Þjóðviljinn - 10.12.1966, Síða 1

Þjóðviljinn - 10.12.1966, Síða 1
Laugardagur 10. desember 19S6 árgangur — 283. tölublað. Rœtf á þingi um aukin lán til iBnaáarins Ovariegt er að undanpiggja skufdabréf framtalsskyldu i<» • Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna átján ára Þingmenn úr Alþýðubandalaginu og Framsokn mótmæltu því á Alþingi í gær að haldið væri áfram á þeirri leið að undanþiggja tiltekin skuldabréf framtalsskyídu, og taldi Eðvarð Sigurðss., sem orð hafði fyrir þeim, að með því væri verið að slæva siðferðið í skattamálum, sem ekki væri of gott fyrir. Neðri deild Alþingis hafði í gær til meðferðar við 2. um- ræðu stjórnarfrumvárp um breytingu á lögunum um Iðn- lánasjóð og er aðalefni þess að hækka almenna lánsheimild sjóðsins úr 150 miljónum í 300 miljónir, með hliðsjón af því að sjóðnum mun ætlað að taka að verulegu leyti við starfi Framkvæmdabankans, en sá banki verður lagður niður á áramótum. Að öðru leyti er það efni frumvarpsins að undan- þiggja framtalsskyldu og skatt- lagningu á sama hátt og sparifé skuldabréf í almennu skulda- bréfaláni að upphæð 25 milj- ónir króna, sem Iðnlánasjóður er um það bil að gefa út. Iðnaðarnefnd deildarinnar hafði orðið sammála um að mæla með samþykkt frum- varpsins en þrír nefndarmenn, Eðvarð Sigurðsson, Gísli Guð- mundsson og Þórarinn Þórarins- son, fluttu breytingartillögu við frumvarpið, um að skuldabréfin skyldu framtalsskyld en skatt- frjáls. Jónas G. Rafnar talaði fyrir nefndinni en Eðvarð Sigurðsson mælti fyrir breytingartillögunni. Kvað Eðvarð alla sammála um nauðsyn þess að iðnaðurinn ætti kost á meira lánsfé. Ágreining- ur í nefndinni hefði einungis verið um það hvort ætti að und- Framhald á 3. síðu. Lokunartimi sölubáða í dagl ATHYGLI lesenda skal vakin á því, að matvöruverzlunum er lok- a* klukkan tólf á hádegi í dag, laugardag, en SÉRVÖRUVERZL- ANIR 'eru hinsvegar opnar til klukkan sex síðdegis- NÆSTA laugardag 17. desemher, verða matvöruverzlanir einnig opnar til klukkan tóif á hádegi, en á Þorláksmessu, 23- desem- her , eru þær opnar til klukkan níu að kvöldi. SÉRVÖRUVERZLANIR verða opnar á laugardaginn kemur til klukkan tíu að kvöldi, en á Þorláksmessu verða þær hinsvegar opnar tii kiukkan tólf á miðnætti- í dag eru liðin átján ár síðan allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna samþykkti Mannréttindayfirlýs- inguna sem byggist á inngangi stof-nskrár samtak- anna þar sem ræðir um „grundvallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða, hvort sem stórar eru eða smáar“. í 5. grein yfirlýsingarinnar segir svo: „Eng- inn maður skal sæta pyndingum, grimmilegri, ó- mannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu“. — Myndin hér að ofan sem japanski ljósmyndarinn Kyoichi Sawada tók í Suður-Vietnam gefur hug- mynd um hvernig Bandaríkjamenn virða það á- kvæði yfirlýsingarinnar. A sjöttu síðu blaðsins birtist kvæðið „Víetnam‘‘ úr síð- ustu ljóðabók Hannesar Sigfússonar, JARTEIKN. \ Happdrætti Þjóðviljans: SKILADAGUR ■jr 1 dag er skiladagur í happdrætti Þjóðviljans. Tekið verður á móti skilum á afgreiðslu blaðsins, Skólavörðustíg 19, í dag frá kl. 10 árdegis til kl. 7 síðdegis. ^ Allir sem tök hafa á eru beðnir að ljúka Síldarlfsið hefur hækkað í verði um ca 30% sl. mánuð ■ Sl. mánuð hefur verð á síldarlýsi farið stórhækkandi á heimsmarkaði og er nú mjög farið að nálgast það verð sem var á lýsinu í vor áður en verðfallið hófst í sumar. í vor var gildandi heimsmarkaðsverð á lýsi 72 pund fyrir tonnið en síðan fór það hríðlœkkandi í sumar og haust og var komið niður í 50 pund. Fyrir tim það bil mánuði fór verðið aftur að hækka og er nú komið upp í 65 pund og nemur hækkun- in 30%. Er búizt við að þetta verð muni haldast næstu mánuði og fremur fara hækkandi en hitt. uppgjöri í happdrættinu. Því fyrr, þeim mun betra. Dregið verður á Þorláksmessu, 23. desem- ber. Aðalvinningarnir era tvær Moskwitsch- bifreiðir, árgerð 1967, og aukavinningar eru fimm. Kaupið miða í Happdrætti Þjóðviljans og eignizt von í vinningunum. Seljið miða. Efhim Þjóðviljaim! Orsökin íyrir hinu mikla verðfalli á síldarlýsi í sumar og haust var mjög mikið framboð á heimsmarkaðnum og munaði þar mest um mikla síldveiði Perúmanna. Nú hefur hins veg- ar langt sjómannaverkfall í Perú lamað síldveiðar þar og lýsisframleiðslu og á það sinn þátt í verðhækkuninni nú. í annan stað hættu Norðmenn síldveiðum um skeið í haust vegna verðfallsins og dró það mjög úr lýsisframleiðslu þeirra en Norðmenn hafa verið ásamt Perúmönnum aðalkeppinautar okkar á lýsismarkaðnum. Þá hefur einnig orðið nokkur hækkun á síldarmjöli á heims- markaði að undanförnu þótt sú hækkun hafi ekki verið eins stórfelld og á lýsinu. Þessar nýjustu frjttir í markaðsmálum fyrir síldar- afurðir • eru að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni fyrir okk- ur íslendinga sem eigum af- komu okkar svo mjög komna undir sölu sjávarafurða. En nú er eftir að sjá hvort verð- ur brugðið jafnskjótt við og í sumar og haust þegar ver'i- fallið á síldarlýsinu hófst. Þá var síidarverðið strax lækkað til stórmuna eins og menn munu minnast og lá nærri að ailar síldveiðar stöðvuðust af þeim sökum. Og verðfallið á síldarafurðunum hefur af ríkisstjóminni og atvinnu- rekendum verið notað sem aðalröksemdin fyrir því að þjóðarbúið og allur atvinnu- rekstur í landinu beri ekki hærra kaupgjald og þar af leiðandi verði að koma í veg fyrir allar kauphækkanir eigi hrun ekki að skella yfir. Verður einkar fróðlegt að sjá hver viðbrögðin verða nú hjá ríkisstjóm og atvinnurek- endasamtökum við þessum markaðsverðhækkunum. Kuldatíð áfram I gær var enn hvassviðri á Austfjörðum og snjókoma um landið norðaustanvert en heldur hafði dregið úr frostinu. Bjart var hins vegar sunnan og vest- anlands. Samkvæmt upplýsingum Veð- urstofunnar í gær eru taldar horfur á áframhaldandi kulda- tíð enn um sinn.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.