Þjóðviljinn - 07.03.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.03.1967, Blaðsíða 10
I Þjóðdansafélag Reykjavíkur íslenzkir dansar og vikivakaleikir Þjóðdansafélag Reykjavíkur heldur sýningu á íslenzkum döns- um og Ieikjum í Þjóðleikhús- inu í kvöld kl. 20 — verður sýn- ing þessi endurtekin á laugar- daginn kl. 15. í fyrsta hluta dagskrárinnar eru sýndir vikivakar og söng- dansar, endurvaktir eftir skráð- um heimildum og með hliðsjón Siys og ryskingar Laust eftir hádegi á laugardag varð umferðarslys á Skólavörðu- stíg við Kárastíg. Þar hafði mannlaus bifreið runnið é.mann og var talið að hann hefði fót- brotnað. Maðurinn, Áki Péturs- sbn, var fluttur á Landakots- spítala. Um kl. 14 á laugardaginn varð það slys á Eskitorgi að Svavar Magnússon, ungur piiltur datt af vélhjóli, lenti á gangstéttarbrún og fótbrotnaði. Þá varð slys í gömlu verbúð- unum síðdegis á laugardagirin. Lögreglan fór á staðinn og kom í ljós að þar hafði útlendingur, Franco Giuseppi, legið í fleti sínu og fengið rafstraum úr leiðslu. Maðurinn fékk raflost en ekki er vitað hve alvarlegt slys- ið var. Töluverð ölvun virðist hafa verið í bænum aðfaranótt sunnu- dagsins. Um kl. 3 urðu ryskingar í samkomuhúsinu Sigtúni og var finnskur maður fluttur þaðan á Slysavarðstofuna eftir að hafa verið sleginn í rot. Um svipað Ieyti henti einhver gárungi vatns- glasi í útstillingaglugga bóka- búðár Snæbjamar í Hafnarstræíi og yar hann kaerður fyrir rúðu- brot. Þessa sömu nótt varð Gísli Eyj- ólfsson frá Ingjaldsstöðum í Þingeyjarýslu, fyrir bifreið á mótum Nóatúns og Brautarholts. Hlaut hann áverka og varflutt- ur á Slysavarðstofuna. Tæplega 4ra ára drengur, Ág- úst Guðmundsson, varð fyrir oil á Njálsgötu um þrjúleytið i fyrradag en ekki er kunnugtum meiðsli hans. Unglingar reyndu að brjótast inn Aðfaranótt þriðjudagsins kl. 2,20 var lögreglunni tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir við Grensáskjör að Grensásvegi 44. Þegar lögreglan kom á staðinn voru þar tveijr drengir, 14 og 15 éra, höfðu þeir brotið rúður en komust ekki inn vegna þess að járnrimlar voru innan við rúð- umar og stálu þeir engu. Þeir vom fluttir heim til sín. af þjóðdönsum frændþjóða. Þá fer þáttur „gömlu dansanna“ — eru þeir allir úr flokki gamalla samkvæmisdansa, hringdansa, en algengustu dönsunum er sleppt. Dansana skráðu Sigríður Val- geirsdóttir og Mínerva Jónsdóttir eftir eldra fólki, sem dansaði og lýsti dönsunum. I þættf sem nefnist „Þjóðlög, dansar og vikivakaleikir“ er gerð tilraun til að tengja brot danslýsinga og gæða Iífi Iög, Ijóð og leiki horfinna kyjislóða. Uppistaða tónlistarinnar eru ís- lenzk þjóðlög, en Jón Ásgeirs- son hefur samið í eyðurnar, út- sett og tengt saman í eina heild. Elsa Guðjónsson kynnir ís- lenzka búninga. Sigríður Valgeirsdóttir stjórnar sýningunni og hefur samið ýmsa dansana en Jón Ásgeirsson ann- ast tónlist. Meðal einsöngvara sem fram koma em þeir Guðm. Guðjónsson og Hjálmar Kjart- ansson. Sextán manna hljóm- sveit leikur og kór Kennaraskóla íslands aðstoðar. Þriðjudagur 7. marz 1967 —32. árgangur — 55. tölublað. Eitt dansparið á Iokaæfingu — (Ljósm Þjóðv. A.K.) íslenzk yfirvöld þögul sem gröfin um „mublu"-málið: Fréttir um íslenzka aði'd birtast í dönskum blöium ■ íslenzkt vitni er nú talið valda erfiðleikum hjá dönsk- um ákæruvöldum með því að neita að fara utan og vitna í máli Elmo Nielsen, — er þetta Páll Jónasson, heildsali á Lambastöðum á Seltjarnarnesi, en hann hefur rekið um- fangsmikinn innflutning og heildverzlun síðari ár. ■ Þá neitar einnig Erik Nordquist, forstjóri í Toronto, að bera vitni í málinu og fara til Hafnar vegna þess að gjald- þrotskrafa er yfirvofandi yfir fyrirtæki hans og danski ríkissaksóknarinn vill ekki heita honum griðum. mönnum og eru danskir lög- reglumenn sagðir í stöðugu sam- bandi við þá út af þessu máli — en þeir þegja sem fastast og. neita íslenzkum blöðum um all- ar upplýsingar. Þeir viðurkenna aðeins að bókhaldsgögn frá ís- lenzkum aðilum séu í endur- skoðun vegna þessa máls en neita að gefa upp nöfn einstak- linga eða fyrirtækja er við það séu riðin. Upplýsingum rignir nú yfir ís- lendinga, — aðallega teknar úr dönskum blöðum — um aðild ís- lenzkra stórkaupmanha að svika- máli kenndu við Elmo Nielsen á sama tíma og íslenzk saka- málayfirvöld þegja sem fastast um þetta mál. Haft er eftir Berlingi, að grun- ur leiki á, að hér á landi hafi verið framið tollsvindl, sem nemi miljónum danskra króna, og hafi Elmo Nielsen gefið út falskar faktúrur í þágu íslenzkra stór- kaupmanna í þessu skyni. Þá er haft eftir Berlingi, að Páll Jónasson, stórkaupmaður frá Lambastöðum á Seltjarnarnesi, hafi verið aðalviðskiptavinur Elmo Nielsen á fslandi. Hafi Páll keypt mikið af vör- um í gegnum Nielsen, sem ekki eru í neinu sambandi við hús- gagnaverksmiðju Nielsens, — svo Frumvarp um félagsmál og hagsmunamál bænda í neðri deild Alþíngis kom í gær til 1. umræðu frum- varp sem Hannibal Valdimarsson flytur „um Stéttarsam- band bænda, samningsrétt þess og aðild að verðákvörðun á landbúnaðarvörum, Kjararannsóknarstofnun bænda, Rannsóknari og eftirlitsnefnd með vörudreifingu á Iand- búnaðarvörum, framleiðsluáætlanir, Útflutningsráð Ignd- búnaðarins o.fl.“ Þetta er mikill lagabálkur í 21 grein og flutti Hanníbal þetta sama frumvarp í þinglok i fyrra; en þá flaustruðu stjórnarflokkarnir og Framsókn af hinum meingötluðu framleiðsluráðslögum. Við umræðuna i gær flutti flutningsmaður ýtarlega frani söguræðu um málið og auk hans ræddi Gils Guðmundsson það í alllöngu máli. Verður siðar skýrt frá aðalefni fram söguræðunnar. sem stórar vörusendingar af næl- onsokkum, plastvörur og efni- við til verktakastarfsemi. Raunar er það á margra vit- orði hér á landi, hvaða háttur var hafður á innflutningi nælon- sokkanna. Voru faktúruskjöl skráð á efni til húsgagnabólstr- unar og sá influtningur afgreidd- ur í miklu lægri tollflokki. en nælonsokkar, þó að upp úr köss- unum hafi komið nælonsokkar. Þá er ekki ótítt bragð hjá ís- lenzkum stórkaupmönnum að skipta vörusendingum niður á tvær faktúrur og framvísa að- eins annarri faktúrunni hjá toll- inum. Með þessa tollafgreiddu fakt- úru upp á vasann tekst innflytj- endum furðu oft að ná út allri vörunni og borga þó aðeins toll af hluta vörusendingar. En stundum kveikja íslenzkir tollgæzlumenn á perunni og sakna hinnar faktúrunnar. Þá er gripið til höfuðsins og kvartað yfir hraða nútímans og að margt viljj gleymast í önn dagsins. Og svo er skotizt aftur til baka eftir hinni faktúrunni, — er ligg- ur á skrifborðinu. Yfirsakadómari er ennþá staddur í Kaupmannahöfn til þess að fylgjast með málinu, en fulltrúar embættisins hér heima neita að gefa upp nokkrar upp- lýsingar. Þá stoppar ekki síminn hjá ísl. rannsóknarlögreglu- Kvenféla? sésíallsta Kvenfélag sósíalista í Reykja- vík heldur aðalfund í kvöld kl. 8.30 í Tjarnargötu 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Margrét Ottósdóttir segir frá nýafstaðinni Þýzkálandsför, Kaffi. Bjarmi II. strand- aði við Stokkseyri Óvíst hvort tekst að bjarga skipinu ■ Aflaskipið Bjarmi II. frá Dalvík strandaði í fyrrinótt á miðnætti við Baugstaðaós, skammt fyrir austan Stokkseyri og hafði ekki ennþá tekizt að ná bátnum út í gærkvöld. ■ Tólf manna áhöfn var bjargað í land um nóttina á gúm- björgunarbátum, sem dregnir voru milli báts og lands og tókst það í þrem ferðum gegnum brimskaflinn án þess að skipver'jar blotnuðu. ■ Voru þarna að verki björgunarsveitir frá Stokkseyri og Eyrarbakka. en þær voru komnar á strandstað um kl. tvö um nóttina. Samkv. upplýsingum er Þjóð- viljinn aflaði sér í gærkv. voru taldar litlar líkur til þess að bjarga bátnum. Fulltrúi frá vá- tryggingarfélagi var þó væntan- legur á vettvang í dag og verða þá kannaðir til hlítar möguleik- ar á björgun bátsins. Bjarmi II. var að koma frá Hafnarfirði. Hafði landað þar loðnufarmi og var á leið aust- ur með ströndinni. Mikið brim var á strandstað, en veður gott. Björgunarsveitir komu á vett- vang laust fyrir klukkan tvö og var tekið til þess hvað þær voru fljótar á vettvang, en þær voru kallaðar út kl. hálf eitt. Eftir að sjór varf kominn í aðra lestina^var hafizt handa um að bjarga skipverjum og tókst að ná línu frá bátnum í öðru skoti frá bátshlið og var línan fest í gúmbat og skipverjar dregnir í land á gúmbátnum í þrem ferðum. Tókst þetta svo giftusamlega að skipverjar vöknuðu ekki einu sinni, — var þó í gegnum brim- skafl að fara í öll skiptin. Voru allir skipverjar, tólf að tölu, komnir í land um kl. sex í gærmorgun. Blaðskák TR:TA SVART: TA: Jón Björgvinsson Þorgeir Steingrímsson. abcdef gh a b c d e f g h HVÍTT: TR: Arinbjörn Guðmundsson Guðjón Jóhannsson 10. Dxe2 Rb—d7 Ódýrir kvenskór frá Aníta, Hollandi Mjög fjölbreytt og fallecpt úrval, tekið upp í dag. Verð kr. 495.— kr. 570.— kr. 587,— kr. 597,— SKQVAL AustuTstææii 18. (Eymundssonarkjallara).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.