Þjóðviljinn - 07.03.1967, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.03.1967, Blaðsíða 8
g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagaí 7. marz 1967. JOHN FOWLES: SAFNARINN 7 Ég flýtti mér að segja: Lang- ar yður í te eða kaffi og hún sagði: — Kaffi, ef þér bragðið á því fyrst. Og þá fór ég frá henni og fram í ytri kjallarann. Um leið og ég lokaði dyrunum sagði hún: — Þér gleymduð kveikjaranum yðar. — Ég á annan. (Það var ekki satt). — Þakk fyrir, sagði hún. Það var skrýtið, hún brosti næstum. Ég bjó til Nescaffi og bar það inn og hún horfði á mig drekka délítið af því og svo drakk hún sjálf. Hún var alltaf að spyrja mig spurninga. nei, ég hafði það allan tímann á tilfinning- unni að hún ætlaði að spyrja mig um eitthvað, að hún ætlaði að flýta sér að spyrja mig um eitthvað til að veiða mig í gildru. Um það hvað hún þyrfti að vera hérna lengi, af hverju ég væri svona góður við hana. Ég fann upp á einhverjum svörum, en ég vissi að þau voru ekki sannfærandi, það var ekki auð- velt að finna upp á einhverju í flýti þegar hún var annars vegar. Loks sagðist ég þurfa að fara út að verzla og spurði hvað hún vildi fá. Ég sagðist sky^du kaupa allt sem hún vildi. — Allt? spurði hún. Innan sanngjarnra takmarka, sagði ég. — Sagði herra Singleton það? Nei. Þetta er upp á mitt ein- dæmi. — Mig langar aðeins til að verða frjáls, sagði hún. Ég fékk hana ekki til að segja meira. Það var hræðilegt, allt í einu vildi hún ekkert tala, svo að ég varð að fara frá henni. Hún vildi ekki heldúr segja neitt um hádegið. Ég útbjó há- degisverðinn í fremri kjallaran- um og bar hann inn. En hún borðaði næstum ekkert. Hún reyndi að beita mig yfirlæti til að komast út, hún var köld eins og ís, en ég lét ekki bjóða mér það. Sama kvöldið eftir kvöldverð- inn, sem hún borðaði ekki mik- ið af heldur, gekk ég að dýrun- um og settist þar. Hún sat stund- arkorn og reykti með lokuð augun eins og hún þreyttist í augupum af því að horfa á mig. — Ég hef setið og verið að hugsa. Allt þetta sem þér sögð- uð mér um herra Singleton er lygi. Ég trúi ekki orði af því. Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18, III'. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968. Hann er einfaldlega ekki sú manngerð í fyrsta lagi. Og jafn- vel þótt hann væri það, þá hefði hann .ekki notað yður til að vinna fyrir sig. Hann hefði ekki gert allar þessar furðulegu ráðstafanir fyrirfram. Ég sagði ekki neitt, treysti mér ekki til að horfa á hana. — Þér hafið haft mikið fyrir þessu. Öll fötin sem eru hérna inni. Allar þessar listaverkabæk- ur. Ég lagði saman hvað þetta kostaði í dag. Fjörutíu og þrjú pund. Það var alveg eins og hún væri að tala við sjálfa sig. — Ég er fangi yðar, en þér viljið að ég verði ánægður fangi. Það eru því tveir möguleikar: Þér hafið flutt mig hingað tií að fá lausnargjald, þér eruð í einhverjum glæpaflokki eða þess háttar. Það er ég ekki. Ég er búinn að segja yður\ það. — Þér vitið hver ég en Þér hljótið að vita að pabbi minn er ekkert ríkur, fjarri því. Það getur því ekki verið vegna lausn- argjaldsins. Það var skringilegt að hlusta á hana hugsa svona upphátt. — Hinn möguleikinn er kyn- ferðislegur. Yður langar til að gera eitthvað við mig. Hún sat þarna og virti mig fyrir sér. Þetta var munnfylli í lagi. Ég varð hneykslaður. Það er ekki satt. Ég skal sýna yður fyllstu virðingu. Ég er alls ekki sú manntegund. Ég var stuttur í spuna og kuldalegur. — Þá hljótið þér að vera geð- veikur, sagði hún. — Auðvitað á penan og þokkalegan hátt. — Þér viðurkennið að þetta er allt uppspuni um herra Singleton? Ég ætlaði að búa yður undir þetta með varúð, sagði ég. — Búa mig undir hvað? sagði hún. — Nauðgun? Mprð? Ég var ekki að segja það, svaraði ég. Það var eins og ég snerist alltaf til varnar gagn- vart henni. í draumum mínum var. þetta alltaf öfugt. — Hvers vegna er ég hérna? Ég vil að þér verðið gestur minn. Hún reis á fætur og gekk kringum hægindastólinn og hall- aði sér upp-að stólbakinu, augu hennar hvíldu á mér allan tím- ann. Hún var farin úr bláu peysunni, hún var þarna í dökkgrænum, köflóttum kjól, skokkpilsi eins og skólastelpur eru í, og hvítri blússu sem var opin í hálsinn. Hárið var tekið saman í tagl. Andlitið yndislegt. Hún var hugrökk á svipinn. Ég veit ekki hvers vegna en í hug- anum sá ég hana sitja i kjöltu mér, alveg kyrra, meðan ég strauk henni um mjúkt, ljóst hárið. sem var slegið eins og ég sá það seinna. Allt í einu sagði ég: Ég elska yður. Þér hafið gert mig alv^g óðan. Hún sagði: — Ég skil, og rödd hennar var undarlega alvarleg. Hún leit ekki á mig eftir það. Ég veit að það er gamaldags að segjast elska konu, ég hafði ekki heldur hugsað mér að gera það. í draumunum mínum var það alltaf þannig að við hOrfð- umst í augu og svo kysstumst við og ekkert var sagt fyrr en eftir á. Náungi sem við kölluð- um Nobby í hernum og vissi allt um kvenfólk sagði alltaf að maður ætti aldrei að segja við stúlku að hann elskaði hana. Þótt hann gerði það í raun og veru. Ef maður neyddist til að segja „Ég elska þig“ ætti hann að segja það eins og í gamni — þá væru þær viðráðanlegar. Það varð að tefla djarft til að fá eitthvað í aðra hönd. Það versta var að ég hafði ótal sinnum sagt við sjálfan mig, að ég mætti ekki segja við hana að ég elskaði hana, heldur ætti þetta allt að koma af sjálfu sér frá báðum aðilum. En.nú þegar. ég hafði hana hjá mér, hringsnerist allt í kollinum á mér og ég sagði oft ýmislegt sem ég hafði ekki ætlað mér að segja. Ég á ekki við það að ég hafi sagt henni allt. Ég sagði henni að ég hefði unnið í Ráðhús- byggingunni og ég hef ði séð hana og hugsað um hana og hvernig hún kom fram og bar sig og hvað hún hefði verið mér mikils virði og þegar ég hefði svo eignazt peningana og ■ ég hefði vitað að hún myndi aldrei líta á mig og hvað ég væri ein- mana. Þegar ég þagnaði sat hún á rúminu og horfði á teppið. Við sögðum ekkert langa stund, það ;car eins og heil eilífð. Það heyrðist ekkert nema suðið í loftrásinni í fremri kjallaranum. Ég varð skömmustulegur. Eld- rauður. — Haldið' þér að þér getið fengið mig til að elska yður með því að halda mér sem fanga? Ég vil að þér kynnizt mér. — Meðan ég er hér, verðið þér aldrei annað en ræningi í mínum augum. Yður er það ljóst? Ég reis á fætur. Mig langaði ekki til að vera hjá henni leng- ur. — Bíðið, sagði hún og gekk til mín. — Ég skal gefa yður loforð. Ég skil yður. í alvöru talað. Leyfið mér að fara. Ég skal ekki segja það neinum og það verður ekkert gert við yður. Þétta var í fyrsta skipti sem hún leit á mig með vingjarnlegu augnaráði. Hún ætlaðist til þess að ég treysti henni, það var auðséð. Það var bros í augun- um þegar hún horfði á mig. Og áhugi. — Þér gætuð reynt það. Við gætum orðið vinir. Ég gæti hjálpað yður. Og hún horfði upp til mín. — Það er ekki of seint. Ég get ekki útskýrt hvernig mér leið, ég varð bara að fara frá henni. Hún særði mig djúpt. Og þess vegna lokaði ég dyr- unum og yfirgaf hana. Ég bauð ekki einu sinni góða nótt. 1 Enginn skilur þetta, allir halda bara að ég hafi verið að hugsa um þetta eina. Stundum þegar ég var að glugga í bækurnar áður en hún kom, var ég að hugsa um það, eða ég veit það varla. En þegar hún kom hingað í alvöru, breyttist allt, ég hugs- aði ekki um bækurnar eða það að hún ætti að sitja fyrir hjá mér, það fyllti mig ógeði, það var vegna þess að ég vissi að hún myndi líka hafa ógeð á því. Eitthvað í fari hennar var svo þokkalegt og hreint að maður varð sjálfur að vera þokkalegur og hreinn, það var eins og hún ætlaðist til þess, Ég á við það, að þegar hún var komin í eigin persónu var eins og hitt yrði allt óeðlilegt. Hún var ekki eins og þessar konur sem maður ber enga virðingu fyrir og gerir við það sem manni sýnist, maður bar virðingu fyrir henni og varð að vera varfærinn. Ég svaf ekki mikið þessa nótt, því að ég var agndofa yfir því hvernig þetta hafði allt saman gengið til, að ég skyldi hafa sagt henni svona mikið strax fyrsta daginn og hún hafði komið mér til að finnast ég svo bjána- legur. Mér datt meira að segja í hug að fara niður og aka með hana aftur til London, eins og henni var svo mikið í mun. Ég gæti farið til útlanda. En svo fór ég að hugsa um andlitið á henni og hvernig taglið féll dálítið skáhallt niður á bakið og hvernig hún stóð og gekk og fallegu, skæru augun hennar. Ég vissi að ég gæti þáð aldrei. Eftir morgunverð — þennan morgun borðaði ■ hún dálítinn graut og drakk svolítið kaffi án þess að við töluðum nokkuð saman — var hún komin á fæt- ur og alklædd, en það var búið að búa um rúmið á annan hátt en áður, svo að hún hlaut að hafa sofið í því. Hvað sem því leið, þá stöðvaði hún mig þegar ég var í þann veginn að fara. — Mig langar til að tala dá- lítið við yður. Ég stóð kyrr. — Setjizt.þér, sagði hún. Ég settist í stólinn hjá tröppunum. — Heyrið mig, þetta er alveg geðveikt. Ef þér elskið mig í venjulegum skilningi þess orðs, þá óhugsandi að þér viljið halda mér hér niðri. Þér sjáið að mér líður illa. Loftið er hræðilegt, ég næ ekki andanum á næturnar, ég vaknaði með höf- uðverk. Ég dey ef ég þarf að vera hér lengi. Hún var reglu- lega áhyggjufull á svipinn. Það verður ekki mjög lengi. Því lofa ég. Hún reis á fætur og stóð hjá kommóðunni og starði á mig. — Hvað heitið þér? spurði hún. Clegg, svaraði ég. — Skirnarnafnið yðar? Ferdinand. ... ' ' t- @ní inental SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar íull- komnu sjálívirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó ög hálku. Nu er allra veðra'von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTAL hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMfVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. SKOTTA — Reyndu að muna í hvaða bók bítlaplatan mín var. Ég verð að fá hana aftur, hvað sem það kostar! EINKAUMBOD llVIA^^Vi^AOHNO OOl g LAUGAVEG 103 SIMI 17373 | ÁBYRGDAKTKYGGINGAR TRYGGlNGAFÉLAGIÐ HEIMIR LINDARGÖTU 9 • REYKJAVÍK • SÍMI 22122 — 21260 ATVINNUREKENDUR. ÁBYRGDARTRYGGING ER NAUDSYNLEG ÖLLUM ATVINNUREKSTRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.