Þjóðviljinn - 05.02.1967, Blaðsíða 2
SÍÐA
ÞJÓÐVILJINN
Sunnudagur 5. febrúar 1967.
Meinleg
Snofrari bátur en Kolbrún
litla sást ekki á sjó.við Galway,
og var nú til sölu og fannst
þá Patrick O’Nee sem hann
gæti ekki fengið fegurri gjöf
handa dóttur sinni, svo fram-
arlega sem verðið væri ekki
fram úr hófi hátt. En Ant-
hony O’Malley, þessi ungi
maður sem var í þann veginn
að giftast dótturinni, sagði að
rétt væri að reyna bátinn áður
en hann væri keyptur, svo vit-
að yrði hvort hann væri eins
góður og af var látið. Gamla
manninum fannst . þetta gott
ráð, og fóru þeir svp þrír, hann
sjálfur, Jakob sonur hans og
O’Malley .út á sjó að -figka að
kvöldi til á bátnum að reyna
hann.
Kata, dóttirin, sem ætlaði að
ganga í hjónaband með O'Mall-
ey, fylgdi þeim út á hafnar-
bakkann og stóð þar eftir þegar
þeir sigldu burt, lengi stóð
hún á hólmanum þarna og
horfði á bátaflotann sigla lit
voginn í blásandi byr. Og var
nærri náttað þegar hún sneri
héim og hafði móðir hennar
eldað kvöldverð. Dúkur var
breiddur á borð, kakan var
kæld úti í gluggakistu, og suð-
an komin upp í katlinum. Kon-
urnar settust undir borð, en
við og við voru þær að gæta
út um gluggann hvort þær sæu
þennan flota af bátum, sem
líktust hópi af nunnum, sem eru
að ganga sér til skemmtunar í
klausturgarði, koma að landi.
Sjórinn var sléttur semspeg-
iíl. Fuglamir, sem verið höfðu
kátir ög kvakað, voru þagnað-
ir. Þá var farið að syfja. En
unga konan stóð við gluggann
úriz engir bátar sáust framar
fyrir myrkri, fyrr en ný stjama,
álíka björt og nýkveikt tungl,
reis í vestri.
Gamla konan, sem sat við
eldinn, andvarpaði.
„Hvað er að, mamma!" sagði
Kata, og fór til hennar.
,,Ég held mér leiðist þegar
þú ert farin, elskan mín.“
„Heldurðu ekki að pabbi
verði hjá þér, og svo hann Jak-
ob?“
„Jakob verður ekki lengi.
Unga fólkið vill ekkert nema
að komast burt.“
„En ertu ekki oft búin að
segja okkur söguna af því þeg-
ar þú straukst með pabba að
óvilja fólksins þíns heima? Höf-
um við ekki oft hlegið að því?“
„Og svo fór þetta. svona,
eins og við vitum báðar“.
Marrima hennar var ekki vön
að kvarta, og dóttur hennar
hnykkti við að heyra hana taia
svona. Hún vissi vel að ætt-
ingjar móður hennar höfðu
ekki viljað að hún giftist þess-
um manni, enda hafði enginn
þeirra talað orð við hana eftir
það! Móðir hennar var velupp
alin og menntuð, en hún hafði
samt sætt sig við það sem mað-
ur hennar hafði að bjóða.
„Það er ekki eins og égséað
fara alfarin íangt í burt“, sagði
Kata. „Ég kem oft áð heim-
sækja þig. 'Það verður ekki neitt
langur' vegur milli okkar.“
„Ég veit það eins vel og þú“,
sagði móðirin. „En stundum
dettur mér í hug hvort formæl-
ingar föður míns hafi ekki
hrinið á mér. Taktu eftir hvem-
ig þeim hefur farizt-við mlg —
og þig líka, núna. Mér finnst
líklegast að þau hafi farið að
forðast mig af því að ég er
svona eins og þú veizt, stund-
um, — hvað kalla þau þetta? —
sjöunda ættliðinn!“
Kata tók í hönd móðursinn-
ar og fór að klappa henni.
Hún vissi vel hvað gamlakon-
an átti við. H'’" vissi að varla
hafði verið s'- vslóð í móður-
ætt hennar uv ’angan tíma, að
ekki væri ein eða fleiri öðru-
vísi en fólk er flest, og sumir
jafnvel að því marki, að þeir
voru hafðir í gæzlu. En fólkið
á þessum stað vissi ekkert um
þetta, og ef þetta hefði borizt
einhverjum til eyrna, hefði það
vissulega verið þaggað niður.
„Vertu ekki að segja þetta,’’
sagði Kata kvíðafull.
„En það- er satt, engu að
síður“. sagði móðir hennar.
Það dimmdi af nótt. Kata
kveikti á lampa. Svo dró hún
fyrir gluggann. „Það er farið
að hvessa, og háski að vera á
sjó“, sagði gamla konan. Dótt-
irin dró tjaldið frá. Tungl var
á lofti og hafið slétt. Ekki
var annað líklegra þessastund-
ina, en að aldrei hefði nokkur
maður drukknað á sjó.
„Líttu út mamma“, sagði
Kata, „það er blæjalogn. Þig
er farið að syfja“.
Ekki bjuggust þær við að
bátarnir kæmu að fyrr en und-
ir morgun.
,,Ég ætla að sitja héma.þang-
að til“, sagði gamla konan.
„Er það ekki fjöldi manns,“
sagði hún, „sem hefur drukkn-
að hérna síðan ég kom hingað?
Patrick drukknaði og áhöfnin
á bátnum hans, og það var á
tunglskinsnótt eins og núna, og
Michilein Peig Peg drukknaði
og systir hans, og í fyrra, og í
hitteðfyrra, — eða var það
fyrir þremur árum? — já, þegar
fólkið frá eynni drukknaði.“
Móðir hennar staulaðist út
að aminum, en dóttirin tók
ekki mark á þessu tali. Faðir
hennar og O’Malley voiu.beztu
sjómenn þar nærlendis. „Kómdu
hingað til mín“, ságði gamlá
konan alít í eimr.
Hún fór til hennar. Gamla
kónáii' tók úúi báðár' hendur
hennar, og leit í augu henni.
„Kata, segðu mér satt“, sagði
hún, „ef einn eða tveir af þeim,
sem eru á bátnum ættu að
drukkna í nótt, hverjum mund-
ir þú kjósa líf?“ „Fyrir alla
muni, mamma vertu ekki að
tala um þetta“, sagði Kata í
angist sinni og losaði hendurn-
ar úr greip móður sinnar, og
svo sátu þær saman þegjandi
við eldinn. Þar sofnuðu þær,
það var orðið bjart þegar þær
vöknuðu við það að eitthvað
þungt kom við lokaðar dyrnar.
Þær litu hvor á aðra.
„Opnaðu“, sagði gamla kon-
an, „svo ég sjái hver þeirra
kemur heim lifandi.“
Hún varð sjálf að opna. Kata
gat það ekki fyrir hræðslu, og
hver var það sem féll inn úr
dyrunum nema O’Malley, renn-
votur og augun uppglennt af
skelfingu.
Samt gat hann sagt mæðgun-
•um hvað fyrir hafði komið. Bát-
urinn hafði strandað á Arnar-
skeri. Honum hafði tekizt að
bjarga gamla manninum í land,
en þá var hann dauður.
„Við skulum koma út og
skoða líkin“, sagði gamla kon-
an, og ’þau fóru út. Lík son-
arins fannst aldrei. Það var
leitað frá Slyne til Galway, en.
ekki fannst það. Otför eldra
mannsins var gerð en ekkjan
felldi ekki tár.
Stundum sást hún sitja ein-
hversstaðar á afviknum stað oa
vera að tala við nágranna .sína.
og sá sem hlustaði, hefði getað
heyrt hana segja: „Þetta staf-
aði allt af álögum. Hvernig
hefði ég átt að geta grátið?
Er mér ekki nógu þröngt um
hjartað? Ég vissi. alltaf að
hann mundi drukkna.“
Eftir að maður hennarhafði
■verið jarðsettur var hún und-
arlegri en nokkru sinni áður.
Hún fór á.fætur á morgnana
án þess að Kata vissi af, og
laumaðist út til að leita.aðsyni
sínum á ströndinni. ’ Á kvöldin
sat þún oft úti við strönd, og
hárið flökti í vindinum, ogvar
ekki klædd í néina spjör nema
náttkjólinn, og svona reikaði
hún fram og aftur, leit í hvem
poll, hvert lón, og rak teern-
ar í grjótið.
Svo söng hún:
Ei veður neitt af úthafs
ógnaslóð
skal aftra mér,
á hverju kvöldi legg ég hingað
leið
í leit að þér.
• r :
Hvert fórstu frá mér,-, Jakob?
Svo kom upp hjá henn'i önnur
hugmynd og þá söng hún þetta:
Þegar Jesús, þitt blessaða barn,
var borinn frá krossins trjám
þeir sem fluttu hann fundu
þig þar
og færðu hann þér að knjám.
Og með þessu vildi' hún segja
að sorg sín væri meiri en
sorg Maríu meyjar, því hún
fékk líkama sonar síns eftir að
hann var tekinn ofan af kross-
inum. „Hvert fórstu frá mér,
Jakob?“
Henni versnaði dag frá degi.
Henni förlaðist minni. Hún
mundi ekkert sem gerzt hafði
síðan fyrir þrjátíu árum að
hún giftist. Ef minnzt var á
mann henngr við hana, s-agð-
ist hún engan eiga enn sem
komið væri, en nú skyldi verða
af því að hún giftist hvað sem
fólkið hennar segði. Ef minnzt
var á fjölskyldu hennar, sagð-
lÖt hún’ éngá éigá. ■ ‘Hvérriig
ætti það " að geta verið. hún <$>■
sem ekki var gift ennþá? Én
hún muridi aílt sem gerzt hafði
f ’aéskú ' h’eiíriarí ‘Un/þetta' Vií’di
hún tala við Kötu' dóttur sína,
því hún ímyndaði sér að Kata
væri yngri: systir sín, -^-unga
systirin sern henni hafðí þótt
svo. vænt um í æsku — óg
veslings Kata varð að hlusta
á þetta, og sitja yfir henni langt
fram á nótt, þangað til hún
var orðin úrvinda af harmi.
Nágrannarnir kenndu í brjósii
um þær báðar. Þeir vissu að
gamla konan hafði verið dá-
lítið skrítin alla tíð síðan hún
kom í þessa sveit. Samt datt
engum í hug að hún væri hald-
in ólæknandi brjálsemi, engum
datt í hug að hún væri altek-
in af hinum sama sjúkdómi
sem ýmsir af ættmönnum
hennar, og engum fannst til-
tökumál þó að hún væyi orðin
eitthvað undarlegri en áður,
annað eins og fyrir hafði kom-
ið.
En Kata vissi vel hvað að
henni gekk, þó að hún þegði
um það. Hún sagði -O’Malley
ekki heldur frá því, eri svo
spurði hann hana upp úrþurru
hvort þao væri þetta sem að
hehni gengi. Hún svaraði því,
að það vissi hún ekki, erisamt
hafði hún -ætlað að segja hon-
um það. Eri þá hefði hún orðið
að segja honum frá þessu’fólkí
sínu, tveimur bræðrum móður
sinnar, • sem báðir voru á geð-
veikraspítala, og systurinni sem
ekki hafði férigíð að faraein-
sömul- út í tuttugu ár.
Um þetta íeýti datt Kötu í
hug að' móðir sín mundi hafa
gott af að skipta um dvalar-
stað og komast þangað sem
ekki' saei út á sjóinn. Það var
’á ské’ri við ’ háfnarmynnið, - sem
tíátirririn hafði strandaðj og
fáðir licnnar dVúkknað, og þeg-
ar ’ lágsjáváð* ‘ vár kom • skerið
upp úr" sjó,' bg'móðir herinar
sá það frá húsinu. Mundi
ekki geta biáð af henni' ef hún
sæi ekki framar þetta óheilla-
sker? Elzta systir hennar var.
gift og bjó í Mayo og henni
farinst ekki úr vegi að’fara áð
fiima ’ h'ariá.: ’É-kki var neitt til-
takánl’ega ‘áðtþ-4á- milli ’ þeirra
systranna, og þegar Kata stóð
þar i gættinni eftir þetta langa
ferðalag, voru viðtökurnar held-
ur í kuldalegra lagi.
Systir hennar og mágurhöfðu
veitingastofu, og vegna þess að
þau voru efnaðri en fólkið henn-
ar heima, hélt hún að Kata
væri komin til að biðjast að-
stoðar, því það hafði hún gert
einu sinni áður. Húsráðandi
var að afgreiða gesti sína í veit-
ingasalnum, en það var gægju-
gat milli stofunnar sem þær
sátu í og veitingastofunnar, svo
þær heyrðu allt sem þar var
talað.
„Jæja, Kata, hvemig líður
mömmu?“ sagði húsfreyjan.
„Illa, María, illa“.
Konan var að prjóna, en við
og við leit hún upp og í aug-
unum mátti sjá hvemig ágimd
og ástúð börðust' um völdin.
„Hefur henni versnað?“
„Henni hefur versnað mikið“.
„Hefur hún gert nokkuð
undarlegt núna upp á síðkast-
ið“?
„Hún gerir margt undarlegt
á hverjum degi ársins, María“.
Nú sló þögn milli þeirra. Þær
heyrðu til ungs manns frammi
í stofunni, sem var orðinn
góðglaður og farinn að syngja.
„Á hverjum morgni óttast ég
að hún muni gera eitthvað
hræðilegt af sér“ sagði Kata.
„Hún þekkir mig ekki nema
stundum. Hún heldur að ég sé
Bridget 0’Donnell“.
„Guð hjálpi, mér, hún sem
ekki hefur séð Bridget O’Donn-
ell síðan hún giftist pabba.“
Nú heyrðu þær húsráðanda
tala hátt frammi í salnum.
„Og Bridget og maður henn-
ar eru orðin góðkunningjar
okkar“, sagði húsfreyjan hugsi.
,,Þau komu hérna í fyrradag og
drukku te hjá okkur svo vin-
samleg og prúð, og höfuðsmað-
urinn sagðist aldrei hafasmakk-
að annað eins te nema einu
sinni í Indlandi".
„Skollinn hafi þau bæði,
Bridget og höfuðsmanninn“,
sagði Kata með óþolinmæði.
„Það var ekki til þess að tala
um þau að ég kom hingað“.
Konan sem um var að næða var
móðursystir þeirra og var gift
höfuðsmanni í hemum. Syst-
umar voru ekki vanar aðkalla
móðursystkini sín „frænda“ eða
„frænku“. Þau voru stór upp
á sig og vildu ekkert hafa sam-
an við þetta fólk að sælda.
Ekkert þeirra hafði komið til
að vera viðstatt jarðarförina.
„Er þér ekki farið að leiðast
þetta“? spurði húsfreyjan", eða
er hún betri suma dagana?“
,,Æ, stundum er hún með
réttu ráði, en þá er hún aum-
kunarverðari en nokkru sinni
fyrr.“
Kata stóð upp. Það kom yfir
hana mikil reisn.
„María“, sagði hún, „ég er
uppgefin, ég er örvingluð. Eng-
inn nema guð veit hvað ég hef
orðið að þola þetta síðasta ár.
Ég sit og sit yfir henni í eld-
húsinu, og hún situr við glugg-
ann og horfir út á hafið, og
aldrei hefur nokkur séð því-
líkan harm sem ég sé í svip
hennar. Hún vill standa upp
og fara, en getur það ekki,
heldur starir hún í sífellu á
þetta óheillasker við hafnar-
mynnið. Og þegar fer að fjara
út, þá bíður hún í stólnum
þangað til skerið kemur upp,
og þegar fer að sjást á það,
fer hún að tala óráð og svo
versnar þetta. Ég er viss um
að það mundi brá af henni ef
hún gæti komizt eitthvað burt
úr þessum skelfingarstað um
lengri tíma. Ég er viss um það
María, að hún yrði fegin að
mega koma til þín og vera hjá
þér um stund.“
Hún þagnaði til þe,ss að
heyra hvað systirin segði.
„Sjö og sexpence“, sagði hús-
ráðandinn, „taktu það eða
skildu það eftir“. Húsfreyja
þagði lengi. Sjalið sem hún var
að prjóna var breitt út á borð-
ið fyrir framan hana, og gler-
augun hjá. En að endingu
byrjaði hún að gera sér grein
fyrir því hversvegna hún gæti
ekki tekið við móður sinni.
Húsið var reyndar of lítið handa
SMÁSAGA
EFTIR
PADRIC
OCONAIRE
þeim sem fyrir voru, engin
smákompa handa móður henri-
ar, fjölskyldan orðin of stór og
barn í vonum. Þau urðu víst
að senda Tómas í skóla annars
staðar og það mundi kosta
þrjátíu pund á ári.
Og svo framvegis. Kata
var orðin reið.
„Og svo vildi ég bæta því
við, að það mundi vera mikil
hneisa fyrir ykkur að hafa
hennar lfka á heimilinu. Mundi
ekki allt nágrennið komast að
því?“ — Systirin reis upp fók-
vond.
„Það má vel vera, að allir
héma kæmust að því, en ná-
unginn, þessi Malley, sem þú
ætlar þér að eiga, hann mundi
ekki vita neitt. Þú ætlaðir að
losna við móður þína svohann
kæmist ekki að þessu“.
„Nei, það ætlaði ég ekki.“
„Víst ætlaðirðu það, því þú
heldur að annars vilji hann
Framhald á 13. síðu.
■■■8
ÍÍÍIMÍÍlÍÍl
Kúíuleikir
Þegar daginn fer að lengja
og líður að vori, fara drengir
og telpur að hugsa um úti-
leikina. — Um daginn sá ég
nokkra snaggaralega stráka
inni í leikfangabúð og voru
þeir að kau{>a sér mislitar
kúlur. „Við erum búnir að
finna upp tvo leiki“, sögðu
þeir. „Við stöndum 3 metra
frá vegg og veltum svo kúl-
unum upp að veggnum. Sá
sem á kúluna sem næst er
veggnum, þegar allir hafavelt
sínum kúlum, má reyna áð
„skjóta“ einhverri sinni kúlu
á kúlu einhvers annars, en
hann má bara nota vísifing-
urinn. Ef hann hittir ein-
hverja þeirra, er hún hans
eígn. — Hitti hann ekki tekur
næsti strákur við“. —
„Hinn leikurinn er þannig
að við teiknum hring á jörð-
ina og er hann svo sem 30
sm í þvermál. — Svo leggur
hver þátttakandi nokkrar
kúlur, kannski svona 3 eða 5
í hringinn. Stutt frá hringn-
um er þverstrik og þaðan
skjótum við með sérstakri
kúlu, sem er stærrí en hinar.
— Ef manni tekst að skjóta
einhverja af kúlum hinna út-
fyrir hringinn fær maður
hana. — En ef kúlan, sem
maður skýtur með, stanzar
inni í hringnum, þá er hún
töpuð. og næsti skotmaður
rejmir sig Ef kúlan, sem
skotið e> með. fer útfyrir
hringinn an þess að snerta
nokkra kúlu. má skjóta aftur.
Maður missir aðeins réttinn til
‘að skjóta, ef skotkúlan stöðv-
ast innan hringsins.“
Hálsfesti
Hérna geta telpurnar séð
hvemig búa má til hálskeðju
úr pappír. — 1 hverja perlu
þarftu pappírsræmu í þeim
lit, sem þú ert hrifin af. —
Pappirinn getur verið stuttur,
langur, mjór eða breiður, allt
eftir því, hvernigþú vilt hafa
perlurnar í laginu. — Papp-.
írsborðana vefur þú utanum
prjón, frekar mjóan, og lím-
ir hann að lokum saman, eins
og sýnt er á myndinni. Þá
er komin ein perla og nú
heldurðu áfram, unz þú hef-
ur nógu margar í eina keðju.
— Því næst eru perlumar
dregnar upp á band og ef
þér sýnist svo, geturðu sett
glerperlur á milli pappírs-
perlanna.
Völundarhús
Oft hafið þið spreytt ykkur
í'iv/ij ■ >. tki ítem®
Íf/Áí ÓS ■iý
t-K/ r,|ííi/3
á því, að finna réttu leiðina
inn í „völundarhúsin”, sem
stundum koma teikningar af
í blöðunum. — En hafið þið
nokkurntíma reynt að búa þau
til? Það getur verið nokkuð
gaman að gera tilraun til þess.
— Hér koma nokkrar teikn-
ingar til þess að koma ykkur
á sporið. —
1. Fyrst er að fá sér rúðu-
strikaðan pappír og teikna á
hann mynd nr. 1.
2. Svo dregur maður boga-
línu frá miðpunktinum í
efstu i'mi og að línuendan-
um til hæeri við hann. (sjá nr.
2).
3. Þá dregur maður stærri
boga milli punktanna sitt
hvoru megin við þ'á fyrri. —
4. Og svona heldur maður
áfram með stærri og stærri
boga, þangað til að allir línu-
endamir eru sameinaðir. (Sjá
stóm myndina).