Þjóðviljinn - 04.03.1967, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 04.03.1967, Qupperneq 5
Ijaugardagur 4. marz 1967 — ÞJÓÐVTUTNN — SÍÐA § Skemmtileg bók um Nordahl Grieg: 5 Eitt vil ég ekki verða: misheppn- að skáld við kaff ihússborð í Osló Allir íslendingar þekkja Nor- dahl Grieg, sem líklega hef- ur orðið ástsælli hérlendis en nokkurt annað erlent skáld okkar aldar. En xærri munu kannast við bróður hans, Har- ald, sem þó hefur komið mjög mikið við sögu í norsku menn- ingarlífi, ekki sízt sem for- stjóri norska Gyldendalforlags- ins. Harald Grieg hefur skrifað bók um bróður sinn, sem hef- ur hlotið hlýlega dóma: þar gerir hann á svofelldan hátt grein fyrir því sem var líkt með þeim bræðrum og þvi sem á milli bar: „Lífsbraut okkar Nordahls var að mörgu leyti mjög svip- uð. Við gengum í skóla, að loknu stúdentsprófi stunduðum við svipað nám (ensku og sögu). Síðan vorum við báðir um nokkurra ára skeið blaðamenn við sama blað þar til við báð- ir gáfum okkur að bókmennta- starfi. En þar með er líkingunni lokið. Þegar ég lét tæla mig gegn betri vilja til að gerast litgef- andi reyndist hann trúr köllun sinni og gerðist skáld. Vöxtur íorlagsins varð til þess að mér voru sköpuð örugg tilveruskil- yrði, cg eignaðist fjölskyldu, viilu í Slemdal og sumarbústað í Sörland. Nordahl bjó hins vegar við öryggisleysi alla ævi, þrátt fyr- ir mikil afköst, stór upplög og velgengni í leikhúsi, næstum því aldrei laus við áhyggjur af efnahag og án þess að eiga sér trausta höfn í heimili. Þegar hann þróaðist í bylt- ingarátt var ég á góðri leið með að verða ef ekki góðborg- ari þá a.m.k. nokkurskonar máttarstólpi í þjóðfélaginu“. ★ Harald Grieg segir skemmti- lega frá því hvernig hann gerðist óforvandisk forstjóri Gyldendals og um nána sam- vinnu við Nordahl um aðskilj- anleg handrit. Hvað eftir ann- að spáir Nordahl því að „þessa bók prentnr þú víst ekki“ og alltaf íær hann sama svarið: „Þú veizt að ég prenta með ánægju allt sem þú skrifar". Nordahl Grieg fær dálitla efna- hagslega aðstoð frá íorlaginu með að þýða fyrir það — í Rússlandi situr hann tit að mynda og þýðir Jack London og segir þá andvarpandi um hann í bréfi: „Jack er tvímælalaust versti rithöfundur heimsins. Mikið verð ég kátur þegar ég er bú- inn að ganga milli bols og höf- uðs á honum og get byrjað að bolnskafa sjálfan mig til að finna eitfhvað til að skrifa um. Ég held ég skrifi skáld- sögu næst, þótt fuglarnir megi vita um hvað hún vorður“. En íyrst varð Nordahl að vinna fyrir sér með blaða- mennsku og því verður ekki neitað að hann var stórtækur á því sviði. í sambandi við írumsýningu á Heilagri Jó- hönnu Bernards Shaw fer hann til London, tekst að ná viðtali við Kipling sama kvöld. símar greinargerðina til Osló, flýgur til Berlínar og sér þar sama verk í þýzkri sviðssetningu, UNDIR ÞESSU MERKI MUNTU SIGUR FÁ Einhver frægasta fréttamynd síftari heimsstyrjaldarinnar sýnir bandaríska hcrmenn skjóta upp fána lamds sins á hátindi eyjarinnar Iwo Jima — en hún var tekin eftir harða bardaga og mikið mannfall. Og þarfnast myndin scm hér er birt ckki nánari útskýringa á því hvað ljósmyndari sá er að fara sem hefur skipt um fána . • . þaðan áfram til Kaupmanna- hafnar og talar við Johannes V. Jensen síðla dags áður en hann þriðja kvöldið í röð sér leikrit Shaws — á dönsku. ★ Nordahl Grieg var að vísu haldinn ferðasótt — en samt: frumsýningar þrjú kvöld i röð — í London, Berlín og Kaupmannahöfn! Ungur stúd- ent fór hann til Oxford og eru þaðan mörg bréf, um skeið var hann sjómaður á kaupskipaflot- anum, samanber „Skipið sigl- ir sinn sjó“, þar sem gerð er grein fyrir mörgum sterkum áhrifum. Síðar fór hann um alla Evrópu. Stutta stund dvaldi hann í Kína. „Röð af gleymdum inniskóm, náttfötum og rakáhöldum varða leið mína“, skrifar hann í bréfi. Einn af kostum bókar Har- alds Griegs er sá að hann hef- ur alltaf tök á að koma að frábærlega góðu og lifandi efni úr bréfum. Nordahl Grieg var bréfritari af guðs náð og sjálf- um þótti honum fátt betra en að fá póst: „Já, póstur er salt lífsins, ég lifi á hverju bréfi nákvæmlega þrjá daga, ég tek það með mér og les það á veit- ingahúsum, já það er gott að geta tekið það upp, þegar aðr- ir skemmta sér helzt til vel, og manni finnst maður sé dá- lítið einmana. Ég hlakka oft til að koma heim en fyrst verð ég að berja dálítið í borðið meðan ég er frjáls til barsmíða. Því sé það nokkuð sem ég vil ekki verða þé er það mis- heppnað skáld við kaffihúss- borð í Oslo. Bankaðu bara í borðið það. — það veitist svo létt, svo létt“. ★ Eftir miklar ófarir leíkritsins „Atlanzhafið“, sam reyndar tók ekki á neinn hátt kjarkinn frá Nordahl Grieg, fékk hann bréf, sem hann gat lifað á miklu lengur en í þrjá daga. Það var frá Hamsun sem hann mat mest norskra skálda: „Ég hef beðið dögum og vikum saman með að skrifa þessar lín- ur til að fá tíma til að skrifa eitthvað það sem mér fyndist fullnægjandi — en nú þakka ég yður blátt áfram fyrir leik- rit yðar. Ég er ekki leikhús- maður, en mér finnst að þér hafið allra heima leiksviðsgáf- ur — ég hef lesið það sem sögu. Það er að sjálfsögðu of óróafullt, en það er einmitt Framhald á 7. síðu. tPOSYDILtL Nokkur orð vegna Listavökunnar Listavaka Samtaka hernáms- andstæðinga hefur sætt ánægjulegum tíðindum — eins og hliðstætt frumkvæði af hálfu samtakanna áður. Og líklega enn betri, tíðind- um: það sem gert hefur verið er vel gert. Það var til að mynda ekki ónýtt að sjá eins vandlega um Bertolt Brecht fjallað og á sýningum þeim sem Erling- ur E. Halldórsson hefur stað- ið fyrir í Lindarbæ. Það voru að vísu ekki fluttir nema þrír þættir úr „Ótta og eymd Þriðja ríkisins", vitanlega vildu menn gjarnan fleiri. En þeir voru vel valdir. Ég sá því einhversstaðar hreyft, að það væri út í hött á okkar dögum að flytja verk sem samin voru og stefnt gegn nazisma Hitlers — hanr. sé búinn að vera og ádeilan lifi ekki tileínið. Það heyrist stundum. En mikið er þetta einkennileg hugsun. Hitlers- Þýzkaland er að vísu horfið, en vissulega hlýtur mannlegt hlutskipti í slíku ríki að halda áfram að vera mikilsháttar verkefni: einmitt þar birt- ast ýmsar þær aðstæður á djöfullega skýran hátt sem annarsstaðar birtast í mild- ara formi og óljósara. Það er líka ánægjulegt að kvikmyndin var með — gott væri ef sú staðreynd reyndist merki um að sú tilhneiging menntamanna og lista að skipa þessari áhrifamestu list- grein í óæðri sess, sé á þrot- um. Sá veikleiki hefur sann- arlega valdið nógu tjóni nú þegar. „Ljóðastund með tónlistar- ívafi“ var flutt á sunnudag- inn var. Það var tilraun sem heppnaðist: hefð og nýjung, kyrrð og ólga, friðsæld og uggur á válegri tíð — þessar andstæður fléttuðust saman með sannarlega áhrifamiklum hætti. Þetta form býr yfir miklum möguleikum: það virðist vel til þess fallið að gera skáldum og tónsmiðum auðveldara að koma því á framfæri sem þeir fást við, innan þess geta þeir sótt nokkurn styrk hverjir til ann- ars til að brjóta niður tregðu áheyrenda. — Þessi „ljóða- stund“ er meðal þess sem flutt verður í lok listavöku nú á sunnudaginn. Listavaka er ágæt hugmynd — en um leið er augljóst, að það er ýmsum annmörk- um háð að efna til fjölþættr- ar menningarstarfsemi stutt- an tíma, einu sinni á ári eða jafnvel sjaldnar, það fer allt- of mikil orka í að reyna að kalla aftur saman áhorfend- ur og áheyrendur, láta þá vita af því hvað er á seyði. Listavaka eignast ekki „sitt públikum“. Sú reynsla sem hefur þeg- ar fengizt af starfsemi sem þessari sýnir bæði möguleika og nauðsyn þess að komið verði á fót samtökum mennta- manna og lista með róttæk viðhorf í þjóðfélags- og menn- ingarmálum til að skipuleggja margþætta menningarstarf- semi og kynningar í ýmsum greinum, Bókmenntir og tón- list. Kvikmyndir og leiksýn- ingar. Umræður. Reglubundin dagskrá a.m.k. alla vetrar- mánuðina. Og með föstum samastað. A. 6.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.