Þjóðviljinn - 16.12.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.12.1966, Blaðsíða 12
Þingmenn íhaldsins og Alþýðu flokksins fella sjómannamál Ekki mátti verja miljón á fjárlögum til sjómannastofa á Austurlandi ■ Ein af breytingartillögum Lúðvíks Jósepssonar við 'fjár- lagafrumvarpið var einnar miljón króna fjárframlag til að koma upp sjómannastofu á Austurlandi, og gerði hann ráð fyrir, jafnmiklu framlagi annarsstaðar að en frá ríkinu. ■ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins jelldu þessa tillögu en allir þingmenn Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins voru henni fylgjandi. Hefðu þrír þingmenn úr stjórnarflokkunum getað komið tillögunni í gegn, hún var felld með 32:27 atkv. Garðyrkjubændirrnir sem nú reka búskap bæði í Reykjavík og uppi í sveit: Stefán Árnason og Arnaldur Þór. — (Ljósm. Þjóðv- vh). Myndarlegt gróðurhús við Sigtún tók til starfa i gær Tveir gamalgrónir garðyrkju- bændur, Stefán Ámason á Syðri Reykjum í Biskupstungum og Amaldur Þór á Blómvangi í Mosfellssveit, hafa tekið hönd- um saman og reist stærðar gróð- urhús í Reykjavík, sem tók til starfa og var opnað í gær. Gróð- urhúsið er við Sigtún, við hlið- ina á höggmyndagaiði Ásmund- ar Sveinssonar, og er við það stór lóð þar sem ætlunin er að Innbrot 1 fyrrinótt var brotizt inn í verkstæði hjá Steypustöðinni við Elliðaár. rótað þar til í hirzlum. en engu stolið svt> séð yrði- Þrjú slys af völdum hálku Óskapleg hálka var á götum horgarinnar í gær og slasaðist þrennt af hennar völdum. 88 ára gömul kona féll í götuna í hálku og var flutt á Slysavarðstofuna, þó ekki talin'alvarlega slösuð og 82 ára gamall maður sem var að forða sér undan bifreið á öskjuhlíð rann til og féll með þeim afleiðingum að hanm hand- leggsbrotnaði. Þriðja slysið varð á Laugár- ásvegi á eUefta tímasuHn í gser- morgun er mjög harður árekst- xrr varð á milli tveggja bifreiða á móts við hús nr. 7- Kastaðist ökumaður annars bílsins, Hulda Guðmundsdóttir. Drápuhlíð 22, úr sæti og fratnúr bifreiðinni. fékk mikið höfiuðihögg og var ftafct á Slysavarðstofuna, en þaðan á Landakotsspítala. AILs voru bókaðir hjá lögregi- wreni í Reýkjavík 21 árekstur yf- ir daginn, flestir skrifaðir á reikning hálkunmar. kt :ii íagur trjá- og blómagióð- ur í framtíðinni og mun ekki eiga að girða milli lóða lista- mannsins og garðyrkjumann- anna, svo þama verður stór, samfelldur lystigarður sunnan Sigtúnsins er fram liða stundir. Gróðurhúsið við Sigtún mun í þessum mánuði sérstaklega leggja áherzlu á þjónustu og sölu í sambandi við jólahátíð- ina, að því er eigendur þess sögðu blaðamönnum í gær, og hefur flutt inn gott úrval af jólatrjám frá Jótlandi, bæði minni og stærri, rauðgreni og eðalgreni, sem Stefán valdi sjálfur á ferð sinni í Danmörku sl. haust og samdi um að ekki yrðu höggvin fyrr en um leið og þau voru send af stað. Auk þess verða á boðstólum potta- plöntur, afskorin blóm og ýmsar skreytingar auk leirvarnings alls konar frá Listvinahúsinu. í framtíðinni verður í og við húsið ýmiskonar gróðrarstöðv- arrekstur, þar sem megináherzla verður lögð á frartileiðslu og sölu garðplantna, pottaplantna og afskorinna blóma, en einnig verður selt grænmeti það sem fáanlegt er á hverjum tíma. Við gróðurhúsið'er frágengið bílastæði fyriy um 40 bíla. Hús- ið sjálft er með stærri gróður- húsum hér, 700 ferm að flatar- máli, en lóðin á 7. þús. ferm. Hitaveita verður leidd í húsjð síðar, en þangað til kynt með olíu, sem annars verður til vara. Það er rétt að sjómenn og sjómannskonur fái að vita hverj- ir þingmanna bregða fæti fyrir litla fjárveitingu til þessa mikla áhugamáls síldveiðisjómanna, en þessir alþingismenn felldu til- lögu Lúðvíks: Birgir Finnsson, Auður Auðuns, Axel Jónsson, Beníedikt Gröndal, Bjarni Benediktsson, Bjartmar Guðmundsson, Davíð Ólafsson, Eggert G. Þorsteinsson, Ragnar Guðleifsson, Friðjón Skarphéðinsson, Guðlaugur Gíslason, Gunnar Gíslason, Gylfi 'Þ. Gíslason, Xngólfur Jónsson, Jóhann Hafstein, Jón Árnason, Jón Þorsteinsson, Jónas Pétursson, (þm. ‘Austurlands!) Jónas G. Rafnar, Magnús Jónsson, Matthías Bjarnason, Matthías Á Matthiesen, Ólafur Björnsson, Óskar E. Levý, Pétur Sigurðsson, Sigurður Ágústsson, Sigurður Bjarnason, Sigurðu'r Ingimundarson, Sigurður Ó. Ólafsson, Sveinn Guðmundsson, Sverrir Júlíusson, Þorvaldur Kristjánsson. Flestir munu þeir eiga eftir að biðja sjómenn og vandamenn þeirra um atkvæði sitt, og má mikið vera ef. þeir verða ekki minntir á þessa afgreiðslu- | Einn þingmannanna, Pétur Sigurðsson, taldi sig þurfa að ; afsaka sig, og var afsökun hans sú a/ ekki væri vitað hvaðan fé fengist á móti framlagi Alþingis! Að sjálfsögðu hefði einnar milj- ón króna framlag ríkisins orðið til þess að koma málinu á þamn rekspöl að engin hætta er á að ekki hefði fengizt fé á móti. En Pétur sagði nei, t>g enginn á þess von að hann gangi út til sjómanna og iðrist íhaldsþægðar sinnar. Hófst ó loft 1 hvassviðrinu í fyrrinótt varð það slys að maður sem var á heimleið á háhæðinni við Aust- urbrún 2 hófst á loft í rokinu, féll í götuna og skarst illa á augabrún. Hann var fluttur á Slysavarðstofuna- Grófasta verkfallsbrotl Eftirvinnuverkfall póst- manna heldur áfram, en eins og sagt var frá í blaS- inu í gær hafa tugir skóla- nemenda, aðállega úr Verzlunarskólanum, verið ráðnir til vinnu hjá póstin- um og hefur póstmeistari sjálfur tekið að sér að stjórna verki þessa fólks eftir að fasta starfsfólkið hættir á kvöldin. Póstmeistari, sem annars kcmur aldrei nálægt þeim störfum sem hann þarn_ stjórnar, sýnir samstarfs- mönnum sínum á þennan hátt fullkomna óvild og fyrirlitningu og hið sama má segja um deildarstjóra Bögglapóststofunnar, sem brýtur samþykktir síns eigin stéfctarfélags, fer að dæmi yfírboðarans og að- stoðar lausafólkið við vinnu sem eðli sínu sam- kvæmt er ekkert anna® en hið grófasta verkfallsbrot, þótt lagabókstafurinn kunni að segja annað. Deildarstjóri Tollpóst- stofunnar hefur hinsvegar sýnt fullkomna samstöðu með öðru starfsfólki, enda eru deildarstjórar póstsins fuilgildir meðlimir /Póst- mannafélagsins, og er Toll- póststofan nú eini staður- inn þar sem yfirvinnu- verkfallið er ekki brotið af lausráðnum unglingum. Hve lengi ætlar þetta unga fólk, margt vafa- laust verðandi meðlimir í einu stéttarfél., Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur, að láta nota sig sem verk- færi' gegn hagsmunum heillar vinnandi séttar í harðvítugri kjaradeilu? Ólafsvíkingar mótmæla til- lögum togaranefndarínnar Sl. miðvikudag var haldinn fundur í Verkalýðsfélaginu Jökli í Ólafsvík þar sem ræddar voru m.a. tillögur togaranefnd- arinnar 'og samþykkti fundur- inn einróma eftirfarandi mót- mæli við tillögum hennar: „Fundu/ í Verkalýðsfélaginu Jökli í Ólafsvík, haldinn 14. desember 1966, mótmælir harð- lega framkomnum tillögum tog- aranefndar um auknar veiði- heimildir handa stórum togskip- um innan landhelginnar og þá sérstaklega hinni grófu tillögu um veiðisvæði sem spanna á nær þvert yfir mynni Breiða- Gríndvíkingar mótmæla tog■ veiðum innan landhelgi Hreppsnefnd Grindavíkut'- hrepps samþykkti á fa-ndi sín- um nýlega svofeöda ályktun í tilefni af áliti togaranefndar um auknar veSð®*eHn®fir iyrir tog-1 ara innan 12 mílna landhelginn- ar: „Út af frámkomnu áliti tog- aranefndar um auknar veiði- Framhakl á 2. síöu. fjarðar og við Snæfellsnes.'Mun þannig eiga sér stað samfelld rányrkja á þessu veiðisvæði allt árið því sama veiðisvæði er þéttsetið þorskanetum frá því í janúar bg fram undir vor sam- kvæmt reynslu undangenginna ára. Þá myndi slíkt skapa alvar- lega ógnun við atvinnu og af- komugrundvöll íbúanna á þessu landsvæði sem byggist nær ein- hæft á skynsamlegri nytjun hinna breiðfirzku fiskimiða. Það yrði að teljast dýr stundarlausn á vandamálum nokkurra togara að stofna í hættu atvinnu og atvinnugrundvelli heilla lands- hluta. Þá vill fundurinn vara eirir dregið við ofnotkun þorskaneta á vetrarvertíð. Reynsla er feng- in fyrir þeirri hættulegu veiði- tækni sé henni beitt skefjalaust hvenær og hvar sem er. Er því full og tímabaér nauðsyn að takmarka veiðitímabilið , fyrir þorskanet og einnig að undan- skilja þekktar hrygningarstöðv- ar frá því.“ Föstudagur 16. desember 1966 — 31. árgangur — 288. tölublaö. Þingnaður sviptur atkvæiisréttinum Sá einstæði átburður gerðist á Alþingi í gær,.að forseti samein- aðs þings, Birgir Finnsson, úr- skurðaði að Sigurarin Einarsson mætti ekki greiða atkvæði um breytingartillögu við fjárlögin, því þingmönnum væri óheimilt að greiða atkvæði um fjárveit- ingar til sjálfra sín. Fjallaði tillagan, sem Sigurvin flutti sjálfur, um 350 þús. kr. framlag til að endurbvesia Saur- bæjarkirkju á Rauðasandi vegna tjóns af fárviðri- Kvaðst forseti hafai fengið þær upplýsingar að þetta væri bændakirkja og þing- maðurinn eigandi- Úrskurðinum var mótmælt af þingmönnum úr Alþýðubanda- laginu og Framsókn- Minnti Skúli Guðmundsson á að ráð- herrar og forsetar hefðu greitt um það atkvæði að þeir skyldu fá vínföng og tóbak með lækk- uðu verði! Fór svo að úrskurðurinn var b'orinn undir atkvæði og stað- festu allir stjómarflokkaþing- menn nema einn að rétt væri úr- skurðað, en allir þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu at- kvæði móti úrskurði Birgis. Sá eini stjórnarþingmaður sem sat hjá var Ragnar Guðleifsson (varamaður Emils Jónssonar). Tillaga Sigurvins var felld með 31 atkvæði gegn 21. Sérstakar ráðstaí- anir í jólaumferðinni Að venju verða gerðar sér- stakar ráðstafanir vegna mikill- ar umíerðar nú fýrir jólin. Lög- reglustjórinn í Reykjavík hefur auglýst takmörkun á umferð 12. — 24. desember t.d. er settur einstefnuakstur á 4 götur, hægri beygja bönnuð úr þremur göt- um, bifreiðastöður bannaðar eða takmarkaðar á all mörgum stöðum og bifreiðaumferð er al- gerlega bönnuð um Austurs- træti, Aðalstræti og Hafnar- stræti Jaugardaginn 17. des kl. 20.00 til 23.00 og föstudaginn 23. des. kl. 20.00 til 24.00. \ í ár hafa verið fluttar inn 5036 bifreiðir en „aðeins“ 3164 á sama tíma í fyrra og 3900 á öllu árinu. Rúmlega 1900 öku- skírteini hafa verið gefin út á árinu en þrátt fyrir þessa aukningu hefur umferðarslysum heldur farið fæk1:.. di frá því í fýrra. Þá urðu 2738 áfekstrar og slys í Reykjavík, 389 slös- uðust og þar af voru 8 dauða- slys. f ár hafa hingað til orðið 2501 árekstur og slys, þar af 6. lauðaslys. Ekkert barn hefur látizt á þessu ári í umferðar- slysi, en 8 í fyrra. Varðandi hina lúiklu umferð í borginni nú fyrir jólin vill lögreglan biðja ökumenn að hafa sérstaklega eftirfarandi at- riði í huga: Þeir ökumenn sem staddir eru í austurhluta bæj- arins og ætla að aka vestur í bæ eða niður í miðbæ aki ekki niður Laugaveg heldur Skúla- götu eða Hringbraut. Getur það munað 20 mínútum fyrir þann sem ætlar niður í miðbæ. Skorað^er á fólk að fara ekki á bifreiðum sínum milli verzl- ana heldur að finna bifreiða- stæði og íeggja bifreiðinni þar og ganga síðan milli verzlana. Eru ökumenn áminntir um að læsa bifreiðum sínum því að oft kemur fyrir að pökkum er stol- ið úr bílum þegar fólk er að gera, jólainnkaupin. GjaMskylda er við sfcöðumæla jafnlengi og verzlanir eru al- mennt opnar þ.e. til kl. 22.00 laugardaginn 17. des og 24D0 föstudaginn 23. des. Lögreglan gerir allt sem í hennar valdl stendur til þess að skapa öruggari og greiðfærari umferð jafnt fyrir gangandi sem akandi og vitrna flestir lögreglu- menn tvöfaMa vinnn. f miðborg- in»i og vestwrtbænwm eru 49— 50 lögreglumenn á ákveðnum varðsvæðum og í austurbænum verða milli 18 og 20 lö^reglu- menn á varðsvæðúm, auk þess sem lögreglumenn á bifhjólum og bifreiðum fylgjast með um- ferð í úthverfum. Skemmdir á síma- línum vestanlands ísing hefur valdið miklu tjóni á síma- og rafmagnslínum vest- anlands, bæði á SnæfeMsnesi og í Reykhólasveit. Slitnuðu síma- og rafmagnslínur og lágu niðri víða á leiðinni frá Króks- fjarðarnesi að Reykhólum, m.a. á löngu svæði í BarmahlíðinnL Um þrjátíu hús í Reykhóla- sveit urðu af þessum völdum al- gjörlega rafmagnslaus í gær, en viðgerð mun fara fram eins fljótt og auðið er og var verið að flytja efni til viðgerðar vest- ur í gær. Samband er við þessa staði gegnum talstöðvar. | Vilja þeir ekki I menntaskéla á Isafirði? ■ ■ ■ : Hannibal Valdimarsson ■ ■ flutti við 3. umr. fjárlaga- ; frumvarpsins 1967 þá breyt- ; ingatillögu að framlag til ■ byggingar menntaskóla á : ísafirði hækki úr 1,5 milj- ■ ónum í 6 miljónir. j Þessi tillaga var felld að 5 viðhöfðu nafnakalli með 32 : atkv. gegn 23 og greiddu ■ allir þingmenn Sjáifstæðis- j flokksins og Alþýðuflokksins : atkvæði gegn tillögunni, líka ■ þessir þingmenn Vestfjarða- * kjördæmis: Birgir Finnsson, j Sigurður Bjarnason og Þor- j valdur Kristjánsson. Með til- : lögunni voru adlir þingmenn ■ Alþýðubandalagsins og flest- ; ir Framsóknarþingmennimir. j Þrír höfðu þó ekki áhuga á : þessu máli og sátu hjá, Bjöm ■ Pálsson, Jón Skaftason og ; Einar Ágústsson-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.