Þjóðviljinn - 04.03.1967, Side 3
Laugardagur 4. marz 1957 — ÞJÓÐVILJINN — SÍDA J
Um 300 manns voru drepin og særð í
loftárás „fyrir mistök" í S-Vietnam
Tvær þotur vörpuðu sprengjum á þorp í norðurhluta Suður-Vietnams
en þangað hafði fjöldi manns flúið undan ógnum styrjaldarinnar
SAIGON 3/3 — Um 150 íbúar og aðkomumenn í þorpi
einu í norðurihluta Suður-Vietnams létu lífið en um 175
aðrir særðust þegar tvær þotur vörpuðu sprengjum á það
í gærkvöld. Bandaríska herstjómin í Saigon segir að ekki
sé vitað hvaðan þessar þotur komu, en fullyrðir þó að
árásin hafi verið gerð „fyrir mistök“.
Aðvörun frá Peking
gegn „stjórnieysi"
„Alþýðudagblaðið“ segir slíkt „stjórnleysi“
geta stefnt öllu þjóðfélagskerfinu í hættu
PEKING 3/3 —• Aðalmálgagn kínverska kommúnistaflokks-
ins, „Alþýðudagblaðið“ í Peking, sagði í dag að menning-
arbyltingin hefði haft í för með sér aukið stjórnleysi í
landinu og kvað mikla hættu fólgna í þeirri þróun mála.
Þorp þetta, Lang Vei, er ná-
lægt landamærum Suður-Viet-
nams og Laos og skammt frá
friðlýsta svæðinu við 38. breidd-
Sýrlendingar
veita nú olía
BEIRUT 2/3 — Sýrlenzka stjórn-
in og olíufélagið Iraq Petroleum
Company komust í dag að sam-
komulagi sem felur í sér að fé-
lagið fellst á að hækka greiðslur
sínar til Sýrlendinga um 5(> pró-
sent fyrir að fá að veita olíu
eftir leiðslum um Sýrland frá
norðurhluta íraks. Hefur nú aft-
ur verið opnað fyrir leiðslurnar
og fallið frá eignarnámi á leiðsl-
unum og öðrum eignum olíufé-
lagsins. Deilan hefur staðið frá
því í nóvember og úrslit henn-
ar eru talin mikill sigur fyrir
vinstristjómina í Sýrlandi.
PARÍS 3/3 — Á sunnudag fara
f.am kosningar til franska þjóð-
þingsins, og verður þá kosið um
470 þingsæti í hinu eiginlega
Frakklandi, en 16 í hlutum
franska ríkisins i öðrum heims-
álfum.
Bernard Fall lét
lífið í Vietnam
Bernard Fall í Vietnam
arbaug. Margir þeirra 2.000
manna sem í þorpinu voru þeg-
ar árásin var gerð voru menn
sem flúið höfðu undan ógnum
stríðsins í nágéannahéruðunum,
en Bandaríkjamenn hafa stund-
að látlausar loftárásir á friðlýsta
svæðið og héruðin í grenndinni
mánuðum saman.
Þoturnar tvær flugu lágt yfir
þorpið í gærícvöld, en komu síð-
an aftur og skutu úr vélbyssum
á það og vörpuðu niður sprengj-
um samfleytt í 25 mínútur.
Þorpsbúar leituðu hælis í neð-
anjarðarbyrgjum undir húsum
sínum, en margir þeirra köfn-
uðu þar þegar húsin brunnu. í
allan dag var verið að grafa
hina dauðu í fjöldagröfum.
Bandarískur höfuðsmaður að
nafni John Duffy fylgdist með
árásinni á þorpið úr virki þar
í grenndinni. — Það var erfitt
að komast inn í þorpið vegna
ofsahita, sagði hann í dag. Hvar.
vetna lágu lík manna. Margir
héldu enn kyrru fyrir í neðan-
Baráttan stendur fyrst og
fremst um það hvort gaullistum
tekst að halda meirihluta sín-
um á þinginu. Niðurstöður skoð-
anakannana benda til þess að
þeir muni fá meirihluta, þótt
þeir tapi atkvæðum. Samkvæmt
þeim könnunum ættu kommún-
istar að auka verulega fylgi sitt
en ekki þingmannatölu að sama
skapi og Lýðræðisbandalag
vinstri manna fá heldur færri
atkvæði en kommúnistar en
miklu fleiri þingmenn.
Endanleg úrslit munu ekki fást
í kosningunum á sunnudag. Þá
verða aðeins ráðin úrslit í þeim
kjördæmum þar sem einhver
frambjóðandi fær hreinan meiri-
hluta atkvæða. Viku síðar verður
kosið öðru sinni og þá ræður
einfaldur meirihluti úrslitum.
Ú Þaiit ræddi við
Norður-Vietnama
RANGÚN 3/3 — Ú Þant fram-
kvæmdastjóri SÞ hefur rætt við
fulltrúa stjómar Nbrður-Viet-
nams í Rangún þar sem hann
er nú staddur í orlofi, að sögn
Reuters sem hefur fréttina eftir
vietnömskum stjórnarerindreka.
jarðarbyrgjunum af því að þeir
óttuðust nýja árás.
50 dollara á lík.
Bandarískur herflokkur kom
til þorpsins í dag og yfirmaður
herflokksins, William Morley
majór, sagði að þorpsbúar
myndu fá greidda 50 dollara
fyrir hvern þann sem beðið
hefði bana. Þeir sem særzt hefðu
myndu fá 10—40 dollara eftir
atvikum. Majórinn bætti því við
„Kiss-In“ fundur
í háskóla í USi
EAST LANSING, Miehigan 3/3
— Bandarískir háskólastúdent-
ar hafa á síðari árum beitt ýms-
um nýstárlegum aðferðum til að
láta í ljós andúð sína á því sem
þeir telja miður fara. Frægir
urðu hinir svonefndu „teach-in“-
fundir þeirra um Vietnammálið,
en þeir hófust við háskólann í
Michigan. Stúdentar þar vöktu
aftur athygli á sér í gær með
nýrri baráttuaðferð. Tveir ung-
ir stúdentar — piltur og stúlka
að sjálfsögðu — höfðu boðið
hvört öðru góða nótt með kossi.
Þau fengu hátíðlega aðvörun frá
háskólaráði um að láta slíkt ekki
koma fyrir aftur. 300 piltar og
300 stúlkur við háskólann mót-
mæltu þessum viðbrögðum há-
skólaráðsins í gær með því að
kyssast látlaust klukkustundum
saman í einum samkomusal há-
skólans. Háskólaráð lét þennan
„kiss-in“-fund afskiptalausan.
Harðorð ræða
Podgornis um
USA og Kina
MOSKVU 3/3 — Nikolaj Pod-
gorní, forseti Sovétríkjanna, var
harð*rður í garð Bandaríkjanna
og forystumanna Kína i ræðu
sem hann hélt í Kreml í dag-
Hann sagði að ekkert mark væri
takandi á yfirlýsingum Banda-
ríkjastjórnar um að hún vildi
samningaviðræður, það hefði
komið á daginn hvað eftir ann-
að. Bandarísk heimsvaldastefna
væri erfiðasti þrándur í götu
fyrii* eðlilegri sambúð þjóða
heims.
Podgorní sagði að menningar-
byltingunni í Kina væri beint
gegn kbmmúnistaflokknum, rétt-
arkerfi sósíalismans og sjálfum
grundvelli sósíalistísks samfélags.
Sundrungarpostularnir í Peking
torvelduðu mjög myndun ‘ iam-
fylkingar gegn hinni bandarísku
heimsvaldastefnu-
að þessur greiðslu fælu ekki í
sér neina sektarviðurkenningu.
„Fyrir mistök“
Eins og áður segir hefur
bandaríska herstjórin ekki enn
viljað viðurkenna að flugvélar
hennar hafi verið að verki í
Lang Vei, en brezka útvarpið
sagði í dag að annaðhvort hefðu
þarna verið á ferðinni flugvélar
Bandaríkjamanna eða Saigon-
stjórnarinnar.
Það hefur strax verið tilkynnt
í Saigon, jafnvel áður en rann-
sókn málsins er lokið, að árás-
in hljóti að hafa verið gerð
„fyrir mistök“. ,,Mistökin“ hafa
þá verið þau að þessi morð á ó-
breyttum borgurum áttu sér
stað fyrir sunnan 38. breiddar-
baug, en ekki fyrir norðan hann.
Árásir á N-Vietnam
Bandarískar flugvélar fóru í
Framhald á 6. síðu.
Grein bláðsins birtist undir
fyrirsögninni „Niðúr með stjórn-
leysið“ og er það tekið til marks
um hve mikil áherzla er lögð á
birtingu þessarar greinar að
kinverska - fréttastofan Hsinhua
sendi hana út í heild.
í greininni segir að öllu þjóð-
félagskerfi kommúnismans stafi
hætta af „stjórnleysinu“. Sagt er
að vissir menn reyni að magna
stjórnleysið undir því yfirskini
að þeir séu að vinna að „víðtæk-
ara, lýðræði“.
Þessi grein „Alþýðudagblaðs-
ins“ þykir enn ein vísbending
um það að þáttaskil hafi orðið
í menningarbyltingunni. Þau
þáttaskil hafa orðið samtímis
því að Sjú Enlæ forsætisráð-
herra lætur æ meira til sín
taka og æ meira ber á honum.
Tveir sérfræðingar sem fjölluðu
um þetta í brezka útvarpinu í
dag vöruðu þó við því að álykta
að einhver alger umskipti
hefðu orðið. Sjú Enlæ, sögðu
þeir, hefði frá upphafi verið
í forystu menningarbyltingarinn-
ar, en hann hefði einnig stöð-
ugt varað við því að hún mætti
ekki bitna á framleiðslunni né á
forystumönnum sem sannað
hefðu ágæti sitt í starfi.
Því var veitt athygli að í dag
var í fyrsta sinn í langán tíma,
eða síðan í nóvember, minnzt á
Lin Piao landvarnaráðherra og
„arftaka Maos“ í kínverskum
dagblöðum og veggblöðum. Var
þar sagt frá því að hann hefði
19. febrúar fengið leyfi Maos til
að dreifa tveimur ritgerðum um
allt landið. „Alþýðudagblaðið"
kallar Lin Piao í dag „náinn
vopnabróður Maos“.
Upplýsingar um að leyniþjónustan CIA hafi kostað starfsemi bandarískra stúdentasamtaka hafa aft
sjálfsögftu hvergi vakið mciri athygli eða umrót en meðal bandarískra stúdenta. — Myndin er tekin
á fundi stúdenta í Kaliforníu sem haldinn var um þetta mál.
CIA kostaðí líka starfsemi
Alþjóðanefndar lögmanna
— Nefndin hefur verið verkfæri CIA árum saman, segir
aðalhvatamaður að stofnun „Amnesty International''
Óvissa fyrir kosningar til
franska þingsins á morgun
Johnson vísaði algerlega
á bug tillögum Kennedys
í síðustu viku lét lífið í Suð-
ur-Vietnam prófessor Bernard
Fall, einn fróðasti maður á
vesturlöndum um Vietnam, viet-
nömsku þjóðina t>g sögu hennar.
Hann hafði verið prófessor við
Howard-háskóla í Bandaríkjun-
um síðan 1957. Foreldrar hans
voru austurrískir. gyðingar sem
nazistar drápu bæði, en sjálfur
komst hann undan og barðist
með frönsku skæruliðunum í
síðustu heimsstyrjöld. Hann var
óvæginn í gagnrýni sinni á fram-
ferði Bandarikjanna í Vietnam
og skrifaði um það bækur og
fjölda greina. Hann fór margar
kynnisferðir til Vietnams og það
var í einni slíkri sem dauða
hans bar að. Hann fylgdist með
bandarískri hersveit í norður-
hluta Suður-Vietnams, steig ofan
á jarðsprengju og hlaut þegar
bana.
WASHINGTON 3/3 — Johnson
forseti og Rusk utanríkisráðherra
létu ekki á sér standa að vísa
á bug tillögum Roberts Kenne-
dys um friðargerð 'í Vietnam
sem hann' lagði fram í ræðu í
öldungadeildinni í gær. Méginat-
riði þessara tillagna voru þau
að Bandaríkin ættu þegar í stað
að hætta loftárásum sínum á
Norður-Vietnam og lýsa sig
reiðubúin til að hefja samninga-
viðræður.
Johnson svaraði ræðu Kenne-
dys m.a.s. áður en hún var flutt,
en honum var kunnugt um inni-
hald hennar. Johnson sendi öld-
ungadeildarmönnum bréf rétt
áður en Kennedy hóf ræðu sína.
í þessu bréfi sagði Johnson að
ekki yrði hætt við loftárásirnar
fyrr en Hanoi hefði fallizt á að
draga úr hernaði sínum.
Rusk utanríkisráðherra lýsti
sig algerlega andvígan tillögun-
um, sagði að _ svipaðar tillögur
hefðu áður verið bornar fram,
en engin ástæða væri til að
ætla að stjórn Norður-Vietnams
væri fús til að semja um gagn-
kvæma minnkun hernaðarað-
gerða.
LONDON- 3/3 — Alþ’jóða-
nefnd lögfræðinga sem verið
hefur mjög umsvifamikil
undanfarin ár og einkum lát-
ið til sín taka mál sem til
þess voru fallin að varpa
rýrð á sósíalistísku ríkin hef-
ur verið verkfæri leyniþjón-
ustunnar CIA árum saman.
ÞaS er aðalhvatamaður sam-
takanna „Amnesty Internation-
al“ (Alþjóðleg sakaruppgjöf)!
sem hafa að markmiði að að-
stoða pólitíska fanga hvarvetna
í heiminum, brezki lögmaður-
inn Peter Benenson, sem segir
þetta um Alþjóðanefnd lögfræð-
inga, en áður hafði að vísu vitn-
azt að nefndin var ein af fjöi-
mörgum stofnuman sem þegið
höfðu fé til starfsemi sinnar
sem komig var frá CIA.
Ástæðan til þess að Benenson
veitist nú að Alþjóðanefnd lög-
fræðinga er sú að upp eru
komnar deilur í „Amnesty Int-
ernational“. Benenson sagði af
sér formennsku fyrir samtök-
unum fyrir jól, vegna þess að
hann taldi að þau gætu ekki
unnið starf sitt sem skyldi ef
aðalstöðvar þeirra væru áfram
í London. Hann vildi láta flytja
þær til hlutlauss lands, Sviss
eða Svíþjóðar.
Nú hefur hann hins vegar aft-
urkallað afsögn sína og krefst
þess jafnframt að framkvæmda-
stjóra „Amnesty“, írska lög-
manninum Sean MacBird, verði
sagt upp, en MacBird er einnig
einn af framkvæmdastjórum Al-
þjóðanefndar lögfræðfega. í síð-
ustu viku komst upp að Al-
þjóðanefndin hefði fengið fé frá
Bonn, en það fé hefði verið
komið úr sjóðum CIA. Benenson
sagði einnig að hann hefði orð-
ið fyrir vonbrigðum þegar Al-
þjóðanefndin neitaði að styðja.
„Amnesty'* í máli sem varðar
pólitíska fanga sem Bretar hafa
misþyrmt í Aden.
Benenson sagði á fundi með
blaðamönnum í London:
— Alþjóðanefnd lögfræðinga
hefur verið verkfæri CIA síð-
ustu fimmtán árin.
Óteljandi stofnanir
í bandarískum blöðum hafa
verið birtir langir listar yfir
stofnanir og félagasamtök í
Bandaríkjunum og utan þeirra
siem þegið hafa fé sem runnið
Framhald á 6. síðu.