Þjóðviljinn - 08.12.1966, Page 6
(j ST»a — PJ’OEJVIL.nNN — Fimmtudagur 8. desember 1966.
Stór sending af
vönduðum vetruHkáeum •
frökkum ©g hettuúlpum
tekin upp í dag. Hagstætt verð.
BERNHARÐ LAXDAL, Kjörgarði
Ný sending af
fáðruðum skinnhönzkum
í fjölbreyttu úrvali. — Tilvalin jólagjöf.
BERNHARÐ LAXDAL, Kjörgarði
Ný sending af
höfuðklútum
í nýjustu tízkulitum, tekin upp f dag.
BERNHARÐ LAXDAL, Kjörgarði
Orðsemfíng
til opinberra starfsmanna.
Fjármálaráðuneytið á þess kost að Senda starfs-
mann til 8 mánaða þjálfunar í bagræðingu í opin-
berum rekstri, sem árlega er veitt á vegum norska
ríkisins.
Námskeiðið hefst í byrjun janúar mánaðar ár hvert.
Óskað er eftir umsóknum um þátttöku í þessari
þjálfun, þannig að þjálfunartíminn hefjist ann'að
hvort í jan. 1967 eða 1968. Miðað er við að' velja
til slíkrar farar starfsmann með staðgóða reynslu
á eínhverju sviði opinberrar stjómsýslu.
Umsóknir þurfa að hafa borizt fjármála- og hag-
sýslustofnun fyrir 20. des. n.k. frá þeim starfsmonn-
um, sem teldu sér faert að hefja þjálfunina strax i
byrjun janúár n.k.
Fjármálaráðuneytið.
Sendisveinn
éskast
nú þegar, hálfan
eða allan daginn.
HÁTT KATJP.
Mais Trading Compahy hf.
Laugavegi 103. — Sími 1 73 73.
Óperan „Martha " sýnd á
jólunum í Þjóðleikhúsinu
Jólasýning Þjóðleikhússins
að þessu sinni verður á óp-
erunni „Martha“ eftir Flot-
ow. Hljómsveitarstjóri verð-
ur Bodhan Wodiczko, en
þýðandi er Guðmundur Jóns-
son óperusöngvari. Aðalhlut-
verkið verður fyrst sungið
af hinni heimskunnu óperu-
söngkonu Mattiwilda Dobbs.
en síðan mun Svala Níelsen
taka við hiutverkinu. Þeir
sem fara með önnur hlur-
verk í óperunni eru Guð-
mundur Jónsson, Guðmund-
ur Guðjónsson, Kristinn
Hallson. Sigurveig Hjalte—
sted og Hjálmar Kjartans-
son..
Leikstjóri er Erik Schack
og hefur hann nýverið seft
þessa sömu óperu upp í Ber-
lín. Æfingar standa yfir í
Þjóðleikhúsinu á óperunni
og hefur Carl Billich aeft
með kór og einsöngvurum í
undanfarnar sex til sjö vik-
ur.
Tónskáldið Friedrich Flot-
ow fæddist áríð 1812 og
andaðist 1883. Hann var
þýzkur að ætterni, fór ung-
ur til Parísar, dvaldist þar
meirihluta ævi sinnar og
hlaut þar tónlistarmenntun
sína. Hann samdi margar ó-
perur og eru .Marths' og ,.A1-
essandro Stradella" þekktast-
ar.
„Martha" er gaman-ópera
og gerist á Englandi á
stjómarérum önnu drottn-
ingar 1702
var fyrst sýnd í
Óperusöngkonan Mattiwilda Dobbs.
■1714. ..Martha" árið 1847. Margar
af aríun-
Vínarborg um í óperunni eru mjögvel
þekktar og munu ■ margir
kannast við þær.
Öperusöngkonan Mattiw-
ilda Dobbs . er blökkukona,
fædd . í Atlanta í Bandaríkj-
unum. Að loknu háskólanámi
við Columbia-háskólann (en
þar tók hún Master ’of Arts
próf) hóf hún söngnám hjá
söngkonunni frægu Lotte Le-
onard og hlaut einnig á
þessum árum námsstyrk sem
kenndur er við Marían And-
erson.
Hún stundaði einnig söng-
nám í París í tvö ár. Varhún
fyrsti negrasöngvarinn, sem
sungið hefur á hinu fræga
óperuhúsi La Scala í Mílanó.
Margoft hefur hún sungið
við Glyndeboume-óperuna i
Englandi, á Covent GÍarden-
óperunni og við Metropolit-
an-óperuna í New York.
Mattiwilda Dobbs hefur
sungið á konsertum i flestum
löndum Evrópu og var fyrir
skömmu á söngleikaferð í
Sovétríkjunum. Auk þess hef-
ur hún farið í hljómleikaferð-
ir bæði til Ástraliu og eimug
sungið í flestum stórborgum
N-Ameríku. Nú er hún búsett
í Svíþjóð og er maður henn-
ar sænskur blaðamaður. A
síðari árum hefur hún oft
sungið við óperuna í Stokk-
hólmi.
Óperan „Martha" verður
frum'sýnd í Þjóðleikhúsinu á
annan i jólum. Leikmyndir
og búningateikningar eru gerð-
ar af Lárusi Xngólfssyni. Um
35 félagar úr Þjóðleikhúss-
kómum taka þátt f sýning-
unni.
Breytingar á dómsmálum
Framhald af 1. síðu. '
neytinu að rannsaka meðferð
dómsmála í landinu og önnur til-
vik, sem eru þar í nánum tengsl-
um.- Hefur öllum héraðsdómur-
um landsins verið gert að láta
ráðuneytinu í té nákvæma
skýrslugerð um afgreiðslu dóms-
mála eftir nánari sundurgreiningu
í einkamál, opinber mál og fó-
getagerðir og jafnframt leitað á-
litsgerða þeirra um lagfæringar &
löggjöf eða í framkvaemd, sem
til bóta mættu teljast.
Var í fyrstu safnað skýrslum,
er tóku til éranna 1961-1063, «n
að fenginni reynslu þessarat-
skýrslugerðar var síðan bætt við
árunum 1964-1965, svo að nú
liggja fyrir ýtarleg gögn um þetta
fimm ára tímabil. Hefur Sigurð-
ur Líndal, hæstarcttarritari, vcrið
ráðuneytinu til aðstoðar viö úr-
vinnslu þessara gagna og þá
skýrslugerð, sem nú liggur fyrir
á þessum grundvelli, sem er sií
fyrsta sinnar tegundar hér að
lútandi. Að vísu er vikið að
þessum málum í dómsmálaskýrsl-
um hagstofunnar, sem út voru
gefnar á sínum tíma, en á nokk-
uð annan hátt.
Augljóst er af þessari gagna-
söfnun og skýrslugerð („stati-
stik"), að í henni félst verðmæt
yfirsýn þessara mála, sem ætti
að geta haft verulega þýðingu
við endurskoðun og umbætur.
sem kynni að vera talin þörf á í
dómaskipun og meðferð dóms-
mála.“
Nefndaskipun
„í lok síðasta þings lögðu
nokkrir þingmenn fram tillögu
til þingsályktunar um athugun ó
breyttri héraðsdómaskipun. Til-
lagan hlaut ekki afgreiðslu, en
fram komu í greinargerð hennar
og við umræðu þau sjónarmið, að
þessl mál þörfnuðust endurskoð-
unar.
Ælla verður, að fimm ára
skýrslan um meðferð dómsmála í
landinu og álitsgerðir dómara
samtímis þeirri gagnasöfnun veíxi
mjög verðmætar upplýsingar í
sambandi við hugsanlegar breyt-
ingar á dómaskipun. En þegar
jafnframt er haft í huga, að
sýslumannsembættin munu vera
mcðal elztu embætta landsins,
virðist cðlilegt, að full gát verði
höfð á breyttri skipan þessara
mála. Hins vegar er ekki óeðli-
legt, að endurbætur haldist í
hendur við nðrar umbætur í
stjórnsýslu landsins.
Dómsmálaráðherra hefur bví
með bréfi 7. október 1966 ákveð-
ið að skipa sjö manna nefnd til
þess að athuga breytingar, sem
gera mætti á dómaskipuninni og
til bóta mæítu leljast, og jafn-
framt að athuga og gera tillögur
um breytingar á löggjöf og frám-
kvæmd varðandi meðferð dóms-
mála i landinu. Nefndin er bann-
ig skipuð, að einn íulltrúi skal
tilnefndur frá hverjum eftirtal-
inna aðila: Hæstarétti, lagadeild
Háskólans, Dómarafélagi Islands
og Lögmannafélagi íslands. Enn
fremur eiga sæti í nefndinni yf-
irborgardómarinn í Reykjavík,
yfirsakadómarinn í Reykjavík og
ráðuneytisstjórinn í dómsmóla-
ráðuneytinu, sem er formaður
nefndarinnar. Gert er ráð ^fyrir
því, að nefndin hafi samband
við og fylgist með störfum nefnd-
ar þeirrar, sem félagsmálaréð-
herra skipaði til að endurskoða
skipan sveitarstjómarumdæm-
anna. Nefndinni er veitt heimild
til þess að ráða ' starfskrafta, og
er gert ráð fyrir, að kostnaður af
störfum hennar greiðist af kostn-
aði við dómsmálastjómina í land-
Tillaga B,|örns
Tillaga Björns Fr. Bjömsson-
ar var vísað til síðari umræðu
og allsherjarnefndar með sam-
hljóða atkvæðum. Tillögugreinin
er þannig:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjóminni að skipa á árinu 1966
5 manna nefnd til þess að kanna,
hvort eigi sé rétt að breyta hér-
aðsdómaskipan í landinu með
það fyrir augum m.a. að stækka
verulega umdæmi dómstóla og
dómendum verði yfirleitt eigi
fengin önnur störf en þau, sem
varða dómsmál.
Nefndin skal þannig skipuð, að
hæstiréttur, lagadeild háskólaps,
Dómarafélag Islands og Lög-
mannaféiag íslands tilnefni einn
mann hver aðili. Ríkisstjómin
skipi fimmta manninn og sé
hann formaður nefndarinnar.
Kostnaður við framkvæmd til-
lögunum greiðist úr ríkissjóði".
«>-
\ /
is^
ttmðmcús
jfftfiitpnaaimnigim
Fást í Bókabúð
Máls og menningai
Viðgerðir
á skinn- og
rúskinnsfatnaði.
Góð þjónusta.
Leðurverkstæði
Úlfars Atlasonar.
Brötugötu 3 B.
Simi 24-6-78.
HAPPDRJSTTI HASKOLA islands
\ laugardag verður dregið í 12. flokki. — 6.500 vinningar að fjárhæð
24.020.000 krónur. — Á morgun eru síðus tu forvöð að endurnýja.
Hmppdrætii H&skéM Íslands
12 FLOKKUR.
2 á 1.000.000 kr.
2 á 100.000 —
968 á 10.000 —
1.044 á 5.000 —
, 4.480 á 1.500 —
Aukavinníngar:
2.000.000 kr
200.000 —
9.680.000 —
5.220.000 —
6.720.000 —
4 á
50.000 kr. 200.000 kr.
6.500
24.020.000 kr
Smurt brauð
Snittur
við Óðinstorg,
Sími 20-4-90