Þjóðviljinn - 23.12.1966, Blaðsíða 10
10 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 23. desember 1966.
LEONARD GRIBBLE
36
Hún yppti öxlum og hnusaði
háðslega.
— Jæja. Um hvað var hann
að tala?
— Um þjálfunina, að halda sér
j formi og leika sterSrt og senda
hinum boltann og ég veit ekki
hvað.
— Alltof lengi. Næstum hálf-
tírrfa held ég.
— Fóruð þér með allt með
jiður inn í svefnherbergið?
Hún roðnaði. — Hver sagði að
ég hefði verið inni í svefnher-
bergi? Hún horfði á nýtízkulega
skó sína. — Nei, ég fór með
kápuna mína og hattinn, en ég
gleymdi töskunni minni. Og ef
þér viljið mér ekkert meira,
þá —
Það vildu þeir ekki.
Meðan þeir þokuðu sér áfram
gegnum fólksmergðina sem æv-
inlega fyllir gangstéttirnar í Eeg-
ent Street á daginn, sagði Clint-
on: — Af hverju sagðist Raille
ekki hafa vitað að hún var þarna
uppi?
— Hann hefur kannski viljað
hlífa henni.
, — Eða einhverri annarri . . .
sagði Clinton íhugandi.
— Tja, það verður aldrei ann-
að en ágizkun.
14
Þegar þeir voru komnir á
Scotland Yard aftur biðu þeirra
skilaboð frá Milligan — dyra-
verðinum í blokkinni, þar sem
Doyce hafði átt heima.
Hann hafði hringt fyrir hálfri
stundu og viljað tala við Slade
sjálfan. Hann hafði sagt að það
væri mjög áríðandi.
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistbfa
Steinu og Dódó
Laugav. 18 III hæð (lyfta)
Sími 24-6-16
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-968
— Það getur verið að öll
þessi blaðaskrif hafi minnt hann
á að húsaleigan sé ógreidd. Clint-
on virtist vantrúaður á að mað-
urinn hefði eitthvað merkilegt
að segja þeim.
— Einu hef ég velt fyrir nlér,
sagði Slade. — Enginn af ætt-
ingjum Doyce hefur gert vart
við sig.
— Hann er kannski munaðar-
leysingi — það er að minnsta
kosti vingjarnlegri tilhugsun.
— Enginn af félögum hans í
Tróju hefur minnzt á fjölskyldu
hans einu orði.
— Við getum nú tæpast gert
okkur vonir um að Milligan til-
kynni okkur að hann sé hál'f-
bróðir hans!
En það sem Milligan hafði að
segja þeim, þegar þeir komu yf-
ir í Baker Street, fyllti þá reynd-
ar báða nýjum áhuga á málinu.
— Það var rétt eftir hádegis-
matinn sem hún kom hingað,
sagði dyravörðurinn. — Hún var
dálítið lítil, fallegt andlit en ekki
kornung lengur, ef þér skiljið
hvað ég á við. Og augun í henni
voru dálítið sérstök. Ég á - ekki
svo gott með að lýsa þeim, en
ég man greinilega hvernig þau
litu út — næstum hörkuleg og
starandi. Án þess að hún væri
í rauninni að stara á mig, skilj-
ið þér.
— Ég held ég skilji hvað þér
eigið við, Milligan, sagði Slade
og kinkaði kolli.
Dyravörðurinn. hélt áfram frá-
sögn sinni. — Ég sá hana ganga
að lyftunni dg af því að ég hafði
aldrei séð hana fyrr, fannst mér
rétt að ávarpa hana. Maður fer
aldrei of varlega í svona bygg-
ingu. Fólk er alltaf að reyna
eitthvað gruggugt. Og ég sagði
við hana: — Hvern ætlið þér
að finna, frú? sagði ég. Og hún
starði bara á mig og sagði: •—
Frú Brown. Hún sagði þetta án
þess að hug?a sig um. Hún var
býsna útundir sig, það verð ég
að segja. En það kom henni
samt ekki áð néinu gagni. —
Yður hlýtur að skjátlast, sagði
ég við hana. — Hér býr engin
frú Brown, frú! Hún þélt áfram
að góna á mig og mér líkaði ekki
hvernig hún horfði einhvern
veginn í gegnum mig. — Ætli
þér hafið ekki fengið skakkt J
heimilisfang, sagði ég svo. Ég
vildi ekki neitt uppistand og
I hún virtist ekki kalla allt ömmu
sína. — Þér vitið hvemig kven-
I fólk getur verið.
Hann þagnaði eins og hann
vildi fá það staðfest, að Slade
vissi það.
Fulltrúinn kinkaði kolli. — Ég
er viss um að. þér hafði farið
rétt að henni, Milligan.
— Ég er nú ekki alveg eins
viss um það.
— Hvernig þá?
Dyravörðurinn stakk tungunni
út í kinnina og íhugaði málið
stundarkorn. Svo dró hann djúpt
andann og kastaði sér út í hið
ókunna.
— Hún fékk mér tíu punda
seðil og sýndi mér lykil. Það
var enginn vafi á því — það
var lykillinn að íbúð herra
Doyce.
— Og þér leyfðuð henni að
fara inn í íbúðina?
— Já, ég átti ekki svo hægt
með að koma í veg fyrir það.
Hún sagðist hafa fullan rétt til
þess og þarna stóð hún með
lykilinn í hendinni.
— Og svo var það seðillinn!
skaut Clinton inn í.
Milligan leit á yfirlögreglu-
þjóninn og virtist sækja styrk
í drýldið augnaráð hans.
— Jú, sjáið þið til — svoleiðis
var þetta, hélt hann áfram í
skyndi. — Ég hugsaði með mér,
já, skiljið þið, — ef ég hleypti
henni inn, gæti hún kannski
gert eitt eða annað, sem gæti
gert lögreglunni auðveldara jyrir.
Ef ég neitaði að hleypa henni
inn, myndi hún kannski hverfa
alveg. Og þá væri lögreglan engu
nær. Og hún gæti vei haft sína
þýðingu í málinu ....
Hann hikaði, vissi ekki al-
mennilega hvernig þessu yrði
tekið.
— Já, það getið þér bölvað
yður upp á! sagði Slade. —
Milligan, þér eruð óforbetran-
legur lygalaupur. Haldið bara
áfram.
Manninum létti sýnilega. —
Jæja, en hún fór sem sé upp í
íbúðina. Hún hefur dokað þar
við svo sem tuttugu mínútur —
ekki lengur. Þegar hún kom nið-
ur aftur, kom ég fram úr skrif-
stofunni. •— Er allt í lagi, frú?
sagði ég svona ósköp alúðlega,
skiljið þér. En hún sendi mér
aðeins manndrápsaugnaráð. —-
Þessum seðli var algerlega sóað!
sagði hún svo kuldalega að ég
fékk gæsahúð. En ég lét mig
ekki. ’ — Á ég að útvega yður
leigubíl? spurði ég. — Það get
ég séð um sjálf, hvæsti hún.
— Þér hafið þá ekki komizt
að því hvert hún fór? rumdi í
Clinton.
Milligan drap tittlinga framani
hann. Ojú — hún var snjöll, en
ekki nógu snjöll. Ég fór inn í
skrifstofuna og sá hana ganga
að bílastæðinu og taka fremsta
bílinn. Ég þekki bílstjórann —
— Vitið þér hvar hún á heima?
— Nei, en hann ekur hjá White
Seal Company. Þeir hafa aðset-
ur í Euston Road.
— Ágætt Milligan. Þér hafið
unnið fyrir tíu pundunum yðar.
En hleypið nú ekki fleirum upp
í íbúðina — jafnvel ekki þótt
fimmtíu pund séu í boði!
Dyravörðurinn skrumskældi
sig. — Svo lánsamur yrði ég nú
varla!
Leynilögreglumennirnir tveir
fóru upp í íbúðina og lituðust
um í herbergjunum.
— Hún er reglusöm, tautaði
Clinton. — Hún hefur sett allt
aftur á sinn stað.
— Einmitt það? spurði Slade.
— Tja ....
Ef konan hafði íýarlægt eitt-
hvað, gátu þeir að minnsta kosti
Bill Stevens. Við fáum okkur
stundum eirm lítinn saman!
KÓPAVOGUR
Blaðburðarbörn vantar í
VESTURBÆ
ÞJÓÐVILJINN
Munið Jólamarkaðinn
í Blómaskálanum við Nýbýlaveg og
Blómabúðinni, Laugavegi 63.
MIKIÐ ÚRVAL.
Blómaskálinn.
h : \ ArabellaC-Stereo
BUÐI N
Jólasaga barnanna
Eftir Walt Disney
1. Mjallhvf* hefur ráð við öllu - 2. — Þið fljúgið bara á sópssköftunum 3- Dvergarnir flýta sér af stað með
Galdranornin gleymdi sópunum sínum:- til jólasveinsins! steinana í fötum.
RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022
TRABANT EIGENDUR
V iðgerðarverkstæði
Smurstöð
Yfirförum bílinn
fyrir veturinn.
FRIÐRIK ÓLAFSSON, vélaverkstæði
Dugguvogi 7. Sími 30154.
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR"
tlNOAKGATA 9 REYKJAVIK SlMI 21260 SlMNEFNI • SURETV
Auglýsingasími Þjóðviljans 17 500