Þjóðviljinn - 16.03.1967, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVIIaJINN — Fimmtudagur 16. marz 1967.
Frú Irma Weile Jónsson segir frá endurminningum sínum um:
Ungverska tónskáldið og
ryðjandinn ZOLTÁ
! Fyrir stuttu lézt ungverska tónskáldið Zoltán
Kodály sem ásamt Béla Bartók skóp ungverska
nútímatónlist, sem byggð er á fornum þjóðleg-
'um erfðum.
I Söngkonan sem kynnti ýms verk Kodálys í
Þýzkalandi, Danmörku, Frakklandi og mörgum
fleiri löndum, frú Irma Weile Jónson, segir les-
endum Þjóðviljans hér á eftir frá kynnum sín-
um af Kodály og list hans.
Zcfltán Kodály fæddist í Kec-
skemét 16. des. 1882. Hann
byrjaði ungur að fást við tón-
smíðar og eitt verka hans var
flutt af hljómsveit skólans
sem hann gekk i í Nagyszomb-
af.
Um aldamótin fór Kodály til
Búdapest og gekk har í Tón-
listarakademíu háskólans. 1905
fór hann fyrst út um landið og
. safnaði þjóðlögum með félaga-
sínum Béla Bartók og tveimur
árum síðar varð hann prófess-
or við Tónlistarakademíuna í
Búdapest. ÞaS var svo árið
1910 að verk eftir hann var
fyrst flutt. á opinberum tón-
leikum.
En nú er mál til komið að
gefa frú Irmu Weile orðið; hún
kynntist tónskáldinu persónu-
lega og er þaulkunnug tónlist
hans.
— Ég gleymi bví aldrei þeg'-
ar ég heyrði fyrst getið um
Kodály. Það var árið 1924 og
ég var þá nemandi Ludwigs
Kentner í Berlín. Kentner kom
eitt sinn með nótur af „Ineks-
zo“. Nafnið þýðir „sungin orð“
og er nótnaheftið 18 síðurmeð
nokkrum óþekktum ungversk-
um þjóðlögum sem Kodály
hafði umskapað yfir í nútíma-
tónlist en jafnframt varðveitt
þjóðlegu einkennin.
Þetta var stuttu áður en verk
eftir Kodály voru frumflutt í
Berlin og einleikarinn var Lud-
wig Kentner.
— Og við bætum því við
að söngkonan var Irma Weile,
hún segir þannig frá þessum
fyrsfu Kodály-tónleikum í Ber-
lín:
— Þessi tónlist var sérstæð
og óvenjuleg. Það var einhver
mystik yfir henni. Sennilega
hefur fjöldinn ekki skilið tón-
listina en hún náði engu að
síður til hjartans og fagnaðar-
lætin voru gífurleg, fólk stóð
uppi á stólunum og hrópaði.
Ég var svo heppin að Kentn-
er gerði allt sem hann gat til
að koma mér inn í tónlistKod-
álys. Kentner undirbjó mig
undir ferð til Búdapest þar
sem ég var viðstödd hátíðakon-
sert í þáverandi konunglegu.
akademíunni í Búdapest. Þar
var Psalmus Hungaricus frum-
flutt en það er nú á dögum
eitt þekktasta verk Kodálys.
önnur þekkt verk eftir hann
eru óperan János Háry, Buda-
vár Te Deum, Missa Brevis,
Székler Spinnery, og Hátt flaug
páfuglinn.
— Á þessum tónleikum voru
áheyrendur ekki eingöbgu Ung-
verjar, heldur og tónlistarmenn
frá fjölmörgum löndum. Við-
tökumar voru afburðagóðar. svo
góðar að nú er sagt að Kodálv
hafi eftir þessa einu kvöldstund
verið viðurkenndur sem eitt
mesta tónskáld Ungverja.
— Kodály var hlédrægur
maður og hann kom ekki fram
að loknum tónleikunum enda
þótt áheyrendur hrópuðu á hann
' með miklum látum.
Næsta dag hringdi ég í Kod-
ály, hann hafði þá lesið grein-
ar um söng minn í Berlín og
vildi heyra mig syngja lög sín
í friði og ró.
Kodály bjó þá við Andrassy
búluvarð í Búdapest ásamt
konu sinni. Hún var á aðgizka
tuttugu árum eldri en Hann —
dáði list hans og gerði alltsem
hún gat til þess að ryðja ýms-
um erfiðleikum úr braut fyrir
mann sinn.
Síðasta myndin sem tekin var af Kodáiy.
— Ég var hálf taugaóstyrk þeg-
ar ég hringdi dyrabjöllunni en
kona Kodálys tók á móti mér
og var hin vingjarnlegasta,
Þegar ég sá listamanninn í
fyrsta skipti varð mér hverft
við því hann var svo einkenni-
lega líkur föður mínum.
Kodály var mikill persónu-
leiki, hann var elskulegurmað-
ur, alls ekki með neitt tánn-
burstabros. Kynni mín af hon-
um voru þannig að mér finnst
hann hafa verið einhver göf-
ugasti maður sem ég hef fyr-
irhitt.
— Við skulum^fyrst drekka
kaffi og síðan snúa okkur að
vinnunni, konan mín er ágæt-
ur píanóleikari og getur leikið
Að
leita sannleikans
Leitin að sannleikanum er
krókótt og einatt erfið; þó
er henni ævinlega haldið á-
fram sem betur fer. Hún er
ekki sízt verkefni vísinda-
manna og fræðimanna. Oft
reka þeir sig á það að sann-
leikurinn brýtur í bága við
hagsmuni máttarvalda, sem
reyna þá að fá leitendurna til
þess að víkja af götu sann-
leikans af vinskap eða öðrum
hvötum. Þegar þannig skerst
í odda reynir á skaphöfn
manna; Giordano Bruno var
brenndur; Galileo Galilei af-
neitaði kenningu sinni, en er
sagður hafa muldrað „Hún
snýst nú samt.’’
Engir hérlendir fræðimenn
hafa lýst sér sem jafn vamm-
lausum sannleiksleitendum og
hinir ágætu hagfræðingar
Jónas H. Haralz og Jóhannes
Nordal. Þegar þeir umtum-
uðu efnahagskerfinu í upp-
hafi viðreisnar kváðust þeir
hafa sannleikann einn að
leiðarljósi, ásamt lögmálum
hinna æðstu vísinda. Og
msrkmiðin sem þeir bentu á
voru afar skýr: engin verð-
bólga framar, engir styrkir
og uppbætur, varanlegur og
heilbrigður grundvöllur at-
vinnuveganna í stað bráða-
birgðaráðstafana og káks.
Ekki þurfti að koma á óvart
■
■
þótt þessir vammlausu sann- »
leiksleitendur yrðu að fara í
krókaleiðir að markinu; hitt ■
vaikti óneitanlega furðu að :
krókamir sveigðu allir til :
sömu hliðar, unz svo var ■
komið á furðu stuttum tíma :
að vísindamennirpir voru :
komnir í hring, stóðu í sömu :
sporum og í öndverðu. Ein- :
kennilegast er þó að síðan •
hafa þeir unnið að þvi baki ■
brotnu að framkvæma hrika- :
legri óðaverðbólgu en dæmi :
fara af í landi með sæmilega •
þróað hagkerfi; framlög þeirra
í niðurgreiðslur, styrki og :
uppbætur nema nú á annan :
miljarð króna og hafa aldrei j
verið hærri í sögu þjóðarinn- ■
ar; þeir hafa elt uppi bráða-
birgðaráðstafanir og kák af :
mikilli hugkvæmni í stað j
þess að standa á hinum var- :
anlega . og heilbrigða grund-
velli.
■
Og hvað um hina vísinda- ■
legu samvizku? Naumast hafa
þeir átt á hættu að vera
brenndir; samt fer ekki einu- j
sinni orð af því að þeir muldri j
í niðurlægingu sinni.
■
— Austri.
undir þegar þú syngur, sagði
Kodály.
Þegar ég hafði sungið nokkur
lög sagðist Kodály vera alveg
hissa á því hve vel ég skildi
tónlist hans og bauð mér að
koma í söngtíma hjá konusinni
þrisvar í viku og æfðum við
saman mörg verk hans.
En brátt varð ég að fara frá
Búdapest og hitti þau hjónin
ekki aftur fyrr en 1931 í Míl-
anó. Þar söng ég lög eftir
Kodály og síðar átti ég eftir
að syngja verk eftir hann i
Frakkilandi, Danmörku og á
íslandi — og höfðu verk hans
ekki verið flutt áður opinber-
lega í þessum löndum. Og vissu-
lega var til fólk sem ekki kunni
að meta tónlist Kodálys og
spurði mig hversvegna í ósköp-
unum ég væri að syngja þessa
nútímatónlist!
Kodály sá ég síðast í Mílanó
en ég frétt.i af honum annað
veifið, hann missti konu sína
og var ekkjumaður í mörg ár,
en svo kvæntist hann aftur
kornungri stúlku sem var nem-
andi hans. Hann var rúmlega
áttræður þegar hann dó og með
honum er fallinn í valinn einn
af mestu listamönnum heims-
ins.
— List hans var svo þjóðleg.
Ungverjaland var grundvöllur
að öllum hans verkum. Svo
lengi sem ungversk tónlist verð-
ur til, verður list Kodálys og
Béla Bartóks metin fyrir það
að þeir gerðu þjóðlögin aðlista-
verkum sem munu lifa með
þjóðinni.
List Kodálys hafði mikið
uppeldislegt gildi fvrir æskuna
í Ungverjalandi, hann ferðaðist
mikið um landið, bæði á milli
skóla og eins og Bartók safnaði
hann þjóðlegum lögum meðþvi
að heimsækja bændafólkið og
taka upp þegar það söng þjóð-
lög. Þar fundu þeir gömul og
upprunaleg þjóðlög sem þeir
síðan notuðu sem uppistöðu í
listaverk sín. — BH.
Plastmo
ÞAKRENNUR OG NIDURFALLSPÍPUR
RYÐGAR IKKI
ÞOLIR SELTU OG SÓT,
ÞARF ALDREI AÐ MÁLA
MarsTradingGompanyhf u
LAUGAVEG 103 _ SlMI 17373
Hús til sö/u
Húsið Norðurbraut 9c, Hafnarfirði er til
sölu. — Verð kr. 380.000 ef samið er strax.
Upplýsingar gefa
Skip og fasteignir
Austurstræti 18 — Sími 21735.
Toyota Crown Station
Toyota' Crown Station
Traustur óg ódýr
Stationbíll.
TRYGGIÐ YÐIJR TOYOTA.
Japanska bifreiðasalan hf.
Ármúla 7 — SLmi 34470.
Klapparstíg 26
Sírni 19800
•K
Condor
Auglýsið i Þjóðviljanum
Sími 17500
■■■*■■■
!■■■■■■!