Þjóðviljinn - 07.03.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.03.1967, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 7. marz 1967 — 32. árgangur — 55. tölublað. Afttám herstöðva og hlutleysi íslands Hluti af þátttakendum i laudsnefndaríundi Samtaka hernámsandstæðinga. □ Á landsíundi Samtaka hernámsandstæðinga er haldinn var um helgina var samþykkt ályktun þar sem hernámsand- stæðingar voru hvattir til að hvika ekki írá þeim stefnumiðum sem sam- þykkt voru á Þingvalla- fundi um að Samtök her- námsandstæðinga skyldu „berjast fyrir afnámi herstöðva á íslenzkrl gruhd og hlutleysi ís- lands í hernaðarátök- \\ um . Fundurinn var haldinn í Lind- arbæ, og' hófst hann síðdegis á laugardag með ávarpi sem Ragn- ar Arnalds flutti. Vésteinn Ól- afsson og Svavar Sigmundsson voru fundarstjórar á landsnefnd- arfundinum, en Friðrik Guðni Þorleifsson og Einar Laxness ritarar. Loftur Guttormsson flutti skýrslu framkvæmda- nefndar og greindi m.a. frá hinni myndarlegu Listavöku sem hald- Gils Guðmundsson ræðir bjargráð ríkisstjórnarinnar á Alþingi: Veigamiklir þættir sjávarútvegs ai þrotum komnir eftir 7 ára viðreisn Við 1. umræðu „bjargráðafrumvarps“ ríkis- stjórnarinnar í efri deild Alþingis í gær lagði ræðu- maður Alþýðubandalagsins, Gils Guðmundsson, á- herzlu á hversu illa sjö ára samstjóm Sjálfstæð- isflokksins og Alþýðuflókksins hefði leikið sjávar- útveg íslendinga, svo að veigamiklir þættir hans virtust að þrotum komnir. ★ Gils hóf ræðu sína með því að • lýsa efni frumvarpsins, sem hefði að geyma ákvæði um nokkuð yfir 300 miljónir króna í uppbætur og styrki. Engu að síður væri lýst yfir af forystu- mönnum þeirra, sem njóta eiga, að ráðstafanir þessar séu ekki annað en kák. ★ Þannig er komið fyrir þróttmesta atvinnuvegi íslend- inga, þeim atvinnuvegi sem átt hefur stærstan þátt í að byggja upp íslenzkt efnaliagskerfi og standa undir framförum og bættum lífskjörum islendinga undanfarna áratugi. Þannig er komið fyrir þeim atvinnuvegi sem mest hefur lagt í þjóðarbú- ið og framlcitt 95—96% allra útflutningsafurða landsmanna. ★ Ástæðan er vissulega ekki sú að hér sé um einhvern vand- ræðaatvinnuveg að ræða i sjálfu sér. Þvert á móti. í honum er skilað meiri afköstum en nokkr- um öðrum, meiri afla á skip en annars staðar, meiri meðal- afla á mann en þekkist annars staðar í veröldinni. ★ En ríkjandi stefna í at- vinnu- og fjármálum hefur leitt til þess að helzti útflutnings- atvinnuvegur ofekar er að þrot- um kominn eftir sjö ára við- reisn. Þar stendur ekkert upp úr nema síldveiðarnar, meðan það varir Tveir ráðherranna, Eggert G. Þorsteinsson sjávarútvegsmála- ráðherra og Magnús Jónsson fjármálaráðherra . fluttu báðir framsöguræður fyrir „bjargráð- unurh“. Næst talaði Helgi Bergs af hálfu Framsóknarflokksins, en þá Gils Guðmundsson. Hafði Gils einungis lokið fyrri hluta ræðu sinnar er fundartima lguk og var umræðunni frestað. Yfirlýsing vegna stöðvunar þáttarins ,Þjóðfif'2. marz Á 6. síðu blaðsins í dag birtist yíirlýsing frá þátttakendum í útvarpsþættinum „Þjóðlíf", sem flytja átti 2. marz sl. en stöðvaður var af meirihluta útvarpsráðs. í þessum fyrri hluta ræðu sinnar sagði Gils m.a.: Það skorti svo sem ekki stór orð og digurbarkaleg, þegar við- reisnarfleytunni var ýtt úr vör. Fyrirheitin ekki slorleg. Við- reisnin átti, ef ég man rétt, að tryggja atvinnuvegunum varan- legan og traustan grundvöll! Gamla bátagjaldeyriskerfið svo- nefnda var fordæmt. Það voru þær tilfærslur, sem á þeim tíma tíðkuðust til að flytja yfir til sjávarútvegsins hluta af þeim verðmætum, sem þessi atvinnu- vegur lagði í þjóðarbúið. Að vísu mátti tala um tvöfalt gengi í þessu sambandi, það skal fúslega viðurkennt. En það tókst þó á þeim tíma að halda útgerð- inni gangandi og sjávarútvegi í sókn við margfalt erfiðari þjóð- félagsaðstæður(én verið hafa fyr- ir hendi nokkuy síðustu árin. Þá voru hin mikilvægu framleiðslu- Framhald á 6. síðu. in hefur verið á vegum samtak- anna að undanförnu og lauk í gærkvöld. Heimir Pálsson ræddi um verkefni samtakanna næstu mánuði, en síðan fluttu þeir Björn Teitsson og Svavar Gests- son framsögur um stefnumál samtakanna. Síðan hófust al- mennar umræður sem stóðu til kl. 18,30 á laugardag og héldu áfram síðdegis á sunnudag, en landsnefndarfundinum lauk kl. 17 þann dag. Samþykktar voru tvær álykt- anir, önnur um verkefni samtak- anna og hin um stefnumál. Fer hér á eftir ályktunin um stefnu- mál: „Landsnefndarfundur hernáms- andstæðinga haldinn í Reykjavík 4.—5. marz minnir á að brýn- asta stefnumál samtakanna er að bandaríski herinn hverfi úr landinu, og jafnframt leggur landsnefndin áherzlu á að mótuð verði sjálfstæð ' utanríkisstefna. Landsnefndarfundurinn hvetur Framhald á 6. síðu. MaBur fannst látinn er kviknaði í hási Um kl. 2,24 aðfaranótt sunnu- dagsins var slökkviliðinu í R- vík tilkynnt að kviknað hefði í húsinu aff Efstasundi 31, sem er ein hæð og hátt ris. Voru fjórir slökkviliðsbílar þegar sendir á staðinn. Litlu síðar var tilkynnt að óttazt væri að maður væri inni í húsinu og var þá sendur þangað sjúkrabíll. Þegar slökkviliðið kom að hús- inu logaði út undan þakinu og var húsið fullt af reyk. Strax voru gerðar ráðstafanir til þess að ná manninum út, jafnframt því sem ''reynt var að slökkva eldinn. Maðurinn fannst í fremra her- bergi í risinu, lá hann þar é gólfinu og var ekkert lífsmark með honum. Var hann fluttur a Slysavarðstofuna en lífgunartil- raunir voru árangurslausar. Mað- urinn hét Jón Jóhannsson. Enginn eldur var í herberginu þar sem maðurinn lá en mikill reykur. Hinsvegar var eldurinn í innra herberginu í risinu og lá þar rafmagnsofn með glóðarkefl- um á grúfu og benda líkur tilað þar sé að finna upptök eldsins. Var gólfið undir ofninum brunn- ið og talið að eldurinn hafi far- ið upp í súðina milli þilja en 'þar var eldurinn mestur. Þurfti að brjóta múrhúðun og rífa þak- ið til að komast að eldinum. Var þetta seinlegt verk, en búið var að slökkva eldinn kl. 4,15. Húsið skemmcBst mikið af eldi og reyk og vatnsskemmdir urðu á neðri hæðinni, en þar bjóeng- inn. Oflendingur í Síðumúla fyrir líkamsárás Á laugardaginn var Mar- okkóbúi sem býr á City- hóteli, kærður fyrir að hafa framið Iíkamsárás á konu. Maðurinn var handtekinn á hótelinu kl. 3,10. og viður- kenndi aff hafa slegið kon- una eítir að hún hefði sleg- ið hann. Gerðist þetta á heimili konunnar. Maðurinn mun hafa flett konuna klæðum, troðið hana fótum og stegið hana svo aff hún fór úr kjálka- liðnum. Hann hefur veitt henni áverka áður en hún þorði ekki að kæra hann vegna þess að hann hafði hótað henni lífláti. f þetta skipti lét konan þó tilskar- ar skriða og kærði mann- inn fyrir Iíkamsárás. Maffur þessi er atvinnu- Iaus og einnig vegabréfs- Iaus og var hann fluttur á Síðumála. Þeir fórust með Freyju frá Súðavík Birgir Benjamínsson " Vélbáturinn Freyja frá Súðavík er nú talinn af og er leit að bátnum hætt. Með bátnum fórust fjórir menn, allir frá Súðavík, og faranöfn þeirra hér á eftir. Jón Lúðvík Guðmundssan Birgir Benjamínsson skip- stjóri, 38 ára, lætur eftir sig konu, son, fósturbam og þrjú stjúpböm. ■ Jón Lúðvík Guðmundsson, Pált Halldórsson háseti, 17 óra, lsstur efifcir sig unnustu, Jóm var stjúpsonwr Birgis skipstjóra. PáH HaHdórsson, vélstjóri, 50 ára, ókvsentur og barnteus. Jón Hafþór Þórðarson, há- Jón Hafþór Þórðarson seti, 21 árs, lætur eftír síg un-nustu og tvö ung böm- Mirmingarathöfn am þá-sem fórwst mun haldin í Súðavik síðar en en>n hefur ekki verið áfcveðið hvenær hún verður. Landsnefndarfundur Samfaka hernámsand- sfœSinga ifrekar sfefnumál samfakanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.