Þjóðviljinn - 08.12.1966, Page 7

Þjóðviljinn - 08.12.1966, Page 7
Fimmtudagur 8. desember 1966 — ÞJÓÐVILJIOTí — SlÐA J \N |ÍS*< v * \w* v. .......... s-»N-'xyf ; 'ÍSx:x:x :: x:::; ; : :x::'i: * - rr°-í>'i ■ • -................................ , ÍSÍÍWS Minnismerkið á Tien-An-men torgi yfir þá sem féllu í kínversku alþýðubylfingunni. Fulltrúar frá Afríkuríkinu Malí við hátíðahöldin í Peking, Eftir Sigurð Róbertsson Önnur grein kínverska alþýðulýðveldið, sem að flatarmáli er nokkum veg- inn jafnstórt allri Evrópu og íbúafjöldinn fimmti hluti mann- kynsins, og enda þótt tíminn sé nýttur til þess ítrasta kem- ur það auðvitað á daginn að þessum mánuði liðnum, að óska. listfnn sem ekki reyndist unnt að íullnægja var enn ærið lang- ur. Það þarf ekki margra daga dvöl í Kína til að verða það ljóst, að þar verður fátt eða ekkert mælt á vestræna stiku. Til að botna eitthvað í því sein. þar, ber fyrir augu eyru manns af vesturhelmingi jarðar, er þjóðráð áður en hald- ið er að heiman, að stinga hleypidómum og fyriííram skoðunum um landið bak við bambustjaldið ofaní poka og koma honum fyrir í geymslu uppi á háalofti eða niðri í kjall- ara. Hafurtask af því tagi verð- ur aðkomumanninum aldrei annað en fjötur um fót í Kína. Skilningur á því sem þar er að gerast á þessu herrans ári 1966 fæst því aðeins að litið sé undir hönd kínversku þjóðar- innar sjálfrar, líta þaðan kín- verskt mannlíf í fortíð og nú- tí$ hennar eigin augum, skilja það hennar eigin skilningi, leggja eyrað að æðaslætti þess- arar voldugu þjóðar, sem á sér lengri og samfelldari sögu ;en aðfar þjóðir heims, og hefur afrekað það stórvirki að byggja upp nýtt þjóðskipulag á rúst- um blóðugrar fortíðar, .þjóð- skipulag sem enn hefur var1 slitið barnsskónum. Eins og að líkum lætur er það margt í Kína, sem hlýtur að valda borgaralegu heilabúi nokkrum höfuðverk. Hug- mjTidaheimur kínversku þjóð- arinnar, lífsskoðanir. erfðir og venjur, mat á tímanlegum og andlegum verðmætum, trúar- og siðgæðishugmyndir, allt er þetta næsta annarlegt og fram- andi evrópskum litnesjamönn- um, en KínVerjum sjálfum eðli- legt og sjálfsagt og sumt runn- ið þeim i merg og blóð langt aftan úr öldum. Margt stang- ast að sjálfsögðu á við nútim- ann í þessu unga sósíalska þjóðskipulagj. Svo fjarstæðu- kennt sem það kann að virð- ast verður vart þverfótað í Kína fyrir þeim staðreyndum. að gestarínn stendur hvarvetna samtimis rrteð annan fótinn í. nútímatækni og vísindalegri mennt sem fullkomnust má verða, en hinn aftur í tvö þús- und ára forneskju. Það gefur því auga leið að á einum mánuði verður ekki komizt að öTlum sannleika um Einn fyrsta daginn okkar í Peking heimsóttum við Bylt- ingarsafnið. Þar er til sýnis rösklega hundrað ára kafli úr kínverskri sögu frá því langt jafnlengdar þeirri tuttugustu. Þar er rakin sága ósigra, niður- lægingar og smánar, saga arð- ráns og ofbeldis hvítra manna, saga hungurs og kúgunar, saga innbyrðis sundrungar og of- boðslegra blóðsúthellinga, saga fórna og hetjuskapar, allt fram til þess er kínverskri bændaal- þýðu og verkalýð undir forystu Maó Tze-tilngs, tókst að vinna endanlegan sigur og stofna Kín- verska alþýðulýðveldið 1. októ- ber 1949. Við skoðuðum þar fótjárnin sem hlekkjuðu kínversk börn við verksmiðjuvélarnar, sem mólu gull í vasa vestrænna fjár- plpgsmanna fram á tuttugustu öld, sviþúrnar sem voru látnar ríða um bök þeirra sem ekki sýndu tilhlýðilega auðsveipni eða skiluðu húsbændum sín- um ekki tilskildum arði,. og hvarvetna blasir þarna við augum hetjusaga þrautpíndrar alþýðu, sem lengi vel átti hnef- ann einan að vopni gegn stáli og blýi hvíta mannsins. í þess- um sölum stendur maður and- spænis þeim rökum, sem Kín- verska alþýðulýðveldið er sprottið uppaf, og án þeirra væri erfitt um vik að líta nú-®- tímann í Kíná réttum augum. Við höldum lengra aftur í aldir og heimsækjum gömlu keisarahallirnar sem virðist haldið við af mikilli alúð og nostursemi. Hæsta og iburðar- mesta pagóðan með hásæti keis- aranna ber nafnið: Hof hins liimneska samhljóms. Hásætið sjálft sagt úr skíra gulli en súlur klæddar gullplötum með fágætlega listfengum útskurði. Um aldaraðir hefur í Kína verið litið upp til þeirra sem þetta sæti skipuðu, eins og þeir væru af guðum bornir. Svo ó- jarðneskir urðu þeir að vera, að það var alvarleg saurgun á guðdómi þeirra ef þeir kom- ust i snertingu við jörð og voru því ætíð bornir. Margir þessara vesalinga* lærðu því ekki að ganga eins og venjulegt fólk. Við göngum um salí þar sem og-,n fyrir miðja nítjándu öldina til drottningar þeirra undu sér við skartgripi sína, sem að magni og íburði verður aðeins jafnað við ævintýralegustu frásagnir Þúsund og einnar nætur. Við reikum um garða þar sem slút- andi grátviður jaðrar vötn og tjarnir, blóm anga, en æva- fornar pagóður blunda enn Þyrnirósarsveíni inn á milli trjánna. Um aldaraðir hefur allt þetta hverfi verið bann- svæði öðrum en þeim sem voru í einhverjum tengslum við keisarahirðina, auk þeirra sem af illri nauðsyn varð að bjarg- ast við til að vinna hin óæðri störf, því það er einu sinni svo að jafnvél búrekstur guðlegr- ar forsjónar blessast ekki án þeirra litilmótlegu. Til skamms tíma töldust þeir síðarnefndu þó ekki tilheyra mannlegu sam- félagi í Kína. En nú er öldin önnur. Múrarnir sem lykja um þetta gamla bannsvæði standa enn, en hlið þeirra hafa verið opnuð upp á gátt, og nú er kín- versk alþýða frjáls að því að ganga þar um sali og trjágöng á vit fortíðarinnar. En við erum ekki komnir til Kína til að setjast þar ^að aft- ur í öldum. Nútíminn kallar á og þessa dagana er hann tölu- vert fyrirferðarmikill og hávær í Peking. , Það verður ekki um það villzt aí> stórhátíð er á næsta leiti. Geysilegur manngrúi hef- ur þyrpzt til borgarinnar víðs- vegar að úr. landinu, bæði til að taka beinan þátt í hátíða- höldunum og svo til að sjá og heyra það sem fram íer. Allir eiga þó fyrst og fremst eiha ósk sameiginlega: að sjá Maó formann eigin augum. Sá Kín- verji sem hefur litið leiðtoga sinn í eigin persónu, ég tala nú ekki um ef hann hefur verið svo stálheppinn að fá að taka í höndina á honum, stækkar ekki aðeins í eiginaugum, held- ur og allra þeirra sem enn eiga það eftir. Eftirvæntingin ligg- ur allstaðar í loftinu. Syngj- andi og fagnandi manngrúinn fyllir göturnar. Hvarvetna hóp- göngur, svo það er oít næsta tafsamt að koma leiðar sinn- ar. Á Tien-An-men torginu and- spænis Hliði hins himneska friðar eru alltaf tögir þúsunda af ungu fólki að æía undir há- tíðahöldin. Þeir eru áreiðan- lega margir sem sofa lítið þessa siðustu viku fyrir aímæli Kín- verska alþýðulýðveldisins. Kvöldið fyrir bj'ltingarafmæl- ið bauð Sjú-En-laj öllum er- lendum gestum og sérlegum sendinefndum frá fjarlægari landshlutum til veizlu í Al- þýðuhöllinni. í þeim húsakynn- um er ærið hátt til lofts og vítt til veggja. í borðsalnum sátu fimm þúsund manns að snæðingi samtímis og var hæfi- lega rúmt um alla. Gestgjafi okkar ílutti þar stutta og sköru- lega ræðu, þar sem hann með- al annars bar mikið lof á Rauðu varðliðana fyrir skelegga forgöngu þeirra í Menningar- byltingunni. Fjölmennur kór rauðra varðliða söng bylting- ar- og menningarsöngva. Kín- verjar eru söngelskir og radd- menn með ágætum og áttum við eftir að fá það betur stað- fest áður en dvöl okkar lauk í landinu. Kínverjar virðast hafa litl- ar mætur á löngum veizlum, og þarf þó enginn að hverfa þar frá veizluborði með léttan maga, því rausnarlega er bor- ið á borð. Ágæt vín voru borin með mat, en Kínverjar eru lé- legir drykkjumenn á okkar vísu. Virtist mér sjaldan lækka í glasi þeirra þótt oft væri skálað. Allt var til reiðu þeg- ,Me& köldu bioöi' Isafoldarprentsmiðja hf. hef- ur gefið út á íslenzku fræga bók, ,,Með köldu . blóði“ eftir Triiman Capote, kunnan banda- rískan rithöfund. Bók þessi, sem nefnist á enskunni ,,In cold Blood“, kom út á síðasta ári og vakti þá þegar geysilaga athygli- Var bókin brátt gefin út í stórum ui plögum víða um heim. 1 bók sinni lýsir Capote morði, sem framið var í af- skekktu bændabýli' í Kansas- fýlki í Bandaríkjunum á árinu 1959; þar voru tveir ungir af- brotamerm að verki og myrtu hjón og tvö börn þeirra. ATkir efniviður bókarinnar, sem ekki á rót sína að rekja til eigin at- hugana, er anna<ð hvort fenginn í opinberum hcimiMum eða er árangur af samtölwm við þá menn, sem um er fjailað, yfir- leitt áran@»r margta samteda ar gestirnir settust að borðum og þjónusta öll ágætlega lip- ur. Þessu myndarlega borð- haldi var lokið á tæpum hálf- um öðrum klukkutíma og þá haldið heim í háttinn, því árla skyldi risið úr rekkju að morgni. Frá hótelinu þar sem við bjuggum er drjúgur spölur að Hliði hins himneska friðar þótt ekið sé beinustu leið, en árla morguns 1. október tók það óvenjulangan tíma að kom- ast á áfangastað. Breiðgatan sem gangan mikla átti að fara eftir, var lokuð allri umferð. svo við urðum að leggja lykkju á leið okkar. Geysimikill mann- fjöldi var á götunum, svo bíla- lestin mjakaðist rétt áfram og greiddi þó lögregla pg rauðir varðliðar úr umferðáröngþveit- inu eíl'ir •beztú-' föngum. Klukkan 'var að ganga tíu, er við tóklim ðkkur stöðu á áhorfendapöllunum sem ætlað- ir eru erlendum gestum og fylgdarliði þeirra. Örskammt frá okkur, á svölunum yfir sjálfum innganginum standa forystumenn kínversku þjóðar- ihnar nú eins og endranær á hátíðum og tyllidögum, ásamt virðingargestum, erlendum og innlendum. Af pöllunum er ágætt útsýni yfir breiðgötuna á alllöngum kafla og torgið handan hennar, en þetta fræga torg er stærst sinnar tegundar í heimi. Öðrum megin þess ris Alþýðuhöllin'' en hinum megin Byltingarsafnið, hvorttveggja risastórar byggingar og • þó meiri að flatarmáli en hæð. Á torginu sjálfu gnæfir steinsúla ein mikil, er hún reist til minn- ingar um þá sem féllu fyrir málstað þjóðarinnar ’ og sósíal- ismans í kínversku alþýðubylt- ingunni. Báðum megin götunnar slanda hermenn í þéttri röð til að bægja áhorfendum frá götunni- Vopnlausir eru þeir, en í litlu neti við beltið geyma þeir þitann sinn og tebrúsa. Handan götunnar sér hvergi í auðan blett. Torgið er sam- fellt blómahaf yfir að líta, ber mest á bláum, rauðum og bleik- um litum. Á miðju torginu tákna litirnir stafi, sem þeir einir geta ráðið fram úr sem læsir eru á kínversku. Allan daginn eru sífelldar litaskipt- ingar og er þeim stjórnað með mérkjaflöggum á háum stöng- um. Þetta víðáttumikla blóma- haf er borið uppi af lifandi fólki sem lætur sig ekki muna um a|5 standa þarna nær því hálfan sólarhring. Okkur er sagt að á torginu sjálfu sé um ein miljón manns og blöskrar Kinverjum ekki sú tala. í lofti svífur urmull loftbelgja í öll- um regnbogans litum, én niður úr þeim hanga langir borðar með áletrunum þar sem Kína, Kommúnistaflokkurinn og Maó formaður eru hylltir ákaflega og var hlutur þess síðastnefnda ríflegastur. Klukkan tiu fyrir hádegi hóf- ust hátíðahöldin með hljómlist og ræðuhöldum. Aðálræðu dagsins flutti Lin Piao land- varnaráðherra, en hann ,er nú það sem Kínverjar kalla: næsti vopnabróðir og arftaki Maó Tze-túngs. Veittist hann hart að bandarískum heimsvalda- sinnum og rússnesk Vndurskoð- unarstefna fékk einnig sinn skammt. Seinna fréttum við að nokkrum fulltrúum frá sósíalistarikjunum hefði verið óvært undir ræðu hans og dregið sig í hlé. Á eftir ræðu hans vor.u nokkur ávörp frá erlendum fulltrúum og þjóðern- isminnihlutum innan Kína. í hvert sinn sem hlé varð á ræðu- höldum létu öflugar hljómsveit- ir og kórar til sín heyra. Kín- verjar eiga mikið af fallegri þjóðlegri tónlist, en af því sem flutt var þennan dag eru mér minnisstæðust tvö undurfögur tíbetsk þjóðlög. Þegar klukkan átti eftir fimmtán mínútur í ellefu var ræðuhöldum lokið og hófst þá Gangan mikla. í fylkingar- brjósti gengu sveitir úr Rauða hernum kínverska og síðan sveitir úr Alþýðuhernum og Rauðir varðliðar. Báru þessar sveitir létt handvopn og var það sá eini vopnabúnaður sem Framhald á 9- síðu. á alUöngum tíma<, segir höf- undur- KaflaHeíti í bókiitni eru þeeeiB !• feeir síAiaéo, sem þaw sáu á lífi. II. Óþekktir menn. III- Svar. IV. Hornið- I útgáfu ísafoldar er bókin 308 siður. Hersteinn • Pálsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.