Þjóðviljinn - 24.01.1967, Blaðsíða 6
§ SÍBA — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 24. janúar 1567.
13.15 Við vinuna.
14.40 Gerður Magnúsdóttir talar
um gamla. siði og nýja á
föstunni.
15-00 Miðdegisútvarp. Ortolani
og hljómsveit hans og P.
Alexander, Wahlgren og
sveit Berts Kámpferts leika
og syngja.
16.00 Síðdegisútvarp- Steíán
íslandi syngur. Fíharmoníu-
sveitin í Vfnarborg leikur tvö
verk eftir Sibelius: Finlandia
' og Karelíu-svítuna; Sir Mal-
colm Sargent stjórnar. Rub-
instein og RCA-Victor hljóm-
sveitin leikur Píanókonsert í
g-moll op. 16 eftir Grieg,
Wallenstein stjórnar.
17-05 Framburðarkennsla
í dönsku og ensku. Tónleikar.
17.40 CTtvarpssaga barnanna:
Hvíti steinninn-
18.00 Tónleikar.
19-30 óvinur á undanhaldi.
Bjarni Bjamason læknir flyt-
ur erindi um krabbamein.
19.50 Lög unga fólksins. Her-
mann Gunnarsson kynnir.
20.30 títvarpssagan: Trúðarnir
eftir Graham Greene- Magnús
Kjartansson ritstjóri les eigin
þýðingu (14).
21.30 Lestur Ps<ssíusálma (2).
22.00 Framferði mannsins og
ábyrgð hans; III.: Vatns-
birgðir jarðar. Vésteinn Óla-
son flytur fyrirlestur eftir
Sundberg dósent.
22-23 Leander syngur dægur-
lög frá árum áður-
22.55 Á hljóðbergi, Ijóðaljóðin.
Claire Bloom og Claude
Rains flytja.
23.25 Dagskrárlok.
o Brúðkaup
® Þann 30. des. voa-u gefin
saman í hjónaband í kirkju ó-
háða safnaðarins af séra Emil
Bjömssyni ungfrú Berglind
Andrésdóttir, Suðurgötu 24 og
össur Kristinsson, Bárugötu 6,
Dalvik. Heimili þeirra verður í
Hamborg.
(Stúdió Guðmundar,
Garðastræti 8, sími 20900.).
• Glettan
• ,,Eitt tveggja krónu fri-
merki, takk-“
Bréf til Johnsons forseta
Bandaríkja NorBur-Ameríku
„Hr. L. B. Johnson, forseti
Bandarik.ja Norður-Ameríkn,
Washington.
Styrjöldin í Vietnam er í vax-
an«H mæfi að verða styrjöld
milli Bandarikjanna og viet-
nömsku þjóðarinnar. Stöðugt
breiðist styrjöldin út jafnframt
því sem grimmd hennar eykst.
Notkun morðtækja skapar íbúun-
um ólýsaniegar þjáningar. I»essi
langvinna styr,jöld er alvarleg
ógnun við heimsfriðinn.
Með sérstökum viðbjóði hefur
fólk um allan heim fylgzt með
síðnstu aðgerðum Bandarikja-
manna. Eyðing alls iífs á 5-0 fer-
kílómetra svæði með magnes-
íumsprengjum, sem orsaka ioga
í allt að 2500 metra hæð, er cin-
hver ömurlegasta staðreynd um
hvemig tækni nútímans er mis-
beitt. Þegar haft er í huga, að
þessari tækni er beitt gegn fá-
Kviknaði í
íbúðarhúsi
Um kl. 15 á laugardaginn var
slökkviliðið kallað að litlu íbúð-
arhúsi, Hléskógum við Vatns-
veituveg. Þar hafði kviknað í út
frá eldavél og urðu nokkrar
skemmdir á húsinu en íbúarnir
voru ekki heima þegar þetta
gerðist.
Á sunnudagsmorgunin kvikn-
aði einnig í kartöfluskúr í Smá-
löndum og stóð hann í björtu
báli þegar slökkviliðið kom á
staðinn.
Þá varð það slys á sunnudag-
inn um kl. 3 e.h. að piltur á vél-
hjóli rakst á fólksbifreið á móts
við Sogaveg 176. Var pilturinn
fluttur á Slysavarðstofuna en
meiðsli hans voru ekki talin al-
varlegs eðlis.
Stefán Karlsson
flytur hér tvo
fyririestra
Félag íslon7.kra fræða hef-
ur fengið Stefán Karlsson mng.
art., starfsmann Árnasaíns í
Kaupmannahöfn til að halda tvo
fyrirlestra á vegum félagsins.
| Fyrri fyrirlesturinn, sem nefnist
íslrnzk hókagerð fyrir Norð-
menn á 13. og 14. öld, verður
haldinn í fyrstu kennslustofu Há-
skóla íslands miðvikudaginn 25.
janúar og hefst kl. 20.
Seinni íyririesturinn, sem
neínist: Brot úr tveimur íslenzk-
um þýðingum eftir „Jarteina-
postillu" Kristjáns Péturssonar
1518. verður á sama stað íimmtu-
daginn 26. janúar og hefst kl.
20.30.
Öllum er heimilt að koma og
hlýða á fyrirlestrana.
Hveravellir
Framhald af 10. síðu.
Reykjavíkurleiðangurinn hafði
mcðferðis póst, mjólk og ýmis-
legt smávegis til hjónanna á
Hveravöllum, Kristjáns Hjálm-
arssonar og Huldu Margrétar
Hermóðsdóttur.
Þjóðviljinn átti stutt samtal
við Kristján í gær. Hann kvað
þeim hjónum líða mjög vel og
hefði verið svo í allan vetur.
Ekki kviði hann helrlur íramtíð-
inni. Frost þar innfrá hefur kom-
ist yfir 22 stig í vetur og jafn-
fallinn snjór upp í 60 cm. Hóp-
urinn frá Blönduósi komst inn-
eftir um þrjúleytið í fyrrinótt
og var á heimleið í gær. Gekk
ferðin að óskum.
tækri vanþróaAri þ.jói'i, sem i ára-
tugi hefur harizt gegn erlendum
yfirráftum, verftur allt tal Banda-
rík jamanna um frift og frelsi o-g
lýðræfti að innantómu hjómi. Og
furftuleg ögrun má þaft teljast
við samvizku heimsins, þegar
Johnson, forseti Bandarikjanna
lýsir sig sérlega hreykinn vegna
þessara síðustu árása.
Hernaftur Bandaríkjastjórnar í
Vietnam er aft veröa ljótasti
bletturinn á sögu Bandaríkjanna.
í nafni þeirra hugsjóna, sem
mynduðu hornstein við stofnun
Bandaríkjanna skorum við á
Bandaríkjastjórn aft hætta öllum
hernaftaraðgerðum í Vietnam.
Frá andstæðingum styrjaldar-
stefnu Bandarikjanna í Vietnam.'1
Kína
Frarnibald af 3. síðu.
menningarbyltingarinnar ýms-
um sökum: Þeir hafi af algeru
handahófi dreift kom- og fóður-
birgðum, neitað hafi verið af-
hendingu á komi til ríkisins,
greiðslum á afborgunum lána og
á leigugjaldi fyrir vélarogafnot
af vatn.slciðslum og greiðslu ra?-
magnsgjaids. Fjárfestingarsióðum
hafi verið skipt upp og jafnvel
vaxtatekjum hafi verið skiptupp
milli bænda.
Sj-ang Kajsék sagði á fundi í
Taivan í dag að stjómin í Peking
riðaði til falls og nú vœri komið
tækifærið til árásar á meginland
Kína. — Við munum leysa okk-
ar heilaga hlutverk af hendi,
vinna aftur meginlandið og leysa
landa okkar undan okinu, sagði
Sjang.
Vietnam
Framhald af 3. síðu.
að segja það hreinskilnislega að
Jæss eru engin merki eins og
stendur.
Refsað fyrir ferðina?
Talsmaður bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins sagði í dag að
Feinberg rabbíni, sem er barvla-
riskur þegn þótt hann sé nú
búseltur í Toronto í Kanada,
hefði ekki haft neitt leyfi til
þess að fara til Norður-Vietnams.
Hann hefði sótt um vegabréís-
áritun hjá ráðuneytinu, en ver-
ið neitað um hana, enda væri
hann ekki í neinum þeim hópi
manna sem slíkt ferðaleyfi gætu
fengið, væri hvorki blaðamaður,
læknir, vísindamaður né full-
(rúi Rauðakrossins. — Öðrum
Bandaríkjamönnum sem farið
haía í óleyfi til Norður-Vielnams
heíur verið refsað með því að
]>cir hafa verið sviptir vega-
bréfum sínum.
Banaslysið
Framheld af 1. síðu.
öðrum stað, handtaska á þeim
þriðja, skór hans höfðu þeytzt
hvor í sína áttina. — Sjúkra-
bíll og lögregla komu fljótlega
á vettvang. Var Jón þegar flutt-
ur á slysavarðstofuna og reynd-
ist látinn; mun hann hafa dáið
Jjegar er ekið var á hann.
Jón Haukfell Jónsson átti
heima á Háteigsvegi 17. Hann
v-ar íæddur 7da ágúst 1894, ó-
giftur og bomlaus. Hingað til
Reykjavíkur fluttist hann frá
Hornafirði. Hann hefur að und-
anfömu unnið í Járnsteyp-
unni h.f. i Ánanaustum.
Ökumaðurinn á bifreiðinni er
nýorðinn 17 ára; hann tók bfl-
próf 9da janúar s.l. og hefur
einu sinni eftir það verið tekinn
fyrir of hraðan akstur. Með
honum í bílnum voru þrir ungr
lingar aðrir.
A. Sheridan látin
ANN SHERIDAN, hin kunna
handaríska leikkona, lézt um
síðustu hclgi, 51 árs að aldri.
Banamein hcnnar var krahha-
mein. Ann Sheridan lék í fjöl-
mörgum kvikmyndum um dag-
ana, en einna frægust var
myndin „The man who came
to dinner". — Á myndinni sést
leikkonan x hlutverki sínu í
bandarisku myndinni „Dodge
City“ frá 1939.
Atkvæiagreiðsla
Framhald af 1. síðu.
staddir kunna að vera í Rvík í
febrúar.
Alls munu yfir 5000 ríkisstarfs-
menn hafa atkvæðisrétt varðandi
uppsögn samninganna. Starfs-
mannafélög bæjarstarfsmanna
munu hvert um sig annast at-
kvæðagreiðslu um uppsögn
samninga þeirra við viðkomandi
bæjarfélag.
Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík.
Allsherjaratkvœða-
greiðsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða-
greiðslu um kjör stjómar, varamanna í stjóm,
endurskoðenda og varaendurskoðenda. Tillögum
ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipholti 19 eigi
síðar en 26. jan. 1967 kl. 11 f.h. Hverri tillögu skulu
fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna.
Stjórn Iðju,
félags verksmiðjufólks í Reykjavík.
BÓKARI
Fyrirtæki í næsta nágrenni Reykjavíkur óskar
eftir að ráða mann til bókhaldsstafa. Laun sam-
kvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. — Um-
sóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfs-
reynslu sendist blaðinu merkt 1979.
Auglýsingasími Þjóðviljans 17 500
SamvinnuskóHnn Bifröst
Stúlku vantar að Samvinnuskólanum. Upplýsing-
ar í símstöðinni að Bifröst, Borgarfirði.
Samvinnuskólinn Bifröst.
j 4
!
Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík
i
100 áta afmælisfagnaður {
félagsins verður haldinn að Hótel Sögu fostudaginn 3. febrúar og
hefst imeð borðhaldi kl. 19,30 stundvíslega.
Aðgöngumiðar eru seldir í skrifstofu Landssambands iðnaðarmanna,
Iðnaðarbankanum, skrifstofu Meistarafélags iðnaðarmanna, Skipholti
70, og Iðnskólanum, Skólavörðuhseð, á venjulegum skrifstofutíma.
(Borð verða tekin frá í Hótel Sögu þ. 30. og 31. jan. kl. 17—19).
100 óra saga í móli og myndum.
Sýning á 100 ára starfi Iðnaðarmannafélagsins i Reykjavík í máli
og myndum verður opnuð almenningi í Iðnskólanum á Skólavörðuhæð
— Inngangur frá Vitastíg — kl. 18,00 laugardaginn 28. janúar. —
Sýningin verður síðan opin daglega kl. 15 — 22 til og með 5. febrúar.
Félagsstjómin.
I
!
Kjötbúö Suöurvers tilkynnir:
Tökum að okkur veizlur, kalt borð, smurt brauð, KJÖTBÚÐ SUÐURVERS, liorni Stigahlíðar og
snittur, kokteilsnittur og brauðtertur. Hamrahlíðar. - Sími 35645. - Geymið auglýsinguna.
J
I