Þjóðviljinn - 19.02.1967, Síða 1
Sunnudagur 19. fehjúar 1967 — 32. árgangur — 42. tölublað.
Nýjung í skipasmíði hér ó landi
Verður rafknúið síldar-
skip smíðað á Akureyri?
----- ' Slippstöðin á Akureyri mun á næstunni hefja smíði
*
Fyrir svipað fé og kostað hefur að reisa mörg af hinum stóru og íb urðarmiklu einbýlishúsum hefði mátt koma upp 3—4 góðum og
hóflegum íbúðum. — Myndin sýnir eitt af flatarstóru einbýlishús unum i Arnarnesinu í Garðahreppi.
Borgarstjórn:
íhaldið er andvígt allrí tak-
mörkun á smíði óhófsíbúða!
Vísaði frá tillögu Alþýðubandalagsins um að hagkvæm nýting fjár-
magns og vinnuafls skuli jafnan ráða mestu um íbúðahúsabyggingar
■ í umræðum þeim, sem urðu á borgarstjórnar-
fundinum sl. fimmtudag: um tillögu Guðmundar
Vigfússonar, borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins,
varðandi hámarksstærð íbúðabygginga o.fl. lagði
flutnmgsmaður sérstaka áherzlu á þá þjóðhags-
legu nauðsyn að sem flestar hóflegar og hagkvæm-
ar íbúðir fáist fyrir það fjármagn og vinnuafl sem
til íbúðabygginga fer hverju sinni.
550 tonna síldveiðiskips fyrir Sæmund Þórðarson skip-
stjóra, sem er landskunnur aflamaður og hefur stjórnað
Þórði Jónassyni EA allt frá því að hann kom til landsins.
■ Áætlað er að Sæmundur og Þorsteinn Jónsson tækni-
fræðingur fari á næstunni til Þýzkalands í boði fyrirtæk-
is, sem framleiðir búnað í rafknúin skip, en Þjóðverjar hafa
undanfarin ár fengið nokkra reynslu af útgerð rafknúinna
skuttogara. Um þetta nýmæli í skipasmíðum hér segir svo
í Akureyrarblaðinu Verkamanninum, sem kom út í fyrra-
dag:
Tillaga Guðmundar var birt
í heild hér x blaðinu í gær, en í
henni var m.a. gert ráð fyrir
því að borgarstjórnin beindi þeim
tilmælum til skipulagsnefndar og
6kipulagsdeildar borgarinnar að
hafa það sjónarmið .iafnan í huga
við skipulagningu nýrra íbúða-
hverfa og ókvörðun skilmálaum
hámarksstærð bygginga, einkum
á einbýlishúsalóðum, að sem
hagkvæmust nýting fáist á þvi
fjármagni og vinnuafli þjóðar-
innar sem varið er til íbúðabygg-
inga í landinu. Yrði um þetta
leitað samstarfs við nágranna-
sveitarfélögin í því skyni að
skapa mest samræmi í- þessu efni
á Reykjanessvæðinu.
Öhagstætt hlutfall
f framsöguræðu sinni benti
Guðmundur Vigfússon m.a. á að
því væru eðlilega takmörk sett
hversu miklu fjármagni og vinnu-
afli þjóðin gæti ráðstafað til
byggingar íbúðarhúsnæðis á
hverjum tíma. Vegna mikillar
húsnæðisþarfar og húsnæðis-
skoxds hér væri nauðsynlegt að
þetta fjármagn og vinnuafl nýtt-
ist sem bezt og að það skilaði
sem flestum íbúðum við hæfi og
þarfir almennings.
Rannsóknir og skýrslur sýna,
sagði Guðmundur, að stærri hluti
þjóðartekna fslenðinga fer til í-
búðabygginga en h já mörgum eða
flestum nágrannaþjóðum okkar,
en hinsvegar fáum við hlutfalls-
lega færri íbúðir út úr því en
aðrar þjóðir, og það svo að veru-
legu munar. Þessu veldur í fyrsta
lagi hæiri byggingarkostnaður
hér en annarsstaðar ogjafnframt
skortur á skipulagðri bygginga-
starfsemi og í annan stað stærri
íbúðir og meiri íburður en víð-
ast annansstaðar.
f
Dæmi um hófleysið
Guðmundur sagði að opinberir
aðilar mættu sízt af öllu ýta
undir byggingu óhóflegra íbúða
og íburðarmikilla, þvert á móti
þyrttu þeir að vinna að skynsam-
legri hófsemi og leitast við að
Framhald á 11. síðu.
„Farið var að athuga þessa
möguleika þegar í ljós kom, hve.
mikið vélarafl þurfti til þess að
knýja hin ýmsu hjálpartæki, því
Sæmundur hefur hug á að búa
skip sitt vel út.
Tvær þverskrúfur verða, önn-
ur 150 hö. en hin 100 hö. Frysti-
kerfi sem getur annað fiystingu
á 10—15 tonnum af síld á sólar-
hring þarf 120 hö. og rafknúin
spil 200 hö. Þannig að þessi raf-
magnstæki binda um 600 hö.,
þegar önnur rafmagnsnotkun
bætist við. Þetta er mikið og
drýt afl, sem bindast þarf í
hjálpartækjum og því vaknaði
sú sp^rning, hvort ekki væri rétt
að sameina þetta aðalvélarafli
skipsins.
★
Ef þessi leið verður valin,
verða tvær aðalvélar hvor 600
hö., sem með hjálparrafölum
framleiða riðstraum. Sá hluti
rafstraumsins, sem notaður verð-
ur til að knýja skipið áfram, fer
í gegnum afriðla og síðan inn á
tvo jafnstbaumshreyfla til sam-
ans 1000 hö., sem knýja skrúfu-
öxulinn, en riðstraumsrafmagn
verður notað í skipinu að öðru
leyti. Auk þessara tveggja aðal-
véla, verður ein lítil 30 ha. vél
til rafmagneframlejðslu þegar
lítið álag er, t.d. þegar legið er
í höfn“.
Þess er getið í fréttinni að
gert sé ráð fyrir að þessi bún-
aður sé nokkru dýrari en hinn
vanalegi. en menn séu vongóð-
ir um að hann verði ódýrari í
rekstri og spari bæði vélarslit
og olíu.
Gótifognaður
Kvenfélags
sósíalista
Kvenfélag sósíalista efnir til
góufagnaðar aö Tjarnargötu 20
laugardaginn 25. þ-m. Islenzkur
matur á borðum pg kaffi. Fjöl-
breytt skemmtiatriði.
Þátttaka ti'lkynnist í símum
17808, 33586 og 40799- Fjölmennið
og takið með ykkur gesti.
Nefndin.
Kópavogur
Félag óháðra kjósenda hefur
rabbfund | Þinghól, mánudag-
inn 20. febrúar, kl. 8-30. — Kaffi-
veitingar. — Stjórnin.
Nómskeið ÆFR í fundar-
störfum og rœðumennsku
Námskeiði ÆFR í fundarstörfum og ræðu-
mennsku verður fram haldið n.k. þriðjudags-
kvöld í Tjamargötu 20 og hefst það klukkan
21. Er þetta annar hluti námskeiðsins sem nú
stendur yfir.
Að þessu sinni leiðbeinir Arnar Jónsson
leikari um framsögn. Mætið vel og stundvís-
lega.
Stjórn ÆFR.
Ráðstefna haldin um Vietnammálið
og stofnuð íslenzk Vietnamnefnd
Ekki liður sá dagur nú orð-
ið, að blöð og útvarp minni
okkur ekki á styrjöldina í Ví-
etnam. Hernaðarátökin verða
stöðugt víðtækari og grimmi-
legri, stríðið verður æ fórn-
frekara á mannafla og verð-
mæti. Jafnframt eykst sú
hætta, að stríðið breiðist út.
breytist í víðfeðmari og ægi-
legri átök heldur en við get-
um gert okkur grein fyrir.
Æ fleiri einstaklingar’ og
samtök um allan heim lýsa
nú yfir andstöðu sinni á styrj-
öldinni’ í Víetnam og fylkja
sér um þá kröfu, að þessum
háskalega hildarleik ljúki.
Nægir í því sambandi að
benda á víðtækar mótmæla-
aðgerðir víða um heim. Á
Norðurlöndum hefur baráttan
gegn V'xetnamstríðinu m.a.
verið skipulögð af stórum
Víetnamnefndum.
íslendingar hafa fram til
þessa verið fremur sinmilitl-
ir um VíetnammáHð. Það er
álit undirritaðra að þetta stafi
fremur af samtakaleysi, en
að íslendinga skorti áhuga
eða skilning á málinu. Öll-
um hugsandi körlum og kon-
um hlýtur að vera ljós sú á-
byrgð, sem þetta mál legg-
ur okkur á herðar. Styrjaldir,
jafnvel staðbundnar, varða
hvert einasta mannsbarn á
hnettinum.
Undanfarnar vikur hala
farið fram viðræður milli
nokkurra íslenzkra félaga-
samtaka um nauðsyn þess,
að við íslendin.Tar höfumst
cuthvað að í þessu máli. Hel-
ur nú náðst samkomulag um
hinar fyrstu samræmdu að-
gerðir. í fyrsta lagi að halda
ráðstefnu um Víetnammálið,
í öðru lagi að stofna íslenzka
Víetnamnefnd. Að samkomu-
laginu standa eftirtalin átta
fclög: Félag frjálslyndra stúd-
enta, Félag róttækra stúdenta
Menningar- og friðarsamtök
íslenzkra kvenna, Rithöfunda-
félng íslands, Samband ungra ,
Framsóknarmanna, Samband-
ungra jafnaðarmanna, Stúd
entafélag jafnaðarmanna og
Æskulýðsfylkingin , — sam-
band ungra sóisíalista.
Ráðstefnan um Víetnam-
málið verður haldin dagans
25. og 2'6. febrúar n.k. í sam-
komuhúsinu Tjarnarbúð í
Reykjavík. Dagskrá hennar
verður í meginatriðum á þá
leið, að viðfangsefninu verð-
ur skipt í tvo meginþætti:
saga Víetnammálsins verður
rædd fyrri daginn, en seinni
daginn verður rætt um bar-
áttnna gegn Víetnamstríðinu.
Ráðstefnan verður sett af
Thor Vilhjálmssyni rithöf-
undi, en meðal framsögu-
manna um fyrri dagskrárlið-
inn verða Magnús Torfi Ól-
afsson fyrrv. blaðamaður og
Árni Gunnarsson fréttamað-
ur. Framsögumenn seinni dag
ráðstefnunnar verða m. a.
Andri ísaksson sálfræðingur
Ólafur Einarsson stud. mag..
Stefán Jónsson fréttamaður
og Sigurður A. Magnússon
blaðamaður. Félögin mtinu,
hvert i sínu lagi og sameig-
inlega, gera allt sem í þeirra
valdi stendur til að ráðstefn-
an verði vel skipulögð og
fjölsótt. Ýmsum forystumönn-
um í félagsmálum og þekkt-
um einstaklingum verður boð-
ið sérstaklega, en að öðru
leyti verður ráðstefnan opin
almenningi meðan húsrúm
leyfir. Dagskrá, fundartími og
annað, er varðar framkvæmd
og skipulag ráðstefnunnar.
verður auglýst nánar í dág-
blöðunum næstu daga.
Eins og fyrr segir er svo
fyrirhugað að stofnsetja ís-
lenzka Víetnamnefnd. Verð-
ur hún opin bæði einstakling-
um og félögum. Verkefni
hennar verður fyrst og fremst
að skipuleggja og hafa frum-
kvæði í baráttunni gegn
Víetnamstríðinu hér á landi.
í ávarpi til væntanlegra
stofnenda segja st.ofnfélöffin
m.a.:
„Aðalréttlætiskrafa víet-
nömskú þjóðarinnar og þeirra.
er vilja tryggja frið og frelsi
landsins, er . . . að Víetnam-
ar fái að ráða málum sír.um
einir og án erlendra efs dpta.
Til þess að svo geti orðið.
verður allt ^erlent herlið að
hverfa á brott frá Víetnam.
Fyrsta skrefið að þvi marki
er að ófriði linni í Víetnam.
Þar af leiðandi lýsum við yf-
ir stuðningi við tillögur Ú
Þants, framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna “
Nánar verður skýrt frá
stofnun og skipulagi íslenzku
Víetnamnefndarinnar síðar.
Undirrituð félög skora á
alla íslendinga að taka undir
kröfu þeirra og styðja bar-
áttuna fyrir skjótri og varan-
legri lausn Víetnammálsins
Félag frjálslyndra stúdenta
Félag róttækra stúdenta
Menningar- og friðarsam-
tök íslenzkra kvenna
Rithöfundafélag tslands
Samband urigra Framsókn-
armanna
Samband ungra jafnaðar-
manna
Stúdentafélag jafnaðar
manna
Æskulýðsfylkingin sam-
band ungra sósíalista.