Þjóðviljinn - 19.02.1967, Page 12

Þjóðviljinn - 19.02.1967, Page 12
J2 SÍÐA _ ÞJöÐVIL.TINN — Surtmiclagur 19. feT»fer 196.1. LEIPZIG Allt frá því árið 1165 tengir KAUPSTEFNAN I LEIPZIG þjóðir og heimsálfur viðskiptaböndum og eflir þar með friðsamlega samvinnu landa í milli. Leipzig er í fyUstu merkingu orðsins einn helzti mótstaður alþjóðlegra viðskipta. Leipzig er þannig ótvírætt orðin miðstöð viðskipta miUi austurs og vesturs. í Leipzig býðst tækifæri til þess að bera saman verð og gæði vara í hinum mörgu greinilega niðurröðuðu vöruflokkum, en boðnar eru yfir ein mUjón mismunandi vörueiningar frá 70 löndum heims. — í Leipzig er seljendum bg kaupendum gefinn kostur á að ræða um viðskiptin, en þar liggja frammi tilboð frá meira en 10.000 framleiðendum úr víðri veröld. — Leipzig er ekki aðeins véttvangur til þess að semja um stór og litil viðskipti, heldur eru þar einnig gerðar áætlanir og samið um stórframkvæmdir fram í tímann, á grundvelli verkaskiptingar og samvinnu. Kaupstefnuskírteini svo og allar upp- lýsingar um Kaupstefnuna í Leipzig og ferðir þangað, veitir umboð henn- ar hér: KAUPSTEFNAN - REYKJAVÍK, Símar 11576 og 24794. Kaupstefnuskír'teini má einnig fá á landamærum Þýzka Alþýðulýðveldisins. LEEPZIGER MESSE Iðnaðar- og neyzluvörur. 5.—14. marz 1967 Deutsche Demokratische Republik. N, fríti Nú er rétti tfminn til þess að ákveða fríið — Kynnið yður þvf þau einstæðu kostakjör, sem nú eru boðin f fyrsta sinn. Ferðamannabílar,sem 4 farþegar fylgia, eru fluttir farm- gialdsfrítt — frd Reykiavík til hverrar þeirrar hafnar í Evrópu, sem skip félagsins sigla reglubundið til — og heim aftur. Þeir sem faka bílinn með eiga valið — geta búið í eigin tjaldi, d ódýrum gististöðum, eða lúxus hótelum. Stöðugt færist í aukana, að fjöiskyidur og vinir ferðist saman í eigin bil, hvort sem leiðin liggur til fagurra héraða, blómlegra dala, um hda fjallvegi eða til bað- stranda suðrænna landa. Takið því bíl yðar með í fríið til útlanda og njótið þess að aka t.d. niður til stranda Miðjarðarhafsins, yfir Alp- ana, um Rínarhéruðin, sænsku dalina, norsku firðina, og hin friðsælu héruð Danmerkur og annarra Evrópulanda. Ferðist ódýrt- ferðist saman - takið bílinn með í fríið FERÐIST MEÐ EIMSKIP sími 21460 Veiðarfœralðnaðurinn Framhald af 6. síðu. reglu hefúr augljóslega verið vikið um veiðarfæraiðnaðinn án þess að nokkurt gilt tilefni hafi verið til. 1 ljósi þess, sem hér hefur vérið sagt um ósann- gjama og óskynsamlega mis- munun gagnvart veiðarfæra- iðnaði, samanborið við aðrar atvinnugreinar, liggur í augum uppi, að höfuðforsendan fyrir breytingu á kjörum veiðar- færaiðnaðarins er þessi mis- munun. Hvað sem öðru líður ber að uppræta hana með öllu í eitt skipti fyrir öll . . .“ . „... Um þýðingu innlendrar veiðarfæraframleiðslu fyrir sjáv- arútveginn , eru í sjálfu sér ekki skiptar skoðanir. Nefndin er öll þeirrar skoðunar, að inn- iend veiðarfæragerð hafi mikil- vægu hlutverki að gégna. Eng- inn vafi virðist leika á því, að innlendur veiðarfæraiðnaður skapi útgerðinni meira öryggi en ella. Kom það berlega íljós í heimsstyrjöldinni síðari, að fiskveiðar landsmanna hefðú beðið stórfelldan hnekki, ef ekki hefði verið starfræktur veiðarfæraiðnaður f landinu. I>á verður að telja innlenda veiðarfæragerð mikilvæga for- sendu þess, að tæknilegar rann- sóknir ,i sambandi við notkun nýrra efna í veiðarfapri, fram- leiðslu veiðarfæra og notagildi ýmissa gerða þeirra. nái sem fyllstum árangrí. Eins og er leitum við um flest, er heitir nýjungar og rannsóknir til ann- arra þjóða. Þótt íslenzkir út- vegsmenn og sjómenn séu að jafnaði ákaflega fljótir að til- einka sér tæknilegar nýjunga^. er ekki hægt að telja, að við leikum forustuhlutverk á þess- um vettvangi, þar sem allar að- stæður okkar eru þó hvaðhag- stæðastar. 1 framhíildi af því, sem að ofan greinir má álykta, að veið- arfæraframleiðsla sé einþeirra hliðargreina, sem sjávarútveg- inum sé mikilvægt, að þróist innanlands, bæði af öryggisá- stæðum og vegna betri mögu- leika á tæknilegum rannsókn- um, er oft á tíðum hljóta að beinast að lausn sérstæðra vandamála og þarfa íslenzkra fiskveiða. Með þessu er þóekki verið að segja, að útfflokaberi innflutning. Slíkt rnundi aðeins leiða af sér tjón. Og er þá komið að þriðja atriðinu — sam- keppnisaðstöðunni — er nefnd var að framan. Til er það sjónarmið, að það mæli í móti aðgerðum (ál efl- ingar innlends veiðarfæraiðn- aðar, að hann hafi ekki þegar hafizt af sjálfsdáðum meiri vegs en raun ber vitni Slík uppbygging hljóti að eiga sér stað á kostpað sjávar- útvegsins. Telja verður, að þetta sjónarmið beri vott um tölu- verða skammsýni og vanþekk- ingu. Rakið hefur verið ftar- lega hér að framan, hvemig farið hefur verið með veiðar- færaiðnaðinn sem olijbogabam, með því að um langt skeið var sá iðna'ður settur skör lægra en aðrar atvinnugreinar og hef- til . ® ur nú á ný um nokkurt skeið búið við verri kjör en t.d. sjá- varútvegur og flestar aðrar iðngreinar. Á árum uppbóta- kerfisins varð veiðarfæraiðnað- ur fórnardýr árlegra bráða- birgðaráðstafana til að leysa knýjandi skammæ vandamál sjávarútvegsins. Mætti orða það svo, að vaxtarmöguleikar þessarar greinar hafi beðið hnekki á árum uppbótakerfis- ins. Ókleift reyndist að safna sjóðum til frekari uppbyggmg- ar og stækkunar. Sökum þessa fjárskorts svo og þesfe örygg- isleysis, sem við var að búa, dró mjög úr möguleikum hans til að tileinka sér nýjungar og hagnýta þær. Slík rök hníga samt að því, að hér megi reka samkeppnis- færan veiðarfæraiðnað. 1. Markaður er stór. Nægir í því sambandi að vísa til kafla III um veiðarfæramarkaðinn. 2. Vélbúnaður getur verið sá sami og hjá samskonar fyrir- tækjum erlendis. 3. Verð á hráefnum getur ver- ið svipað eða hið sama. 4. Ytri aðstæður eru hér all- góðar — faglært fólk, véla- verkstæði til viðgerða o.fl. Þannig má segja, að hér á Iándi ættu að verða svipaðar aðstæður og í nágrannalöndum okkar til arðgæfrar veiðar- færaframleiðslu.“ I sameiginlegum tililögum, sem nefndarmenn gerðu til breytinga á starfskjörum veið- arfæraiðnaðarins, segir m. a.: 1. „Þar sem veiðarfæraiðnað- ur býr að mörgu leyti viðsvip- aðar starfsaðstæður í grundvall- aratriðum og sjávarútvegur, þ.e. verður að hlíta ástandi heims- markaðsins hverju sinni, er eðlilegt að hann njóti sem næst sömu kjara og sjávarútvegur- inn, hvað gengi krónunnar snertir. Með þessu er raunar^ verið að segja, að afnám mis- mununar þeirrar, er ríkt hefur undanfarln tvö ár, sé ekki ein- ungis æskileg heldur fyrst og fremst réttlætismál. Þetta þýð- ir í framkvæmd, að sérhver hækkun innlends framleiðslu- kostnaðar, sem sjávarútvegin- um er bætt í einu eða öðru formi, verði einnig látin ná til veiðarfæraframleiðslu. Mismun- un þá, er rikt hefur frá árs- byrjun 1964, er tiltölulega auð- velt að meta til fjár. Nefndin leggur því til, að nú þegar komi til framkvæmda leiðrétting, ér nemi sem næst 4,8% af söluvirði afurða starf- andi fyrirtækja í veiðarfæra- iðnaði vegna ársins 1964. Fyrir árið 1965 og framvegis verði gerðar hliðstæðar leiðrétfmgat. 2. Eins og rækilega hefurven- ið bent á ,hér að framan, hlaut veiðarfæraiðnaðurinn Hla meðferð á dögum uppbótakerf- isins og hefur ekki borið barr sitt síðan. Hefur þessi meðferð, ásamt óvissunni- um rekstrar- grundvöll, hindráð vöxt hans og viðgang, og gert honum þar af leiðandi örðifgt um vik að taka þátt í hinni hröðu þróun, er æ hefur átt sér stað í fram- leiðslu veiðarfæra með því að endurnýja véla- og 'tækjakost svo sem nauðsynlegt hefðiver- ið. En til þess að jafna metinog leiðrétta á einhvern hátt ára- langt misrétti, er það tillaga nefndarinnar, að fyrirtækjum þeim, sem starfa að framleiðslu veiðarfæra og efnis til þeirra, verði greitt nokkurt framlag, er hjálpi þeim til að laga sig að breyttum framleiðsluaðferð- um og breyttri eftir^purn veið- arfæra. Upphaf framlagsins verði metið með hliðsjón af innkaupsverði nauðsynlegra véla og tækja.. Hér hefur verið vísað tii nokkurra þeirra atriða, sem skýra að nokkru leyti þá erf- iðleika, sem íslenzkur veiðar- færaiðnaður á við að etja. Á- stæða er til að vekja athygH á því, að nokkuð er liðið fráþvi, að nefndin skilaði áliti sínu. Frá þeim tima hefur aðstaða þeirra atvinnugreina á Islandi, sem heyja verða sarnkeppni við erlenda framleiðendur enn versnað vegna þess, að allur tilkostnaður við framleiðsluna hefur vaxið mun örar hér en í viðskiptalöndum okkar, og annarra orsaka vegna. Þó áð- urnefnd nefnd hafi talið eðli- legt að íslenzkur veiðarfæraiðn- aður nyti hliðstæðra leiðrétt- inga og útflutningsframleiðslan, hafa slíkar leiðréttingar, hon- um ti.l handa. ekki komið til. Stjórn Félags ísl. iðnrekenda. Körfuknattleikur Staðan á íslandsmeistaramót- inu í körfuknattleik að loknum leikjunum sl. fimmtudagskvöld er þessi: KR 3 3 0 0 244-137 6 IR 3 3 0 0 180-132 6 A 3 10 2 144*158 2 IKF 3 10 2 169-207 2 KFR 3 10 2 182-224 2 ls 3 0 0 3 143-204 0 Næstu leikir í mótinu verða i dag, sunnudag í íþróttahöll- inni, ki. 14:00. Þá leika: 3.fl. karla: Skallagrímur — KR, Mfl. kvenna:: Skallagrímur - ÍR 2. fl. karla: Skallagrímur — KR, 2. fl. karla: IR — karla: A — IS. ÍKF, 1. fl. Kuldajakkar og ú/pur í öllum stærðum. Góðar vörur — Gott verð. Verzlunin Ó.L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu)- HÚSBYGGJENDUR Hjá okkur getið þér fengið næstum allt efni í bygginguna á einum stað. Góð bílastæði og auðvelt að komast að. Góðfúslega kynnið yður verð og vöruval hjá okkur. — Það sparar yður tíma og fyrirhöfn að verzla þar seim vöruvalið er mest. Timbur, jám o.fi. þungavörur' Verziunin Skrifstofan sími 41010 sími 41849 sími 40729 Byggingavöruverzlun Kópavoc Kársnesbrant 2 — Kópavogi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.