Þjóðviljinn - 24.01.1967, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 24. janúar 1967
ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 3
Ho Chi Minh er sagður hafa boðið
Johnson forseta heim til viðræðna
Bandarískur rabbíni segist hafa þau skilaboð með frá Hanoi þar sem
hann ásamt öðrum vesturlenzkum kennimönnum ræddi við Ho forseta
V "1 • • i ' ’ . r
ÖÖYÍÖ loffárásirnar
LONDON 23/1 — Bandaríkjamenn eru nú með loftárásum
sínum á Norður-Vietnam farnir að legrgja í eyði einstök
liéruð, sögðu þrír vesturlenzkir kennimenn sem nýkomnir
eru frá Norður-Vietnam í dag á fundi með blaðamönnum
í London.
— En Norður-Vietnamar munu ekki gefast upp eða
krjúpa á kné fyrir sprengjuárásunum, sagði sá sem helzt
hafði orð fyrir hópnum, Bandaríkjamaðurinn Abraham
Muste.
— Norður-Vietnamar eru farnir að sætta sig við stór-
árásir úr Iofti og margir þeirra lifa bókstaflcga neðan-
jarðar. Þeir hafa einnig sætt sig við að Hanoi verði alger-
lega lögð í rústir, sagði Muste sem er formaður fyrir sam-
tökum bandarískra friðarvina.
I sameiginlegri yfirlýsingu sem Muste og ferðafélagar
hans tveir, enski presturinn Ambrose Reeves og banda-
ríski rabbininn Abraham Feinberg, hafa undirritað er
skorað á Bandaríkin að hætta lofthernaðinum gegn Norð-
ur-Vietnam.
Loftárásirnar brjóta í bága við alþjóðarétt og þær eru
tilefnislausar árásaraðgerðir stórveldis gegn litlu landi og
þær þjáningar sem þær hafa í för með sér fyrir börn,
konur, gamalmenni og alla þjóðina eru ómannúðlegar og
brjóta gegn öllum siðgæðisreglum, segja þeir félagar.
Þeir segjast sjálfir hafa séð hvernig umhorfs var í
ibúðarhverfum Hanoi eftir loftárásirnar sem á þau voru
gerðar 13. og 14. desember. — Okkur finnst það þess vegna
ógnarlegt að talsmenn bandarískra stjórnarvalda reyna að
neita þessu eða gera Iítið úr því, bæta þeir við.
LONDON 23/1 — Ho Chi Minh, forseti Norður-Vietnams,
hefur boðið Johnson forseta til friðarviðræðna í Hanoi,
sagði bandaríski gyðingaklerkurinn Abraham Feinberg, á
fundi með blaðamönnum í London { dag, en þangað var
hann kominn á heimleið úr ferð til Norður-Vietnams.
Feinberg . sem var í Hanoi á-
samt öðrum kennimönnum af
vesturlöndum sagði að Ho for-
seti hefði minnzt þess í viðræð-
um við sig og Ambrose Reeves,
aðstoðarbiskup ensku kirkjunn-
ar í Chichester, að Johnson for-
seti hefði sagzt vera reiðubúinn
að ræða um frið við hvern sem
væri, hvenær sem væri og hvar
sem væri. — Ég býð Johnson að
vera gestur okkar og ræða við
okkur nákvæmlega hér þar sem
þér nú sitjið, í höll þeirri sem
franski landstiórinn í Indókína
bjó í, hafði Feinberg eftir Ho
forseta.
Ho er sagður haía bætt við:
— Johnson getur komið hing-
að ásamt konu sinni og dætr-
um, ritara sínum, lækni sínum.
matreiðslumanni sínum. En hann
ætti ekki að koma hingað með
skammbysu við beltið og flota-
foringja sína og hershöfðingja
ætti hann ekki að hafa með sér.
Ho fullvissaði viðmælendur sína
um að Johnson myndi ekki hafa
neitt illt að óttast í Hanoi.
Séra Reeves tók fram að sér
hefði skilizt að Ho’ forseti hefði
viljað fá Johnson einan í heim-
sókn, svo að þeir gætu ræðzt
við undir fjögur augu. Hann
hefði ekki ætlazt til að haldinn
yrði fundur margra þjóðarleið-
Fréttir aí uppjsotum, átökum
og harðrí andstöðu gegn Mao
Sagt er að Mao hafi fyrirskipað að herinn skerist í
leikinn - Sjang Kajsék hugsar gott til glóðarinnar
PEKING 23/1 — Af fréttum sem ýmist eru hafðar eftir
veggblöðum í Peking eða kínverskum útvarpsstöðvum
virðist mega ráða að ringulreiðin ágerist í Kína og fari
baráttan harðnandi milli stuðningsmanna og andstæðinga
menningarbyltingarinnar og þarmeð Mao Tsetungs. í vegg-
blöðunum er sagt að Mao hafi fyrirskipað hernum að sker-
vandræðaástand í byggðarlög-
um umhverfis Peking, segir AFP,
en þar virðast sumar hinna
miklu kommúna vera að leysast
upp. Blaðið ber andstæðinga
Framhald á 6. síðu.
toga í Hanoi. — Þetta var pers-
ónulegt heimboð til forsetans,
sagði hann.
Feinberg rabbíni sagði að sér
hefði skilizt að fyrir stjórn Norð-
ur-Vietnams hefði vakað að gera
það ljóst að hún vildi fyrir sitt
leyti greiða fyrir samningavið-
ræðum um frið. Hann kvaðst
mundu koma heimboðinu til
Johnsons forseta.
Auk þeirra Feinbergs og Reev-
es voru með í förinni til Hanoi
Abraham Muste sem er for-
maður fyrir samtökum banda-
rískra friðarsinna, og dr. Martin
Niemöller, hinn kunni þýzki
kennimaðúr. (Hér á síðunni er
sagt frá yfirlýsingu sem lögð
var fram á blaðamannafundinum
í London og einnig birt viðtal
við dr. Niemöller sem birtist í
vesturþýzka vikublaðinu „Der
Spiegel“).
Brezka útvarpið átti í dag við-
tal við séra Ambrose Reeves um
dvöl hans i Norður-Vietnam.
Séra Reeves er mjög kunnur
maður, hann. var biskup ensku
kirkjunnar í Jóhannesarborg i
.Suður-Afr.íku árin 1949—1961. en
var rekinn úr landi í september
1960 fyrir baráttu sína gegn kyn-
þáttakúguninni þar, og hefur
síðar verið aðstoðarbiskup í
London og Chichester.
Séra Reeves saeði i viðtalinu
að hann og ferðafélagar hans
! hefðu haft mikið upp úr ferð-
i inni. — Við höfum séð rústir
í og umhverfis Hanoi. Við hitt-
um einnig fólk sem átti um sárt
að binda vegna loftárásanna.
Þær fullyrðingar Bandaríkja-
manna eru fáránlegar að þeir
ráðizt ekki á óbreytta borgara.
— Hittuð þér Ho Chi Minh?
— Já, hann er mjög stórbrot-
inn persónuleiki. Við áttum
mjög óþvingaðar viðræður við
hann. Hann er ákaflega viðfelld-
inn maður.
— Kom nokkuð íram í þess-
um viðræðum við Ho Chi Minh
sem gæti gefið vísbendingu um
hvar lausn á Vietnamstríðinu
væri að finna?
— Nei, ég held að við verðum
Framhald á 6. síðu.
Barízt á götunum í
höfuðborg Nicaragua
MAKAGUA 23/1 — Blóðugir bardagar urðu í Managua,
höfuðborg Nicaragua í Mið-Ameríku, í gærkvöld og nótt,
þegar efnt var til mótmæla gegn tilhögun forsetakosninga
sem fyrir dyrum standa í landinu og sérstaklega framboði
Anastasio Sbmoza' hershöfðingja.
ast í leikinn.
Textinn á veggblöðunum var
þessi: Eftir að Mao formaður
hafði lesið um árekstrana sem
orðið hafa í Anhvei (einu fylki
Kína, í austanverðu miðju land-
inu, fyrir vestan Nanking) gaf
hann Lin Piao þau fyrirmæli að
framvegis skyldi herinn styðja
hina vinsti'isinnuðu byltingaral-
þýðu ef nauðsyn krefðist. Það
er misskilningur að herinn eigi
að fylgja stefnu afskiptaleysis.
Það er ekki í samræmi við það
sem hefur gerzt. Upp á síðkastið-
hefur herinn tekið fullan þátt í
öllum pólitískum herferðum og
hreyfingum, var sagt í vegg-
blöðunum.
Eins og fyrri daginn er varaö
við því að treysta um of því sem
í þessi veggblöð er skrifað. Það
sem stóð í þeim í dag kunni að-
eins að vera áminning til and-
stæðinga Maos um að herinn
fylgi honum.
Undanfarið hafa borizt margar
fregnir af óeirðum og uppþotum
í Anhvei-fylki, en veggblöðhafa
verið heimildir fyrir öllum þeim
fréttum.
Hinsvegar hafa borizt fréttir nf
slíkum uppþotum og átökum i
Kiangsi-fylki, sem er fyrirsunn-
an Anhvei, og heimildin fyrir
þeim virðist vera traustari, þar
sem hún er útvarpsstöð fylkisins.
Það má ráða af fréttaflutningn-
um að áhangendur Maos stjórm
útvarpsstöðinni, en í dag skýrði
hún frá því að þeir hefðu orðið
fyrir manntjóni í tveggja daga
átökum í Kiangsi-fylki. Engar
tölur voru nefndar, en sagt aö
heimsóttir hefðu veriö menn sem
lægju á sjúkrahúsum eftir á-
rekstra 11. og 12. janúar. Frá
Kiangsi hafa annars áður borizt
fréttir af verkföllum, matvæla-
skorti og ringulréið.
Japanskt blað skýrði í dag
frá því að um 40 manns hefðu
særzt í viðureignum í Sjangsjún
i Mansjúríu. Þar hefði lostið
saman rauðum varðliðum og
starfsmönnum kvikmyndafélags.
I veggblöðum í Peking hefur
einnig mátt lesa um harðnandi
andstöðu gegn menningarbylt-
ingunni í ýmsum stórborgum
Mansjúríu, svo sem Pinkiang
(Harbin) og Múkden, einnig í
borginni Paoting í Hopei-fylki,
sem er næst fyrir sunnan Man-
sjúríu.
„Alþýðudagblaðið" í Peking
sagði í dag að ólgan í landinu
sem væri sök andstæðinga
menningarbyltingarinnar ógnadi
nú landbúnaðarframleiðslunni.
Blaðið talar sérstaklega um
Anastasio er sonur og nafni
Somoza þess sem náði völdum í
Nicaragua í skjóli Bandaríkja-
manna fyrir stríð og hélt þeim
þar til hann var myrtur í sept-
ember 1956. Anastasio og eldri
bröðir hans, Luis, hafa síðanhaft
öll völd í landinu, en haft leppa
sína í embætti forseta.
Andstæðingar Somoza fóru
fylktu liði um götur borgarinn-
ar í gærkvöld og sló brátt í
bardaga milli þein-a og vopnaðr-
ar lögreglu. A.m.k. sextán menn
munu hafa verið skotnir til bana,
en margir særðust. Skriðdrekar
voru sendir inn í borgina í nótt
og voru á verði á ýmsum stöð-
um í henni.
1 tilkynningu stjórnarinnar
seint í gærkvöld var sagt að
uppreisnarmenn væru undir
stjórn Fernando Aguero, fram-
bjóðanda íhaldsmanna í forseta-
kosningunum, og blaðaeiganda að
nafni Pedro Chamoro. Hins veg-
ar hafi kommúnistar séð sérleik
á borði og reyni þeir að notfæra
sér ringulreiðina. Kommúnistar
hafi dreift vopnurn og skotfærum
sem þeir hafi smyglað inn í
landið.
Þegar sfðast fréttist höfðu
uppreisnarmenn búið um sig í
gistihúsi einu í borginni og héldu
þar sem gislum 20 útlendingum.
Vitað er að nokkrir þeirra eru
bandarískir en ekki vitað um
þjóðemi annarra.
„Hættið þessari
vitfirringu"
Hinn kunni þýzki
kennimaður, dr. Martin
Niemöller, einn af sex
forsetum Heimskirkju-
ráðsins, hefur verið í
Norður-Vietnam og í
síðasta tölublaði vestur-
þýzka vikuritsins ,.Dcr
Spiegel" birtist eftirfar-
andi viðtal við hann
heimkominn.
Spiegel: Séra Niemöller, urð-
uð þér þess áskynja að Norð-
ur-Vietnamar trúi enn á að
stríðslokin verði þeim í vil?
Niemöller: Leiðtogar Norður-
Vietnams trúa því enn statt
og stöðugt að. svo fari. En
slík endalok stríðsins merkja
ekki að Bandaríkjamenn
verði sigraðir. Því í Hanoi
hafa menn þetta sjónarmið:
Stríðinu er lokið strax og
Bandaríkjamenn fara úr land-
inu.
Spiegel: Er Ho Chi Minh for-
seti ofstækismaður sem vill
berjast þar til lokasigur er
unninn?
Niemöller. Ho forseti er sann-
arlega enginn ofstækismaður.
Hann er mannúðlega og skyn-
samlega þenkjandi maður. Ef
þér með ..lokasigri" eigið við
Þessi mynd fylgdi viðtalinu
við dr. Niemöller og þessi
skýring með: Hann heldur á
kúlu úr einni bandarískri
„klasasprengju" sem að áliti
Niemöllers er aðeins til þess
fallin að drepa fólk eða lim-
lesta, en vinnur ekki á nein-
um mannvirkjum.
brottför Bandaríkjamanna —
þá mun hann berjast þar til
lokasigur vinnst. En hann
stefnir ekki að því að búa
Bandaríkjamönnum siðferði-
legan eða hemaðarlegan ósig-
ur. Hann segir: „Allt er und-
ir Bandaríkjamönnum komið.
Ef þeir vilja heyj:a stríð í 20
ár, þá heyjum við stríð í 20
ár. Ef þeir vilja semja frið,
þá semjum við frið og bjóðum
þeim að því loknu meira að
segja upp á te“.
Spiegel: Fylkja Norður-Viet-
namar sér enn um Ho forseta
eftir loftárásir Bandaríkja-
manna mánuðum saman eða
urðuð þér var við uppgjafar-
merki?
Niemöller: Að mínu áliti
fylkir öll vietnamska þjóðin
sér um Ho — og sennilega
einnig Þjóðfrelsisfylkingin í
Suður-Vietnam sem annars
stendur algerlega á eigin fót-
um.
Spiegel: Hefur hið langa stríð
veikt baráttuþrek íbúa Norð-
ur-Vietnams?
Niemöller: Því fer alls fjarri.
Af öllu snart mig mest ásetn-
ingur allra kynslóða þessarar
þjóðar að halda áfram stríð-
inu, jafnvel þótt það standi í
20 ár.
Spiegel: Kínverjar eru mikil-
vægustu bandamenn Hanoi.
Hefur valdabaráttan sem nú á
sér stað í Kína áhrif á stefnu
Norður-Vietnama?
NiemöIIer: Það er einkenni-
legt, . en í Norður-Vietnam
heyrist lítið um það talað.
Þjóðin er bundin við sín eig-
in örlög.
Spiegel: Þér voruð frjáls ferða
yðar í Hanoi...
Niemöller: ... já, hver okkar
hafði eigin bíl til umráða og
gat farið hvert sem hann vildi
í Hanoi og umhverfi...
Spiegel: . .. og gert sér þannig
grein fyrir eyðileggingunni?
Niemöller: Auðvitað aðeins að
mjög takmörkuðu leyti. Við
skoðuðum með leiðsögn gest-
gjafa okkar staðinn Nhat Dan,
sex km fyrir norðan Hanoi,
sem lagður var í eyði en hef-
ur verið endurreistur. Við
sáum einnig í Hanoi og um-
hverfi borgarinnar rústir —
þ.á.m. eyðilagða vefnaðar-
verksmiðju og framhalds-
skóla verklýðsfélaganna sem
hafði orðið fyrir sprengjum.
Spiegel: Gerðu Bandaríkja-
menn loftárás meðan þér vor-
uð þarna?
Niemöller: Aðvörunarmerki
um loftárás voru gefin ekki
aðeins einu sinni, heldur fjór-
um sinnum — tvisvar í Hanoi
og tvisvar þegar við heim-
sóttum Phu Ly, stað í ná-
grenni höfuðborgarinnar sem
hefur verið lagður algerlega í
eyði. Við heyrðum hreyfla-
drunur bandarísku flugvél-
anna og tvívegis urðum við
m.a.s. að leita hælis í stein-
steyptum loftvarnabyrgjum.
Spiegel: Séra Niemöller, teljið
þér að þýzka Sambandslýð-
veldið geti og eigi að aðstoða
Norður-Vietnam?
Niemöller: Ég vildi skýra frá
því hvemig hægt er að auka
aðstoðina við Norður-Vietnam.
„Hilfsaktion Vietnam" hefur
varið fé til kaupa á lyfjum
sem Norður-Vietnam getur
ekki sjálf framleitt á næst-
unni. Handa hinum sjúku og
særðu er mest þörf á fúkka-
lyfjum, kininlyfjum og lækn-
ingartækjum handa sjúkra-
hælum sem komið hefur ver-
ið upp á afskekktum stöðum
í landinu. En Hanoi væntir
þess eins af stiórn Sambands-
lýðveldisins, að hún segi við
Bandaríkjamenn: „Hættið nú
þessari vitfirringu!" Slíktyrði
vel þegið.
Spiegel: Undanfarnar vikur
og mánuði hafa geistlegir og
veraldlegir valdamenn borið
fram tillögur um frið í Viet-
nam. Fær þessi friðarviðleitni
yfirleitt nokkurn hliómgrunn
hjá valdhöfunum í Norður-
Vietnam?
Niemöller: Já, ég tel að sér-
hverri friðarviðleitni sé fágh-
að — svo fremi sem út frá
Ganfarsamningunum frá 1964
Spiegel: ... frá brottför
Bandaríkjamanna . ..?
Niemöller: . .. sé gengið.
Spiegel: Hvers urðuð þér á-
skynja um striðið í Vietnam?
Er það tilraun til að sameina
landið með valdi, er það
þjóðarstríð gegn bandarískri
íhlutun eða er það tilraun
kommúnista til að ná völdum
í öllu landinu?
Niemöller: Sjónarmið Ho Chi
Minhs og allrar þjóðarinnar í
Norður-Vietnam er: Við heyj-
um ekkert stríð. Stríðið er
háð gegn okkur og við verj-
umst.
Spiegel: Þér hafið sagt að
Bandaríkjamenn einir hafi í
höndum sér að ljúka stríðinu.
Hvað á Washington að gera
til þess að Hanoi fallist á frið-
arviðræður?
Niemöller: Hætta loftárásun-
um. Verði loftárásunum hætt,
mun Norður-Vietnam þegar í
stað fallast á viðræður. En
bessar viðræður gætu aðeins
orðið á grundvelli Genfar-
samninganna, bví að Ho Chi
Minh tekur ekki í mál að
falla frá einu einasta atriði
þeirra.
♦
4
j