Þjóðviljinn - 16.12.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.12.1966, Blaðsíða 1
e Sala „kínveria" er óleyfileg í Reykjavík Föstudagur 16. desember 1966 — 31. árgangur— 288. tölublað. Á þessum tíma árs ber nokk- uð á því að unglingar reyni að komast yfir sprengiefni og þá sérstaklega „kinverja". Ssek.i- ast unglingamir eftir að sprengja kínveriana þar sem fólk safnast saman og hefur þetta verið áberandi þá daga fyrir iól sem lögreglan hefur bannað bifreiðaumferð um viss- ar götur t.d. um Austurstrseti, hefur reyndar orðið vart við þesisar sprengingar undanfarið- Sala á öllu slíku sprengiefni er bönnuð í Reykiavík og ná- grenni, aðeins er leyfð sala á flugeldum og blysum. Vitað er að á hveriu ári reyna einhveri- ir að hagnast á útvegun kín- verja, sem ýmist er smyglað til landsins eða búnir til hér. Lög- reglan óskar eftir aðstoð aUra til að koma í veg fyrir þessar sprengingar og skorar á for- eldra og aðra forráðamenn ung- linga að láta lögregluna vita ef böm þeirra komast yfir þessa hluti og ekki er síður áríðandi að fá upplýsingar hvar unglingarnir hafa fengið þá. Stöðvunarstefnan í borgarstj órn Reykjavíkur: STORAUKNAR ALOGUR HVERFA NU NÆ ALLAR í HÍT REKSTRAR OG EYÐSLU! Fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1967 var til 2. umræðu og afgreiðslu í borgarstjórn í nótt ■ Þetta fjárhagsáætlunarfrumvarp ber engan vott stöðvunarstefnu eða sparnaðar. Þvert 4 móti boðar það auknar álögur á borgarbúa, fyrst og fremst með stórfelldri hækkun útsvaranna. Það boðar einnig aukna eyðslu og vaxandi þenslu í rekstri borgarsjóðs og borgarstofnana og skort á allri viðleitni til að finna leiðir til sparnaðar og hagkvæm- ari reksturs. Alvarlegast er þó, eigi hér að ganga frá fjárhagsáætlun, sem þýðir í raun stórfelldan niðurskurð á þeim félagslegum framkvæmdum sem úrlausnar bíða og brýnast er .að leyst séu af framsýni og myndarskap. ■ Þeir borgarfulltrúar, sem að slíku standa taka á sig þunga ábyrgð og sú ábyrgð er ekki sízt þung gagnvart frmatíðinni, Á þessa leið lauk Guðmundur I kvöld fyrir breytingartillögum Vigfússon framsöguræðu sinni í borgarfulltrúa Alþýðubandalags- borgarstjórn Reykjavíkur í gær- | ins við fjárhagsáætlunarfrum- Vélrsen afgreiðsla fjárlagafrumvarps Afgreiðsla fjárlaga^rumvarpsins 1967 fór fram á Alþingi i gær á þann vélræna hátt sem orðinn er hefðbundinn: Allar breytingartillögur ráðherra, fjárveithiganefndar og meirihluta stjómarflokkanna í fjárveitinganefnd eru sam- þykktar, hver einasta tiliaga einstakra þingmanna feild. Um einstakar tillögur þingmanna fóru fram athyglisverð- ar atkvæðagreiðslur, og er rétt að almenningur fái að kynn- ast því hvernig þingmennimir koma fram í einstökum hagsmunamálum manna og landshluta- Verður skýrt frá afdrifum helztu breytingatillagna við 3- umræðu fjárlag- . anna í sérstökum fréttum hér í blaðinu í dag og næstu daga- varpið. Var fjárhagsáætlunin til 2. umræðu og átti að afgreiða hana á fundi borgarstjórnár í nótt. Fyrstur tók til máls Geir Hall- grimsson borgarstjóri og gerði grein f.vrir áætlun um fram- kvæmdir borgarinnar á næstu árum. Ræddi h’ann og ýms at- riði fjárhagsáætlunarinnar. Tryggja þarf aukið fjár- magn til framkvæmda Að lokinni ræðu borgarstjóra tók Guðmundur Vigfússon til máls og gerði ítarlega grein fyr- ir breytingartillögum borgarfull- trúa Alþýðubandalágsins, en þær voru raktar hér í blaðinu í gær. Rökstuddi Guðmundur bæði nauðsyn þess að nota í rikara mæli en gert er heimild laga til álagningar aðstöðugjalda og að koma við ýmiskonar sparnaði í borgarrekstrinum. Þetta yrði að gera til þess að tryggja aukið fjármagn til byggingarfram- kvæmda borgarinnar, bæði á Framhald á 2. síðu. V\AAAAAAA\AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/1 AAAAAAAAAWVAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAV* V Skiiadagur H1) □ í dag er skiladagur í Happ- Þjóðviljans og verður aígreiðsla Þjóðviljans að Skólavörðustíg 19 opin kl. 10—22 af því tilefni. Einnig er tekið/ á móti skilum í happdrættinu í Tjarnargötu 20. □ N. k. föstudagskvöld, á Þorláks- messu, verður dregið í happdrætt- inu og er þetta því síðasta helgin sem menn hafa til að gera skil. Ættu menn að nota helgina vel en afgreiðslan á Skólavörðustíg 19 verður opin til kl. 19 ,annað kvöld, laugardag, og einnig verður tekið á móti skilum á sunnudaginn. Verður það nánar auglýst síðar/ DREGIÐ EFTIR 8 DAGA Vtm«WMMWAMMW*WMWVVWMVWVWVVWWWVVWVHVVVWWVVVVVVtt»WVWWMWWMVWVWVWVWWWtt«»WWI Sovétstjórn aðvarar Banda- ríkin vegna árása á Hanoi Björn Jónsson í umræðunum um verðstöðvunarmál á Alþingi í gær: BRÝNNI ÞÖRF EN OFTAST ÁÐUR AÐ BREYTA KJARASAMNINGUM Því fer fjarri að verkalýðshreyfingin telji nú efni til að falla að meira eða mirina leyti frá kröf- um sínum um samningsbundnar kjarabætur. Þvert á móti eru nú flestar ástæður þannig vaxnar að brýnni þörf en oftast áður er á því að breyta kjara- samningunum og reyna með því að tryggja hags- muni vinnustéttanna, ekki sízt vegna þeirrar ó- vissu og öngþveitis sem nú ríkir í efnahagsmálum. Björn Jónsson mælti þessi orð í efri deild Al- þingis í gær við 1. umræðu stjómarfrumvarpsins um heimild til verðstöðvunar. Flutti Björn efnis- mikla og rökfasta ræðu um efnahagsástandið og verkalýðsmálin. Hann sagði m.h.: Ei|ginn efi er á því að í þeim samningum sem nú standa fyrir dyrum hlýtur það að verða ein megin- krafa verkalýðssamtakanna að brúa að venulegu leytkþað bil sem orðið er milli samningsbundinna launa og þeirra tekna sem verulegur hluti verka- lýðsstéttarinnar getur í núverandi ástandi aflað sér með óhæfilegum vinnutíma og ósamnings- bundnum yfirborgunum. En til þess að þetta tak- ist þarf margt að koma til. Og þá ekki sízt aukið samstarf ríkisstjórnar, atvinnurekenda og verka- lýðssamtakanna um stórfellda styttingu vinnu- tímans án tekjuskerðingar. Eí það er meining ríkisstjórn- arinnar að reyna að opna leiðir til þess að verkalýðshreyfingin eigi aðra kosti til þess að ná árangri í kjarabaráttunni en þær að hækka laun sín í krónutölu, en þá leið hlýtur hún að fara ef aðrar leiðir reynast ófærar eða eru gerðar ófærar, þá þarf hún að taka bæði verðlagsmálin og efnahagsmálin í heild öðrum tök- um en þetta frumvarp og þær aðgerðir sem hún fyrirhugar í þeim vanda sem bæði höfuðat- MOSKVA, SAIGON 15/12 — Sovézka ríkisstjórnin sendi þeirri bandarísku í dag harðorða orðsendingu þar sem mót- mælt er loftárásum Bandaríkjamanna á Hanoi og næsta umhverfi hennar. Um leið er varað við því, að áframhald- andi loftárásir muni leiða M1 þess að viðsjár'aukist enn að __________________________^miklum mun í alþjóðlegum samskiptum. Sovétríkin hafa ákveðið að auka útgjöld sín til land- varna, mest vegna aukinnar, hernaðaraðstoðar við Norð- ur-Vietnam. Orðsending Sovétstjórnarinnar er harðorðust viðbrögð sem hún hefur um hríð látið frá sér fara um hernað Bandaríkjamanna í Vietnam. í henni er Bandaríkja- stjórn m.a. minnt á yfirlýsingu sem birt var eftir fund aðildar- rikja Varsjárbandalagsins í sum- ar, en þar eru þau skuldbundin til að senda sjálfboðaliða til Norður-Vietnam ef stjóm lands- Banas/ys í SR á Seyðisfírði Það hörmulega slys varð í Síldarverksmiðju Ríkisins á Seyðisfirði í fyrradag að 17 ára piltur, Birgir Magnússon frá Þórshöfn, beið bana við vinnu sína þar. Slvsið varð með þeim hætti að Birgir var að aka vörulyft- ara inn um dýr verksmiðjunnar er gálgi lyftarans rakst í og féll ofan á hann. Hlífðargrind er kringum ökumannssæti lyft- arans, en þar sem gálginn féll að ofan kom hún ekki að gagni, og lézt Birgir stuttu síðár. vinugreinarnar og launastéttirn- ar standa frammi fyrir nú, vegna þeirrar óðaverðbólgu, sem geys- að hefur í landinu undanfarin ár. Þar dugar engin sýndar- mennska. Þó ríkisstjórnin þurfi ef til vill ekki að lifa lengur en til næsta hausts, þurfa undir- stöðuatvinnuvegirnir og fólkið í landinu að lifa lengur,'og við það verðq, úrhæturnar að miðast. Ræða Björns mun betur kynnt hér í bl aðinu næstu daga. ins æskir þess: Þar segir og, að árásarstríð Bandaríkjamanna í Vietnam sé hunzkasta afbrigði bandarískrar heimsvaldastefnu og stríði gegn öllum viðurkenndum hugmyndum um þjóðarétt og sið- gæði. Æðstáráð Sovætríkjanna kom saman til fundar í Moskvu í dag. í ræðu Garbúspfs fjármálaráð- herra um fjárlög ríkisins kom Framhald á 2. ,síðu. Walt Disney er iátinn LOS ANGELES 15/12 — Walt Disneý, konungur teiknimyndanna, lézt í Dur- banck í Kaliforníu, 65 ára að aldri. Fyrir tveim vik- um var Disney lagður inn á sjúkrahús þar til að fjar- lægt yrði úr honum annað lungað, og hafði nú verið lagður inn i annað sinn til eftirlits. Disney bjó til flestar fræg- uutu persónur teiknimynd- anna, þeirra á meðal Mikka mús, sem fæddist í vinnu- stofu hans árið 1928.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.