli ára 142 milj. 133 þús. kr. Svo sem venja er eru útsvörin stærsti tekjustofn borgarsjóðs- ins. Þau eru nú áætluð 636 mil'j. og 900 þús. kr. -Á þessu ári voru útsvörin áætluð 541 milj. og 61 þús. kr. og nemur hækkun útsvaranna því 95 milj. 839 þ'ús. kr. eða 17,7%. Ég mun ékki víkja að öðrum tekjuhækkunum þessa frum- varps enda eru tilfærslur þar svo litlar að engu meginmáli skiptir. Undántekning er þó sú mikla hækkun, sem nú er ráð- gerð á skattlagningu Rafmagns- veitu, Hit^veitu og Vatníjveitu til borgarsjóðs, en sá tekjuliður á nú að hækka úr 13,5 milj. 1 18,6 m.ijj. eða um hvorki meira eða minna en 3,/,5%. Þessi hækkun og þessi skatt- lagning er.’að áliti okkar Al- þýðubandalagsmanna með öltu óforsvaranleg, enda er hér um hreinan neyzluskatt á almenn- ing að ræða, sem innheimtur er í hærra rafmagnsverði, hærra verði á heitu vatnj og hærri vatnsskatti en annars þyrfti aö vera. Slík skattheimta kemur af jöfnum þunga á fátæka og ríka. hærri rekstrar- minnkandi framkvæntdir Ræða Guömundar Vigfússonar við 1. umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1967 í borgarstjórn sl. fimmtudagskvöld Auk þess er svo sú staðreynd að allt eru þetta borgarstofn- anir í sárri fjárþörf og fjár- þröng vegna aðkallandi fram- kvæmda og því mjög fráleitt að hafa þær að féþúfu fyrir borgarsjóð. Rekstrargjöld Eins og áður er vikið að hækka rekstrargjöldin og fram- lög til eignabreytinga um 142,1 milj. kr. Fróðlegt er að gera sér grein fyrir hvað af þessari háu upphæð verður, þ. e. a. s. hvemig hún skiptist milli rekstr- argjalda og framkvæmda. Segja má að þessi mikla tekjuhækkun hverfi nær öll i hækkuð rekstrargjöld. Til þeirra fara 123,4 milj. en til fram- k-væmda aðeins 18,7 mi!j. Rekstrargjöldin hækka um 18,6% en framkvæmdafé um aðeins 9,5% eins og áður segir. Lítum næst á hækkanirein- staka rekstrarliða. Stjórn borgarinnar ' hækkar úr 35,9 milj. í 42,1 milj. eða um 17,5%. Löggæzla hækkar úr 26,7 mi!j. í 29,2 milj. eða um 9,5%. Brunamál hækka úr 10,6 milj. í 11,8 milj. eða um 12%. Fræðslumál hækka úr 82,4 milj. í .99,9 milj. eða um 21,3%. Listir, iþróttir og útivera hækk- ar úr 32,8 milj. í 38,7 milj. eða um 18,4%. Hreinlætis- og heilbrigðismá! hækka úr 80,6 milj. i 104.6 milj. eða um 29,8%. Félagsmái hækka úr 210,2 milj. í 244 milj. eða um 16,1%. Gatna- og holræsagerð hækkar úr 160,7 milj. í 190.9 milj. eða um 18,8%. Fasteignir hækka úr 10,7 milj. i 12,8 milj. eða um 19,2%. Vextir og kostnaður við lán hækka úr 1,5 milj. f 1,8 milj. eða um 20%. önntir útgjöld hækka úr 3,7 milj. í 5.4 miij. eða um 43,8%. Framlag til SVR lækkar úr 7,9 milj. í 5,6 milj. eða 29,1%. Þannig eru útgjaldahækkan- ir aðalkafla frumvarpsins og mætti að sjálfsogðu margt urn þá segja og hina einstöku und- irliði. Það sfeal þó ekki gert á þessu stigi. Útgjaldahækkanir á rekstraráætlun nema eins og fyrr segir 123,4 milj. kr. Framkvæmdir Víkjum þá næst að eigna- breytingaáætluninni, þ.e. þeim upphæðum, sem ganga eiga til framkvæmda borgarsjóðs og þá fyn-st og fremst byggingar- framkvæmda. Sú upphæð hækkar nú um einaó litlar 18,7 milj. kr. en það er 9,5%. Þegar þessi framlög eru met- in og borin saman við fyrra ár ber að hafa hvorttveggja í huga, beinar launahækkanir og almenna hækkun byggingar- kostnaðar. Hagfræðiskrifstofa borgarinnar telur launahækk- anir værkafólks milli fjárhags- áætlana nema 13,6 — 15%. Vísitala byggingarkostnaðar hefur á sama tíma hækkað úr 267 stigum í 298 stig, þ.e. um 32 stig eða 11,6%, Útkoman á hinum einstöku liðum eignabreytingaáaetlunör verður þessi, og eru þá aðeins teknir þeir framkvæmdaliðir er mestu varða hag almenningsog félagslega og menningarlega þjónustu borgarinnar: Framlag box’garinnar.til nýrra skólabygginga á að hækka úr 25 miljónjjm í 32 milj. eða um 28%. Framlág til nýs Borgarbóka- safns á að standa nákvæmlega í stað, í 500 þús. kr. og hækkar ekki um einn eyri. Er þessi . ákvörðun varia f samræmis við till. hins erl. sér- fræðings, yfirborgarbókavarðar- ins i Gautaborg, sem borgar-. stjóri minntist á í ræðu sinni hér áðan í sambandi við vænt- anlega aukningu bókakaupa. Þessi eriendi sérfræðingur taldi einmitt brýna nauðsyn á að byggt yrði án tafar nýtt aðal- bókasafnshús, þar sem ekki yrði unað lengur við þau þrengsli og þá óhæfu aðstöðu er Borgarbókasafnið býr við í nú- verandi húsnæði. Sama er að segja um fram- lag til nýs Borgarleikhflss. Það arheimila fyrir aldrað fóik, ar áætlað 250 þús. kr. eða ná- kvæmlega af sömu rausn og í fyrra. Engin hækkun. Meðferð þessa nauðsynlega máls af hálfu meirihlutans í borgarstjórn er einkar skýrt dæmi um vinnubrögð hans oft og tíðum — ég vil segjaalltof oft. — Ákvarðanir í málinu eru árangur af baráttu fyrir þvi hér í borgarstjórn, og þá bar- áttu fyrir því að borgin léti sig varða vandamál aldtaða fólksins, háði alveg sérstaklega Alfreð Gíslason fyrrv. borgar- fulltrúi og gerði það við lítinn skilning ái-um saman. Loks fór þó svo að kjörin var svonefnd velferðarnefnd aldraðra og veitti borgarfulltr. Þórir Kr. Þórðarson henni forstöðu. Hygg ég að Þórir haíi haft áhuga á málefninu og tekið hlutverk sitt alvarlega eins og vera ber. Ein Engin hækkun verðtir á framlagi borgarsjóðs til Borgarsjúkra- hússins í Fossvogi, — en það hefur verið í smíðum í meira en hálfan annan áratug. stendur óbreytt í 2 piilj. kr. Engin hækkun. Framlag til íþróttasvæðisins í Laugardal, sundlaugarinnar þar og íþrótta- og sýningarhúss hækkar úr 13 miljónum í 14 milj. eða um 7,7%, Nýir leikvellir hækka úr 4 milj. í 4,5 milj. eða urn 12,5 prósent. Framlag borgarsjóðs tíl Borgarsjúkrahúss í Fossvogi stendur óbreytt í 40 milj. kr. Engin hækkun. Framlag til kjötmiðstöðvar er einnig óbreytt 1,2 milj. Engin hækkun. Framlag til byggingar al- menningsnáðhtísa á að lækka úr 1 milj. í 500 þús. kr eða um 50%. Framlag til byggingar barna- heimila á að standa óbreytt í 21,5 milj. Ekki eyris hækkun. Framlag til byggingar dval- af tillögum nefndarinnar var einmitt bygging sérstakra fbúða eða dvalarheimila fyrir áldrað fólk og þá tillögu samþykkti bct.-garstjómin. 1 fyrra voru ætlaðar til undirbúnings þessa máls 250 þús. kr. og var felld tillaga Alþýðubandalagsmanna um aukafjárveitingu. Var þvi þá svarað til að ekki væri ætlunin að fara hraðar f málið en svo á árinu ‘66, að teikning- ar yrðu gerðar, og myndi þessi smáupphæð, 250 þús. nægja fyr- ir teiknikostnaði. Nú á greini- lega að endurtaka það sama — annað ár á áð líða ánþess að hafizt sé handa. Þetta tel ég vítaverða og óforsvaranlega meðferð á góðu máli, sem borgarstjórn hefur þó formlega ákveðið að hrinda áleiðis —og ég tel þetta ekki síður vítavérða framkomu gagnvart borgar- fulltrúa Þóri Kr. Þórðarsyni, sem ég eetla að hafi, eins og fleiri borgarfulltr. tekið sam- þykktina alvarlega. En það er þá ekki i fyrsta skipti sem meirihlutinn hagar sér þannig gagnvart góðviljuðum mönnum sem villzt hafa á fjörur hans <e haldið að þeir ættu þar kost á að hrinda góðum og þörfum málum í framkvæmd. Framlag til Byggingarsjóðs er nú hækkað úr 20 milj. í 25 milj. kir. eða um 25%. Fjármagn byggingarsjóðsins tdl framkv. lækkar hinsvegar úr 53,4 milj. í 48,3 milj. kr. eins og sjá má á eignabreytingaáætlun bygg- ingarsjóðs. Loforð —efndir Þannig ber allt að sama brunni. Byggingarftamkvæmdxr á vegum borgarinnar eiga að dragast saman á sama tímaog rekstrarútgjöld borgarsjóðsins og eyðslan fer vaxandi eins og sýnt hefur verið fram á. Fyrir kosningamar í vor lét flokkur meirihlutans festa mikla áróðursborða yfir helztu umferðat-götur í borginni. Aðal- kjörorðin á þessum borðum voru: Áfram Geir — Afram framkvæmdir. Á áróðursfundum Sjálf- stæðisflokksins fyrir hin ýmsu hverfi, sem borgarstjórinn hélt í eigin nafni, var heldur ekki skorið utan af loforðunum. öllum var Iofá’ð1 öllu, aðeins að því skilyrði uppfylltu að Sjálfstæðisflokkurinn héldi völd- um í brtrgarstjórn og gæíi starfað undir kjörorðunum: A- fram Geir — Áfram fram- kvæmdir. Nú hafa menn hins vegar efndirnar fyrir augum. Óða- verðbólgan gleypir nær alla á- ætlaða tekjuaukningu og hlut- ur framkvæmdanna fer veru- lega minnkandi í útgjöldum borgarinnar. Efndirnar eru þær að unnin verða færri dagsverk við bygg- ingarframkvæmdir borgarinnar. borgin byggir færri íbúðir, færri bamaheimili, færri leik- velli, minna verður framkvæmt á sviði heilbrigðismála og í- þróttamála. Engar framkvæmd- ir verða hafnar við nýtt Borg- arbókasafnshús né Borgarleik- hús og samþykktin um dvalar- heimili fyrir aldbaða verður á- fram gagnslaus pappírssam- þykkt. , Og það miðar einnig seint f skólabyggingamálum meðan ekki er tekið raunhæfar á því mikla vandamáli, og ekki einu sinni framkvæmt það, sem þó er búið að sam’þykkja og veita fé til. Þau mörgu og miklu verkefni sem að kalla á sviði húsnæðis- mála, menningarmála, heilhHgð- ismála og annarra félagsmála f borginni verða seint leyst eða þeim kornið i viðunandi horf meðan þessi þróun helzt ó- breytt og svona er að málum staðið. Óheillaþróun J Það kann auðvitað ekki góðri lukku að stýra, að á sama tíma og rekstrargjöld borgarsjóðs hækka um 18,6% hækki fram- lög til fjárfestinga aðeins um 9,5%. Með þeirri þróun breikk- ar sífellt bilið milli eyðslu og framkvæmda, sífellt meira fjár- niagn fer í reksturinn, en sí- fellt minni hluti til fram- kvæmdanna. Og á þetta þó einkum við um byggingar- framkvæmdimar. AFRAM Geir — áfram fram- kvæmdir var kjörorð íhaldsins fyrir borgarstjórnarkosningarn- ar í vor — kjörorð sem vfða blasti við vegfarendum, jafnvel á ruslakössum i mlðbænum. — Fjárhagsáætlun ihaldsins nfl ber með sér að hlutfallslega minna fé á a» fara til fram- kvæmda á næsta ári — en reksturskostnaður borgarsjóðs fer vaxandi. Meirihlutinn hér í borgar- stjórn verður ekki einn sakáð- ur um þessa óheillavænlegu þróun. Hér veldur að sjálf- sögðu miklu um, ég vil segia mestu, sú glæfralega dýrtíðar- aukning og verðbólguþróun sem yfir þjóðina hefur gengið á valdatíma núverandi stjómar- flokka s.l. sjö ár. Með þessu er þó ekki verið að sýkna meirihlutann hér í borgarst.jóm af hans stóra bsetti í sívaxandi útgjöldum borgarsjóðs og borgarstofnana. Allir vita að mikið fé fer i súginn vegna skipulagsleysis, eftirlitsleysis með stærri og minni kóngum í borgarfram- kvæmdum og borgarrekstri, sem fara sfnu fram að eigin vild, svo og vegna hóflítils skrifstofukostnaðar og að ein- stakir gæðingar og vildarmenn meirihlutans fá að mata ,krpk sinn á kostnað borgarinnar méð ýmsum hætti. En begar við þetta bætist sú geigvænlega verðhækkana- skriða sem er afleiðing núver- andi stjósmarstefnu, fr-elsisstefn- unnar, eins og hún er kölluð af formælendum stjórnarflokk- anna, bá er svo sannarlega ekki von að vel fari hvorki í fjármálum eða framkvæmda- málum Reykiavíkur né heldur annarra bæjar- eða sveitarfé- Iaga. Tekjtrmöguleikamir eru vissulega takmarkaðir. En út- gjöldin fara hraðvaxandi ár frá ári og gleypa sífellt stærri hluta teknanna. Við þetta bætist svo að tekj- ur sveitarfélaganna innheimt- ast svo seint á ári hveriu að bau eru í sívaxandi greiðslu- vandræðum. Lánamöguleikar sveitarfélaganna eru takmarkaö- ir og í raun og veru allsendis óviðunandi og gildrr bað bæði um náuðsynleg reksturslán og lán til framkvæmda. Sveitarfélögin eru þannigsett f vítahring og úlfakreppu. Tekj- umar og lánsfjárskorturinn takmarka möguleika þeirra og umsvif. Verðhækkanimar taka sffellt f reksturinn stærri.hluta teknanna og sá hluti sem farið getur til nauðsvnlegra fram- kvæmda verður sffellt rýrari og skilar minni érangri. Þetta þýðir að vandamálin hrannast óleyst upp og verða torleystari en etla. ftg á ekki von á öðru en flestum þyki tióg um þegarfjár- hagsáætlunin hækkar nú milli áira um 142.1 milj. eða nær 17°'0 og það þrátt fyrir niðurskurð á verklegum framkvæmdum. Ég geri einnig ráð fyrir að flestum eða öllum byki nægi- lega að gert begar útsvök'it hækka um 95,8 miljónir eða um 17.7%. Þetta eru afleiðingar af stjóm . meirihlutans í borgar- stjóm og bá ekki síður af verð- hækkanastefnu ríkisstiðmarinn- ar, ávöxtur frelsisstefnunnar. Þá skyldu menn hafa í huga, auk þess sem ég hef þegarbent á um horfurnar í framkvæmda- málum borgarinnar vegna nið- uirskurðar á framlögum til verklegra Tramkvæmda og það Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.