Þjóðviljinn - 05.02.1967, Blaðsíða 5
StœttöAagör &. fehnfcar 1067 ■— KröÐVmiXSI — SÍÐA 5
unar um verkalaunin; ætlazt
hefur verið til þess að menn
væru heiðarlegir, hreinir og
beinir, þó svo þeir byggju við
erfið og frumstæð skilyrði. Svo
að mönnum yrði þetta auðveld-
ara, voru lögð drög að nýju
siðakerfi sem sagði algerlega
skilið við hina fomhelgu sið-
fræði Konfúsíusar. Inntak þessa
siðakerfis fólst í orðunum: „Mað-
ur á að vera rauður (í skoð-
unum) og vel verki farinn" i
senn, en megináherzlan þó lögð
á hina pólitísku afstöðu.
Það kann að virðast furðu-
legt að reynt sé að koma á slfku
kerfi í landi sem er að iðnvæð-
ast og oftar en einu sinni
spurði ég sjálfan mig meðan
ég dvaldist í Kína hvemig það
gæti gefizt. En eftir því var
faríð og það virtist við fyrst.u
kynni gefast vel. En sú spurn-
ing vaknaði þá hvort iðnvæð-
ingin hefði ekki í för með sér
nýtt mat á verðmætum og
leiddi af sér myndun hags-
munahópa sérfræðinga og
skriffinna, eins og orðið hefur
í öðmm sósíalistískum löndum.
Kínverjar viðurkenndu að þeir
veltu mjög fyrir sér vanda-
málum af þessu tagi, en tóku
þvert fyrir að nokkur hætta
væri á því að skriffinnskan
tröllriði þeim, a.m.k. væri sú
hætta ekki á næstu grösum.
Ég veit ekki hve alvarleg sú
veila (eða hættan á slíkri
veilu) var sem Mao ákvað að
gera við (eða koma í veg fyrir)
með „menningarbyltingunni"
En mér virðist að þessi bylting
slíti ekki tengslin við raun-
vemleika undangenginna ára,
heldur sé hún rökréttur þáttur
í þjóðfélagskerfi þar sem öll
uppörvun er pólitísks eðlis og
því nauðsynlegt að ýta við
þegnunum við og við.
Viljinn til að varðveita
flekkleysi þjóðfélagsins eftir
byltinguna, þörfin tiil að losa
um vanafestuna og blása nýjum
þrótti í atvinnulífið, síðast en
ekki sízt viljinn til að sann-
prófa hvað í hinni nýju kyn-
slóð bjó, — allt þetta skýrir
hvers vegna „menningarbylting-
in“ var sett af stað. En enginn
gat séð það fyrir hvenær lagt
yrði út í þetta einstæða fyrir-
tæki. Engir efnáhagsörðugleik-
ar virtust ógna Kína, og þótt
þvi verði ekki neitað að stríðið
í Vietnam hafi magnað hætt-
una sem að Kína steðjar að
utan, þá er enginn vafi á því
að Kinverjar áttu margra kosta
völ til að bægja henni frá. Og
því er mjög sennilegt, nærri
því víst, að harðar deilur hafa
orðið milli kínverskra ráða-
manna áður en ákveðið var að
setja ,,menningarbyltinguna“ af
stað. Það er einmitt þetta sem
ég held að sé að gerast í Kína.
Við vitum eiginlega ekki
neitt hvað hinum kínversku
ráðamönnum hefur farið á milii
og hæpið væri að ráða það «f
orðalaginu í veggblöðum rauðu
varðliðanna hver hefði verið af-
staða þessa eða hins valda-
mannsins á fundum miðstjóm-
arinnar í ágúst. Rauðu varðlið-
amir hafa vafalaust haft ein-
hvern ávæning af því sem rætt
var um á æðstu stöðum, en
flugusögur í veggblöðum þeirra
um að gruna megi þennan eða
hinn valdamanninn um hálf-
velgju geta ekki komið í stað
greinargerðar um rökræður sem
svo miklu máli skipta. Svo
virðist þó ekki að ráðamenn
flokksins ætli sér að segja allt
af létta um hvað beim hefur
farið á milli . Þeir vilja nú sem
fyrr forðast öll brigzl í ann-
arra áheym, þeir vilja ekki að
Þessi mynd er tekin úr kvikmynd sem nú er sýnd í Kína og er af þeim Lin Piao og Mao Tsetung þegar þeir undirrituðu stofn skrá rauðu varðliðanna-
upp á milli þeirra slitni, svo
ekki verði um bætt. Það er
þess vegna að kínversk dag-
blöð og tímarit hafa ekki ráðizt
á neinn háttsettan ráðamann
með nafni, ef undan er skilinn
Séú Jang, sem lengi hafði haft
forystu í menningarmálum, en
var þó aldrei í hópi æðstu
manna.
Hitt er svo aftur annað mál
að sú hreyfing sem Mao kom
af stað hefur haft ýmislegt í
för með sér sem ekki varð
séð fyrir. Vígorð „menningar-
byltingarinnar“ voru svo loð-
in að óhugsandi var að menn
legðu í þau sama skilning um
gervallt Kína. Þegar „hinn ör-
smái hópur forystumanna sem
Á hverjum morgni gera hin
erlendu sendiráð í Peking út
menn, mælta á kínversku, til
þess að skrifa upp það sem
stendur í veggblöðum varðlið-
anna. Þá vill oft svo til að
þeir hafa á báðar hliðar sér
kínverska starfsmenn, bæði úr
ráðuneytum og flokksskrifstof-
um, sem einnig eru að skrifa
hjá sér orð „byltingarlýðsins"
svo að yfirboðarar þeirra fái
að vita hvað hann vill. Öll rök
hefðu átt að liggja að því að
þeir sem urðu fyrir samstillt-
um árásum rauðu varðliðanna
hefðu tekið höndum saman séi
til varnar, en slík rökvísi á sér
engan stað í þjóðfélagi, sem
byggist á kennisetningum, ekki
milli trúaðra sem í mörg ái
hafa verið sannfærðir um að
þeim bæri að þjóna þjóðinni
og átrúnaðargoði hennar Mao.
en ekki að standa vörð um eig-
in hagsmuni.
Mao Tsetung nýtur meira á-
lits og virðingar en nokkur
annar leiðtogi hefur áður not-
þræða götur kapítalismans" var
lýstur í bann, vöknuðu grun-
semdir í garð allra framá-
manna flokksins, og það hefur
dregið dilk á eftir sér. Þeir
sem sagðir voru sekir voru ekki
nafngreindir og sakir þeirra
heldur ekki tíndar til. Fyrren
varði misstu þeir forystumenn
sem hver á sínum stað hefðu
átt að stjórna hreyfingunni
taumana úr höndum sér. Það
urðu sjálfkrafa viðbrögð þeirra
þegar þeir sættu heiftarlegum
árásum að sakfella yfirmenn
sína og þannig koll af kolli
þar til komið var í þann djöfla-
dans ásakana og fordæminga
sem veggblaðaskrif rauðu varð-
liðanna eru gleggst dæmi um.
ið. Hann er í senn höfuðklerk-
ur kirkju sinnar og guð henn-
ar. Hann getur því ætlazt til
þess af öllum hinum trúuðu
að þeir vaki yfir fagnaðarboð-
skap hans, að þeir segi biskup-
unum til syndanna, hvort sem
þeir gegna enn embættum eða
ekki.
Hins vegar geta biskuparnii
ekki haft í frammi neinar mót-
bárur og enn síður hrópað
„Niður með kirkjuna“ eða
..Niður með guð.“
Samt er það svo að kínversk
blöð segja frá því að „menn-
ingarbyltingunni“ hafi verið
veitt mótspyrna. Og blöðin
ýkja jafnvel, að því er virðist.
tölu andstæðinga og gefa há-
fræðilegar skýringar- á mót-
spymunni sem stafi af stétta-
átökum innan þjóðfélagsins, á-
tökum sem einnig eigi sér stað
innan flokksins. Það eru ann-
ars sannanir fyrir því að óeirð-
ir hafi orðið og Kínverjar við-
urkenna að árekstrar haíi orð-
ið milli verkamanna og rauðra
varðliða og jafnvel milli ein-
stakra hópa af rauðum varð-
liðum. Þeir skýra þetta mis-
ræmi með því að „alþýðan
verði að uppfræða sjálfa sig
með athöfnum", og að enginn
hafi vitað fyrirfram hvernig
haga ætti slíkri allsheriar end-
urskoðun. Þessar skýringar
hrökkva þó skammt. Rétt er
að maoistar vildu losa um mál-
beinið í mönnum svo að um-
ræður hæfust, en þeir höfðu
mjög einstrengingslegar hug-
rhyndir um það, að hvaða nið-
urstöðum ætti ekki að komast.
Þeir ætluðust til dæmis ekki
til þess að verkamenn hagnýttu
sér frjálsræðið til þess að
kjósa trúnaðarráð eða nefndir
sem færu fram á kauphækk-
anir, því að slíkar kröfur hefðu
gengið í berhögg við tilgang
alls fyrirtækisins, sem átti að
örva pólitískan eldmóð manna
en ekki sókn þeirra eftir lífs-
gæðum. Það var því ekki tekið
neinum vettlingatökum á þeim
nefndum sem reyndust hafa
„rangar“ skoðanir að þessu
leyti.
Þetta er ekki nema eitt
dæmi, en önnur mætti nefna.
Og ástæðan er sú að þrátt fyr.
ir hin látlausa áróður síðustu
ára, þá hafa allir Kínverjar
ekki enn aðhyllzt rétttrúnað-
arkenningar maoista. Þegar nú
var losað um höftin, hlaut
innibyrgð óánægja að gera
vart við sig og hafa í för með
sér árekstra sem ráðamennirn-
ir gátu að sjálfsögðu ekki séð
alla fyrir. Þetta skýrir þá ring-
ulreið sem orðið hefur og
einnig takmörkin sem þeirri
hreyfingu sem Mao kom af
stað eru sett. Reynslan sýnir
að það var ekki nóg að ætlast
til þess af bændum og verka-
mönnum að þeir mynduðu með
sér ný samtök. Það eitt dugði
ekki til þess að tryggja að
starfað væri af eldmóði og
stefnt í þá átt sem ætlazt var
til að farið væri í.
En ég álít þó ekki að komm-
únistar hafi misst tökin á þró-
un mála í Kína og enn síður
að nokkur hætta sé á að þeir
missi völdin úr höndum sér.
Mér virðist aðeins að þeim sé
ekki Ijóst hvaða mynd hinar.
En þótt við vitum ekki
hvernig „menningarbyltingin"
muni fara að lokum, þá væri
rangt að álykta að hún væri
misráðin ákvörðun Maos eða
fljótfærnisleg ráðstöfun flokks-
ins. Maoistar hafa beitt sér
fyrir afnámi skriffinnskukerf-
isins í landi sínu og hafa
þannig ráðizt gegn vandamáli
sem ekki hefur verið leyst í
neinu þjóðfélagi sem stofnað
hefur verið til með byltingu.
Evrópskir vinstrimenn sem
hafa þegar í áratugi varað við
hættunni af skriffinnskunni í
sósíalistisku ríkjunum vita
mætavel að hér er um megin-
atriði að ræða.
Skyldi kerfi það sem Mao
hefur í hyggju að koma á
stytta leiðna til kommúnism-
ans? Myndi það vera fram-
kvæmanlegt í jafnvíðlendu
ríki og Kína er þar sem öll
miðstjórn er miklum erfiðleik-
um bundin? Verður það hinm
kínversku byltingu nýr og var-
anlegur aflgjafi eða leiðir bað
til þess að Kommúnistaflokkur
Kína neyðist, eftir tímabil
glundroða og ringulreiðar, til
að draga í land, eins og gert
var 1958 eftir að farið var af
tað með kommúnurnar?
Það er of snemmt að svara
þessum spurningum. En kynni
mín af þeim atburðum sem nú
eru að gerast hafa styrkt þá
nýju stofnanir muni taka á sig
né hver verði hin nýju tengsl
milli stjórnenda og þeirra sem
er stjómað. Þessi óvissa er
reyndar ein af ástæðum ring-
ulreiðarinnar á vcttvangi
stjórnmálanna í Kína, þeirra
pólitísku átaka sem eiga sér
þar stað í sífellu, einnig í
æðstu stjórn flokksins.
skoðun mína að þau manna-
skipti sem orðið hafa í valda-
kerfi flokksins séu aðeins ein
af afleiðingum þessarar geysi-
víðtæku tilraunar til endur-
skipulagningar á allri yfir-
byggingu hins kínverska þjóð-
félags. Kommúnistaflokkur
Kína hefur sætt sig við að
verða að gjalda fyrir eggjan
sína til alþýðunnar með því að
fórna nokkrum sinna eigin for-
ystumanna. En hann reynir að
takmarka tjónið, t.d. með því
að láta þá yfirmenn flokks-
deilda víkja sem sætt hafa of
harðri gagnrýni. Kommúnista-
flokkur Kína er enn trúr meg-
inreglu sinni sem tákna má
með orðunum eining-gagnrýni-
eining og reynir að bjarga
undan þeim félögum sínum
sem bjargað verður.
„Menningarbyltingin“ er
hvorki borgarastríð né einföld
mannaskipti á æðstu stöðum,
heldur markar hún fremur
söguleg þáttaskil í þróun sem
miðar að uppbyggingu jafn-
ræðisþjóðfélagsins. Mao hefur
enn ekki unnið sigur í baráttu
sinni fyrir því að koma á milli-
liðalausu lýðræði og það kann
vel að vera að það sé ekki
framkvæmanlegt í Kína enn
sem komið er. En það er með
betta í huga sem ég tel að
menn eigi að fylgjast með
þeim tíðindum sem dag hvern
berast af atburðunum í Kína.
Höfuðklerkur og guð í senn
Markar þattaskil í þróunínni
PENG SÉN, 67 ára, SEN JI, 66 ára, TAO SJU, 60 ára, SEÚ JANG, 58 ára, LO JÚISJING, 61 árs, SÉN POTA, 61 árs,
borgarstjóri í Peking, utanríkisráðherra, hækkaði í tign, fyrsta fómarlamb herráðsforingi, eínn af helztu
sem settur var af skotspónn varðliða en hrapaði aftur „byltingarinnar“ var settur af bandamönnum Maos
SJANG öjLnG
fjórða kona Maos
og hægri hönd