Þjóðviljinn - 16.12.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.12.1966, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVrLJTNN — Föstudagur 16. desember 1966. Otgeíandl: bameinmgarfloJckui alþýöu — Sóelalistaflokk- urmn. < Hitstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Slgurður V. .Friðþjófsson. Auglýsíngastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 7.00. Sýndartilburðir laugardaginn var sendi miðstjóm Alþýðusam- bands íslands ríkisstjórninni bréf í tilefni af verðstöðvunarfrumvarpinu' svokallaða. í bréfinu var lögð á það þung áherzla að því færi mjög fjarri að verklýðshreyfingin legði blessun sína yf- ir „sýndartilburði og yfirbreiðsluaðferðir, sem ekki grípa á sjálfu verðbólguvandamálinu, heldur miðast við það eitt að halda skráðri vísitölu í skefj- um á yfirborðinu. Við slíkum vinnubrögðum í þessu erfiða þjóðfélagsvandamáli varar verklýðs- hreyfingin alvarlega og tekur afstöðu gegn hvers- konar haldlausum kákráðstöfunum“. Var ábyrgð af þeim vinnubrögðum lýs't á heridur ríkisstjóm- inni einni samari. JJíkisstjómin hefur ekki farið neitt dult með það að tilgangur hennar með heimildarfmmvarpi síriu sé að nota það í samningum við verklýðsfé- lögin, ríkisstjórnin kveðst munu beita heimildinni til að halda vísitölunni í skef jum ef verklýðssam- tökin sætti sig yið óbreytta samninga. Alþýðusam- barid íslands lýsti einnig yfir því í bréfi sínu til r%isstjómarinnar að.slíkur k.aupskapur kæmi ekki til mála. Minnt var á að á seinasta Alþýðusam- bandsþingi hefði verið samþykkt kjaramálaálykt- un þar sem á það hefði verið lögð megináherzla að tryggja „styttingu vinnutímans án skerðingar tekna og aukningu kaupmáttar með dagvinnu einni saman“, Bendir stjórn Alþýðusambandsins á að einmitt sú óvissa í a'tvinnumálum, sem nú hefur hlotizt af stefnu ríkisstjómarinnar, sé viðbótarrök- semd fyrir því að „í komandi samningum verði raungildi heildartekna tryggt þótt tekjur af yfir- vinnu kynnu að skerðast" ^stæða er til að leggja þunga áherzlu á þetta sjón- armið Alþýðusambandsins. Stjórnarvöldin láta stundum svo sem hérlendis sé þjóðartekjunum skipt á alfullkominn hátt. Sú kenning er fjarri öllum sanni; hér á landi er meira ósamræmi milli þjóðartekna annars vegar og dagvinnukaups hins vegar en í flestum nálægum löndum; til þess að ná viðunandi árstekjum verða menn hér að leggja á sig lengri vinnutíma en talinn er sæmandi meðal þ.jóða sem hafa hliðstæðar heildartekjur á mann. Ástæðumar eru í senn misskipting þjóðarfekn- anna, stórfelld þjóðfélagsleg sóun og frámuna- lega slæleg stjóm á ýmsum þáttum atvinnumála. Þær veilur er allar unnt að leiðrétta alveg án tiliits til þess hvernig menn meta þróun þjóðarteknanna; dragi úr vexti þjóðartekna er raunar þeim mun meiri ástæða til að fara betur með fjármuni heild- arinnar. Ríkisstjómin fær ekki keypt sig undan því óhjákvæmilega verkefni með neinskonar sýnd- artilburðum. - jn Um opinbera aðstoð við íbúðabyggingar Athyglisverð er þingsáJyktun- artillaga Bjöms Jónssonar, al- þingismanns, framkomin á yfir- standandi Alþingi varðandi búðabyggingar á grundvelli þess samkomulags sem varð við kjarasamninga verkalýðsfélag- anna sumarið 1964. En þá varð um það samkomulag, er síðar var staðfest með lögum er tóku gildi árið eftir, að ríkisstjóm- inni heimilaðist að láta byggja ódýrar íbúðir í fíölbýlishúsum' með lánskjörúm á þá leið að lán næmu 80% af kostnaðar- verði, lánstimi væri 33 ár og lánin afborgunarlaus fyrstu þrjú árrn. En framkvæmdum í þessum efnum er ekki lengra komið en svo, að hafizt hefur verið handa um undirbúning íbúðabygginga á þessum grundvelli í Reykja- vík. Má og vera, að undirbún- ingi þar sé langt komið. En hitt er víst að út um landsbyggðina hefur enginn slfkur undirbún- ingur í þessu efni átt sér stað, svo vitað sé. Vill Bjöm Jónsson að vonum ekki láta við svo búið standa. Leggur hann því til að Alþingi skapi þrýsting á þetta mál með því að lýsa yfir þeim vilja sín- um að sú aðstoð við íbúðabygg- ingar, sem hér um ræðir, verði látin ná til iandsbyggðarinnar en ekki bundin við Reykjavík eingöngu. Hafi Björn Jónsson þökk fyrir þessa sína þingsályktunartillögu og vel heíðu fleiri alþingismenn mátt standa að þessari tillögu, a.m.k. þingmenn dréifbýlisins. En úr því svo varð ekki, vérð- ur að vona að þeir hinir{ og raunar, allir alþingismenn sýni fylgi sitt við tillöguna þegar ó reynir. Sú staðreynd hlýtur að vera öllum vitibomum, ábyrg- um mönnum ljós að svo er nú komið að með öllu er útilokað að eignaiaust fólk, hvar sem það er búsett á iandinu, geti byggt þak yfir höfuð sér, hversu brýn sem þörfin er. Og vissulega er lík þörf ávallt brýn fyrir einhverja og allsStað- ar í öllum byggðum landsins. Jafnljóst er það að sú opinbera aðstoð við íbúðabyggingar sem nú er kostur á er með öllu ó- fullnægjandi eins og komið er þegar eignalaust fólk á í hlut. Það mun vera flestra mál að orsök þeirra erfiðleika sem- hér um ræðir sé verðbólga sú, sem hér hefur geisað um órabil og með meiri ofsa og hraða að því er manni skilst en þekkist með- al flestra þjóða. Verður hér ekki úr bætt hvað fbúðabygg- ingar snertir nema með stór- aukinni aðstoð þjóðfélagsins. Verður með engu móti þolað að hlutur landsbyggðarinnar verði borinn fyrir borð í þessum efn- um. Hefur of mikið verið um það rætt og ritað hversu lands- byggðin hefur dregizt aftur úr þéttbýlinu ó suðvesturlandi i hverskonar uppbyggingu og hver háski landsbyggðinni staf- ar af þeirri staðreynd, til að fulltrúar landsbyggðarinnar láti- ógert að leggja sig alla fram hennar vegna í því mikla vandamáli sem hér um ræðir. Eins og áður segir er sú op- inbera aðstoð, sem hingað til hefur verið kostur á við bygg- ingar ibúða, með öllu ófullnægj- andi fyrir eignalaust fólk. Eigi að síður var þeirri óhæfu við bætt að vísitölúbinda íbúðalán. Og þar við bætist sú óhæfa sumsstaðar að láta húsbyggj- endur, þó eignalausir séu, borga há gatnagerðar- eða lóðatöku- gjöld, jafnvel svo tugum þús- unda skiptir. Fer þá að verða meiri að- stöðumunur í þessu sambandi en sæmandi sé fyrir siðaðra manna samfélag á þeim þjóð- félagsþegnum sem eignazt hafa íbúðir að miklu leyti í krafti verðþóigunnar og hinna sem reynist af verðbólguástæðum ó- kleift að komast yfir íbúðir. Eins og áður segir, á verka- lýðshreyfingin heiðurinn af því að hafa knúið fram þá aúknu opinberu aðstoð við íbúðabygg- ingar fyrir eignalaust fólk sem nú er fyrirhuguð í Reykjavik. Verður að vonum að verka- lýðshreyfingin fylgi þessu máli eftir varðandi landsbyggðina til sjávar og sveita og láti einskis ófreistað í því efni. Mega verka- lýðsfélögin út um land undir engum kringumstæðum liggja ó iiði sínu, heldur þurfa þau bein- línis að hafa frumkvæði í þessu máli hvert á sínum stað fyrir eignalausa meðlimi sína og ann- að eignalaust fólk sem skortir húsnæði. En fleiri mega leggja hér hönd á plóg. Verður að vona að allir þeir sem mest hafa rætt um nauðsyn á jafn- vægi í byggð landsins og mest- an ótta hafa borið í brjósti um afdrif hinna dreifðu byggða og hættuna sem stafar af fólks- flótta þaðan til þéttbýlisins, láti heldur ekki sitt eftir liggja tii að landsbyggðin hljóti sinn rétt- mæta og sjálfsagða skerf af umtalaðri opinberri aðstoð við íbúðabyggingar. Er ekki þess að dyljast að i þessum efnum sem öðrum muni árangur fara eftir því hversu mikinn áhuga þeir sýna sem hlut éiga að máli. í þessu sambandi þarf því dreifbýlið að sýna áhuga og hefja sókn og ekki láta ganga á sinn hlut. Páll Kristjánsson. Laugavegi 38 Skólavörðustíg 13 Snórrabraut 38 NÝKOMIÐ Þýzkir morgun- sloppar í glæsilegu úrvali. Auglýsið I Þjóðviljanum <5>- Hamborgarar Franskar kartöflur Bacon og egg Smurt brauð og snittur. SMÁRAKAFFI Ritdómar um „Æskufjör og ferðagaman" „Það getur nærri að maður, sem svo langa sögu hefur lifað sem Björgúlfur læknir hafi frá ýmsu að^segja, ekki sízt höfundur með jafn ótvíraeða ritgáfu og ritgleði og hann“..Gamansemi af þessu tagi er annað stíleinkenni Björgúlfs sem hvarvetna yljar frásögn hans, og gerir þætti hans skemmtilegri en hliðstæð efni yrðu í . \ höndum olagnari hofunda“. Ó. J. Alþ.bl. 23.11. 1966. .......Þessar æviminningar hans eru mjög frábrugðnar öðrum þeim aragrúa slíkra bóka. sem út hafa komið á islenzku og rekja oft og tíðum ýmis smáatvik, sem fáa skipti nema höf- undinn sjálfan“. „Það sem gefur henni þó mest gildi er það, að hún er ekki aðeins skemmtilestur heldur skil- merkileg þjóðlífslýsing frá þeim tíma sem nú er að verða jafnfjarlægur og miðaldirnar. Mun því oft á komandi árum og öldum verða til hennar vitnað, sem merkilegrar heimildar um nldamótaskeiðið" PVO Kolka IVlbl 25 11 1966. WBPWWWBWII NEDD0H Laugavegi 17í Sáni 13076. BlL A LÖKK Grunnur FjMir Sprj-sl bynnir Bón. EINKAUMBOÐ ASGEIK OLAFSSON heildv Vonarstræti 12. Sími 11075 Nælongólfteppln Komin afturl Verð 298 pr* ferm., litaúrval LITAVER Grensásveg 22 — Símar 32260 og 30280 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.