Þjóðviljinn - 24.01.1967, Side 8

Þjóðviljinn - 24.01.1967, Side 8
 3 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjuclagur 24. janúar 1967 LAG 13 með sérstöku lagi, mjóir og á- valir á tám, mjög fallega unnir og berSýnilega allir frá sa<ma leisti. AUt í einu fór hann að rýna nánar í par af rúskinsskóm sem stóð í efri hillunni. Þetta voru skórnir sem fulltrú- inn hafði lýst fyrir honum; þeir sem Manderson hafði verið í kvöldið fyrir dauða sinn. Hann sá strax að þeir höfðu verið mikið nntaðir; hann sá líka að þeir höfðu verið hreinsaðir ný- lega. Eitthvað var í yfirleðrinu sem vakti athygli hans. Hann laut niður og bar þá saman við skóna í kring. Síðan tók hann þá upp og virti fyrir sér sam- skeytin á sólum og yfirleðri- Meðan Trent var að þessu fór hann ósjálfrátt að blístra lágt og lagið hefði Murch fulltrúi þekkt, ef hann hefði verið við- staddur- Flestir menn sem gæddir eru sjálfstjóm hafa tíðum einhvem ósjálfráðan kæk, sem kemur upp um innra uppnám við þá sem til þekkja. Fulltrúinn hafði tek- ið eftir því, að þegar Trent rakst á eitthvað mikilvægt, þá var hann vanur að blístra hluta úr lagi, þótt fulltrúinn hefði ekki getað skýrt frá því að það var raunar upphafsstefið úr Lied ohne Worte eftir Mendelssohn. Hann sneri skónum við. mældi éitthvað með málbandi og að- gætti sólana mjög nákvæmlega. Á báðum þeirra tók hann eftir ijrlitlum leifum aÆ rauðamöl, milli hæls og iljar. Trént sétti skóna á gólfið og gékk að glugganum með hendur fyrir aftan bak og enn var hann að blístra og augu hans sáu ekk- ert. Einu sinni opnaði hann munninn og gaf ósjálfrátt frá sér hljóð Englendingsins sem átt- sir sig skyndileea á einhverju- Loks, sneri hann sér aftur að skóhillunum og athugaði rösklega en með natni hvern einasta skó sem bar var að finna- Að því búnu tók hann flíkurn- ar af stólnum. skoðsði bær vand- lega og setti bær aftur á sinn stað. Hann sneri sér aftur að fataskápnum og leitaði vandleea í þeim. Nú sneri hann sér aftur að rótinu ofaná kommóðunni. Síðan settist hann á auða stól- inn, tók höndum um höfuðið og sat í þessari stellingu stundar- korn og starði niður í gólfteppið. Loks reis hann á fætur og opn- aði dymar sém lágu að herbergi frú Manderson. Það var augljóst við fyrstu sýn að stóra herbergið hafði í fEFNI SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18, III. hæð (ljrfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968 skyndi verið tekið úr notkun sem dyngja húsmóðurinnar. All- ir smáhlutimir, sem standa jafnaðarlega á snyrtiborðum kvenna, vom horfnir; á rúmi og stólum og smáborðum voru eng- ar flíkur eða hattar, töskur eða kassar; hvergi bólaði á neinu sem hét hanzkar og slæður, vasaklútar pg slaufur- Herberg- ið var eins og mannautt gesta- herbergi. En þó sýndi hvert hús- gagn og skreyting ákveðinn og öruggan smekk. Trent rýndi sér- fræðingsaugum sínum í litbrigð- in og formin. sem hin ólánsama eiginkona hafði valið sem ramma um drauma sína og leyndustu hugsanir. og hann var þess full- viss sð litskyn hennar væri skarpt. Hann fékk enn meiri á- huga á þessari óþekktu konu og hann hnyklaði brýrnar þegar hann hugsaði um hvað á hana hefði verið ■ lagt og um nýliðinn ógnaraitburð. sem nú var óðum að skýrast í skörpum huga hans. Hann gekk fyrst að háa, franska glugganum á miðjum veggnum andspænis dyrunum, opnaði hann og steig út á litlar svalir með járngrind í kring. Hann leit niður á grasflöt, sem byrjaði beint fyrir néðan hann og aðeins mjótt blómabeð undir húsveggnum, og lá í áttina að ávaxtagarðinum. Hinn g-lugginn var beint ofanvið garðdyrnar p bókastofunni. I innra horni her- bergi.sins voru aðrar dyr sem lágu fram í ganginn; dyrnar sem þernan gekk inn um- og frúin útum á morgnana. Trent settist á rúmið og riss- aði upp í skyndi teikningu aí ! herberginu og því næsta. Rúmið ! stóð milli hurðarinnar inn í hitt j svefnherbergið og litla gluggans I og höfðagaflinn vissi að skil- i veggnum. Trent starði á kodd- ana; síðan lagðist hann útaf í rúmið og horfði gegnum opne.r I dyrnar inn í næsta herbergi- Að því búnu reis hann aft- | ur á fætur og hélt áfram að bæta á teikningu sína. Sitt j hvorum megin við rúmið voru i lítil borð með. dúkum. Á borð- inu fjær dyrunum var fínlegur 1 koparlampi tengdur við vegginn með snúru. Trent horfði á hann hugsi, lejt síðan á slökkvarana sem stóðu í s&mbandi við hin herbergisljósin. Þeir voru eins og oftast á veggnum rétt innan- við dyrnar og hann náði ekki til þeirra þegar hann settist á rúmið. Hann reis á fætur og gekk úr skugga um að Ijósin voru öll í lagi. Þá snerist hann á hæli, gekk í skyndi inn í herbergi Mandersons og hringdi bjöll- unni- — Ég þarf á aðstoð yðar að halda, Martin, sagði hann þegar kjallarameistarinn birtist í dyr- unum, teinréttur og óræður á svip- — -Mig langar til að biðjai yður að útvega mér viðtal við þemu frú Manderson. — Sjálfsagt, herra minn, sagði Martin. — Hvers konar kvenmaður er hún? Hefur hún dálítið vit í kollinum? — Hún er frönsk herra minn, svaraði Martin fálega og bætti við eftir nokkra þögn; — Hún hefur ekki verið lengi hjá okk- ur, herra minn, en ég hef feng- ið það álit á henni, að þessi unga kona viti eins mikið um lífið og hollt er fyrir hana — fyrst þér spyrjið mig. — Þér haldið þá kannski að smjör myndi bráðna í munni hennar, eða hvað? sagði Trent. — Jæja, ég er ókvíðinn. Mig langar til að spyrja hana nokk- urra spuminga- I — Ég skal senda hana upp undir eins, herra minn- Kjall- arameisfcarinn hvarf út og Trent gekk fram pg aftur. í herberginu með hendur á baki. Fyrr en hann bjóst við birtist lítil og snyrtileg svartklædd kvenvera. Herbegisþeman hafði horft stómm brúnum augunum á Trent gegnum gluggann þegar hann gekk yfir flötina, og hún hafði verið að vona með sjálfri sér, að hinn mikli snillingur (sem var jafnfrægur á neðstu hæðinni og annars staðar) myndi senda eftir henni. I fyrsta lagi þurfti hún að fá útrás; taugar hennair vom í uppnámi. En hitt þjón- ustufólkið leit hana óhým auga þegar hún komst í uppnám og herra Murch hafði verið svo kaldur og formlegur, að ekkert var hægt að tjónka við hann. Þótt hún hefði aðeins séð Trent úr fjarlægð, hafði hún séð það á svipstundu að hann hafði ekki fas lögregluþjónsins, held-ur var hann skilningsríkur og sympat- hique, Um leið og hún kom inn í her- bergið, fann hún á sér að óvið- eigandi væri að byrja á nokkru daðri ef hún vildi hafa hagstæð áhrif í upphafi. Hún var hæfi- lega kuldaleg en þó alúðleg þeg- ar hún sagði: Monsieur vill tala við mig. Svo bætti hún við til hjálpar: — Ég er kölluð Céle- stine. — Auðvitað, sagði Trent hinn rólegasti. — Það er eitt sem mig langar til að spyrja yður um, Célestine, þegar þér færðuð hús- móður yðar te í gærmorgun klukkan sjö, voru þá dyrnar milli svefnherbergjanna tveggja — þessar dyr — opnar? Célestine fjörgaðist samstundis- — Já, já, sa<gði hún og' notaði eftirlætisorð sitt á enska tungu- — Dyrnar vom opnar eins og alltaf, monsieur, og ég loka þeim eins og alltaf. En ég þarf að skýra þetta. Hlustið á! Þegar ég kem inn í svefnherbergi madame um hinar dyrnair — þarna! — ó, ef monsieur vill koma inn í hitt herbergið, þá skýrir allt sig sjálft. Hún. tiplaði að dymnum, ýtti Trent á undan sér innfyrir með því að styðja á handlegg hans. — Sjáið þarna! Ég kem inn í herbergið með teið — svona. Ég geng að rúminu- Áður en ég 'kem að rúminu em dymar til hægri — alltaf opnar — svona! En monsieur getur séð að ég sé ekkert inn í herbergi herra Mandersons- Dyrnar opnast að rúminu, ekki að mér sem kem hérna að þeim. Ég loka þeim án I þess að sjá inn. Þannig er það alltaf. í gærmorgun var það eins. Ég sé ekkert inn í herberg- ið- Madame sefur eins Dg engill — hún sér ekkert. Ég loka dyr- unum. Ég set bakkann niður — ég dreg gluggatjöldin frá — ég uridirbý morgunsnyrtinguna — ég fer út — voila! Célestine þagn- aði til að draga andann og rétti fram lófana. Trent hafði fylgzt með hreyf- ingum hennar og handapati al- varlegur á svip og nú kinkaði hann kolli. — Nú skil ég þetta fullkomlega, sagði hann. — Þakka yður fyrir, Célestine. Og þér hafið gert ráð fyrir að herra Manderson væri í herbergi sínu, meðan húsmóðir yðar var að fara á fætur og klæða sig og borða morgunverðinn? — Oui, monsieur- — Enginn hefur sem sé sakn- að hans, sagði Trent. — Jæja, Célestine, ég er yður mjög þakk- látur- Hann opnaði dyrnar á ný fram í hitt herbergið. — Ekkert að þakka, mons- ieur, sagði Célestine, um leið og gekk fram í fremra her- bergið. — Ég vona að monsi- eur nái í morðingja herra Mand- ersons. En ég sé ekki mikið eft- ir honum, bætti hún við og það var snöggur og furðulegur ofsi í rödd hennar um leið og hún sneri sér við með höndina á hurðarhúninum. Hún beit saman tönnunum, svo að small í, og hún roðnaði í vöngum- Hún gleymdi enskunni algerlega. — Je ne le regretti pas du tout, du tout! hrópaði hún og svo streymdu orðin af vörum hennar- — Madame — ah! je me jetter- ais au feu pour madame — une feme si charmante, si adorable! Mais un homme comme monsi- eur — maussade, boudeur, im- possible! je vous jure que — — Finissew ce shahut, Géle- stine! greip Trent fram í. Orða- flóð Célestine hafði rifjað upp fyrir honum námsárin. — En voila une scene! C’est rasant, vous savez. Faut rentrer ca, mademoiselle. Du reste, c’est bien imprudent, croyez-moi. Svei mér þá! Sýnið skynsemi. Ef fulltrú- inn niðri heyrði til yðar núna, þá mynduð þér lenda í vandræð- um. Og baðið ekki svona út höndunum, þér gætuð rekið yður í eitthvað, Svo hélt hann áfram rólegair, þegar Célestine fór að stillast: — Þér virðizt vera furðu- lega fegnar því að herra Marnd- er,son skuli vera dottinn upp fyr- ir. Mér gæti næstum dottið í hug, Célestine, að herra Mander- son hafði ekki veitt yður eins mikla athygli og yður líkaði. — A peine s’il m’avait regardé! svaraði Célestine blátt áfram. — Ca, c’est un comble! sagði Trent — Þú ert áreiðanlega úr- vals kvenmaður í tveggja manna alkort. Skær og rauð stjarna hefur skinið á fæðingardegi þín- um, Célestine- Mademoiselle, ég er önnum kafinn. Bon jour. Þú ert augnayndi, það má nú segja- Célestine tók þetta sem óvænta gullhamra. Undrunin kom henni aftur í jafnvægi. Augu hennar ljómuðu og hún brosti til Trents um leið og hún opnaði dyrnar og hvarf út. Trent var nú einn eftir í litla svefnherberginu og lét út úr sér tvö áhrifaimikil orð á tungu- SKOTTA Útsa/a í nokkra daga MIKILL AFSLÁTTUR. Verzlunin Ó.L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). Unglingar óskast Piltar eða stúlkur óskast til sendistarfa, hálfan eða allan daginn. — Þurfa helzt að hafa reiðhjól. ÞJÓÐVILJINN Ku/dajakkar og ú/pur í öllum stærðum. Góðar vörur — Gott verð. Verzlunin Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). Aðalútflutningur Stóra-Bretlands er ekki plötur með bítlunum, ungfrú Skotta! KÓPAVOGUR Börn vantar til blaðburðar við Nýbýlaveg ÞJÓÐVILJINN - Sími 40753 Cabinet RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 í

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.