Þjóðviljinn - 16.12.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.12.1966, Blaðsíða 7
Fðstudagur 16. desemfaer 1966 — ÞJÓÐVTLJINN — SÍÐA 'J jr jr- NY ISLANDSSAGA Ný Islandssaga. Þjóðveldísöld. Eftir Björn Þorsteinsson. , Heimskringia 1966. 303 bls. Heimskringla hefur byrjað út- gáfu á nýrri íslandssögu í fjór- um bindum. Mér skilst aö henni sé einkum ætlað að vera yfir- litsrit og „handbók“ (eins og segir í eftirmála bessa bindis) um sögu lan^sins fyrir forvitna . leikmenn, sem hafa haft stopul samskipti við bau fræði síðan á skólabekk, og bar er vissulega ekki nema sjálfsagt verkefni og eðlilegt. Það er einmitt vegna bessa skilnings að ósagnfróður maður stingur niður penna um þessa bók; hitt veröur svo tíma- frekarn ’iðfangsefni sérfróðra að setja frarii á}it sitt á því. hvað kemur fram af nýjum eða merkilegum viðhorfum í þess- ari bók, og er þá líklegt að ýmislefft fróðlegt komi upp, því Björn Þorsteinsson hefur fcngið það þokkalega orð í sig að vera huemvndáríkur sagnfrasðingur. Það kemur fljótlega f Ijós, að þessi bók er um margt ólfk þeim íslandssögum scm við áð- ur fyrr handlékum. Hún hefst á hugtakaskýringum, og síðar er einnig lögð áherzla á að út- skýra hugtök og heiti um leið oe bau koma fyrir — þetta er að sjálfsögðu þarft framtak. Þá kemur alllangur kafli um nátt- úru íslands, sem höfundur ger- ir svofellda grein fyrir í cftir- mála: „Islenzk þjdðarsaga er svo samofin og ákvörðuð af vett,- vangi atburðnnna, að hún verð- ur ekki skilin til neinnar hlítar án rækilegrar þekkingar á nattúru landsins". Skýringin virðist eðlileg, þótt sú spurning hljóti einnig að vakna hvort réttúr slíks kafla sc ótvfrœður f ekki stærri bók. 1 þessúm kafla — sem og ýmsum öðrum — þarf höfúndur að koma að miklum fróðleik í scm stytztu rnáli — og það má strax taka það fram, að lipur penni hans finnur oftast úrræði til að forða því að þessi texti verði einber þurr upptalning; Þá er og at- riðum sem húsakosti, atvinnu- háttum, verzlun, stéttaskiptingti, sýndur miklu meiri sómi en við eigum að venjast. í þessari bók segir sögu ís- lenzks samíélags fram til 1262 (þau tímamörk ná þó ekki til hýbýlasögu og náttúrusögu). Af sjálfu leiðir að í bók sem er ekki ýkja löng og þar að auki rækilega myndskreytt, verður fyrst og fremst stefnt að því að draga upp heildarmynd, gefa yfirlit — höfundur kemst sjólf- ur svo að orði um aðferð sína í eftirmála „Þar er . . . lögð ríkari áhorzla á að greina frá því, hvað t.a.m. Sturlungaöld var en rekja atburðarás tíma- bilsins, fremur fengizt við að skýra stöðu og starf kenni- manna en segja sögur af bisk- upum.“ Og nú vill svo vel til, að ó- Björn Þorsteinsson. sagnfróðum lesara finnst Birni Þorsteinssyni takast vel að fylgja fram þessari stefnu- Ræða hans er sannfærandi, skýrleg þegar t.a.m. greinir frá þinga- skipan og þjóðveldi, fjörleg þeg- ar rakin er pólitísk saga 12. og 13. aldar. Atburðir einangrast ekki í þrælslegum rómantískum tengslum við einstakar persónur heldur falla með eðlilegum liætti inn í greinargerö fyrir þýðingarmestum gerendum á hverju tímaskeiði — á þetta ekki livað sfzt við upi túlkun höfundar á hlutverki og stöðu kirkjunnar. Það virðist ef til vill ekki merkileg krafa, að yðrbyggíng samfélagsins sé ekki slitin úr tengslum við sjálfa undirstöðuna — en það er nú svo að það þykja góð tíð- indi þegar henni er fullnægt í sagnfræðilegu riti íslenzku. Ég hef heyrt kennara kvarta yfir þeim bókum, sem þeir hafa til afnota í Islandssögukennslu, þær séu lítt fallnar til þess að ýta undir skilning nemenda á atburðum, gei'a ]xi að meiru en minnisatriðum. En sá hæfileiki, sem Björn Þorsteinsson sýrjir oftlega til að gera i stuttu og ljósu máli grein fyrir tengslum, orsakasambandi, gefur einmitt ástæðu til að benda skólum á þessa bók: vilji menn að ungt fólk skilji með hvaða hætti þrælahald lagðist niður, hvað takmarkaði völd stórhöfðingja, hver var hlutur kirkjunnar í þvi að koma landinu undir JSÍoregs- konung — svo dæmi séu nefnd af handahófi — getur þaö vafa- laust fundið miklu betri stuðn- ing í bók Björns en þeim sem nú eru í umferð. Auövitað er bókin til margra hluta annarra nytsamleg, en þessi hlið málsins er ekki hvað sízt athyglisverð. Prentvillur eru nokkrar og á bls. 136 hefur lfna horfið, Myndir eru margar, sem vera ber, en ekki allar þarfar (ljós- myndir af Heklugosi og fjár- rekstri á bls. 115 og 117, hest- hús á bls. 131). Fyrir koma 6- þarfar endurtekningar (sbr. klau.su um sjálfbjarga samfá- lag á bls. 141). Og það er skrýt- ið að lesa að íslenzkt hunda- kyn sé komið að „hundaætt Somoeda" — en „Samoédar" er gamalt rússneskt skammaryrði um néntsa og aðnar skyldar þjóðir- Gísli B. Bjömsson hef- ur af smekkvísi séð um bókar- gerð- Árni Bergmann. Oft má Einu sinni var. Endurminningar eftir Sæmund Dúason Útgefandi: Prentsmiðja Útgefandi: Bókaforlag Odds Bjömssonar. Árlega kemur út á Islandi fjöldi sjálfsævisagna. Misjafn- ar era þær að gæðum, en mörg- um þykir ekki til þeirra koma, nema scgi fá miklum örlögum. Stundum er þá gripið til þess ráðs, að láta þekkta höfunda, sem kunna að „segja sögu“ skrá eftir munnlegri fi’ásögn sögu- hetjunnar. Vill þó stundum við bregða, að ekki þykir öllum rétt frá greint. Alkunnug er sagan um sægarpinn, sem heyrði sína eigin sögu lesna í útvarp skráða af kunnum höfundi, er honum varð að orði: „X>etta hefur hann ekki eftir mér, þessu hefur hann logið sjálfur'*. Sæmurídur Dúason tekur þann kost _ að segja sjálfur sögu sína og segja ekki annað en það, sem hann getur staðið við. , Reyndar gæti verið álitamál, hvort 'samferðamenn Sæmundar eiga alliaf skilið það lof, sem hann ber á þá, en það skal þó enginn ætla að Sæmundur segi annað en hann meinar. Sæ- mundur er hins vegar orðvar með afbrigðum, þegar hann minnist þeirra manna, sem ekki vora honum aö skapi og það þarf að hyggja vel áð í bók Sæmundar, til að veita þvi at- hygli, hve sumir samferða- menn hans uílu honum sáram vonbrigðum. Tvisvar hrökklast hann úr starfi. vegna þröngsýni og lágkúraskapar ákveðinna manna. Það liggur heldur ekki í augum uppi við flausturslegan lestur bókarirjnar, að Sæmund- ur hefði eflaust „komizt betur áfram“, ef hann hefði kunnað að beygja sig fyrir lágkúrunni. Einna athyglisverðust í sögu Sæmundar er hin óslökkvandi • • fróðleiks- og menntaþrá. I’egar ungu hjónin bregða búi og-farga öllum sínum litlu eigum til að leita sér menntunar, bá er það ekki gert í þeim tilgangi að komast i betri stöðu. Þar er bara að verki þcssi óseðjandi löngun, sem skáldið Stephan G. Stephansson lýsir í þessum orðum: ,,Þótt tekjulaust sé gullið vits og vona / að vita það en leita og grafa þó / og þykjast aldrei nema af því nóg, / oss finnst það hcimskt, en samt er það nú svona.“ Og er það samt ekki þessi óskynsamlega leit, sem er stolt okkar íslcnzku þjóðar? En Sæmundur segir reyndar ekki söguna alla. AS vísu afsakar bann nám sitt í Verzlunarskóla Islands, sem honum kom þó aldrei til hugar að . nota sem undirbúning að ævistarfi, með því að það hafi orðið honum sjálfum og ýmsum fleiri til á- nægju. Hann minnist hvergi á það, hve hámenntaður hann Framhald á 2- síðu. Stórfögur þýðing tæim sem trúa því (svo sem ég álpaðist við að gera lengi) að. enginn læri móðurmál sitt, fs- lenzku, að gagni, nema hann sé í sveit í be,rnsku og æsku, og helzt alinn þar upp innan um hross, kindur og hunda, kálfa, . lömb og hvolpa, að ógleymdum kettlingum, ten þeirra leikir þóttu mér fegurstir, þessum mönnum væri hollt (svo sem mér var áð- an þegar ég fékk bókina Dafn- is og Klói) að minnast þess, að Friðrik Þórðarson ólst hvergi upp nema í Vesturbænum, en raunar í námunda við þann stað, þar sem skáld höfðu áður verið, svo sem Ben. Gröndal, þó burtu væru fluttir þaðan, ng ekki til viðtals framar. Ekki Þjóðsagnasafn úr Eyjum Sjómannaþættir liðinni tíð Haraldur Guðnason. Örusfft var áralag. Fjórtán þættir úr Iifi sjómanna. 225 bls. • Skiiffffsjá. Reykjavík. I formála tekur Haraldur Guðnason það fram, að þessi bók sé hvorki sagnfræði né ævi- sögur og er það góð lýsing eins langt og hún nær. Hér er held- ur ekki gerð nein tilraun til þessa nema þá helzt í þættinum af Sigurði Ingimundarsyni bar sem stuðzt er við ritaðar hoim- ildir auk frásagnar Sigurðar 6jálfs. En' annars rabbar Har- aldur góðlátlega við menn og lætur sér það nægja. Það er aldrei verið að flýta sér heldur lofar Haraldur mönnum nð ségja frá því sem þeir telja sögulegt, en það er ærið margt eins og að líkum lætur. Þó hefði Haraldur mátt vera spuralli stundum. Mest er áuðvitað sagt frá sjómennsku bæði á opnum bátum og seinna vélbátum, þeg- ar þeir fóru að koma. Þessi bók gerir þrátt fyrir varnagla Haralds heldur betaar en að standa undir nafni, því að þar er ýmsan nytsaman fróðleik að finna um vélbátaútgerð Vestmannaeyinga á fyrri helm- ing þessarar aldar, og það er gaman að sjá hvernig þessi þáttur íslonzks atvinnulífs og ævi mannanna fjórtan fléttast saman. En þar er einnig sagt frá mörgu öðra. Hér er fjöldi smá- sagna um menn og málefni, sem vafalaust hefðu glatazt, hefði Haraldur ekki skráð þessa þætti, og víða er forneskjan á næsta leiti, t.d. er þess getiö í þætti Guðmundar Helgasongr um Sigurfinn í Oddakoti, að hánn hafi ekki getað dáið fyrr en potti var hvolft yfir höfuð Sögur og sagnir úr V estmannaeyjum. Safnað hefur Jóhann Gunnar Ölafsson. 2. útgáfa, 268 bls. Skuggsjá 1966. Eins og f mörgum öðram þjóðsagnasöfnum, sem gefin hafa verið út á síðustu óratug- um, kennir hér margra grasa; hér era basði gamlar þjóðsögur, þættir, er styðjast viö ritaðar heimildir, og merlc dagbókar- blöð frá ofanverðri 19. öld, svo að nokkuð sé nefnt. Hefur Jó- hanni Gunnari Ólafssyni tekizt að safna þama á einn staö öll- um þjóðsögum, sem era tengdar Vestmannaeyjum á einhvem hátt, og hafa verið prentaðar, auk fjölda annarra, en margar hinna síðamefndu hefðu líklega glatazt, hefði Jóhann Gunnar Ölafeson ekki safnað þeim. Ekki er hér mikið af vísum, enda sleppt sumu úr fyrri útgáfurmi, en ekki lái ég mönrram, þó að Endurútgáfa á smábókunum um Dodda og félaga Myndabókaútgáfian hefur byrj- að afitur útgáfu á litlu Dodda- bókunum í brotinu 8x9 cm og eru þeir vilji ekki láta prenta með tiltölulega stuttu millibili mis- jafnlega góðan kveðskap. Það er varla við því að bú- ast, að sagnir séu ílókkaðar eftir efni, þegar um sagnasöfn af þessu tagi er að ræða. I þess- ari bók era sagnir þó greindar í eldri og yngri, en mér er ekki nlveg ljóst, hvað hefur ráðið þeirri skiptingu, því að augljóst er, að það er engin leið að á- kveða nldur margra sagnanna, t.d. ömefnasagnanna. Hefði ver- ið fengur að því, oð nánari grein hefði verið gerð fyrir skiptingunni í formála, sem hefði að ósekju mátt vera ör- lítið lengri. Hvers vegna var t.d. ekki raöað eftir skrásetjurum, eftir því sem unnt var? Þcssi útgáfa er miklu bctur úr garði gerð en hin fyrri og má þar nefna þarflega nafnakrá. Prófarkalestur er einnig góður. betri en víða annars staðar. Sögur og sagnir úr Vest- mannaeyjum cr læsileg bók í bezta lagi bæði fyrir sakir efn- is og máls og ómissandi hverjum þeim. sem vill afla sér náinnar þekkingar. á andlegu lífi Vest- mannaeyinga á seinni öldum. Hallfreður Örn Eiriksson. lærði hann heldur mál sitt af gömlu sveitafólki, sem á vegi hans varð, því hann talaði ekki við það, leið hans lá, lfklega um heimsbókmenntimar, og tíu til tuttugu tungumál, sum ævaforn, til hárrar fremdar og hárra staða, einna hæst (á loft) mun hafa borið Aþos. þessa gömlu deyjandi munkahöll á kleiti. En nú má sjá þess ódul- ið merki, að maður getur slopp- ið heill frá Reykjavík, þessari valvera og kjörrannaborg, sð ógleymdum herranum þremur, sem nýbúið er að leiða fram á sjónarsviöið (mér og öðrum til stórrar gleði f skammdeginu) ó, hvflíkir forkostulegir flot.tberr- ar, „Áðspurður, Meintur r.g Burtséður." . t>essi maður er Friðrik Þórð- arson og hann hefur sannað þetta ’. með þýðingu sinni á Dafnis og Klói. Þetta er stór- fögur þýðing, það fullyrði ég, þó að ég hafi engin tök á að bera hana saman við frum- textann, sem hann var þess vafalaust um kominn að nota án þess að hafa nokkra þýðingu til að styðjast við. Ég vil nú ráða mönmftn, sem þykjast bág- staddir orðnir af að lesa dag- blöð höfuðstaðarins, minning- argreinar þeirra og erfiljóð, stfika steina og annað ágæti, (þetta gerir hvem , mann geð- veikan þó að hann viti það ekki), að lesa Dafnis og Klói, færast um leið úr þessu sjón- varps- og peningavíti yfir í heiðríkju fegurra lands og feg- uití tíðar (að þvi er ráða má af bókinni). N. N. Vísindaleg útgáfa á rit- um Hallgríms Péturssonar honum. Er ég ekki fjarri því, að komnar á markað í endurútgáíu þetta sé eitthvert yngsta dæmið Doíiai í I.eikfangalandi og Doddi um, þennan forna sið. Að öllu samanlögðu er fengur af þessum þáttum. Vona ég að Haraldur eigi eftir að fiara í eft- irleit og honum verði að þeirri í fleiri ævintýrum. Doddabæk- urnar eru eftir brezka barna- bókahöfundinn Enid Blyton og scgja frá sömu persónum og sam- nefndar bækur í stærra broti, sem flestir krakkar þekkja orðið. crik sinni ^^timir styrki Hersteinn Pálsson hefur þýtt litið eitt tengshn við i • • kggkumar og Félagsprentsmiðjan Hailfreðtir örn Eirfksson. prentað. Á adalsatnaðarfunði Ilali- grímssafnaftar var samþykkt samhljáfta svohljóðandi tiHaga: „Aóalsafnaðarfundur Hallffríms- safnaftar felur sóknarncfndinni að athnga mögulcika á vísinda- iegri útgáfu á ritum Hallgríms Péturssonar og vill í því sam- handi benda á samvinnu við Handritastofnun Islands". Á fiundinum bárast Hallgríms- söfnuði ýmsar bókagjafir, og segir svo í frétfcatilkynningu frá söfnuðinum: „I sambandi við fyrrgreinda bókaafhendingu á fundinum til Hallgrímssafnsins vakti gef- andinn at.h. á svofelldum for- málsorðum Sigurbj- Einarsson- ar, núverandi biskups, er hann ritar i Sálmasafn Hallgrims Péturssonar i Liljuútgáfunni 1948: „Mikil nauðsyn væri að efna til nýrrar heildarútgáfu á verkum Hallgríms, er byggð væri á vandlegri könnun....“ Ennfremur benti gefandi á eftirfarandi í ritgerð um Hall- grim í Almanaki Hins ísl. þjóð- vinafélags 1914 cftir Jón Þor- kelsson: ,,En órið 1914 (en þá voru liðin 300 ár íx’á fæðingu sr. ‘ Hallgi’íms) þyrfti að verða stofnað að allsherjaiTáði til tæmandi útgáfu af ritum hans öllum, bæði í’ímum hans og öðra, því slik útgáfa er erxn ekki til . . • “ Og ennfremur — í grein er einn aðdáandi Hallgríms ritar i eitt Reykjavíkurblaðanna 15- msn 1964, er minnzt var 350 ára faaðingaraímælis Hallgrims: „Það er furðuleg staðreynd að enn hafa skáldverk Hallgríms Péturssonar ekki verið gefin út á viðhlítandi, fræðilegan hátt“. Hann minnti einnig á þá upp- haflegu köllun, sem Hallgrims- söfnuður í Reykjavfk hefur þeg- ið: „að hafa forgöngu um að í-ækja minningu mesta og ást- sælasta kenniföður íslendinga Pg ávaxta arfleifð hans,“ hvað söfnuðurinn hefur verið og sr m.a. að gera með því að reisa Hallgrimskii’kju á Skólavörðu- hæð, on heildarútgáfa á verkum Hallgríms á ekki og má ekki gleymast. Hallgrimssöfnuði ber með heppilegum hætti — og i samvinnu við rétta aðila — að stuðla að þeirri útgáfu, sem vrði tilbúin t.d. árið 1974.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.