Þjóðviljinn - 07.03.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.03.1967, Blaðsíða 6
g SÍDA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagux 7. man 1967. Yfírlfsing vegna stöðvunar þáttarins ,Þjóðiíf' 2. man Valsstúlkurnar töpuðu stigi Þann 2. marz s.l. samþykkti meiri hluti útvarpsráðs á fundi sínum að fresta umræðum okk- ar undirritaðra um lækna og heilbrigðismál í þættinum „Þjóðlíf" í umsjá Ölafs Ragnars Grímssonar hagfræðings. Fyr- irhugað hafði verið, að þætti þessum yrði útvarpað þá um kvöldið í dagskrá Ríkisútvarps- ins. Sú skýring var gefin á þess- ari ákvörðun meiri hluta út- varpsráðs, að þátturinn væri ó- hæfur til flutnings í útvarp, þar eð í honum væri harkaleg gagnrýni á yfirvöld heilbrigðis- mála, sjúkrasamlög, héraðs- læknakerfið, stjórnmálaflokka o.fl. án þess, að nokkur þessara aðila hefði aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér. Við viljum af þessu tilefni koma á framfæri nokkrum at- hugasemdum: 1) Jóni Thors, deildarstjóra í heilbrigðismálaráðuneytinu var af stjómanda þáttarins boðiðað taka þátt í honum til þess aö kynna sjónarmið heilbrigðisyfir- valdanna og verja þau, ef þyrfti. Hann þekktist ekki boðið. 2) f þættinum kemur fram dr. juris Gunnlaugur Þórðarson, sem gagnrýnir lækna harðlega m.a. fyrir afskipti eða afskipta- leysi þeirra sjálfra af heiibrigð- ismálum. 3) 1 þættinum lýstum við á hlutlausan hátt þvi ástandi, sem núrikir í heilbrigðismálum þjóðarinnar, hvaða hættum það býður heim, hversu áríðandi er, að úr verði bætt tafarlaust og með hverjum hætti það skuli gert. Við teljum okkur hafa nokkra raunsanna þekkingu á þessum málum og ef staðreynd- ir þessara mála eru árásir á bá aðila, sem áður eru upp taldir, eru heilbrigðismál þjóðarinnar greinilega, og því miður, í enn alvarlegra ástandi en við hefð- um þó haldið. 4) Við Iýstum viðhorfum ungra lækna. Okkur er legið á hálsi fyrir vanrækslu og van- þakklæti gagnvart eigin þjóð. Við lýstum á faglegan hátt og með áróðurslausum rökum þeim raunverulegu ástæðum, er til þess liggja, að ungir læknar fást ekki heim, vilja ekki fara Athugasemd 1 gær barst Þjóðviljanum eft- irfarandi athugasemd: ,,Hr. ritstjóri. Forsíðufregn í blaði yðar í gær skýrir frá því, að útvarpsráð hafi hafnað boði um flutning f dagskrá á „Ljóða- stund með tónlistarívafi", eftir tónskáldin Atla Heimi Sveinsson og Leif Þórarinsson. Ekki er þetta nú rétt. Á fundi hljóð- varpsnefndar Ríkisútvarpsins sl. þnðjudag var afgreiðslu frestað og boðinu vísað til fundar í futl- skipuðu útvarpsráði, en þaðkem- ur saman á morgun, þriðjudag- inn, 7. marz. Hvorki fylgdihand- rit né greinargerð tilboði þeirra tónskáldanna, en þess var óskað áður en fréttin birtist í blaði yð- ar, og er engin nýlunda að út- varpsráð vilji hafa emhverja vitneskju umfram óljóst hugboð um framboðið dagskrárefni, sem það á að taka afstöðu til. Líka má á það minna, að ýmsar á- stæður geta valdið því að dag- skrárefni er hafnað, svo sem tímalengd þess, kostnaður við flutning, og margt fleira, auk þess sem hin ágætustu verk — hvort heldur eru bókmenntir eða tónsmíðar — þurfa ekki endilega að vera ákjósanlegt útvarpsefni. Virðingarfyllzt, Guðmundur Jónsson. Þið þessa athugasemd hefur Þjóðviljinn því einu að bæta að hann hafði efni fréttarinnar eft- ir öðru tónskáldinu, er hér á hlut aö mál, Atla Heimi Svemssyni, en blaðið néði ekki tfl hans í gærkvöld til þess að bera undir hann efni þessarar leiðréttmgar. út í héruð o.s.frv. Hér er ekki um óleysanlegt vandamál að ræða, og við bentum á lausn þess, sem bygg- ist á aðstöðu lækna til þess að nýta þekkingu sína og fylgjast með hinum öru framförum á sviði læknisfræðinnar. Þetta varðar alla þjóðina og erhvorki harkaleg gagnrýni né árásir. Andsvör yrðu væntanlega fá af hálfu leikmanna, enda óþörf og yrðu af vanþekkingu einni fram sett. 5) Við fórum auðvitað ekki dult með það, að einhver hlyti að vera ábyrgur fyrir bví vand- ræðaástandi, sem skapazt hefur. Við viljum ekki líta svo á, að þjóðinni sé svo vanstjórnað, að enginn sé ábyrgur. Við vilj- um vekja athygli á því, að all- ir þeir aðalir, sem við erum taldir gagnrýna svo harkalega, hafa haft aðstöðu til þess -að, koma sjónarmiðum sínum í þessum málum á framfæri á opinberum vettvangi og hafa gert það og hreint ekki hirt um, þó enginn væri til and- svara af hálfu lækna. Læknar hafa svo sannarlega mátt þoi a óvægilegar yfirlýsingar og túlk- anir af hálfu þessara aðila og nægir þar að benda á síðustu fjárlagaræðu hæstv. fjármála- ráðherra. Fullyrðingar mis- stórra spámanna um heilbrigð- ismál á opinberum vettvangi eru orðnar æði margar og sum- ar hæpnar. Það er vanrækslu- synd læknanna að hafa ekki sjálfir fyrir löngu tekið af skar- ið og sagt frá hlutunum eins og þeir eru, en þegar það gerðist, er skrúfað fyrir þá. Nú hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því er meirihluti útvarpsráðs samþykkti að „fresta" þættinum. í öllu þvi flóði dagblaðaskrifa, sem orðið hefur, má greina hinar raun- verulegu ástæður fyrir frestun þáttarins. Við viljum í því sam- bandi vekja athvgli á eftirfar- andi: í Mbl. 4. marz s.l. er viðtal við Jóhann Hafstein, heilbrigð- ismálaráðherra um afskipti hans af útvarpsþættinum, sem hann viðurkennir og segir m.a.: „Ég var strax þeirrar skoðunar, að kjaramál lækna væruviðkvæm- ari en svo, að þau ættu að ræðast í slíkum útvarpsþáttum ... og síðar . . . þessa skoðun mína lét ég í ljós við útvarps- ráð án þess ég vissi nokkuð um hvað í þessum fyrirhugaða þætti yrði sagt“. Það kemur glögglega fram í viðtalinu við ráðherrann, að með orðinu kjaramál á hann við launamól sérstaklega. Rétt er að benda ráöherranum á, að launamál lækna voru ekki rædd í þættin- um a.ö.l. en því, að formaður Læknafélags Reykjavíkur sagði, að hann teldi laun lækna nægj- anleg eins og á stæði. Vartætti það að vera ríkisstjórninni ó- hagstætt. Eftir viðtalinu við ráðherrann að dæma, var því<j> ekki ástæða til að fresta þætt- inum og vonandi, að ekki hafi átt sér stað neinn misskilning- ur milli hans og manna hans í útvarpsráöi. Hins vegar er greinilegt, að ráöherrann þekk- rr sitt húsbóndavald og ann- marka þess lýði’æðis, er mest er hampað á tyllidögum. Öllu alvarlegri er önnurfrá- sögn Mbl. af írestun þáttarins, sem birtist sama dag og við- talið vfð ráðherrann. Þar segir: Fyrirsögn: Launaður erindreki Framsóknarflokksins reynir að misnota Ríkisútvarpið og síðar segir í greininni: „Á fundi út- varpsráðs í fyrradag varsam- þykkt að fresta þætti fyrr- greinds erindreka Framsóknar- flokksins, en í honum var rætt um heilbrigðismál á mjög ein- hlíða hátt og sérstaklega um kjaramál lækna“ . . . og enn segir: „... þvi auðvitað eiga ðll sjónarmið rétt á að koma fram í útvarpi, en ekki aðeins þau sem erindreki Framsókn- arflokksins telur sér henta". Þessi skrif eru vægast sagt óheiðarleg. Heilbrigðismál þjóð- arinnar eru dregin niður i híð pólitíska svað og hlutlaus lýs- ing á ástandinu talin erind- rekstur ákveðins stjórnmála- flokks. Þetta er vítavert og á- byrgðarlaust. Við hljótum einn- ig að fordæma þær árásir, sem stjórnandi þáttarins, Ölafur R. Grímsson, hefur orðið fyrir. Hann gerði enga tilraun til þess að koma fram flokkssjón- armiðum og gerði raunar allt tfl þess, að gagnrýni sú, sem fram kom, væri sem mildust. Við teljum hann hafa unnið starf sitt sem hlutlaus spyrjandi og lítt getað ráðið við allt það, sem fram hlaut að koma. Sigurður Bjarnason, alþingis- maður, er einn ritstjóri Mbl. Hann á einnig sæti í útvarps- ráði og gekkst fram í því að þættinum yrði frestað. Hann hlýtur sem ritstjóri að vera á- byrgur fyrir skrifum blaðs síns. Hann hefur enga tilraun gert til þess að leiðrétta þau. Megi af því dæma sanngimi hans og víðsýni þykir okkur illa farið Við viljum að lokum segja þetta. Okkur þykir mjög miður farið og óskiljanlegt, hverjaaf- greiðslu þáttur okkar fékk hjá meirihluta útvarpsráðs. Við höfum okkar skoðun á því, hvernig túlka beri þau vinnu brögð, og að hverju er með þeim vegið í lýðræðisþjóðfélag'. Hitt er þó sorglegast og veitir nokkra innsýn í póilitíska sið- fræði, að efni þáttarins sku’.i vera talinn pólitískur áróður. Það er fulllahgt gengið, að lýs ing lækna á heilbrigðismálum ásamt tillögum þeirra til úr- bóta skuli vera talin árás einn flokk og erindrekstur fyr- ir annan. Við viljum trúa því, að heil brigðismálaráðherra og aðrir forustumenn heilbrigðismála vilji koma þessum málum í gott horf. Afskipti heilbrigðismála- ráöherra af þættinum koma okkur raunar á óvart, þar sem hann hefur íremur fyrirrennur um sínum leitast við að eiga gott samstarf við læknasamtök- in um heilbrigðismálin. Við erum ekki þeirrar skoð- unar, að alger þögn um heil- brigðismálin, aðstöðu og við- horf rnuni hjálpa ráöamönnum bezt. Miklu fremur mætti ætla. að umræður þeirra, er gerzt þekkja af eigin raun, yrðu þeim vopn í baráttunni. Við teljum því, að frestun þáttarins vegna þess, að eng inn var til andsvara sé mis skilinn greiði við þá, sem verja átti og heilbrigðismálum þjóð- arinnar sízt til gagns. Arni B.jörnsson, Frosti Sigurjónsson, Gunniaugrur Þórðarson Helgi Þ. Valdimarsson Snorri P. Snorrason í handknattleikskeppni I meistaraflokki kvenna í Laugar- dalshöllinni á sunnudag gerðust þau tíðindi að Valur tapaði stigi fyrsta sinn í tvö ár, gerði jafn- tefli við Fram 7:7. Alls fóru fram þrír leikir í meistaraflokki kvenna, allir hörkuspennandi, og nokkrir leik- ir í 2. flokki karla. Fram-stúlkurnar komu mjög á óvart i leifc sínum gegn Val og munu fáir hafa búizt við að þær næðu jafntefli viö IsJandsmeist- arana. Fram tók forustuna í upp- hafi 3—0, og hafði í Hálfíleik eitt mark yfir, 4—3. Leikur KR og Ármanns var nokkuð jafn, en ' lauk með sigri Ármanns, 7:6 og er KR nú í mikilli fallhættu. Milli FH og Víkings fóru leikar svo aðjafn- tefli var, 4:4, eftir góðan leik. I 2. fl. karla vann IR FH, KR vann IA og Þróttur vann Vík- ing. — már. Sjúvarútvegurinn Framhald af 1. síðu. tæki sjávarútvegs nokkurn veg- in fullnýtt, útvegurinn starfaði að heita mátti með hámarksaf- köstum. Síðan hafa orðið stórfelldar verðhækkanir'sjávarafurða á er- lendum mörkuðum. Þær áttu sinn mikla þátt í að íleyta út- veginum án mikilla skakkafalla yfir erfiðleika og forða honum frá skakkaföllum, sem stöfuðu af óhagstæðri verðlagsþróun innan- lands. En jafnskjótt og verðlag sjávarafurða á erlendum mörkuð- um hættir að hækka, og lækkar jafnvel nokkuð frá hæsta topp- verði — þá er allt komið í strand. Og þá er til þess grip- ið að bæta einni uppbótinni á aðra ofan og hrekkur þó hvergi nærri til. Það er vissulega ömurlegt tím- anna tákn og þungur áfellis- dómur yfir ríkjandi stjórnar- stefnu, hvernig komið er í dag fyrir mikilvægum þáttum sjáv- arútvegs. þeim þáttum hans flestum, sem báru uppi ís- lenzkt atvinnu- og efnahags- kerfi fyrir nokkrum árum, með- an síldveiðarnar voru í lágmarki. íslenzk togaraútgerð má heita í kaldakoli. 1 stað 40 til 50 tog- ara, sem héðan voru gerðir út fyrir viðreisn, er verið að basla við að gera út 14 til 15 skip — öll rekin með bullandi tapi. í stað þess að -fyrir viðreisn lögðu togararnir tugi þúsunda lesta til vinnslu í hraðfrystihús, telst það nú til algerra undantekninga, ef uggi af togarafiski keraur hér á land. Þau fáu skip, sem enn eru gerð út — leifarnar af þess- um áður svo glæsilega flota — sigla með aflann beint á er- lendan markað, og er vissulega vorkunnarmál, slíkur sem verð- munurinn er, um 4 kr. kg. hér heima, en 12 til 14 kr. á ensk- um og þýzkum markaði. Enginn nýr togari hefur bætzt í íslenzka togaraflotann síðastliðin 8 ár, og flestir eru togarar okkar 18 til 20 ára gamlir. Á sama tíma hef- ur orðið gjörbylting í togara- smíð og togaraútgerð hjá flest- um öðrum fiskveiðiþjóðum. Því er haldið fram af sumum, að hrun togaraflotans stafi að veru- legu leyti af því, að þeir geti ekki hagnýtt fiskimið, sem þeir áður höfðu innan núverandi fiskveiðilandhelgi. Þetta hefur sjálfsagt haft einhver áhrif, en engan veginn ráðið neinum úr- slitum. Og þó að segja megi með fullum rétti, að togarar okkar, þeir fáu sem eftir eru, séu orðn- ir úreltir, þá er staðreyndin samt sú, að yngstu, stærstu og Sverrir Bergman. I beztu skipin eru einhver feng- sælustu aflaskip, sem enn þekkj- ast. En ekkert sannar líklega betur, hvemig aðstaða til út- gerðar á íslandi er i dag, eftir alla viðreisnina en að uppgripa- afli og sala þess afla, þótt heims- met sé. virðist ekki lengur hrökkva til. Það er tap á út- gerðinni samt, segja reiknings- meistarar, og þeir sem eiga met- aflaskipið eru i óðaönn að reyna að selja það fyrir svipað verð og einn síldarbátur kostar í dag. Og hvernig hafa þessi við- reisnarár leikið bátaflota lands- manna, þann mikilvæga hluta flotans, sem ekki hentar til að stunda síldveiðar á djúpmiðum? Þetta er sá hluti flotans, sem staðið hefur að verulegu leyti undir hraðfrystiiðnaði, saltfisk- og skreiðarverkun í landinu þetta eru skipin, sem sjávar þorp og kaupstaðir víðs vegar um land hafa byggt afkomu sína á. í aðalmálgagni viðreisnarinn- ar, Morgunblaðinu, var á þetta drepið í forustugrein í gær. Tæplega vænir neinn Morgun- blaðið um að bera viðreisninni lakar söguna en efni standa til Ég ætla því að leiða það sem vitni. Morgunblaðið segir: „Hitt er alvarlegra, hversu sá floti, sem bolíiskveiðar stundar, hefur dregizt saman. Á árunurh 1!)63—1966 hafa 87 bátar, sam- tals 4713 rumlestir, verið strik- aðir út af skipaskrá. Á sama árabili hafa verið skráð 37 ný fiskiskip undir 12b rúmlestum, Þar af voru á síðastliðnu ári aðeins tvö skip, samtals 109 rúmlestir. Ljóst er að hér er um alvarlega þróun að ræða, þar sem þessi skipafloti ásamt togurunum hefur aflað þess hrá- efnis, sem rekstur frystihúsanna byggist á og þar með atvinna fjölmennum byggðarlögum um land allt“. Á/yktun iundsfundur Framhald af 1. síðu. hernámsandstæðinga til að hvika ekki írá þeim steínumiðum, sem samþykkt voru á Þingvallafundi um að Samtök hernámsandstæð- inga skyldu „berjast íyrir af- námi herstöðva á íslenzkri grund og hlutleysi fslands í hernaðar- átökum“. Fundurinn fagnar öll- um stuðningi sem fram hefur komið við stefnumál samtakanna og leggur áherzlu á eftirfarandi atriði: IStöðvaðar verði hernaðar- • framkvæmdir í Hvalfirði og öll hernaðarmannvirki í landinu afnumin. 2. ísland hafi nána samvinnu sviði utanríkismála. Æskilegt er, að Norðurlandaþjóðimar lýsi yf- ir því, að lönd þeirra verði ævinlega kjarnorkuvopnalaust svæði, og þessar þjóðir móti sameiginlega hlutleysisstefnu gagnvart hernaðarátökum stór- veldanna, þegar NATO-samning- urinn verður uppsegjanlegur ár- ið 1969. 3Þjóðinni verði gefið tækifæri • til að ráða hernámsmálunum til lykta í þjóðaratkvseðagreiðslu. 4 Lalndsnefndarfundurinn itrek- ar þá kröfu að bandaríska sjónvarpinu á Keflavíkurflug- velli verði lokað nú þegar og hvetur til víðtækrar samvinnu allra þeirra fjölmörgu aðila, sem efla vilja varðstöðu um íslenzkt þjóðerni og menningu". 14.40 Við, sem heima sitjum. Halldóra B. Bjömsson skáldkona les kafla úr bréf- um. að vestan. 15 00 Miðdegisútvarp. Fræðski- þáttur Tannlæknafélags Isl. Kristján H- Ingólfsson tanja- læknir talar um krónur á framtennur. Létt lög. Raga- ar Bjarnason og Anna Maria Jóhannsdóttir syngja, Herb Alpert og hljómsveit hans, Stive Wonder, The Suprenaes, E. Johnson og hljómsveit hans, Ellý Vfl- hjálms og S- Black og hljömsveit hans leika Og syngja. 16.00 Síðdegisútvarp. Kariafeór- inn Fósfcbræður og Srnfónía- hljómsveit Islands flytja fimm lög eftir Áma Thoar- steinsson. Stjórnandi: Jón Þórarinsson. Mozart-Mjóm- sveitin í Vinarborg leikur Sex þýzka dansa (K600) eft- ir Mozart; Boskovski stjóra- ar. Philharmonia í Ltmdún- um leikur Sinfóníu nr- 7 op, 92 eftir Beethoven; Otto Klemperer stjómar. 17.05 Framfourðarkennsla í dönsku r>g ensku. 17-20 Þingfréttir. 17.40 tJtvarpssaga baraanna: Mannsefnin. (7). 19.30 Stækkun sveitafélaganna. Hjálmar Vilhjálmsson ráðu- neytisstjóri flytur þriðja er- indi sitt og hið síðasta. 19.50 Lög wnga fólbsins. Her- mann Gunnarsson kynnir- 20-30 Útvarpssagan: Trúðamir eftir Graham Greene. Magn- út Kjartansson les eigin þýðingu (25). 21.30 Lestur Passiusálma (27). 21.40 Víðsjá. 21.50 íþróttir. Sigurður Sig- urðsson segir frá. 22.00 Drottningin segir frá. As- mundur Eiriksson flytur er- indí, þýtt og endursagt 22-20 Duke Ellington skemmtir í hálftíma sem höfundur laga og hljómsveitarstjóri. 22.55 Á hljóðbergi. William J. Fulbright öldungadeildar- maður frá Bandaríkjunum flytur ræðu í Háskóla ísl. (hljóðriten frá 22. f.m.). Ykkur öUum, fjcer og nœr, sem minntuzt mín 10/2 síðastliðinn, fœri ég mínar beztu þakkir. Sérstakar þakkir fœri ég Verka- kvennaféloginu Öldunni á Sauðárkroki fyrir hlýjar kveðjur og fögur blóm. ÁSTRÍÐUR STEFÁNSDÓTTm. Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík o.fl,, fer fram nauðungaruppboð að Síðumúla 20, hér í borg, föstudaginn 17. marz 1967, kl. 1.30 síðdegis. Seldar’ verða eftirtaldar bifreiðir o.fl.: R-890 R-3141 R-4162 R-4280 R-4919 R-5495 R-6015 R-7049 R-9123 R-9519 R-10521 R-10782 R-11118 R-11208 R-11557 R-13726 R-13745 R-13987- R-14348 R-15053 R-15339 R-15736 R-16801 R17167 R-17178 R-17342 R-17759 R-17965 R-18573 R19451 R-19896 og S-558. Þá verður einnig selt fyrir aðflutningsgjaidi m.m. fólksbifreið innflutt af Viggo Jensen með Gull- fossi 16/11 ’64, diesel sendiferðabifreið með glugg- um og 14 lausum sætum, Mercedes Benz 1956, inn- flutt af Hilmari Th. Björnssyni með Fjallfoss 9/8 ’65 og 17 manna farþegabifreið Opel 1957, innflutt af sama með Fjallfossi 9/8 ’65. Greiðsla farj fram við hamarshögg. Borgarfógetaembætti<ð í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.