Þjóðviljinn - 24.01.1967, Blaðsíða 10
Neituiu uB tuku við kennslubókinni
vegnu hrottulegrur burdugumyndur
Eins og frá hefur verið skýrt
hér í bl_ Jinu er Islandssaga
Jónasar Jónssonar frá Hriflu,
1. hefti nýlega komin út hjá
Ríkisútgáfu námsbóka í nýrri
útgáfu og hefur Halldór Pét-
ursson teiknari myndskreytt
bókina.
Þjoðviljinn hafði fregnir af
því í gær að ýmsum kennur-
um þættu bardagamyndimar í
bókinni full hrottalegar og lítt
við hæfi í kennslubók fyrir
börn. Þannig hefði t.d. kenn-
arafélag Austurbæjarskólans
samþykkt á fundi sl. föstudag
að neita að taka við bókinni
til kennslu í skólanum af þess-
um sökum.
Blaðið sneri sér í gær tii
■ formanns • • -kennarafélagsins,
Þórðar • Magnússonar, og leit-
aði staðfestingar hans á þess-
ari frétjfc.. Kyað. hanp það rétt
Hin umdeilda bardagamynd Halldórs Péturssonar.
vera áð kennarafélagið hefði
samþykkt að taka ekki við
bókinni af þessum sökum og
væri það einkum ein mynd
er því ylli, er hún af Gunnari
á Hlíðarenda að kasta manni
af atgeirnum út á Rangá.
Þórður sagði að ákvörðun
þessi hefði verið tilkynnt for-
stöðumanni Ríkisútgáfu náms-
bóka og ætlaði hann að láta
skipta um mynd og prenta
upp eina örk af bókinni, myndi
það því dragast um einaviku
eða svo að bókin yrði tekin
til kennslu við skólann.
Þjóðviljinn átti einnig tal
við Jón Emil Guðjónsson for-
stöðumann Ríkisútgáfu náms-
bóka. Staðfesti hann það sem
Þórður hafði sagt að ætlunin
væri að skipta um mynd i
bókinni og sagði að það væri
tiltölulega auðvelt þar sem
ekki væri búið að hefta nema
lítinn hluta upplagsins af
bókinni. Sagði hann að ný-
byrjað væri að dreifa bókinni
í skólana og hefðu honum ekki
borizt umkvartanir frá öðr-
um skólum en Austurbæjar-
skólanum yfir myndunum í
henni.
Gullfoss á leið
til Madeira í
sélskini oj hita
Ferð GuIIfoss til sólarlanda
hefur gengið samkvæipt áætlun
til þessa sagði Sigurlaugur Þor-
kelsson, blaðafulltrúi Eimskipa-
félags íslands, er Þjóðviljinn
hafði samband við hann í gær,
óg að sögn Friðjóns Ástráðsson-
ar fararstjóra ríkir almenn
ánægja meðal hinna Jjðlega. 100
farþega urn borð.: - . . ; .
Skipið hreppfi- ágætt veður á
fyrsta kafla' ferðarinnár,' en þeg-
ar suður á Atlanzhafið kom
gerði vestan brælu. Ekki tafði
þetta þó för Gullfoss neitt; skip-
ið kom á áætlunartíma til aðál-
borgar Azoreyja Ponte Delgata,
kl. 6 sl. sunnudagskvöld. Þar var
þá gott veður, hiti 16 stig. Eftir
sólarhrings viðdvöl á Azoreyj-
um hélt Gullfoss áleiðis til Mad-
':ra og þangað á skipið að vera
i mið í fyrramálið.
Hveravallafarar
sneru aftur
vegna ófærðar
Tveír lelðangrar lögðu af stað
inn á Hveravelli um helgina,
annar frá Reykjavík, en hinn
frá Selfossi. Hvorugur hópurinn
komst alla leið sökum ófærð-
ar. Hinsvegar mun hópur frá
Blönduósi hafa komizt þangað og
aftur til byggða.
Hópurinn frá Reykjavík komst
inn að Hvitá, en snéri þar aft-
ur eftir að augablað í fjöður ann-
ars jeppans hafði brotnað. Sel-
fyssingarnir komust inn að Hvít-
árnssi. Þar brotnaði gírkassi í
einum bílnum og varð að fá hann
frá Réykjavík með þyrlu Andra
Heiðberg, Leiðangurinn snéri við
~ð svo búnu.
Framhald á 6. síðu.
Arshátíð Sósíal-
istafé!. Kópavogs
Börnin á Þorrafagnaði í Tjarnargötu 20
ir Árshátíð Sósíalistafél. Kópa-
vogs verður haldin i félags-
heimilinu laugardaginn 28. þ.
m. og hefst kl. 7 síðdegis.
Snæddur verður þorramatur,
ýmis skemmtiatriði verða s
boðstólum og að lokum verð-
ur stiginn dans.
ic Tryggið ykkur miða í tíma.
Gpplýsingar og miðapantanir
í simum 40515 — 40172 —
41794.
★ Nánar verður skýrt frá árs-
hátiðinni hér í blaðinu síðar.
SUNNUDAGINN hélt Sósíal-
istafélag Reykjavíkur Þorra-
fagnað fyrir börn félagsmanna
og þótti þessi nýbreytni tak-
ast með ágætum.
TIL SKEMMTUNAR var söngur
hljóðfæraleikur og dans, sýnd
var kvikmynd og Vilborg
Dagbjartsdóltir sagði börnun
um sögur. Að lokum kom
Þorri sjálfur í heimsókn og
vakti hann kátínu barnanna.
ÞETTA MUN vera í fyrsta sinn
sem efnt er til Þorrafagnaðar
fyrir börn og virtust börnin
engu síður skemmta sér þar
vel en á hinum hcfðbundnu
jólatrésskemmtunum.
MYNDIRNAR tók Ijósmyndari
Þjóðviljans Ari Kárason á
Þorrafagnaðinum og sýni*-
önnur þeirra börnin hlusta á
sögur Vilborgar en á hinni eru
þau í hringdansinum.
Þriðjudagur 24. janúar 1967 — 32. árgangur — 19. tölublað.
FHogHonvedleika
í Budapest 5. f ebr.
Fyrri leikur FH, Islandsmeist-
aranna í handknattleik, og ung-
versku meistaranna, Honved, fer
fram í Budapest 5. febrúar n.k.
Síðari leikur liðanna verður i
Reykjavík 12. febrúar, en leikir
þessir eru Iiður í 1. umf. Evr-
ópukeppninnar.
FH-ingar fara utan 2. febrúar
og leika tvo leiki í ferðinni. Síð-
ari leikurinn verður aukaleikur,
sem fram fer 7. febr., en eklci
vita FH-ingar enn gegn hvaða
liði þeir leika þá. Ungversku
meistararnir koma svo til R-
víkur og leika síðari leikinn
gegn FH 12. febrúar og auka-
leik gegn Fram 14. febrúar.
Að því er Birgir Björnsson,
fyrirliði og þjálfari FH, sagði
Þjóðviljanum í gær er enn ekki
ákveðið, hvort Ragnar Jónsson
fer til Ungverjalands, en allir
aðrir fastir leikmenn liðsins
verða með í ferðinni. Auk þeirra
fara þeir Hallsteinn Hinriksson,
Árni Ágústsson og Einar Mathie-
sen.
Vegna bolludagsins, sem er 6.
febrúar á Ragnar ekki heiman-
gegnt frá starfi sínu til að fara
til Ungverjalands, en Ragnar er
bakari að iðn og eins og kunnugt
er þá er bolludagurinn stærsti
dagur ársins hjá bökurum. Eru
ráðamenn í handknattleiksdeild
FH nú að reyna að fá lærðan
bakara, sem er kokkur á síldar-
bát, til að hlaupa í skarðið í
stað Ragnars í Snorrabakaríi á
bolludaginn. Ef það tekst fer
Ragnar með FH til Ungverja-
lands, annars ekki. Enginn vafi
er á, að mikið veltur um gengi
FH í leiknum gegn Honved hvort
Ragnar keppir með liðinu eða
ekki, því að af síðustu leikjum
FH í Islandsmótinu er ljóst að
Ragnar er að ná aftur þeirri
leikni er hann sýndi þegar hann
var upp á sitt bezta.
15 ára drengur á
Siglufirði týndur
Er Þjóðviljinn átti tal viðlög-
regluna á Siglufirði um kl. 11,30
í gærkvöld var þar í þann veg-
inn að hefjast leit að 15 ára
pilti er hafði farið að heiman
frá sér klukkan rúmlega eitt í
gær og ætlaði upp í hlíðina fyrír
ofan bæinn til þess að taka
myndir.
Þegar drengurinn var ekki
kominn heim til sín í gærkvöld
og ekkert spurðist til hans var
farið aö safna liði til leitar að
honum.
Veður var gott í Siglufirði í
gærkvöld, stjörnubjart og stillt.
r—----------------...........
Jl/lörg innbrot frumin
í R. vík um helginu
Aðfaranótt sunnudagsins var
brotizt inn í Borgartún 25 en
þar er til lnisa á fyrstu hæð
Vélsmiðjan Þrymur, á annarri
hæð Húsgagnavinnustofa Árna
Jónssonar, á þriðju hæð Verk-
fræðistofan Fjarhitun og á
f jórðu hæð Byggingarfélagið Brú.
Var brotizt inn hjá öllum þess-
um fyrirtækjum og spellvirki
framin m.a. brotnar hurðir á
öllum hæðum.
í vélsmiðjunni var stolið
700—800 krónum í sparimerkj-
um, og í trésmiðjunni gamalli,
tómri skjalatösku. í verkfræði-
stofunni var engu stolið en
sprengdur upp tómur peninga-
kassi og hann eyðilagður. Engu
var stolið frá Brú en reynt að
sprengja upp peningakassa án
árangurs.
Um helgina var brotizt inn í
Eyjabúð, Háaleitisbraut 108 og
Véla- og raftækjaverzlunina,
Laugavegi 92. Á báðum stöðum
voru brotnar rúður en engu stol-
ið.
í fyrrinótt var brotizt inn í
þrjár skartgripaverzlanir; hjá
Magnúsi Baldvinssyni, Laugavegi
12, Helga Sigurðssyni, Skóla-
vörðustíg 3 og Magnúsi Ás-
mundssyni, Ingólfsstræti 3. Var
stolið úrum, hringjum og kveikj-
ara og er þýfið virt á um 23
þúsund krónur. Sami maðurinn
framdi þessi þrjú innbrot. Hafði
hann fengið bæjarleyfi frá Bláa
bandinu og orðið allölvaður. Er
hann kom á Bláa bandið aftur
var hann blóðugur, hafði skorið
sig á höndum, og var hringt á
lögregluna sem flutti hann á
Slysavarðstofuna og komst þá
upp um þjófnaðinn.
Vegleg afmælishátíð Hlífar
i Hafnarfirði á laugardaginn
Verkamannafclagið Hlíf i
Hafnarfirði minntist 60 ára af-
mælis síns með hófi í Alþýðu-
húsinu sl. Iaugardag.
Hermann Guðmundsson, form.
Hlífar, setti fagnaðinn, en veizlu-
stjóri var Gunnar Guðmundsson,
varaformaður Hlífar. Ólafur Þ.
Kristjánsson rakti sögu félagsins,
en ■ að ræðu hans lokinni voru
tveir Hlífarfélagar heiðraðir:
Borghildur Níelsdóttir, en hún
er annar tveggja stofnenda Hlíf-
ar, sem enn eru á lífi, hinn er
Bjarnasína M. Oddsdóttir. Þá
var Ólafur Jónsson heiðraður
með gullmerki félagsins, en Ól-
pf"r sat í stjórn Hh’far í 14 er
og þar af form. í tvö ár og hef-
ur enginn annar en Hermann
Guðmundsson verið svo lengi i
stjórn félagsins.
Næstur talaði Hannibal Valdi-
marsson, forseti ASÍ, og ersagt
frá ræðu hans annarsstaðar hér i
blaðinu. Kristján Jónsson form.
Sjómannafélags Hafnarfjarðar,
talaði fyrir hönd sjómanna, iðn-
verkafólks og verkakvenna f
Hafnarfirði og afhenti Hlíf gjöf
frá félögunum. Eðvarð Sigurðs-
son flutti kveðjur frá Verkam.-
félaginu Dagsbrún og færði fé-
laginu styttu að gjöf og Kristinn
Guðmundsson, bæjarstjóri, flutti
kveðjur og árnaðaróskir og af-
henti félaginu málverk að gjöf
frá Hafnarfjarðarbæ. Félaginn
bárust blóm og fjölmörg skeyti,
sem voru lesin upp á hátíðinni.
Að lokum var dansað og fór af-
mælisfagnaðurinn bið bezta
fram.