Þjóðviljinn - 07.03.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.03.1967, Blaðsíða 2
V ÞJOÐLEIKHUSIÐ: t/Sade eftir PETER WÉISS Leikstjóri: Kevin Palmer Fyrir íáeinum árum var nýtt þýzkt leikrit sýnt í Vesturberlín. nefnt „Morðið á Marat“ styttu heiti. Sjaldan hefur nokkrum sjónleik verið tekið með öðr- um eins kostum og kynjum, landar hins landflótta skálds töldu nýjan snilling upprisinn — loks væri þýzk leikritun stig- in úr öskunni eftir sára niður- lægingy margra ára. Peter Weiss er að vísu sízt af öllu' greiði gerður með því að líkja honum við mestu stór- skáld fyrri tíma, en hitt auð- sætt að hann er frumlegur og mjög hugtækur" höfundur og mikill leikhúsmaður að auki, leikrit hans eiga skilda þá at- hygli og hrifningu sem þau hafa notið víða um heim. Þau eru vart dramatísk í venju- bundnum skilningi, og skortir skáldið þó ekki sálfræðilega innsýn; honum er efst í huga að skýra pólitísk vandamál okkar tíma, á meðal annars með því að ganga á vit sög- unnar: vekja áhorfendur til umhugsunar, sýna raunveru- leikann óhugnanlegan og nak- inn; Peter Weiss er mjög rót- tækur í skoðunum, eindreginn verkalýðssinni og ómyrkur í máli. Hann leggur óhikað á nýjar.brautir og hefur áreiðan- lega ekki sagt sitt síðasta orð. Weiss hefur orðið fyrir rík- um áhrifum úr ýmsum áttum. Mestur lærifaðir hans er Bert- olt Brecht eins og ljóslega verð- ur séð af þessum leik, ’ en áann hefur líka hrifizt af Antonin Artaud og „Leik- húsi grimmdarinnar“. frönsk- um súrrealistum og öðr- um framúrmönnum okkar dasa. En hann er sjálfstætt leikskáld engu að síður, vinnur úr efni- við sínum á svo nýstárlegan hátt og forvitnilegan að engan ætti að láta ósnortinn. Segja má að verk hans um Jean- Paul Marat og de Sade mark- greifa sé altækt eða alhliða — þar er jöfn áherzla lögð á tal og. tónlist, látbragðsleik og söng; það er ósegjanlega marg- slungið og ofið úr fleiri þátt- um en ég má greina. Grimmd. ógnir og ofbeldi eru grunn- tónn verksins, en þar má líka kynnast margvfslegri kímni, ótömdum ástríðum,, tvísæju háði; í ,,Marat / Sade“ samein- ast auðugt ímyndunarafl, eögu- ' legur fróðleíkur, heimspeki — bg loks leikræn skemmtun. Sjónleikurinn á að gerast í t baðsal geðveikrahælisins í Charenton árið 1808 sem al- kunnugt er, en þar voru leik- sýningar haldnar af sjúkling- unum sjálfum þeim til sálubót- ar og mikið sóttar af heldra fólkinu í París. Frægastur vist- maður hælisins var de Sade. hinn alræmdi markgreifi sem framið hafði marga kynferðis lega sVívirðu, enda iöngun. setið í fangelsum, mikilvirkur rithöfundur og gáfumaður sen. vissi öðrum meira um dimm völundarhús kynlífsins; við hann er sadisminn kenndur Að þessu sinni semuí hann og sviðsetur leik um hið sögu- fræga morð á byitingarforingj- anurrj Marat árið 1793, það er leikurinn innan leiksins. Sú staðreynd . að hlutverkin eru í höndum geðsjúklinga eykur mjög á spennu og fjölbreytni leiksins, annað eins hefur tæp- ast sézt áður á sviði. En sjúk lingarnir eru mjög misjafnlega mikið vitskertir, og eykur það enn á margbreytnina. Til að myndá verður tæpast annað séð en sá sem fer með hlutverk Marats sé byltingarforinginn sjálfur, en um sjúkling þemlan fáum við það eitt að vita að hann sé haldinn ofsóknar- brjálæði og þurfi mjög á vatnsböðum að halda. Um Charlotte Corday og elskhuga hennar Duperret gegnir allt öðru máli; óstjórnleg svefn- sýki hennar og brjáluð kvep- semi hans vekja jafnvel meir athygli en hinar sögulegu staði reyndir. Söngkór fjögurra fáránierrr trúða kemur mikið við sögu en æringjar þessir eru fulltrii’- ar stjómleysis og lægstu ör- birgðar, óstýrilát.ir og hverf- lyndir á alla lund. Bæði kór þessi og kallarinn eru í ætt við verk Brechts, en þess verð- ur samt að geta að kallarinn er - ekki aðeins sögumaður að hætti meistarans. hann skýrir að vísu persónur og atburði fyrir leikgestum, en er um leið hvíslari og aðstoðarleik- stjóri hinna vitskertu leikenda: hér er lagt á nýja og athyglis- verða braut- En það sem öllu framar bindur saman hin fjöl- mörgu og ólíku atriði eru fé- lagslegar og heimspekilegar viðræður Marats op Sade, ekki dramatfskar í neinu, en merki- legar og oftlega harla minnis- verðar. Marat er málsvari fólksins og trúir á sögulegt hlutverk byltingarinnar, full- trúi róttækra umbóta og fé- lagshyggju, en um leið misk- unnarlaus og óvægirín í garð borgaranná sem hann telur sitja á svikráðum við lýðveld- Fremst á myndinni, frá vinstri: Nína Sveinsdóttir, Margrét Gúðmundsdóttir, Erlingur Gíslason og Valdimar Eárusson. UUIIIltU ti^JUllððUII 1 lilUbVFllU lUtli (U ið nýja og alla alþýðu. I ani, an stað heldur Sade fram öfga- kenndri einstaklingshyggju, hann hefur fyrir löngu. glatað . trúnni á byltinguria, hatar hina' vélrænu dauðadóma, sér aðeins grimmd þá og voða sem húa í brjósti hans sjálfs; al- gert kynferðislegt stjómleysi er honum að sjálfsögðu ofar- lega í huga- Kappræður þeirra em aldrei á enda kljáðar. skáldið lætur það áheyrendum eftir að draga af þeim þær á- lyktanir sem þeir vilja.* Marat og Sade hafa báðir sætt hrot.talegum dómum i sögubókum, en raunar hlotið nokkra uppreisn á síðari tím- um; og Peter Weiss er mjög sanngjarn í garð beggja. Hug- ur hans fylgir að sjálfsögðu alþýðuforingjanum Marat, þeim marghrjáða manni, en utan- garðsmaðurinn og fanginn Sade er honum líka hugstæður með vissum hætti, hann kann að meta óbugandi dirfsku hans- Weiss ‘ prédikar ekki, og þó er verk hans óhugnanlega tíma- bært og nálægt þeim sem heyra ■Þakk- arvert Astæða er til að þakka Jóhanni Hafstein heilbrigðis- málaráðherra það ágætafrum- kvæði að stöðva læknaþátt þann sem ætlunin var að birta í útvarpinu í síðustu viku. Ef þátturinn hefði verið fluttur hefði hann því miður naumast vakið mikla afhygli. Að vísu hafa læknamir vafa- laust borið fram skýra og veigamikiá gagnrýni, en sú gagnrýni hefur verið flutt ár- um saman án þess að nokk- uð hafi gerzt til úrbóta; menn hefðu hlustað á þáttinn, tekið undir lýsingar læknanna i þuga sínum, og síðan gleymt öllu saman. Jóhann Hafstein hefði vafalaust hlustað líka, formælt smávegis, en síðan hefði hann einnig gleyjnt gagnrýninni í öítam alúmín- önnunum. En með því að banna þáttinn hafa ráðherr- ann og húskarlar hans í út- varpsráði gert heiibrigðismál- in að „stórpólitískri deilu“ eins og Benedikt Gröndal seg- ir réttilegá í afsökunarleiðara í Alþýðublaðinu i fyrradag. Og ástæða heilbrigðismálanna er slík að þau þurfa að kom- ast í brennidepil sem stórpóli- tískt viðfangsefni; það þarf að hefja þau upp úr lágkúiu og aðgerðaleysi síðustu ára og áratuga. Enginn maður hef- ur stuðlað jafn rösklega að því og Jóhann Háfstein — einmitt þegar hann fetlaði aö gera hið gagnstæða. Raunar er einnig ástæða H' að ætla að unnt sé að knýja fram umbætur á næstunni Viðbrögð Jóhanns Hafstein? eru til marks um viðkvæmm sem menn áttu naumast von á að enn byggi undir skrápi, þessa pólitíska hákarls. MennJ eru ekki • viðkvæmir fyrir ó- ] maklegri og rangri gagnrýnr, hún kemur ævinlega upphafs- mönnunum í koll áður en lýkur. Vanstillingin er ævin- lega bundin við gagnrýnisem er á rökum reist; menn eiga erfitt með að þola frjálsar umræður ef þeir vita sjálfir upp á sig skömmina. Með kröfunni um ritskoðun hefur Jóhann Hafstein sýnt djúpt inn í hugskot sitt, og það kemur í ljós að í sæti heil- brigðismáilaráðberra situr ekKi kaldlyndur pólitíkus heldur viðkvæm sál sem líður önn fyrir ástandið á sviði heil- brigðismála. Nú er því einsætt að ganga ber á lagið til þess að knýia fram athafnir. En auðvitað* ber læknum að minnast þeirr- ar heilsugæzlureglu í sam- skiptum sinum við heilbrigðis- málaráðherrann eftirleiðis, að aðgát skal höfð í nærveru sálar. — Austri. og sjá, ekki sízt í Þýzkalandi, ríki hroðalegrar fortíðar. „Marat / Sade“ er eflaust eitthvert erfiðasta og marg- slungnasta viðfangsefni sem Þjóðleikhúsið hefur glímt við um dagana, og er skylt að taka það strax fram að sýningin brást ekki mínum vonum; Kevin Palmer sýnir enn að hann er mikilhæfur listamað- ur. Leikendurnir eru ekki færri en þrjátíu og fjórir og allir á sviðinu frá upphafi til loka, og flestir á sífelldri hreyfingu; leikstjörinn verður að beita ýtrustu' árvekni, stjórnlagni <ya. atorku ef allt á ekki að fara úr skorðum. Sagt hefur verið að fá leikrit séu mikilhæfum leikstjórum feginsamlegri við- fangsefni en „Marat/Sade“, en frægasta sýning þess mun sú er Peter Brpok stóð fyrir í Lon- don árið 1964; en grunur minn sá að hann hafi farið um verkið frtjög sjálfstæðum hönd- um. Kevin Palmer tekst furðu- vel að 'birta brjálæði vistmann- anria í Charenton, en fær ekki við allt ráðið Vegna alkunnr- ar mannfæðar leikhússins; ein- staka leifcnemi verður utan- veltu, nær ekki tökum á hlut- verkinu. Og hvergi nógu vel tekst að sýna þá frimmd og ógnir sem er grunntónn leiks- ins — eftökurnar eru of mátt- vana, fara alls ekfci gegnum merg og bein eins og ætlazt er til- Eins smáatriðis hlýt ég að geta. Einn geðsjúklinganna er látinn hella blóði úr skolpfötu að hryðjuverkunum loknum; blóðið er ekki annað en rautt traf, en leikarinn setur það jafnharðan í fötuna aftur; þessi vinnubrögð er mér ógerlegt að skilja. Sýningin er furðugóð heild, en ef til vill einna daufgerð- ust í lok fyrri þáttar; eftir það ris hún í fulla hæð- Leikstjór- inn er trúr texta og ætlun skáldsins þó um örfá frávik virðist að ræða. Hann lætur Marat ganga fram á sviðið að morðinu loknu og endurtaka orð þau sem standa í grein Peters Brook í leikskránni: „Það sem öllu varðar er að draga sjálfan sig upp á hárinu, umhverfa sjálfum sér og sjá alla tilveruna nýjum augum“ Hann lætur Corday, eða öllu heldur sjúklinginn sem leik- ur hana vera haldna kvalara- losta; og Duperret beinir brjál- aðri ástleitni -sinni hvað eftir annað að .öðrum sjúklingum en Charlotte Corday- Þó að ég finni þessum smáatriðum eng- an stað í textanum eru þau mér alls ekki á móti skapi. Leikmyndin er verk Uriu Collins, stílhreint verk og fál- legt á flesta lund; og hið hvelfda loft að baki mjög til- komumikið þegar skuggsýnt er , á sviðinu. En vistarvera þessi 1 minnir í fáu á baðsal, baðker þau og nuddborð sem skáldið gerir réð fyrir sjást hvergi. Og það er eins og listakonunni hafi ekki fekizt að nota rýmið til fulls, það er allt of þröngt um leikendurna á baksviði, og framsviðið ekki notað að neinu ráði. Búningateikningar Una Collins eru undantekningarlaust ágæt verk, mjög litríkar og trúar sínum tíma; þar ber réttilegá mest á fánalitum Frakka, litum byltingarinnar miklu. Þýðinguna gerði Árni Björnsson cand. mag., ágætur íslenzkumaður og trúr texta skáldsins. Að óbundnu ræðunni kann ég ekki að finna, þó mér þyki reyndar að orðin „ég pípi á“ hitt og þetta fari illa í munni de Sade. En mikið af orðsvörunum er rímað auk söngvanna sjálfra, og Ámi virðist ekki nógu hagorður; stuðlar og rím valda honúm stundum allnokkrum erfiðieik- um. En meiningunni kemur • hann jafnan vel til skila, og enn er þess skylt að geta áð hann mun hafa haft of skamm- an tíma til stefnu. Langflestum leikendunum er lögð sú þunga skylda á herðar að fara með hlutverk geð- sjúklinga sem túlka meira eða minna sögulegt fólk og heil- brigt; þannig eru .viðfangsefnin tvíþætt að eðli. Að öðrum ó- löstuðum þótti mér mest korna til Róberts Arnfinnssonar 1 forkunnargóðu gervi de Sade — svipurinn mikilúðlegur og lítt skapfellilegur, andlitið rist djúpum rúnum, lífsleiða, sekt- arkennd og þótta, og sagði skýra sögu um innræti og ævi þessa alræmda manns. Hlut- verkið er mjög kyrrstætt — de Sade situr hreyfingarlaus á stól mestallan tímann og skiptir ekki skapi, og þegar hann tek- ur tiil móls eru orðsvörin til- breytingarlítil og næsta ein- hljóða. En Róbert tókst að gæða tal markgreifans áhrifa- mikly. lífi og seiðmagni, og þarf ekki annað en minna á lýsingu hans á aftöku Damiens sem skýrast birti hryllinginn og grimmdina í leiknum, og eigi síður hið magnaða atriði er hann lætur Charlotte Corday húðstrýkja sig nakinn og birt- ir um leið sinn innra mann; ef til vill bezt leikið atriðanna allra. Gunnar Eyjólfsson er Marat og á allan heður skilinn fyrir þróttmikla túlkun sína, búinn góðu gervi, þjáður og hrjáður og svo snjallmæltur að ekkert atkvæði fer forgörðum, og það eitt er óneitanlega mjög mikils virði. 1 annan stað hilaut maður stundum að sakna þeirrar heitu sannfæringar og ákafa sem á að búa að baki orða hins rót- tæka byltingarmanns. Þriðja mesta hlutverkið er morðingi Marats, hin unga og fríða Charlotte Corday frá Caen, falin Margréti Guðmundsdóttur og réttilega að mínu viti. Corday er gerólíkt hlutverk þeim sem Margrét hefur túlkað til þessa, en vel af hendi leyst F'ramhald á 7. síðu. 2 SlÐA — ÞJOÐVILJINN — Þriðjudagur 7. marz 1967.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.