Þjóðviljinn - 07.03.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.03.1967, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 7. marz 1967. Otgefandi: S&meinmgarfloitkur alþýða: — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H- Jóonsson (áb). Magnús Kjartansson, ' Sigurðux Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj-: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust- 19. Sími 17500 (5 línur) — Áskríftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- Frelsi og nauðsyn |Jndirrót viðreisnarstefnunnar er sem kunnugt er sú meginhugsun að gróðinn eigi að vera vís- ' bending sem sker úr um athafnir, og það fyrir- i komulag kalla stjómarblöðin frelsi. En margir eru ; þeir þættir þjóðfélagsins þar sem gróðinn kemst ) ekki að sem vísbending til athafna. Tökum til að ! mynda skólamálin; á því sviði hafa íslendingar í verið að dragast aftur úr nágrannaþjóðunum vegna frumkvæðisskorts og niðurskurðar á opinberum framkvæmduim; frelsi landsmanna til að njóta skólagöngu með nútímasniði hefur farið minnk- ? andi þrátt fyrir stóraukin fjárráð þjóðarheildar- 1 innar. Eða tökum heilbrigðismálin, sem nú hafa ( enn komizt á dagskrá með óvenjulegum *-hætti vegna skiljanlegrar vanstillingar heilbrigðismála- ráðherra; á því sviði er um að ræða háskalegt og óviðunandi ástand vegna skipulagsleysis og dug- leysis heilbrigðisyfirvalda og stjórnenda Reykja- víkurborgar; frelsi manna til að njóta nútímalegr- \ ar heilbrigðisþjónustu hefur verið að skerðast á } undanförnum árum. ^ama er að segja um sjálfan undirstöðuatvinnu- veg landsmanna, sjávarútveg og fiskiðnað. Óðaverðbólgustefnan hefur svipt þann atvinnuveg gróðanum, þegar undan er skilinn síldarmokstur og iðnaður í sambandi við hann. Afleiðingin hef- ur orðið sú að togurum hefur fækkað úr 50 í 17, sá hluti bátaflotans sem hefur aflað hráefnis handa fiskvinnslustöðvunum hefur dregizt saman, ýms fullkomnustu fiskiðjuver landsmanna hafa verið lokuð mánuðum saman, gefizt hefur verið upp við nýmæli í fiskiðnaði. Frelsi landsmanna til þess að stunda þá atvinnugrein sem er undirstaða efna- hagskerfisins hefur þannig verið skert til mikilla' muna. Og sé sú undirstaða skert til frambúðar mun fleira fylgja á eftir; frelsi til gjaldeyriseyðslu mun koma fyrir lítið er gjaldeyrisöflun situr á hakan- um. prelsi er ævinlega marklítið nema það sé tengí við nauðsyn. Það svokallaða frelsi sem leiðir ó- farnað yfir meginatvinnuvegi þjóðarinnar á mestu velgengnistímum í sögu hennar h.lýtur á skömm- um tíma að snúast í andstæðu sína. Þjóðfé'lagi verður því aðeins stjómað á skynsamlegan hátt að rnenn geri sér grein fyrir því hvernig það starf- ar og hverjir séu nauðsynlegustu þættir í kerfi þess. Þróttmiklir og gróskuríkir þjóðlegir atvinnu- vegir eru nauðsyn sem allt annað hvílir á; fullkom- ið og vökult menntakerfi og nútímaleg heilsu- gæzla eru aðrir þættir sem óhjákvæmilega verður að rækja hvað sem öllum gróða líður. Stjómar- stefna sem afrækir þessa þætti, en hefur banka- hallir og verzlunarmusteri fyrir yndi sitt og eftir- læti, mun á skömmum tíma léiða háskaleg efna- hagsleg og menninsarleff höft yfir þjóðina. — m. mmk OFT HEFUR Krumma litla verið kalt á klónum undanfarna daga, en getur sjálfum sér um kennt að búa og starfa á hitaveitusvæðinu. Hug- sjónaeldur forustumanna okkar er honum líka of fjarlægur og háleit- ur til að koma að nokkru gagni, og ekki gengur að raula endalaust frostið oss herði eins og forsætis- ráðherrann, maður .er jafn krók- loppinn fyrir því. Einstaka sinnum hefur líka verið svolítill ylur á skrifstofu-ofninum, en leiðinlegt að halda utan um hann til lengd- ar og tafsamt, — þar að auki er útilokað að koma skrifborðinu hag- anlega fyrir við ofninn, þetta er ís- lenzkur hlunkur, rammbyggður og níðþungur. Iðulega hef ég verið að spekúlera í einu af þessum léttu dönsku, sem framtakssömum at- hafnamönnum tókst að koma ó- skemmdum til landsins áður en eld- urinn varð laus í Kaupinhafn. Nú eru danskir dómarar að mælast til þess að einn þessara háleitu hug- sjónamanna sigli til að bera vitni fyrir rétti, en maðurinn er að hug- leiða afstöðu sína til málsins, og vonandi verður hún neikvæð. Það nær heldur ekki nokkurri átt að Danir fari að hnýsast í viðskipta- hætti okkar og slíkt alls ekki í samræmi við hugsjón norrænnar samvinnu, og ódrengilegt að stefna fyrrnefndum kaupsýslumanni ein- um og yfirgefnum fyrir dómstól fjarri ströndum fósturjarðarinnar, enda hefur heyrzt að.þeir irinflytj- endur hérlendir, sem 'hafa hags- muna að gæta í sambandi við þetta mál, hafi ákveðið að mynda eina órofa heild og fara allir utan til að sýna Dönum í tvo heimana. ffitli fari ekki að sluma í dómurum og liði þeirra í Kaupmannahöfn þegar þeir fá að kynnast hugsjón íslend- ings-eðlisins á þann máta? • • • ÉG ER EFINS í að nokkurstaðar á byggðu bóli fyrirfinnist annað eins úrval hugsjónamanna og hér, miðað við fólksfjölda. Það leggur til dæmis enga smáræðis hlýju frá hugsjóna-eldinum sem brennur með formanni útvarpsráðs og félögum hans þessa dagana. Þeir eru hverja stund önnum kafnir við sjónvarps- hugsjónina, staðráðnir í að halda tilraunum áfram hvað sem það kostar, og, fyrirbyggja á þann hátt að þjóðin fari á mis við menning- arstraumana frá Keflavík. Óprúttn- ir læknar komast á snoðir um þess- ar annir og ætla þá að grípa tæki- færið og laumast inn í dagskrá hljóðvarpsins með svívirðilegan á- róður um ástandið í heilbrigðis- og sjúkrahúsmálum okkar, — sumir telja að þeir hafi meira að segja ætlað að reyna að telja þjóðinni trú um að þar væri ekki allt eins og bezt verður á kosið. Það sýnir bezt hvað þessi árás á lýðræðið var læ- víslega undirbúin, að hana átti að gera aðeins nokkrum mánuðum fyr- ir kosningar, og undir forystu ungs framsóknarmanns, sem þar að auki er starfsmaður flokksins, og meira að segja sagður hafa farið til Vest- mannaeýja á hans vegum. En þess- ir kauðar gleymdu að reikna með hugsjónaeldi formanns útvarpsráðs, sem sá í tíma við launráðum lækn- anna og hratt árás þeirra á eftir- minnilegan hátt. Að öllum líkind- um kunna kjósendur að þakka hon- um í vor drengileg viðbrögð í þessu örlagaríka máli, en þár í kjördæm- inu eru heilbrigðis- og sjúkrahús- mál í eins góðu lagi og hugsazt getur. • • • OG HVRET sem við lítum verður það sama uppi á teningnum, hug- sjónirnar hver annarri glæsilegri. — kaupsýslumenn að því komnir að að frelsa tóbakið úr viðjum einkasöl- unnar, olíusalar komnir með full- komið benzín á endurbættu verði, togaraeigendur í sóknarhug gegn landhelginni, og í Hafnarfirði allt útlit fyrir að takist að selja Maí úr landi fyrir gjafverð áður en hann verður gamall og úreltur og hættir að setja hvert afla- og sölu- metið á faetur öðru. Það er líklega bara á einu sviði þjóðlífsins sem bet- ur máetti á málunum halda, en það stendur til bóta, þegar forusturiienn Hitaveitu Reykjavíkur gera sér Ijóst, að það var upphaflega hug- sjón frumkvöðla þeirrar stofnunar að hita upp borgina. KRUMMJ. Hagfræði og uppbvgg- ing atvinnuveganna Ég las um það nýlega að rannsókn hefði leitt í ljós að afkastageta norsku hraðfrysti- húsanna þeirra sem vinna fisk- afurðir hefði ekki verið nýtt nema sem svarar 50 prósent á árinu 1965. Þegar Norðmenn tala um nýtingu sinna hraðfrystihúsa þá miða þeir alltaf við vaktavinnu í húsunurfi og þá minnst tveggja vakta vinnu á sólar- hring, eða 16 felukkustundir. Þetta þykir Norðmönnum alltof lítil nýting og segja að hana verði að auka. En hver er nýting íslenzku hraðfrystihúsanna þegar öll hraðfrystihús, stór og smá eru tekin með? Ég efast um, að nokkur rannsókn hafi verið gerð hvað- þessu viðkemur hér á landi, þó nefnd hafi verið 20 prósent nýting í þessu sam- bandi. Eitt er víst, uppbygging hraðfrystiiðnaðarins hér á landi hefur hvorki lotið hagfræðileg- um né skipulagslegum lögmál- um, heldur hefur óbeizlað frjálst framtak, ásamt ímynd- uðum stjómmálalegum flokks- hagsmunum, ráðið ferðinni. Þvi cr nú komið sem komið er. En á meðan hægt er að græða, þrátt fyrir lélega uppbyggingu, þá skal frjálst að hagræða að vild hagnaðinum svo lengi sem hann er fyrir hendi. En fari reksturinn að sýna tap, þá er sjálfsagt að þjóðnýta það. Þessi mórall er því miður orðinn of útbreiddur í okkar viðreisnar- og hagræðingarþjóð- félagi í dag, enda atvinnu- grundvöllurinn á sumum svið- um þannig lagður af því opin- bera, að til slíks virðist beih- Ifnis vera stofnað. Nú hefur það gerzt, að sölu- samtök hraðfrystihúsanna haía talað um nauðsyn þess að loka hraðfrystihúsum, svo að önnur hús sem störfuðu fengju meira hráefni til að vinna úr í sinn hlut. Það er sem sagt nú í fyrsta skipti viðurkennt að lagt hafi verið í fjárfestingu véla og húsa algjörlega skipulagslaust á undanförnum árum, án þess að FISKIMÁL - eftir 'Jöfrémn «J. E. Kúld hugsað hafi verið um að tryggja húsunum, mörgum hverjum, hráefni til að vinna úr. Það segir sig sjálft, að svona Bakkaþræðra-atvinnu- uppbygging, þar sem hundruð- um miljóna króna er hent i óæskilega fjárfestingu, hún verkar neikvætt á hag almenn- ings í landinu. En á sama tíma ’ og þetta er orðið viðurkennd staðreynd hjá stjómarvöldum og ráðunautum þeirra ásamt hraðfrystihúsaeig- endum, þá er lagður grundvöll- ur að hliðstæöu ævintýri af þessum sömu mönnum, með til- styrk íslenzkra stjórnarvalda, Hér á ég við þá umbúðaverk- smiðju, eða öskjugerð sem ver- ið er að byggja hér í Reykja- vík á vegum Sölumiðstöðvar- innar eða dótturfyrirtækis hennar. Ríkisstjórnin hefur ráðstafað tugum miljóna af al- mannafé til hagræðingar hjá hraðfrystihúsunum á sl. ári og hefði ekkert verið við því að segja nema gott, ef það fé hefði verið notað undir eftirliti til að byggja upp rekstrarhæfni húsanna, þannig að rekstrar- kostnaður hefði lækkað miðað við hverja vinnueiningu. En ef að nota á þetta fé í umbúða- verksmiðju sem engin þörf var fyrir eins og á stendur, þar sem Kassaerð Reykjavíkur getur annað þvi verkefni með núverandi vélakosti og meira en það, þá er ríkisstjómin að misnota almannafé. Það er ekki hægt að skjóta sér uhdan ábyrgð'á þessu, með því að ^egja að það sé annað fé sem í umbúðaverksmiðjuna er látið, óviðkomandi þeim hagræðingarstyrk, sem veittur var á s.l. ári og ákveðið er að veita í ár hraðfrystiiðnaðinum. Ég spyr, hvaða skattgréið- endur á íslandi vilja góðfús- lega leggja fram fé til bygg- ingar á þeirri öskjuverksmiðju sem nú er verið að' reisa við Héðinsgötu í Reykjavík og sem engin trygging er fyrir að framleitt geti ódýrari umbúðir utanum fisk heldur en Kassa- gerðin, selur í dag. Það hefði verið hollast fyrír ríkisstjórnina, að auglýsa fyrst eftir þeim skattgreiðendum sem vildu kosta ævintýrið við Héðinsgötu, áður en lagt var í þá fjárfestingu glundroðans sem þar er verið að stofna til, því að framhjá því verður ekki komizt, hvorki í þessu máli né öðru að almenningur verður að borga vitleysuna, annaðhvort •beint eða eftir krókaleiðum. Aukin síldar- og fiskileit Norska Hafrannsóknarstofn- unin og Norges Fiskarlag hafa gert áætlun um stóraukna síldar- og fiskileit fyrir norska fiskiflotann á yfirstandandi ári. í þessu sambandi verða leigð mörg fiskiskip og gerð út til fiskileitar. Þá verður lögð á það áherzlá að finna ný fiski- *mið. Mikil þátttaka í stór- síldarveiðum Samkvæmt norskum fréttum er talið að 600 hringnótaskip taki þátt í norsku stórsíldveið- unum nú í ár. Til viðbótar þessum flota koma svo togar- ar með flotvörpu, ásamt minni vélskipum sem stunda stórsíld- arvéiðaxmar með reknetum. Reiknað er með að norski stór- síldarflotinn í ár, ásamthjálp- arskipum telji ekki undir eitt o þúsund skip. Norðmenn fjölga sinum úthafstogurum Gert er ráð fyrir því í Nor- egi að byggðir- verðr átta togar- ar á yfirstandandi ári til veiða á norskum heimamiðum og nærliggjandi miðum; annars er gert ráð fyrir því, að á næst- unni snúi Norðmenn sér að þvi að fjölga hjá sér stórum tog- urum til sóknar á fjarlæg mið. Sagt er að norska ríkisstjómin muni ýta undir þá þróun í norskum sjávarútvegSmálum. Norðmenn eiga nú þrjá verk- smiðjutogara og auk - þess nokkra togara búna frystitækj- um til frystingar á fiski, sem er hausaður og slægður. En mörg norsk frystihús' hafa nú mikinn áhuga á því að slíkum togurum verði fjölgað til að iétta undir með hráefnisöflun t'rystihúsanna. Reikna má því rheð, að úthafstogarar Norð- Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.