Þjóðviljinn - 23.12.1966, Blaðsíða 1
Föstudagur 23. desember 1966 — 31. árgangur — 294. töhiblað.
SÍÐAST ÞEGAR til fréttist var skip-
stjórinn enn um borð, en orðinn mjög
\
miður sín af víndrykkju- Samkomulag
varð um að bíða átekta til flóðsins í
nótt að ná honum með því að senda
bát út að skipinu. Veður er batnandi á
þessum slóðum.
Brezkur togari strandar í Djúpinu
■ Brezki togarinn Boston Wellvale frá Fleetwood
strandaði út af Arnarnesi í ísafjarðardjúpi í gærdag um
klukkan 4. Var togarinn á leið inn til ísafjarðar. Aðstæður
til björgunar voru erfiðar í fyrstu, en eftir að björgunar-
sveit frá ísafirði kom á vettvang gekk allt greiðlega og
síðast þegar til fréttist voru 18 af 19 manna áhöfn komnir
í land, en skipstjórinn neitaði að yfirgefa skip sit't. Hann
var sóttur um borð með fógetavaldi.
Fyrst1 var vitað um slrandið
um 5 leytið í gærdag. Bar þá
tvennt til. að togarinn Northern
Gift kom inn til ísafiarðar og
heyrði í hinu strandaða skipi á
stuttbylgjutæki sínu, en önnur
senditæki Boston Wellvale voru
óvirk. Hinsvegar heyrði sonur
hjónanna í Fremrihúsum i Arn-
ardal eimblástur, sem hann pat í
fyrstu ekki áttað sig á, en varð
síðar ljóst að kom frá hinu
strandaða skipi. Var þá haft
samband við ísafjörð og beðið
um aðstoð slysavarnadeildarinn-
ar þar. Lagði hún strax af stað
NÁÐIST
Ávísanafalsið scm sagt var
frá í blaðinn í gær er nú upp-
lýst og náðist maðurinn scm
keypti húsgögnin fyrir nærri
67 þúsund kr. og greiddi fyr-
ir með falsaðri ávísun og fékk
síðan 45 þúsund kr. úr banka
á sama hátt, í fyrrakvöld.
Hafði lögreglan haft samband
við allar sendibílastöðvar og
komst þá upp að hann hafði
tekið scndiferðabíl heim frá
stæðinu við Rauðarárstíg, cn
þangað hafði hann fyrst lát-
ið aka húsgögnunum.
Maðurinn, sem er giflur og
á börn, hefur meðgcngið. Hann
hefur ekki komizt í kast við
Iögin áður, en hafði fundið
tékkhefti og þá dottið þetta í
hug.
með nauðsynlegan útbúnað og
ruddi jarðýta þeim leiðina út í
Arnardal. — Ljósavél skipsins
hafði stöðvazt skömmu eftir
sírandið
Baldur Sigurbaldursson skip-
stjóri á vélbátnum Þórveigu
ÍS-222 var beðinn að freista
þess að sigla bát sínum að hinu
strandaða skipi og koma vírum
úr því í Northern Gift og Ross
Renown. Hann sigldi báti sín-
um alveg að skipinu og renndi
á hægri ferð fram með því unz
bálurinn tók niðri fram undir
miðju skipi. Þá bakkaði hann
frá í snatri. Hann sagðist hafa
farið svo hægt og svo nálægt
að leikur einn hefði verið íyrir
skipverja að stökkva um borð
til sín, en enginn sinnti honum.
Sá hann þó 2—3 menn óbrúar-
væng, en þeir voru ó einhvern
Yleetwood togarinn Boston Wellvale
hátt sinnulausir og virtist einn
þeirra ósjálfbjarga.
Hálftíma seinna gerði hann
aðra tilraun til að komast að
skipinu, en þá hafði versnað að
mun í sjóinn og ógerningur að
athafna sig. Veður var mjöj
vont og svarta bylur. Togararn-
ir úti fyrir lýstu upp strand-
staðinn og skipið og eins var
það lýst upp með sterkum ljós-
kastara úr landi.
Þegar er björgunarmenn frá
Isafirði voru komnir á vettvang
hófu þeir aðgerðir úr landi-
Vegna hvassviðrisins gciguðu
fyrstu skotin úr línubyssunni, en
þegar línan loks hitti voru skip-
verjao- svifaseinir að taka við
henni. Virtist mönnum úr landi
að þeir kynn.u ekki meira en
svo að festa hana. Björgunar-
stóllinn fór tómur á milli í
fyrstu atrennu, en I annarri at-
rennu kom maður í honum og þá
var klukkan rúmlega níu í gær-
kvöld. Maðurinn var dreginn í
sjó, þar eð skipbrotsmenn höfðu
ekki fest línuna nógu hátt f skip-
ið. Var þeim sendur miði með
skriflegum leiðbeiningum hvern-
ig þeir ættu að festa stólinn.
Gpkk síðan allt að óskum, þar
til fjórtán menn voru komnir í
land um klukkan 10.30- Þá var
Framhald á 3- síðu.
Óhugnanlegur atburSur i HœSargaröi:
Drengur fyrir bíl
Síðdegis í gær varð drengur
fyrir bíl ofarlega á Skólavörðu-
stíg. Hann var fluttur áSlysa-
varðstofuna, en virtist ekki al-
varlega meiddur.
aður framdi mori í afbrýðissemi
aut síðan sjálfan sig á eftir
■ Við rannsókn á þeim óhugnanlega atburði sem hér
gerðist í fyrradag er tveir menn létust af skotsárum, og
sagt var frá í blaðinu í gær, hefur komið í ljós, að annar
þeirra, sem var Færeyingur, hefur skotið hinn til bana af
afbrýðissemi og síðan drepið sjálfan sig á eftir. Gerðist
þetta í íbúð að Hæðargarði 14 og var ekkert vitni að at-
burðinum, en eiginkona Færeyingsins hafði lagt sig til
svefns í öðru herbergi ' íbúðarinnar.
Ingólfur Þorsteinsson sem
unnið hefur að athugun' þessa
máls hjá rannsóknarlögreglunni
Dregið vérður í kvöld í
Happdrætti Þjóðviljans
• I kvöld verðux dregið í Happdrætti Þjóðviljane um <
MOSKOWITCHBIFREIÐARNAR tvær auk nokkurra smærril
vinninga. Hverjir hreppa bilana i jólagjöf?
• f dag er síðasti söludagur og má nú enginn liggja á Iiði
sínu. Takmarkið er að selja alla miðana. <
• Afgreiðsla happdrættisins að Skólavöröustíg 19 verður 4
opin i dag samfellt frá klukkan 10 að morgni tll klukkan 12 á *
miðnætti- Sími 17500 nema eftir klukkan 6 17502.
■)
• Allir scm hafa fengið miða og ekki eru búnir að gera
skil cru hvattir til að Ijúka því í dag. Ættu umboðsmenn
happdrættisins og innheimtumenn að leggja á hað áHerzIu
að gera fullnaðarskil fyrir kvöldið. ■)
Afgreiðsla happdrættisins
er opin til miðnættis
skýrði blaðjamönnum frá niður-
stöðum hennar í gær, en sam-
kvæmt frásögn hans var fyrst
hringt til lögregluvnrðstofunnar
kl. 19,10 í fyrrakvöld frá Hæðar-
garði 14 og beðið um aðstoð.
Fóru lögreglumenn og sjúkra-
liðar þegaf á staðinn en er
þangað kom lágu þar á gólfi
í stofu tveir menn, sem við at-
hugun reyndust vera Finn Kol-
björn Nilsen sjómaður frá Fær-
eyjum, 34 ára gamall, til heim-
ilis á Borgarvegi 11 í Ytri-Njarð-
vík og Kristján Iiyþór Ólafsson,
37 ára að aldri, ættaður frá Pat-
reksfirði, en nú til heimilis á
Sunnuvegi 15, Reykjavík. Eyþór
heitinn var bakari að iðn, starf-
aði um tima sem togarasjómað-
ur, en slasaðist fyrir u.þ.b. ári
og hafði ekki stundað reglu-
lega atvinnu síðan.
Báðir mennirnir voru meðvit-
undarlausir og með skotsárum,
en byssa lá á gólfinu hjá Finn.
Þar sem sjúkraliðúm þótti ekki
tryggt að mennirnir væru látnir
var farið með þá á Slysavarð-
stofuna, en er þangað kom
reyndust báðir dánir.
í íbúð þessari í Hæðargarði
14 býr 38 ára íslenzk eiginkona
Finns og hafði hún flutzt á brott
af heimili þeirra hjóna í Njarð-
vikum l. okt. sl., en þau Finn
höfðu verið gift í um tvö ár,
stóðu í skilnaði og höfðu ein-
mitt þennan sama dag farið til
prests hér í borginni, þar sem
ákveðinn var skilnaður að borði
og sæng, þó mjög á móti vilja
Finns, en korvan telur sig áður
hafá verið búna að sækja um
skilnað.
Konan var heima er lögregla
og sjúkraliðar komu og hafði
hún sjálf hringt til lögreglunnar
úr næstu íbúð, sem af tilviljun
var ólæst.. Konan var nokkuð
ölvuð og i miklu uppnámi og
báðfr voru hinir látnu með á-
fengi á sér og virtist nokkur
drykkja hafa farið þarna fram.
Samkvæmt frásögn konunnar
var hún sofandi inni í svefn-
herbergi er þetta skeði og höfðu
þeir báðir verið staddir þarna
heima, Eyþór og Finn, er hún
lagði sig fyrir. Hún telur sig
hafa vaknað við að Eyþór hafi
kallað upp nafn sitt, fór hún
Jiá fram í stofuna og kom að
þeim báðum liggjandi á gólfinu,
var Eyþór greinilega með ein-
hverju lífsmarki, en Finn ekki.
Finn Nilsen hafði komið til
Reykjavíkur á mánudag og hafði
verið á sildveiðum fyrir aust-
an, skipverji á Óskari Halldórs-
syni. Sagði konan að þeir Ey-
þór hefðu hitzt heima hjá henni
í íyrradág og báðir verið staddir
í íbúðinni er hún lagði sig til
svefns. Vitað er að Finn mun
hafa komið þangað jím kl. 5,
Framhald á 3. síðu.
Svanur RE týndur
útaf Vestfjörðum
Vélbáturinn Svanur RE 88 er
týndur út af Vestfjörðum. Bát-
urinn kom ekki úr róðri á venju-
legum tíma í gær og síðast
heyrðist í honum kl. 15.00 í gær-
dag. Þá var liann staddur 14
til 16 sjómilur út af Gelti. Veð-
ur var vont á þcssum slóðum.
Er helst haldið að vél bátsins
hafi bilað.
Svanur er úr Reykjavík og
eigandi lians er Andrés Finn-
bogason skipstjóri hér í borg.
Hinsvegar er báturmn í leigu
vestur á Isafirði og með ísfirzk-
um skipstjóra og áhöfn.
Slysavarnafélagið Iýsti eftir
bátnum í kvöldútvarpi í gær og
bað skip og báta á þessum slóð-
um að svipast um eftir honum
og veita honum aðstoð ef með
þyrfti.
Ekkert liafði frétzt af bátnum
skömmu eftir miðnættið í nótt
rétt áður en blaðið fór í press-
una. Svanur er rúmlega 80 tonna
bátur smíðaður í Svíþjóð.
HVAÐ ER
SÚPU-
KJÖT?
Samkvæmt skilgreiningu
orðabókar Menningarsjóðs er
súpukjöt „kjöt ætlað í súpu“.
En húsmóðir sem kæmi inn
í kjötbúð vopnuð þessari
vizku og bæði um súpukjöt
samkvæmt framangreindri
skilgreiningu, stæði allt í einu
frammi fyrir því, að hún ætti
mikið kvalræði fyrir höndum.
Kaupmaðurinn lítur á hana
og segir: Viljið þér súpukjöt
með inniföldum framhrygg á
69,20 kg? Eða viljið þér
framhrygg einan á 102,00
kílóið? Eða viljið þér kannski
valið kjöt úr hrygg, læri, bóg
og síðu á' 77,00 kg? En svo
getið þér náttúrlega fengið
frampart mínus framhrygg á
43,00 kílóið.
Undir svona lestri getur
manni ekki liðið vel ogvissu- .
lega er þá einfaldara að
kaupa þriðja flokks saltfisk á
fyrsta flokks verði.
Eitt verð áður
Hér áður fyrr, í gamla daga
— fyrir einu eða tveimur ár-
um, var málið svo miklu ein-
faldara. Þá bað maður um
súpukjöt og fékk það allt á
einu verði. Þá var skrokkur-
inn sagaður í sundur fyrir
aftan aftasta hluta herða-
blaðsins og allt þar fyrir
framan hét þá einfaldlega
súpukjöt og ekkert annað. En
Sveinn Tryggvason hjá Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins seg-
ir okkur að neytendur hafi
haft þann afleita vana að vilja
sjálfir ráða hvað þeir átu og
völdu sér,bita eftir geðþótta,
Sátu þá kaupmenn eftir með
sárt ennið, í haugi af bringu-
kollum, slögum, hæklum og
hálsum. Var því komizt að
þeirri niðurstöðu að Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins og
kaupmennimir yrðu að ráða
þvi, a.m.k. óbéint með nýrri
flokkun og verðlagningu, hvað
kaupandinn fékk í hendumar
sem súpukjöt.
„Bitamunur"
Blaðamaður þessa sama
blaðs tók það til ráðs í gær
að hringja í nokkrar verzl-
anir og spyrja um verð á
súpukjöti án þess að skil-
greina það sérstaklege. Fyrst
varð fyrir valinu Kjötbúðin
Borg. Við fyrstu tilraun var
tóiið tekið af og skellt strax á
aftur, en síðan ekki svarað
þrátt fyrir margítrekaðar til-
raunir. Hjá Tómasi var svar-
að: 69,20 óvalið, 77,00 valið
og Í02.00 framhryggur. Hjá
Sláturfélaginu: 77,00, hjáKjöti
og grænmeti: 77,00. f kjöt-
verzluninni Laugavegi 32:
103,50 framhryggur og 69,70
Mandað. I Melabúðinni: 69,20
súpukjöt upp til hópa, en
102,00 framhryggur, en bland-
að læri, súpukjöt og síður kr.
78,00. Kjötverzlunin á Háteigs-
vegi 2 : 69,20. Hjá Klein á
Baldursgötu: 69.20 og 77,00. Að-
spurður rrm muninn á þessu
tvennu sagði verziunarmaður-
inn að það væri bitamunur-
Engirm minntist einu orði
á 43ja krónu verðið.
Ekki auglýst
Ekki er kunnugt um að hið
margbreytilega verð og flokk-
un á súpukjöti sem 'nú tíðk-
ast hafi nokkumtíman verið
auglýst og verður það að telj-
ast heldur klén þjónusta við
neytendur. Olíufélögin höfðu
þó rænu á að auglýsa vel og
rækilega þegar þau lögðu
niður nær alla þjónustu við
sína viðskiptavini, þó að þar
sé raunar um að ræða heldur
ófagurt dæmi til eftirbreytni.