Þjóðviljinn - 04.03.1967, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 4. marz 1967.
Blaðskák TR:TA
SVART: TA:
Jón Björgvinsson
Þorgeir Steingrímsson.
abcdeí gh
Abending tí! bindindismanna
Að undanförnu hefur nokk-
uð borið á gagnrýni á starf-
semi bindindissamtakanna í
landinu og ófengislöggjöfinni,
bæði í blöðum, útvarpi og
sjónvarpi. Ég get að nokkru
leyti stutt þessa gagnrýni og
mun hér lítillega skýra mín
sjónarmið og álit á starfi
bindindissamtakanna.
Þá sjaldan heyrist í tals-
mönnum bindindissamtak-
anna, þá er einasta krafan
sem þeir fara fram á sú, að
innflutningsbann skuli sett á
'áfengi. Vissulega væri þá mest-
ur vapdi leystur, hvað áfeng-
isvandamálið snertir, en það
eru því miður engar líkur á
að slíkt bann verði lögfest og
þess vegna tel ég að bindind-
issamtökin verði að miða bar-
áttu sína við það, hvernig
forða megi þjóðinni og þá
sér í lagi unglingunum frá
síaukinni áfengisneyzlu, með
þá staðreynd fyrir augum að
áfengi er og verður fyrir í
landinu til sölu.
í fyrsta lagi verður að hefja
nú þegar skipulega bindindis-
fræðslu í barna- og unglinga-
skólum. Þar nægir ekki að
einn templari eða svo heim-
sæki skólana einu sinni á
vetri, eins og tíðkazt hefur.
Það þarf beinlínis að kenna
bindindi. Gefa þarf út bók
í þeim tilgangi og kenna hana
rétt eins og landafræði og
sögu, Qg er sízt minni þörf.
Með þessu móti og með sýn-
ingu fræðslumynda má koma
inn hjá barninu viðbjóði og
fyrirlitningu á áfengi og á-
hrifum þess. Þessi fræðsla
múrf, er fram líða stundir og
æskan vex upp, breyta al-
menningsálitinu á áfenginu
og.opna augu manna fyrir
því gífurlega böli, sem áfeng-
isneyzla er.
Einnig verða samtök bindind-
ismanna að berjast fyrir þvi,
að aðstaða æskunnar til
skemmtana verði stórbætt.
Aðstaða æiskufólks í Rvík til
skemmtanalífs er til háðung-
ar, og atburðirnir á Hótel ís-
landslóðinni nú um daginn
eru mikil ádeila á ríkjandi
þjóðskipulag, og raunar af-
leiðing af því. Ef einkaauð-
magnið getur ekki grætt á
samkomustöðum, þá lognast
þeir út af og deýja. Það er
óviðráðanleg staðreynd að í
dag græðir einkaauðmagnið
ekki á öðrum skemmtistöðum .
en þeim, er hafa vínveitingar.
Brýn nauðsyn er að komið
sé upp vínveitingalausum
skemmtistöðum fyrir unglinga,
sem reknir séu með aðstoð
ríkis og/eðá bæjar, en
skemmtanalöpgun unglinga
ekki höfð að féþúfu eins og
nú er. Staðir þessir verða að
hafa uppeldisfræðilegt gildi.
Mér er ekki kunnugt um
að bindindissamtökin hafi
nokkurn tíma farið íram á
að bindindiskennsla yrði tek-
in ugp í skólum og aðstaða^
æskunnar til skemmtunar
bætt. Þar er að minnsta kosti
ekki um neina baráttu að
ræða. Til þess að barátta
bindindismanna verði jákvæð
og raunhæf, verða þeir að
láta eitthvað af mörkum,
fórna sér fyrir hugsjón síng.
Þjóðin veriður ekki bindindis-
söm þó að stúkumenn haldi
lokaða fundi um áfengismál,
þar sem allir vilja tala, en
enginn framkvæma neitt, eng-
inn láta neitt af mörkum
fyrir hugsjón bindir ';ssam-
takanna. Þjóðin verður heldur
ekki bindindissöm þó þeir,
sem áfengis neyta, séu eilíf-
lega húðskammaðir og læstir
inni í tukthúsi. Það verður að
meðhöndla þetta fólk eins og
sjúklinga, eins og það væri
haldið krabbameim ' eðá öðr-
um viðlfka sjúkdómi, og reyna
að komast fyrir méinsemdina,
svo að einstaklingurinn geti
aftur orðið nýtur þjoðfélags-
þegn. Að þessu eiga bindind-
issamtökin að vinna mark-
visst og ákveðið, en ekki ein-
blína stöðugt á þá stund, þeg-
' ar áfengi verður ekki lengur
til sölú í landinu, sem trúlega
verður aldrei eða a.m.k. ekki
í bráð.
G. Brynjúlfsson.
,Guð sér um, sina'
Á öndverðu ári 1965 mætti
ég á förnum vegi mál-
kunningja mínum einum, ung-
um manni úr stétt hinna
nýrri innflytjenda eða um-
boðssala, sem í flestum til-
fellum hafa slík störf sem
„hobby“. Tjáði hinn ungi
maður mér vandræði sín, sem
voru í því fólgin, að hann
hugðist kaupa sér íbúð, átti
til þess eina miljón króna í
handbæru fé, en hafði á fram-
tölum sínum til skatts láðst
að telja fram nokkra eign.
Sæi hann því engin ráð til að
koma þessum kaupum á,
nema eiga á hættu að kom-
ast í kast við skattayfir-
völdin, en það vildý hann
um fram allt ekki. Yrði hann
því að bíða hentugra tæki-
færis með íbúðarkaupin.
Hér á dögunum hitti ég svo
þennan unga mann aftur af
tilviljun. Innti ég hann þá
eftir því, hvernig hefði út-
leiðst með íbúðarkaupin í
hitteðfyrra. Það reddaðist nú
á farsælan hátt, sagði hann,
tækifærið kom upp í hend-
urnar á mér, þegar fjármála-
ráðherrann bauð út fyrsta
vísitölutryggða skuldabréfa-
lánið til þriggja ára. Ég bara
keypti skattfrjáls og ófram-
talsskyld bréf fyrir eina
mi-ljón, sem ég svo fæ út-
borguð haustið . 1968 með
visitöluálagi og vöxtum, sem
kemur til að nema þá um
einni miljón og fjögur hundr-
uð þúsund krónum.. Ég er
þegar búinn að festa kaup
á finni íbúðvmeð þeim skil-
málum, að ég greiði hana að
fullu á sama tíma og bréfin
koma til útborgun^r. Finnst
þér ekki sniðugt að komast
svona út úr klípunni? bætti
hann við
Ég verð að segja það, að af
því að ég er ekki ratvís í
völundarhúsi viðskiptalífsins,
varð ég steini lostinn. Mér
varð aðeins að orði: Já, Magn-
ús sér um sína.
x.
abcdef gh
HVÍTT: TR:
Arinbjörn Guðmundsson
\ Guðjón Jóhannsson
9. Rg5
Fóreldrar í Langholtsskólahverfi
Munið stpfnfund foreldrasam-
takanna á sunnudagskvöld í
safnaðarheimilinu við Sólheima
! klukkan 20.30. — Nefndin.
Sýning Þórarins hamlengd
• Ágæt aðsókn hefur veriö að sýningu Listasafnsins á málvcrk-
um Þórarins B. Þorlákssonar og hefur nú verið ákveðið að hún
veröi opin til 12. marz til að gefa sem flestum kost á að kynnast
Iist þéssa fyrsta meistara okkar. Br rétt oð benda á í því sam-
bandi að þetta verður sennilega eina tækifærið á ævinni til að
sjá þessi málverk öll saman komin því að meirihluti þeirra er
fenginn að láni úr ýmsum áttum. Sýningin er opin kl. 13,30-22
daglcga. Myndin er af einu málverki Þórarins, Heimili listamanns-
ins, frá 1924-
Að
vonum
í fyrradag staðfesti Morgun-
blaðið að ritstjórn blaðsins
hefði hafnað boði umað senda
Sigurð A. Magnússon til Víet-
nams, og jafnframt birtu rit-
stjóramir skýringu á þeirri 4-
kvörðun sinni. Segja þeir að
Upplýsingaþjónusta Banda-
ríkjanna hafi valið Sigurðal-
veg sérstaklega til fararinnar,
en ritstjórar Morgunblaðsins
séu sjálfstætt fólk og láti
ekki neina Bandaríkjamenn
skipa sér fyrir verkum; ef
Morgunblaðið gpndi mann í
kjölfar bandaríska innrásar-
hersins í Víetnam vilji rit-
stjóramir ráða því sjálfirhver
fari.
Þessi sjálfstæðisyfirlýsing
væri næsta lofsverð ef ekki
væri vitað hvemig á henni
stendur. Upplýsingaþjónusta
Bandaríkjanna hefur að und-
anfömu verið gagnrýnd mjög
í stríðsmálgögnum vestanhafs
■•■■■■■■■■•■■■■■■■imanaiBiMMiuainaaamiiaiiiiain
fyrir að hleypa til Víetnams
fréttamönnum sem sízt hafi
lagt innrásarhemum lið i
frásögnum sínum, og hefur
sumum af þeim fréttamönnum
raunar verið vísað úr landi
af leppstjóminni í Saígon og
bandarískum hernaðaryfir-
völdum. Er skemmst að minn-
ast harkalegra árása á Salis-
bury, einn af ritstjórum New
Yörk Times, sem gerði sig
raunar sekan um það fráleita
afbrot að fara einnig til norð-
urhluta landsins og greina
frá því sem • þar bar fyrir
augu. Ritstjórar Morgun-
blaðsins hafa auðvitað óttazt
að ef Sigurður A. Magnússon
færi kynni að verða litið á
blað þeirra sem kommúnista-
málgagn — á borð við New
York Times.
Svo er að sjá sem ritstjórar
Morgunblaðsins hafi gefið
kost á því að velja sjálfir
mann til Víetnamferðar, en
Upplýsingaþjónustan hafnað
því boði. Hún hefur að von-
tim óttazt að Eyjólfur Konráð
Jónsson yrði fyrir valinu. —
Ný-
mæli
A það var minnzt hér í
pistlunum fyrir nokkru áð
piltar og stúlkur hétu nú á
máli sumra íþróttamanna
„karlunglingar" og „kvenung-
lingar“. Málfar þessara í-
þróttamanna er þó af gullald-
artagi í samanburði við
Morgunblaðsmanninn sem
samdi um daginn fyrirsögn-
ina „Hann-amir og hún-urn-
ar“. Þeim mönnum er fátt
eftir skilið af íslenzku tungu-
taki sem ekki hafa tiltækorö
eins og þeir og þær, heldur
verða að búa sér til nýjar
orðmyndir samkvæmt erlendri
fyrirmynd. — Austri.
HAMPIÐJAN 0G
HEILDSAUNN
I' Morgunblaðinu 24. f. m.
kemur ÞórhaUur Þorláksson,
forstjóri Marco, fram í eigin
persónu og heldur áfram sam-
anburði á umboðsvörum sínum
og framleiðsluvörum Hampiðj-
unnar.
Aðferðir hans við að ná við-
skiptum af keppinaut á mark-
aðinum eru sem betur fer, ó-
venjulegar hér á landi. Undan-
famar vikur hafa stjómendur
Hampiðjunnar fengið óvandað-
ar kveðjur frá óþekktum rit-
höfúndi. Stjómmálamenn og
aðrir, sem hafa látið þá skoð-
un í ljós að lítilsháttar leið-
rétting á starfsskiiyrðum veiðar-
færaiðnaðarins væri sanngirn-
ismál, hafa verið bomir til-
hæfulausum ósannindum. 1
kjölfar þessara þokkalegu iðju
er verðsamanburður á ósambæri-
legum vörum að gæðum frá
Hampiðjunni og „Corfi“ um-
boðinu afhentur viðskiptamála-
ráðuneytinu, gjaldeyrisnefnd
bankanrta, alþingismönnum og
útgerðarmönnum í því skyni að
rangtúlka hinn sanna verðmis-
mun eftir gæðum og efnismagni
og valda veiðarfæraiðnaðinum
tjóni.
Að ráðum ábyrgra manna,
sem höfðu hlustað á söguburð,
um léleg gæði á framleiðslu-
vörum Hampiðjunnar, var talið
óhjákvæmilegt að óska eftir
gæðarannsókn á þeim vörum,
sem „Corfi“ umboðið notaði til
•verðsamanburðar. Með þeim
hætti var Þórhallur Þorláksson
búinn að ékveða hvaða tegund-
ir voru teknar til prófunar.
Hlutlaus rannsókn fram-
kvæmd af Rannsóknarstofu
iðnað^rins ,sýnir óumdeilanlega,
að gæði „Corfi“ várahna er “i
öllum rannsóknartilfellunum
minni, en á vörum Hampiðjunn-
ar. Samt sem áður heldur Þór-.
hallur Þorláksson uppteknum
hætti með verðsamanburð, sem
sýnir það eitt að verð á þess-
um vörum er mismunandi eftir
gæðum.
Að gefnu þessu tiiefni um
samanburð á rúlluverði kaðla
hafa ekk;i öll atriði, sem skipta
kaupandann máli verið rædd.
Sfðast liðið sumar voru fulltrú-
ar frá dönsku verksmiðjunr.i
Jacob Holm í Kbh. og Esbjerg
Towærkfabrik hér á ferð. Þótt
við eigum í samkeppni við þær
verksmiðjur á markaðinum hér
höfum við gagnkvæm vinsam-
leg skipti og ræðum sameigin-
leg vandamál, sem félagar í
Evrópusambandi ’ verksmiðju-
eigenda. ■ Það sem báðir þessir
aðilar ræddu sérstaklega um,
var að portugalskar verksmiðj-
ur ná lægra verði á hverja
kaðalrúllu með minna efnis-
magni en það „standard" er
við teljum þurfa til að ná rétt-
um gildleika kaðalsins og slit-
þoli. Við vorum allir sammála
um að reyn-a ekki samkeppni
með þeim hætti/
Vegna rúlluverðs samanburð-
ar Þ.Þ. verður nú skýrt frá
þyngdar og slitþolslista Hamp-
iðjunnar annarsvegar og sömu
stærðum á lista útgefnum af
„Corfi".
Þriggja þátta kaðall úr
unni, sem er 18 kg þyngrt og
hefur 2600 kg meira slitþoL
- Þ.Þ. segist hafa á sl. tveim
árum valdið algjörum umskipt-
um á högum togaranna með
botnvörpum frá Portúgal. Það
er sorgleg staðreynd að hrun
togaraútgerðarinnar hefúr aldr-
ei verið örara en á áðurnefndu
tímabili, þrátt fyrir portúgölsk
botnvörpunet í flestum þeim
skipum, sem lagt var. Að sjálf-
sþgðu var þessi þróun hvorki
netunum að þakka eða kenna,
en í hverju liggja hin jalgeru
umskipti á högum togarannaað
dómi Þórhallar við að hætta
fyrirvaralaust viðskiptum við
Hampiðjuna og taka upp við-
skipti við Marco, fyrst þaðkom
ekki fram í hagkvæmari rekstri.
Urðu ekki þessi algjöru um-
skipti á högum Þórhalls Þor-
lákssonar sjálfs?
Sumir togarar fóru ekki með
viðskipti sín frá Hampiðjunni
og aðrir komu aftur um leið
og hægt var að framleiða gexwi-
efni með nýrri gerð véla. Meö- '
al þessara skipa eru togarar
sem hafa minnstan veiðarfæra-
kostnað og er það eftir atvik-
um bezti mælikvarðinn. Hitt
er svo rétt sem Þórhallur gleðst
mjög yfir að nokkrir togarar
nota eingöngu erlendar botn-
vörpur, en það liggur ekkert
fyrir um það, að veiðarfæra-
kostnaður þeirra sé minni en
hinna, sem fóru að tilmælum
ráðherra um það, að tugmilj-
óna króna framlag úr ríkissjóði
komi atvinnurekstri þjóðarinn-
ar að sem mestum notum, en
til þess er féð veitt.
Það kemur fram hjá Þórhalli
. Þorlákssyni að erlendir.vfram-
leiðendur hafa allt í einu stór-
lækkað verðið til Islands. En
vitað er að engin rök eru fyrir
þéirri lækkun í hráefnaverði
eða í lækkun vinnulauna. Sömu
vörur og Hampiðjan er að
byrja framleiðslu á eru boðnar
með 30% lækkun og það er
auðvitað hrein tilviljun að slík-
ar lækkanir koma til fram-
kvæmda um það leyti, sem
Hampiðjan var að afla sér nýrra
yéla til að auka framleiðslu
sína. Það er nú öllum ljóst að
tilvera Hampiðjunnar virðist ó-
þægileg staðreynd frá sjónar-
miði Þórhalls Þorlákssonar. Ef
til vill hefði ekki þurft að lækka
þessa vöru, ef hún væri ekki
að þvælast fyrir áhugamálum
umboðssalans. Undan þeirri tor-
tryggni verður ekki komizt, ef
síldarnætur og þorskanet verða
ekki einnig lækkuð um 30o?(1.
en þær vörur hafa ekkert lækk-
að að undanförnu. Hvers vegna
notar Þórhallur Þorláksson ekkj
hæfileika sína og umhyggju
fyrir útgerðinni til að fá stór-
fellda lækkun á síldarnótum og
þorskanetum, eða hafa hús-
bændurnir erlendis ekki áhuga,
þar sem ekki er hægt að segia
frá innlendri verksmiðju, sem
taka þarf til í þeirri sam-
keppni?
Aróður Þórhalls Þorlákssohsr
hefur valdið misskilningi ."7
skaðað rekstur Hampiðjunn
polypropylcne þráðum
Movlon kaðall Hampiðjan
Ummál þyngd slitþol þyngcl slitþol
m.m. kg. kg. kg. kg.
12 13 1.750 14 1.860
16 22 . 3.000 25 3.250
20 34 4.850 39 5.040
24 50 6,400 57 7.200
40 140 16,600 158 19.200
Þeir Movlon kaðlar, sem þeg-
ar er búið að slitprófa hafa
slitþol mjög nálægt eða heldur
undir framangreindum slitþols-
lista, en bæði meðalslitþol og
meðalþyngd á rúllu er 12—13%
hærra hjá Hampiðjunni enhjá
„Corfi“ samkvæmt áðumefnd-
um framleiðsluupplýsingum fyr-
irtækjanna. Er því augljóst að
Þ.Þ. ber eaman verð á 40 mm
rúllu frá ,,Corfi“ sem vegur
140 kg. og hefur 16600 kg slit-
þol á móti rúlftu frá Hampiðj-
undanfamar vikur. Það verður
ekki útgerðinni til hagsbóta að
nota tímabundna erfiðleika t.il
að hjálpa til viðútrýmingu inn-
lends veiðafæraiðnaðar. Þvert
á móti þarf' sem fyrstaðkoma
upp verksmiðju til framleiðslu
á síldamótum og þorskanetum
til þess að umboðssalan fái
hæfilegt aðhald einnig á því
sviði, en þar rfkir athyglisverð-
ur friður og samstaða í verð-
lagningu sem stendur.
Hannes FáJsson.