Þjóðviljinn - 07.12.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.12.1966, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÖÐVTLJINN — Miðvikúdagur 7. desember 1066. Komið jólabréfum tímaníega í póst tJr hinni nýju verzlun Valbjarkar. Akureyrarsmiðir sækja suður VALBJÖRK OPNAR VERZLUN í R VÍK Póstmeistarinn i Réykjavik hefur að venju sent frá sér leið- heiningar um póstlagningu jóla- bréfa og pakka, póstgjöld og síð- ustu ferðir til útlanda og út á land. Kemur þar fram m.a. að á þessu ári hefur verið tekinn upp nýr þáttur í bréfapóstþjónustunni, móttaka á smápökkum til út- landa. Þyngt smápakkanna má ekki fára yfir 1 kg., burðargjald er kr. 2,50 fyrir hver 50 gr., laegsta gjald þó kr. 11. Fluggjald baetist við og tekið er fram að pakkarn- ir megi ekki innihalda sendibref,_ frímerki, peninga, verðskjöl, dýra málma né skartgripi, ennfremur að umbúðum beri að haga þann- ig að hægt sé að kanna inni-- haldið. Er þessi nýjung mjög tii bóta, ekki sízt um jólin þegar margir senda smájólagjafir til útlanda, sem gjama vega undir 1 kg., en það er laegsta þyngd sem við er 'miðað við sendingu böggla. Jólapóstur innanbæjar Móttaka á jólapósti innanbæj- 23 árekstrar 23 árekstrar voru skráðir hjá lögreglunni í Reykjavík frá morgni til kvölds í gær, og má teljast góð útkoma miðað við færðina. Engin slys urðu á fólki í. þessum árekstrum, en smá- skemmdir á farartækjum. Eldur í reykháf SlökkviJiðið var í gær kvatt að Hjallabraut 12 í Kópavogi, þar sem kviknað hafði i í reykháf, en. fljótlega tókst að ráða nið- ejdsins. Ný fréttaheimild Aðalfréttin á forsíðu Morg- unblaðsins í gaer, birt í feitum ramma, bar fyrirsögnina: „Lá við að ástarlíf hfossa yrði verksmiðjunni að falli“. Eru þar rakin í ýtarlegu máli vandkvæði sem-hlutust af því að hryssa, í eigu verksmiðju einnar í Rússlandi, kastaði folaldi án þess að ráð hefði verið gert" fyrir þvílíkri fjölg- un í áætlunum verksmiðjunn- ar eða áformum æðri stjórn- arvalda um framtak fyrir- tækis þessa, en af því tilefni lentu skriffinnar í æmum vanda. Morgunblaðið getur þess i upphafi að þessi skemmtilega frásögn sé tekin úr „sovézka tímaritinu Krokodil"; hins vegar forðast Morgunblaðið að geta þess að Krókódíllinn er skopblað þeirra Sovét- manna, einskonar Spegill. Vissulega segja slík blöð oft ærinn sannleika á sinn hátt. en hingað til hafa frásögur , þeirra ekki verið taldar til fréttaefnis. Eða hvernig myndi Morgunblaðinu geðj- ast sú fréttamennska, ef er- lend blöð gerðu Spegilinn að helztu ■ heimild sinni um at- burði á íslandi og birtu frá- sagnir hans í fullri alvöru á forsiðum sínum? ar er til kl. 24 'fimmtudaginn 15. desember og hefst útburður hans 21. des. Á pósturinn að bera á- ritunina „JÓL“, en þær sending- ar -sem ekki bera slíka áritun verða bornar út jafnóðum og þær berast. tJt á Iand Skilafrestur á jólapósti með bifreiðum lil fjarlægra staða úti á landi er 16. des., en til ná- lægari kaupstaða og kauptúna 20. des. Síðustu skipsferðir út á land eru: Austur um land með Esj- unni 8. des. og vestur um land með Blik 13. des. og með Esju 17. des. Flogið er daglega til Akureyr- at og Húsavíkur (Dalvík, Einars- staðir), Egilsstaða (Borgarfj., Eskifj., Reyðarfj., Fáskrúðsfj.), Isafjarðar (Bolungavík, Suður- eyri, Flateyri), Vestmannaeyja og Neskaupstaðar (Mjóifj.). Síðustu flugferðir til annarra staða eru: 21. des til Fagurhóls- mýrar og Hornafjarðar (Djúpa- vogur, Breiðdalsvík), 21. des. til Kópaskers og Þórshafnar (Rauf- arhöfn, Bákkafj., Vopnafj.) og 22. des. til Patreksfjarðar (Bíldu- dalur, Tálknafj.,). Til útlanda Skipaferðir til Ameríku verða ekki fleiri fyrir jól, en til Evrópu má koma skipapósti með Kron- prins Fredrik, sem fer 10. des. til Torshavn og Kaupmannahafnar, og með Hanne Dancoast sem siglir til Torshavn og Kaup- mannahafnar 17. des. Flugpósti til Norðurlanda þarf að skila fyrir 17. des., en til annarra landa fyrir 16. desember. Bjarg- ráð fundið í útvarpinu i fyrrakvöld ræddust þeir við Sigurður Magriússon kaupmannaleiðtogi og Guðmundur J. Guðmunds- son varaformaður- Dagsbrún- ar, og kom margt skemmti- legt fram í tali þeirra. Meðal annars staðhæfði Sigurður að kjör kaupmanna væru svo bágborin að tekjur þeirra hrykkju ekki fyrir óhjákvæmi- legum kostnaði, þeir greiddu semsé í sífellu fé úr eigin vasa til þess að halda verzlun- um sínum gangandi, og má slík fómfýsi teljast einstæð, þótt margir séu væntanlega forvitnir um þá uppsprettu- lind sem gerir þeim kleift að ástunda þvilíka meðgjöf ár eftir ár. En því ekki að virkja þessa fórnarlund kaupmanna enn betur? Útvegsmenn segjast vera uppgefnir á því að gera út togara og minni báta, marg- ir hraðfrystihúsaeigendur hafa lokað fyrirtækjum sínum, iðnaðurinn heldur áfram að dragast saman. Hvers vegna ekki að afhenda kaupmönn- um öll þessi gj aldþrotafyrir- tæki og nota hið þjóðhagslega örlæti þeirra til að jafna met- in? Er það ekki einfaldasta leiðin til þess að leysa öll efnahagsvandamál þjóðarinn- ar? — Austri. Húsgagnaverksmiðjan Valbjörk h.f. á Akureyri hefur opnað húsgagnaverzlun í Reykjavík, að I.augavegi 103. Húsgagnaverksmiðjan Valbjöx-k hóf starfsemi sína fyrir um þaö bil fjórtán árum, og hefúr síðan fengið á sig gott tvrð fyrir að fylgjast vel með nýjungum í hús- gagnasmíði. Fram að þessu hafa Valbjarkarhúsgögn ekki verið seld í neinni sérstakri verzlun í Reykjavík, heldur í mörgum hús- gagnaverzlunum í borginni svo og út um land, en samhlíða vaxandi stárfsemi fyrirtækisins og stækk- un verksmiðjunnar héfur fyrir- tækið nú sett á stofn sérstaka verzlun í Reykjavík. Verða þar .jafnan á boðstólum nýjust.u ’framleiðsluvörur fyrirtækisins hverju sinni og er nú von á — eða þegar til orðin — nýtízku- legum sófasettum, nýjungum i hillu- og skápaframleiðslu svo og nýjum stálhúsgögnum. Þá verða og til sölu í hinni nýju verzlun að Laugavegi 103 listaverk eftir þekkta íslenzka myndlistarmenn: hafa í henni verið fest upp verk eftir Jóhann- es Jóhannesson, Kjartan Guð- jónsson, Svein og Karen Agathe Þórarinsson. Auk húsgagnaframleiðslu hefur Valbjörk tekið að sér umfangs- mikil verkefni í sambandi við innréttingar. Fyrirtækið átti veigamikinn þátt í gérð Loft- leiðahótels og hefur annazt inn- réttingar fyrir marga skóla, hót- e! og opinbera aðila (Hótel KEA, Bifröst, Hótel Borgames og fyrir liggja verkefni fyrir Reykja- skóla, Laugalandsskóla, Mennta- skólann á Akureyri og fleiri að- ila). Stjórneridur fyrirtækisins telja það sannfæringu sfna og kapps- mál að innlend húsgagnafram- leiðsla sé í raun fullkomlega samkeppnisfær við innflutta vöru. Forstjóri Valbjarkar er Jóhannes Ingimarsson, Torfi Le- ósson er framleiðslustjóri og Guðjón Sigurðsson veitir for- stöðu hinni nýju verzlun í Rvík. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. Frá Mæðrastyrksnefnd Munið að ijólasöfnun Mæðrastyrksnefndar er fyrst og fremst fyrir einstæðar mæður, ekkjur og sjúk- linga. Leggjumst öll á eitt með að ekkert af þessu fólki verði fyrir vonbrigðum þessi jól. Gjöfum veitt móttaka á skrifstofu Mæðrastyrks- nefndár, Njálsgötu 3, alla virka daga frá kl. 10—6. Á sama stað er útfhlutun fatnaðar Mæðrastyrksnefnd. Orðsending frá Ijósastillingastöð F. í. B. Ljósastillingastöð okkar að Suðurlandsbraut 10 verður lokuð fram yfir næst komandi áramót vegna lagfæringar. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda. Hver man ekki einhvern hinna sérkennilegu karla, sem Brynjólfur hefur skapað ó leik- sviðinu. En færri þekkja' leikarann og mann- inn sjólfan, sögu hans og skoðanir. Brynj- ólfur segir fró uppvaxtarórum sínum í Reykjavík og ó ísafirði, en þar lék hann sitt fyrsta hlutverk. Hann rekur síðan ýmsa merka atburði 'í sögu leiklistarinnar og sína eigin persónulegu sögu, allt fram á þennan dag. Og auk þess prýða bókina 60 myndir. KARLAR EINS 0GÉG ÆVIMINNINGAR BRYNJÓLFS JÓHANNESSONAR LEIKARA ÓLAFUR JÓNSSON FÆRÐ/ íLETUR Trésmiðafélag Reykjavíkur TRESMIÐIR Aðalfundur skák- og bridgedeildar Trésmiðafé- lagsins verður að Laufásvegi 8 föstudaginn 9. þ.m. kl. 20,30. Stjóm S.B.T.R.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.