Þjóðviljinn - 24.01.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.01.1967, Blaðsíða 4
4 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 24. jauúar 1967. • Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. Ritstjórar: ívar H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj-: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skóla'vörðust- 19. Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- Minnisblað l^kkert vandamál er erfiðara úrlausnar fyrir ungt ^ fólk en að komast yfir íbúð; félagslegar ráð- stafanir á því sviði eru frumstæðari hérlendis en í nokkru nálægu landi; þrautalending flestra er að reyna að byggja eða kaupa íbúð. Ekki nýtur framtak einstaklingsins i þ-ú efci samt mikillar fyrirgreiðslu stjórnarvalda, þrátt fyrir fögur orð á tyllidö*Uí<« íbúðalán hér eru miklu lægri og óhagkvæmari en annarstaðar á Norðurlöndum, og því fer mjög fjarri að eftirspurn eftir þeim sé fullnægt; nú síðast var helmingur umsækjenda gerður afturreka þrátt fyrir fullgildar umsóknir. ^Fil þess að koma húsnæðismálum í viðunandi horf þarf félagslegt stórátak. En á meðan sú stefna nær ekki fram að ganga er mikil nauðsyn að létta undir með fólki sem reynir að beita framtaki einstaklingsins til þess að eignast íbúð til eigin nota. X samræmi við það lögðu borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins í Reykjavík til á síðasta borg- arstjórnarfundi að skorað yrði á alþingi að gera þa lagábreytingu „að þeim, sem byggja eða kaupa íbuð af hóflegri stærð til eigin afnota í fyrsta skipti, skuli veittur helmings afsláttur af tekjuskatti og útsvari tvö næstu ár eftir að bygging hefst eða kaup á íbúð eru gerð“. l^essi tillaga Alþýðubandalagsins hlaut stuðning * borgarfulltrúa Alþýðuflokksins og Framsókn- arflokksins, en meirihluti íhaldsins snerist önd- verður gegn henni. Virtist það raunar vera íhald- inu tilfinningaimál að hamast gegn þessari fyrir- greiðslu í þágu unga fólksins, því Morgunblaðið birti sérstaka forustugrein þar sem því er haldið fram að ungt fólk sem er að koma sér upp íbúð sé forréttindaaðilar í þjóðfélaginu og þurfi sízt af öllu á skattfríðindum að halda. Ástæðulaust er að ræða jafn fráleit og ofstækisfull sjónarmið; hins vegar ætti unga fólkið að muna vel þessa afstöðu og launa hana að verðleikum. Annað minnisblað Reykjavík mun vera eina bæjarfélagið á landinu sem hirðir útsvar af mæðralaunum og barna- lífeyri og lætur aldrað fólk ekki njóta neinna fríð- inda við útsvarsálagningu. Á síðasta borgarstjórn- arfundi lögðu fulltrúar Alþýðubandalagsins til að hér eftir skyldi draga mæðralaun og barnalífeyri frá skattskyldum tekjum áður en útsvör væru reiknuð, og að fólk yfir sjötugsaldri slyppi við út- svör ef launatekjur þess færu ekki yfir 150.000 kr. Ennfremur var lagt til að útsvör sem. ekki. ná 2-000 kr. yrðu felld niður. Tillögur þessar fela í sér einföld. réttlætismál. Framkvæmd þeirra myndi ekki vera mikið fjárhagsatriði fyrir borgarsjóð, en hún myndi engu að síður létta undir með ýmsum þeim sem búa við erfiðust kjör. En slíkt er ekkert áhugamál þeirra forréttindamanna sem fara með meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Þeir felldu tillögum- ar og létu síðan Morgunblaðið hreyta í þær skæt- ingi. Sú afstaða er geymd en ekki gleymd. — m. Ver ksmið jutogar i aflar vel Norski verksmiðjutogarinn. Longva frá Ál'asundi,. sem er' kringum 1200 brúttó-rúmlestir að stærð, kom af miðunum við Nýfundnaland og Vestur-Græn- land í nóvember s.l. með 430 smálestir af fullunnum fiskflök- um eftir þriggja mánaða úthald frá því hann fór úr Álasunds- höfn. Flökin voru unnin í blokkir og var þeim skipað á land í Grimsby. Á Longva er 48 manna skips- höfn. Hásetahlutur úr þessari veiðiferð var n.kr. 18.860,00, ís- lenzkar krónur 113.160,00. Fæð- iskostnaður í ferðinni, þvf að Norðmennirnir fæða sig sjálfir, varð kr. 622,00, íslenzkar krón- ur 3732,00. (Matarefni allt er keypt inn tollfrítt). Mánaðar- kaup háseta á verksmiðjutogar- anum varð þannig í ísienzkum krónum 36.476 þegar búið var að draga fæðið frá hlutnum og verður það að teljast allgott. En þetta er ekkert einsdæmi um aflabrögð og hásetahlut á Longva, því þannig má segja að þetta hafi gengið til í öll- um veiðiferðum frá því að skip- ið hóf veiðar fyrir fáum árum og stundum betur. Nú er útgerð þessa skips, A.S. Longvatrál, að láta smíða nýjan verksmiðju- togara í Noregi og á hann að verða öriítið stærri heidur en þessi. Gert er ráð fyrir að sá togari geti hafið veiðar á þessu ári. Löng útivíst Úthafslínuveiðarinn Severin Roald kom til Noregs um miðj- an desember s.l. af Grænlands- miðum eftir 6 mánaða úthald. Afli skipsins var 438 smálestir af fullstöðnum saltfiski, 25 smár lestir af frosnum flökum og 3 spjálestip.af, heilffystri. stórlúðu. Söluverð aflans upp úr skipi var sagt n. kr. 1.600,000,00, ísl. kr. 9.600,000,00. Veiðar Norðmanna við V-Afríku Þrír norskir úthafslínuveiðar- ar hafa stundað veiðar undan Vestur-Afríku og við Kanarí- eyjar á sl. ári og aflað sæmi- lega vel. Þeir komu allir til heimahafna í Noregi í desember s.l., en ætluöu svo að halda aft- ur á hin suðlægu mið í janúa~- mánuði. Afli skipanna hefur að stærstum hluta verið sverðfisk- ur, en einnig nokkurt magn af makrílhákarli og styrju. Norð- mennirnir hafa heilfryst aflann og sett á markað á Italíu, en þar ei-u þessar fisktegundir eft- irsóttar. Japanir veiða talsvert magn af sverðfiski á Suður-Atlanzhaíi og fiTsta fyrir Bandaríkjamark- að. Þeir skera fiskinn af bein- unum og frysta síðan í kössum. Bandaríkjamenn kaupa fiskinn aðeins þannig verkaðan. Norðmenn eignast stærsta selfangara heims Ishafsútgerðarfélag á Sunn- mæri í Noregi keypti nýlega danska flutningaskipið ,,Kista Dan“ sem var smíðað eftir síð- asta strið fyrir flutning til Norðaustur-Grænlands og mun vera einhversstaðar yfir 2 þús- und smálestir. Þetta,er stálskip, smíðað fyrir íshafsferðir eins og •að framan segir. Skipið hefur nú hlotið nafnið _ Martin Karl- sen, en sá maður var tengda- sonur Peters Brandal, þess er einna .fyrstur hóf . íshafsútgerð frá Sunnmæri. Þá var Martin Karlsen um langt árabil for- stjóri íshafsútgerðarinnar Peter Brandal A.S. Þorskstofninn hrað- minnkandi Verið er nú að gera ýmsar breytingar á skipinu í Ála- sundi, en að því loknu mun það halda vestur um haf til veiða í ísnum við Nýfundna- land. Gert er ráð fyrir að það lesti afurðir af 50 þús. selum. Áhöfn þéssa risastóra selfang- ara verður 52 menn. Þau ríki sem standa að fiski- rannsóknum á Norðaustur-Atl- antzhafi, þ.e. Noregur, Sovétrík- in, Stóra-Bretiand og Vestur- Þýzkaland, þessi ríki hafa nú gefið út sameiginlega yfirlýs- ingu þar sem segir að á s.l. FISKIMÁL eftir Jóhann «1. E. Kúld tíu árum hafi þorskstofninn gengið svo saman að nú sé tæp- lega tíundi hluti af kynþroska fiski á þessu hafsvæði, móti því sem verið hafi fyrir 10 árum. Talsmaður Noregs, Klaus Sunn- aná, fiskimálastjóri, vill að gerðar verði róttækar ráðstaf- anir, meðal annars hefur hann stungið uppá hámarksveiði ár- lega af þorski og ýsu á þessu hafsvæði. Fyrstu sameiginlegu mótaðgerðir framangreindra þjóða verða þær að möskva- stærð verður aukin á þessu hafsvæði. Norðmenn sam- þykkja auknar verð- uppbætur 1 desember s.l. samþykkti norska Stórþingið að veita 120 miljónir norskra króna, (ísl. kr. 720 miljónir) til verðupp- bóta á fisk veiddan af norsk- um skipum. Þessi samþykkt er í samræmi við samkomulag sem náðist milli sjávarútvegsmála- ráðuneytisins og Noregs Fiskar- lag um stuðning við norska út- gerð og fiskimenn, fyrir á þessu hausti. Þegar ég hafði síðast fréttir af þessu máli, þá hafði ekki ennþá verið tekin ákvörð- un um skiptingu þessa fjár, eða hve háar uppbætur skyldu greiddar á hinar ýmsu fiskteg- undir. Tveggja þilfara línu- veiðarar Á slðustu árum hafa komið fram á sjónarsviðið tveggja þilfara fiskiskip. Fyrst kemur þetta fram við smíði á skuttog- urum, en nú hafa einnig verið smíðaðir nokkrir tveggja þilfara línuveiðarar. Akers mekaniske verksted í Noregi hefur t.d. smíðað*tvö slík skip á sl. ári, 380 rúmlestir að stærð hvert. Þessi skip bæði eru sambland af síldveiðiskipi íyrir hring- nótaveiðar og úthafslínuveiðara, búin tveimur sterkum hliðar- skrúfum. Síðara skipið af þess- ari nýju gerð var smíðað fyrir útgerðarfélag í Álasúndi, sem tilheyrir fjölskyldunni Aarseth, sem á nú yfir 25 fiskiskip. Þetta skip hlaut nafnið Dolsöy, en sömu menn áttu áður línu- veiðara með þessu nafni, mikið afla- og happaskip. Hin nýja Dolsöy á að geta Icstað 5000 hektólítra af síld, en vera bó með 1 metra fríboröi á mið- síðu yfir sjó. Hér kemur m.a. fram einn af kostum þess að bil.förin eru tvö. Þá er stöug- leikahæfni þessa skips talln sér- staklega mikil. Eg hef átt þess kost að ræða við norskan sjómann sem stundaði þorskveiðar á Græn- landsmiðum að vetrarlagi á tveggja þilfara línuveiðara. slíku skipi þegar fiskað er á norðlægum slóðum, framyfir skipin af eldri gerðinni. Þá telja ýmsir málsmetandi menn, að' kostir ' tveggja þilfara skips við síldveiðar, þegar flytja skal farm um opið haf, séu miklir. Laxveiðar á græn- lenzkum úthafsmiðum í byrjun desember s.l. kom hinn gamli línuveiðari Hind- holmen heim til Noregs eftir stutta en velheppnaða veiðiferð á miðunum undan Vestur- Grænlandi. Afli skipsins var 32 smálestir af 1. flokks 3axi, sem þeir hraðfrystu um borð. Hind- holmen er einn af hinum gömlu línuveiðurum Norðmanna, hafði áður gufuvél, en er nú með mótorvél, stærð skipsins er ca 100-120 rúmlestir brúttó. Eins og áður segir fengu þeir þennan afla á mjög stuttum tíma á djúpmiðum undan Vest- ur-Grænlandi; þeir notuðu rek- net við laxvéiðina. Annars hafði skipið líka útbúnað til þorskveiða og hámeraveiða, en hEétti algjörlega við þær veið- ar, þegar laxveiðin var svona gjöful. Við heimkomuna var þeim boðið n. kr. 16,00 (ísl. kr. 96,00), fyrir kg í laxfarminum. I viðtali upþlýsti- skripstjór- inn að i þessum afla hefðu fundizt tveir merktir laxar, báðir merktir við Nova Scotia í Kanada. Á Hindholmen var aðeins 9 manna skipshöfn svo að hlut- ur skipshafnarinnar verður um- talsverður, þar sem aflaverð- mætið hleypur upp á 3 miljón- ir og 72 þúsund íslenzkar kr., hafi. þá aflinn verið seldur fyr- ir þetta verð sem þótti of lágt. Grálúðuveiðar Norðmanna Það eru fá ár síðan Norð- menn hófu skipulega leit að grálúðufniðum undan norsku ströndinni, en það varð til þess að þeir fundu mið sem voru tiltölulega auðug af þessari fisktegund. Síðan þetta gerðist hjá þeim á sviði hafrann- sókna, þá hefur verið leitað á hverju ári að nýjum miðum, þar sem grálúða heldur sig. Grálúðuveiðar eru nú snar þáttur í fiskveiðum Norðmanna, sumsstaðar undan norsku ströndinni yfir sumarmánuðina, einmitt þann árstíma, sem oft reynist örðugast að afla fisk- vinnslustöðvunum hráefnis til vinnslu. Fjöldi hraðfrystihúsa í norðanverðum Noregi hefur unnið allt súmarið svo að segja eingöngu grálúðu, og haft nóg að gera. Grálúðan *r unnin í flök og virðast engin markaðsvandræði við að selja afurðimar hrað- frystar. Grálúðan var lengi frameftir árum aðeins pækil- söltuð í tunnur og seld þannig á franskan markað og víðar, og ennþá er þessi gamla verk- unaraðferð notuð í stórum stíl. Þegar litið er yfir skýrslur norsku fiskimálastjómarinnar, eins og þær eru birtir í tíma- riti hennar Fiskets Gang, þá kemur í ljós að meðalhlutur við grálúðuveiðar árið 1964 hefur verið n. kr. 636,00 á viku, ísl. kr. 3.816,00 á viVn. Þetta sýnir að grálúðan er orðin þvðingarmikill fiskur fyrir norskan fiskiðnað og útgerð. Hvað getum við lært? Það er ekkert líklegra held- ur en að hér við land mundu finnast auðug grálúðumið ef eftir væri leitað. Kitt er víst, að í Eyjafjarðarálnum svonefnda, dýpinu út af Eyjafirði, þar var mjög mikið magn af grálúðu rétt fyrir síðustu heimsstyrjöld, en þá lét hinn athafnasami út- gerðarmaður, Öskar heitinn Halldórsson, Ólafsfjarðarbáta veiða fyrir sig grálúðu í stór- um stíl. Grálúðuna Jét Óskar síðan pækilsalta i síldartunnur og seldi til Belgíu. Grálúðari er djúpvatnsfiskur og veiðist einvörðungu á miklu dýpi. Norðmennimir veiðá Grí- lúðuna einungis á línu og sú aðférð var'einhíg við höfð þeg- ar Ólafsfirðingar öfluðu þessa fisks fyrir Óskar. Hér hafa hraðfrystihús staði'ð verklaus víða langtímum sam- an yfir sumarmánuðina og þó virðist ekki ótrúlegt að hér mætti finna fiskistofna sem lít- ið eða ekkert hafa verið nýtí- ir, e’ins og t.d. grálúðuna og það máske í næsta nágrenni þessara húsa sumra hverra. En þetta skeður ekki af sjálfu sér Grálúðan er djúpfiskur og gengur ekki sjálfkrafa á land. Það þarf að leita að heimkynn- um hennar og þegar þau hafa Framhald á 7. síðu. Cgnímeníal SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, meS okkar íull- komiíu sjálívirku neglingarvél. veita íyllsta öryggi í snjó og hálku. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið C0NTINENTAL hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GUMMIVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. Ymsar fréttir í stuttu máH Harvn taldi koslina marga á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.