Þjóðviljinn - 19.02.1967, Page 8

Þjóðviljinn - 19.02.1967, Page 8
g SÍÐA — ÞJÖÐVIUINN — Sunnudagur 19. febrúar 1967. jónas e svafár forsœtisráSherra þegar forsætisráðherra viðreisnarstjórnarinnar kom frá svíþjóð hafði hann viðtal við hljóðvarpið um hvað hann hefði séð og heyrt og sagt hann sá nautgripi og vildu svíar gefa forsætisráðherranum fíu kýr til kynbóta eins og hverjum öðrum cowboy en ráðherrann þorði ekki að hafa þaer með sér heim vegna kvígu menntamálanna sem er á móti allri aukningu í náttúru landbúnaðarins hann heyrði lögreglukór syngja og þeir hafa vissulega haft gripsvit því ráðherrann var yfir sig hrifinn hann sagði að svíar væru að vinna merka hluti á íslandi með því að byggja innflutningshöfn fyrir framan geðveikrahælið og virkja þjófafoss í þjórsá við tröllkonuhlaup en ég vildi segja að þar hefði skrattinn hitt ömmu sína forsætisráðherrann var mjög háfleygur og talaði máli loftleiða en.eftir þeim breiða vegi flýgur sjálfstæðisörninn til erlendra þjóða SLÆPINGJAR Smásaga eftir UNNI EIRÍKSDÓTTUR Augu blindu stúlkunnar eru stór. dökkbrún, mjúk slikja á þeim. Alger kyrrð augnaráðsins gefur honum frið. Hann situr við hlið hennar og horfir á hana. Um hvað ertu að húgsa? spyr hann lágt. Næstum lotning i rómnum. Fyrst kemur bros, hún snýr höfðinu örlítið frá honum og það er eins og hún hugsi sig um. Um allt sem þú segir mér. Allt þetta, sem hann segir ykk- ur, þessum tólf skrýtnu mönn- um, sem fylgið honum dag eftir dag, viku eftir viku. Þið eruð hættir að vinna, hafizt ekki að annað en hlusta á hann eins og þið væruð í leiðslu. Mér finnst það undarlegt. Hann horfir á hana, alvar- lega. Það er ekki undarlegt. Loks- ins kemur maður, sem hefur eitthvað að segja. Eitthvað nýtt sem við höfum ekki heyrt áður. Ættum við þá að sleppa tækifærinu, neita okkur um að hlusta á fegurðina, vizkuna, muninn á réttlæti og ranglæti, um sjálfa eilífðina. Allt. Ég er blind, ég hef aldrei séð sólina, en ég finn ylinn frá henni. Hérna sit ég og flétta körfur úr tágum dag eftir da'g, ár eftir ár og mér líður vel. Mig vantar ekki þessa óskeik- ulu vissu um rétt og 1 .tngt. Ég held að allt sé rétt. Þér er allt einfalt og satt. Það eina, sem ég óttast er að þú hættir- að koma til min, hættir að segja mér frá fugl- unum, trjánum og blómunum, fólkinu sem gengur hjá, öllu þessu iðandi lífi, sem ég get ekki tekið þátt í. Hugsaðu það ekki. Þú veizt að ég hætti aldrei að koma til þín. Þó finn ég að ég er að missa þig- Við höfum verið vinir alltaf síðan við vorum börn. Hvert hef ég leitað þegar ég var frið- laus, þegar ég var i vafa, þeg- ar ég var glaður? Ævinlega til. þín. Því þú ert blind og sérð allt. Skilur allt. Ég veit þetta. En nú er ég að missa þig, ég finn það. Þó veit ég ekki hvers vegna. Þú ert svo skrýtin í dag. Ég skil þig ekki. En við verðum alltaf vinir. ekkert gæti breytt því. Mig langar til að standa upp, ganga svolitla stund og finna heita goluna leika um mig. Viltu leiða mig? Þau ganga hægt' niður stræt- ið. Hann leiðir hana varlega eins og móðir lítið barn. Hár, svarthærður, andlitið fölt. svört augun full af eldi. Nú mætum við gömlu kon- unni. karfan hennar er ennþá full, hún hefur ekkert selt í morgun. Ég ætla að kaupa af henni nokkrar fíkjur. Hann víkur sér að gömlu konunní, þáð glaðnar yfir henni þegar hann kaupir dálítið af fíkjum. Mig langar í ekkert. Þú verður að borða þær sjálfur, segir stúlkan. Ég fer með þær heim eða gef þær fuglunum. Þú ert svo skrýtinn. Höfuð- ið á þér er fullt af skyldum, sem þú verður að uppfylla, síhugsandi um rétt og rangt. • Þú hlýtur að vera mjög þreytt- ur. Stundum. Mest órólegur. Einhvern tíma finn ég frið eins og þú, þegar ég hef hlustað á hann dálítið lengur. Hlustaðu þá á hann. Kannski hefurðu gott af því. Ann?rs, fólk segir sitt af hver.i” *ré kenningar hans. Sumii la að hann sé að undirbúa bylt- ingu. Ef það verður bylting og kannski banzt hér í borginni, verður þú þá hjá mér og yerndar mig. eða verður þú hjá honum? Hlustaðu ekki á það sem fólkið segir. Þéssi maður boðar aðeins frið og kærleika. Ég gæti trúað að hann þekkti ekki orðið bylting. Það hefur mörgu verið spáð, það veiztu. Og þú veizt líka að spádómarnir rætast. Þeir rætast ævinlega. Talaðu ekki svona. Hvernig gætu löngu dauðir menn vitað forlög okkar. sem nú erum ung og eigum allt lífið framundan? Ég þoli ekki þetta eilífa tai um gamla spádóma. Nefndu þá ekki, þá ertu góð. Þau ganga eftir mjóumt stíg niður að vatninu og setjast á bakkann, Stúlkan lætur vatnið Ieika um hendur sínar, hvítar og þéttar Þau sitja þarna um stund, þögul i heitu sólskin- inu. Svo er tími til að fara heim að borða. Hann leiðir stúlkuna heim til hennar, held- ur svo sjálfur heim til móðút sinnar. Þegar hann kemur inn er hún að láta matinn á borðið. Há og beinvaxin, með svört óróleg augu, bitra drætti um munninn, f remur hörkuleg í fasi. Hann leggur fíkjurnar á borðið. Varstu í fylgd með flakkar- anum núna? Og þetta er kannski dagkaupið. Röddin er köld, bitur. Nei, en ég hitti hann núna á eftir. Við höfum mælt okkur mót allir. Finnst þér þetta sæma þér? Ganga um og hlusta á farand- prédikara og hætta að stunda atvinnu þína Það eina sem mér sæmir er að vera ég sjálfur. Lifa í samræmi við eðli mitt. Ég reyni að láta gott af mér leiða eins og meistarinn kennir mér. Þú talar eins og barn. Hver, sem er nógu ósvífinn getur far- ið að eins og hann, unnið ó- þroskaða unglinga til fylgis við sig, kennt þeim að gagn- rýna allt og vera óánægður með allt, stjórnina, prestana okkar, allt. sem við eigum að treysta á. Fyrirgefðu, móðir mín að ég get ekki skýrt þetta fyrir þér. Þó finnst mér að innst inni hugsir þú líkt og ég, eða haf- ir gert það meðan þú varst ung og ókúguð. Hirtu ekki um minn hug, áður eða nú. Ég hef reynt að vera skyldurækin, það álít ég að sé hin mesta dyggð. En það er hægt að vera skyldurækinn á svo margan hátt og ég veit ekki hvort allar þessar skyldur eiga raun- verulega rétt á sér. Hann hnyklar dökkar augabrúnirn- ar og horfir fast á móður sínaj Enginn skilningur birt- ist honum í andliti hennar. Hún horfir lengi á hann mjög al- varleg áður en hún heldur á- fram máli sínu. Því hefur verið spáð að þetta fái illan endi. Ég hef sagt þér það oft áður. Einn úr hópnum mun svikja hann, þennan furðulega meistara ykkar. Kannski þú, kannski einhver annar. Hættu, móðir mín, það mun aldrei henda. Og þú veiít að ég hef óbeit á gömlum spá- dómum. sem lagðir eru eins og ok á herðar lifandi fólks. þegar lifið er ungt og fagurt og allir ættu að hafa leyfi til að v 'ra hamingjtisamir. Móðir hans lítur á hann aft- ' ur, augnaráðið dapurt og þreytt Mig dreymir margt. sumt i vöku, annað í svefni. Ég hef þekkt þig frá því að þú sást fyrst ljós og myrkur þessa heims. Mig dreymir margt... Þig hefur alltaf dreymt frá því ég. man fyrst eftir mér, og ég veit ekki um einn ein- asta draum sem hafði merk- ingu. Mig dreymir líka, bæði í vöku og svefni. Það eru draumar meðan þeir eru, en þeir boða ekkert. Samt ei eitthvað illt í vænd- um, ég hef áhyggjur af þér, sonur minn. Svipur hennar mildast hún beygir sig niður að syni sínum og strýkur dökkt hár hans. Ég veit að þú líkist mér, gættu þín, ég bið þig, gættu þín. Að lokinni máltíð gengur hann til fundar við meistar- ann og hina. Þeir setjast í grasið og meistarinn talar til þeirra mjúkri. sefjandi röddu. Pilturinn horfir á hann eins og í leiðslu. Síðla kvölds gengur hann heim á leið. Hann hefur orðið þess var í dag að órói er 1 fólki. Það hefur hreytt skætingi í slæp- ingjana tólf, haft orð á því að þeír væru hættulegir þjóð- skipulaginu. Slíkt yrði ekki þolað til lengdar, eins gott að þeir gerðu sér það Ijóst. Hann nemur staðar við hús blindu stúlkunnar. Hún situr- á dyraþrepinu, ofurlítið dap- urleg á svipinn, svipt þeim friði. sem venjulega er yfir henni. Júdas, ég er hrædd, segir hún um leið og hann sezt hjá henni. Við hvað ertu hrædd? Ég veit það ekki. Vertu ekki hrædd. Finnurðu ekki hvernig þétt og hlýtt myrkrið umlykur okkur. Hlust- aðu. fuglarnir hjúfra sig í greinunum og vatnið niðar kyrrlátt og áhyggjulaust. Vertu þá ekki hrædd. Einn þeirra mun svíkja hann. Hvað áttu við? Það er gott að hún sér ekki að hann hrekk- ur við Þvi hefur verið spáð. Einn þeirra mun svíkja hann. og svo. og svo verður hann tek- inn af lífi. Sá sem sveik hann? Nei. meistari ykkar. og þið. þið verðið ofsóttir . Það rætast engar spár, ég skil ekki hversvegna allir vilja trúa slíku. F.f til vill rætast þær einmitt þessvegna. Nei, ekki þessvegna. Samt, ég veit ekki hversvegna þær rætast — stundum. Ef við tökum okkur til og spáum einhverju. segjum fimm hundruð ár fram i tímann. heldurðu að það kæmi fram? Stúlkan hlær. Nei, við erum ekki spámenn. við erum ung og vítum litið Hann hefur boðið þeim til kvöldverðar. Hinzta kvöldverðar. Það get- ur bó ekki verið Hann vill ekki trúa því. Og einn ykkar mun svíkja hann. Nei. Enginn, enginn gæti gert það. Þeir setjast til borðs, þög- ulir. Næstum sorgbitnir. Og meistarinn talar. milt. og sefj- andi. Brýtur branðið. útdeilir vín- inu. Nei. Enginn gerir' það. Sá, sem það gerði hlyti að dæmast til eilífrar fordæmingar. Þess- vegna, sá sem tekur þetta löngu ákveðna hlutverk að sér, hann bjargar einhverjum hinna. Fórnar sér öðrum til bjargar. Því þessar hugleiðingar. Sjálfs- blekking. Hann hefur þegar skipað sjálfan sig í hlutverkið. Nú stendur hann upp, grannur, beinvaxinn, með svört augu full af eldi, myrkri, ör- væntingu. Hann rétt snertir kinn meistarans heitum vörum, gengur síðan út án þess að líta til hægri eða vinstri. Silfurpeningar brenna .fingur hans, hann fleygir þeim í í> næsta runna. Blinda stúlkan situr á bekk við vegarbrúnina. Því ertu hér? spyr hann undrandi, og finnur að hjartað slær enn hraðar en fyrr. Ég varð að koma. Hver fylgdi þér? Ég er blind, annars hefði ég varla ratað. Komdu þá með mér. Hann tekur um hönd henn- ar og leiðir hana inn í trjá- garðinn. Heyrirðu fuglana hjúfra sig í greinum trjánna? Ég heyri það. Hyrirðu vatnið niða, kyrr- látt og fullt af friði? Já, en hversvegna förum við hingað? í kvöld ætla ég að finna friðinn í greinum þessare. trjáa. eilífan frið. Ég skil þig ekki. Nei. En þú, sem ert blind, þin blinda hefur verið min skýrasta sjon. viltu gera sem ég bið þig? Hvers biður þú mig? Að þú farir heim, til móður minnar. Segðu henni að sonur hennar hafi einnig gert skyldu sína,, eins og hún sjálf hefur alltáf gert. Farðu til hennar strax. þú munt ratá því þú ert blind. Blinda stúlkan tyllir sér snöggvast á tá og kyssir hann létt á vangann. Gengur síðan af stað sem leið liggúr. hægt, ofurlítið álút. Hann tekur snærið upp úr vasa sínum, velur sér grein sem yrði nógu sterk. ' Gerir sér hæfilega snöru. bindur snærið utan um grein- ina. Finnur sig tapa fótfest,- unni. færast í átt til fuglanna í laufinu. Nýtt frímerki ut- gefið 16. marz nk. Eins og sagt hefur verið í fréttum gefur póststjórnin út nýtt frímerki 16. marz n.k. Á frímerkinu -verður mynd af himbrima og verðgildið 20 kr. Myndin er af hinu nýja frí- merki.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.