Þjóðviljinn - 16.12.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.12.1966, Blaðsíða 10
I \ JQ SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Pasfew6te@»p S6o deseætóbe® Jðöa 30 — Já. á laugairdaginn. En þetta verður seinlegra. — Jæja þá- Og hvenær fær svo morðinginn tækifæri til að stinga höfðinu í snöruna? — Á miðvikudagsmorgun- Þá ætti hann að vera kominn £ hæfilegt uppnám, eftir blaðaum- talið og biðtímann. — Hvað -gerum við, ef ha<nn er ekki svo heimskur, Slade? — Ég held ekki að hann sé heimskur. En ég held ekki, að hann láti sökina falla á annan. Hver svo sem hann er. þá tel ég víst að hann líti svo á að hamn hafi haft siðferðilegan rétt til að gera það sem hann gerði, Hann lítur sjálfsagt á sig sem verkefni réttlætisins! — Hvað eigið þér við með því? Talið ljóst, maður — ég bít ekki! Slade brosti. — Ef sérstök at- hygli beinist að Morrow næstu þrjátíu og sex stundimar, þá þurfum^við ekki meira- Lögreglustjórinn starði' á hamn undrandi- — Morrow! Já, en hann er — Hann þagnaði og leit hvasst á leynilögreglumann- inn. — Þér eruð þá sannfærður um að Morrow sé saklaus? — Ef hann hefur verið trúlof- aður Mary Kindilett, þá værum við neyddir til að taka hann fastan. Málið gegn honum væri þá alveg j>ottþétt. En ef hann er ekki sá unnusti, er ég sann- færður um að hann er ekki sek- ur. Ég get ekki fengið mig til að trúa á allar þessac tilviljanir, sem við höfum rekizt á í mál- inu gegn honum. Lögreglustjórinn reis á fætur. ■ — Þér gerið talsverðar kröfur til mín, Slade- — Þetta er dálítið óvenjulegt Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18 III hæð (lyfta) Sími 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyxtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968 mál, sagði Slade- — Þama er eiginmaður sem hefur kálað konunni sinni og grafið hana í bakgarðinum. Þetta morð var framið um hábjartan dag án þess að nein tilraun væri gerð til að það liti út sem elys — eða fela það á annan hátt. Bein- línis morð, þar sem hinn seki opinberar verknaðinn en leynist sjálfur. Það gefur til kynna visst hugairástand- Það er þetta hugarástand, sem ég- er að reyna að breyta. Og þá get ég útvegað sönnunargagn mitt. — Ef það fnistekst höfum við sóað miklum tíma- Þetta er vt>g- un, Slade! — Það er einmitt þess vegna^ sem náunginn neyðist til að gera eitthvað, Þetta hefur ailt verið siðferðileg vogun hvað hann snertir. — Jæja, ég skal sjá um að þetta verði framkvæmanlegt .... En ég vona svo samnarlega, að þér hafið rétt fyrir yður, Slade! Slade fór aftur inn 1 skrifstofu sína, í þungum þönkum. Clinton var farinn. Hann hringdi á gisti- húsið sem Kindilett bjó á- — Sælir, herra Kindilett — ég hefði viljað tala stundarkom við yður. Mig langar til að sýna yður dálítið. — Sýna mér? Það var áhúgl i rödd framkvæmdastjóra Trjóu- — Já — ég þarf á heilræði að halda- — Þér hafið sem sé orðið ein- hvers vísari í Ryechester? — Já, ég sá kvöldblaðið. Það vottaði fyrir ásökun í rödd mannsins. — Ég skil mætavel hvemig þetta verkar á yður, herra Kind- ilett, sagði lögreglufulltrúinn al- úðlega. — En það em sérstakar ástæður fyrir því, að ég þarf að hafa tal af yður. — Má það ekki bíða þangaö til eftir líkskoðunina? Ég er dá- lítið þreyttur. — Það gæti það, reyndar, svaraði Slade varlega. Hann fann að hinn maðurinn var hon- um dálítið óvinveittur- — En hjálp yðar nú gæti ef tíl vill komið í veg fyrir óþarfa umtal á morgun. Kidilett virtist nú á báðum áttum. Eftir andartak sagði hamn: — Gott og vel. Ég verð þá á fótum. Hvenær komið þér? — Undir eins. sagði Slade og lagði tólið á. — 12 — Francis Kindilett bjó á litlu gistíhósi í Bloomsbury, sem ann- aðist gesid sfna vel og var auk þess á næðissömum stað við end- ann ' á gömlum trjágöngum, Slade hitti framkvæmdastjóra Trjóu í herbergi á efstu hæð. — Þér hafið sannarlega ekki slórað, sagði Kindilett, þegar leynilögregluþjónninn kom inn- Slade fannst sem maðurinn hafði orðáð vinveittari, síðan þeir töluðu eaman í símann- Slade tók eftir því, að hann var orð- inn teknari í andliti og gat sér þess til að umtalið í kvöldblöð- unum hefði komið illa við hann. — •Ég er hræddur um að ég komi ekki í skemmtilegum er- indagerðum, herra Kindilett. Ég verða að biðja yður að segja mér nánasr frá málsatvikum í sam- bandi við dauða dóttur yðar. Kindilett tók þessu vel, — þér teljið þetta nauðsynlegt, Slade fulltrúi, sagði hann fast- mæltur. — Já, því miður. Þeir settust- Slade þáði sígar- ettu ur kassanum sem hinn mað- urinn rétti að honum- — Ágætt, sagði Kindilett Dg blés á eldspýtuna. — Hvar á ég að byrja? — Ég geri1 ráð fyrir að þér kannizt við þessa mynd? Slade rétti honum ljósmyndina sem ritstjóri Ryechester Cronicle hafði látið hann *hafa. Kindilett virti hana fyrir sér og kinkaði kolli. — Ég þekki leikmennina — að minnsta kosti marga þeirra. Ég get ekki sagt aö ég muni eft- ir myndinni. Það var tekið svo mikið af myndum í þá daga- Og það var líka skipt um leikmenn á hverju keppnistímabili- • — Auðvitað — og þetta er dóttir yðar? — Já- Andlitið á Kindilett var eins og höggvið í stein. — Þetta, er Mary. Og þairna eru Hodg- son og Bames — og Setchley. Hann hefur breytzt mikið. Þetta eru Saxon Rovers, eins og þér vitið trúlega. — Þekkið þér manninn þarna til hliðar við leikmennina? — Nei, það held ég ekki .... En ég þekki ekki heldur annan mann frá vinstri í fremstu röð- Og ég man aldrei eftir að hafa séð þfennan með úfna hárið! Slade tók myndina og lagði hana til hliðar- Nú rétti hann Kindilett blaðaúrkKppuna. ’ sem hann hafði fundíð í vasai Doyce- — Þetta fann ég í vasa Doyce. þegar ég leitaði í fötum hans á laugardaginn. Kindilett varð hverft við þeg- ar hann las hin fáu orð. k — Þetta skil ég ekki .... Þér eigið við — — Hér er frásögn af líkskoð- unarúrskurðinum. Ég þarf ekki að segja meira. Þér getið sjálf- ur séð að úrklippan er sett sam- an af setningum úr þessari blaðagrein. Úr gömlu eintaki, sem einhver hefur geymt- Hendur formannsins félagsins skulfu- — Þetta er alveg óskilj-- anlegt, tautaði hann- — Ég get ekki trúað þessu, herra Slade! — Samt sem áður er það alveg rétt. Þessi úrklippa lá í paikkan- um, sem Doyee fékk sendan. Hún hefur trúlega átt að hressa upp á minni hans. Hver svo sem hefur orðið honum að bana, herra Kindilett, þá hefur sá hinn sami vitað vel hvað gerðist í Ryechester fyrir fjórum árum og viljað minna Doyce á það, áður en hann dæi. Það varð þögn í hóteíherberg- inu Dg Kindilett starði á úrklipp- una- — Tja — hvað á ég eigtnlega að segja? Ég — ég get fullvissað yður um að ég kem eins og af fjöllum( .... Þetta er ofar mín- um skiíningi. Ég botna alls ekk- ert í þessu- — Vissuð þér hverjum dóttir yðar var trúlofuð? Hann leit upp. — Nei, sagði hann rólega, en það var ekki fullkomið jafnvægi í röddinni. — Herra Kindilett, sagði Slade alvarlegur í bragði. — Ég verð að biðjai yður þess, að segja mér sannleikann um dauða dótt- ur yðar. Eftir nákvæma yfirveg- un er ég kominn á þá skoðun, að dauði hennar standi £ beinu sambandi við morðið á John Doyce. Inni var mjög heitt, en það fór hrollur um Kindilett- — Haidið þér þaö £ raun og veru? spurði hann- ' — Já, og ég skal útskýra þetta nánar-' Ég held, að Doyce hafi verið drepinn méð hring sem honum var sendur. Hring sem rjálað hafði verið , við, þannig að flipi af festingunni hafði ver- ið beygður upp og á þennan flipa var eitri smurt. Hann stakk Doyce i þumalfrn.gurmn. GóBur sængurfatnaður er öllum kærkomin jólagjöf. Merkjum sængurfatnað frá okkur ' alveg fram til jóla. m/ÐSF. Njálsgötu 86. — Sími 20978. Eftir Walt Disney Jólasaga barnanna i. — Höggvið þið nú eins og þið get- lö! 2. — 8- Eftir nokkra stund streyma glitstein- arnir fmm- hjá, TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRS UNÐAtQATA 9 KEYKJAVlK SlMI 21240 SlMNEFNI t SURETV Freistið gæfunnar — Kaupið miða og vinningsvon í Happdrætti Þjóðviljans Plaslmo ÞAKRENNUR 0G NIÐURFALLSPÍPUR RYÐGAR EKKI ÞOLIR SELTU 0G SÖT, ÞARF ALDREI AÐ MÁLA Cabinet MarsTradiiig Company lif IAUGAVEG 103 — SlMt 17373 ! MuniB JólamarkaBinn í Blómaskálanum við Nýbýlaveg og Blómabúðinni,, Laugavegi 63. MIKIÐ ÚRVAL. Blómaskálinn. engin ferd án fyrir- hyææjM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.