Þjóðviljinn - 29.03.1967, Page 8
g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvifcudagur 29. marz 1967
Uppboð
Eftir ákvörðun skiptaréttar Reykjavíkur fer fram
opinbert uppboð á hluta þrotabús Kára B. Helga-
sonar í Njálsgötu 49, hér í borg, föstudaginn 31.
marz 1967, kl. 2 síðdegis.
Leitað verður boða í eignina, svo sem hér segir:
1. Verzlunarpláss á 1. hæð í austurenda.
2. Ibúð á 2. hæð í austurenda.
3. Ibúð á 3. hæð í austurenda.
4. 10 herbergi í risi í tvennu lagi.
í»á verður einnig leitað boða í einu lagi í áður-
greinda eignarhluta.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Ritari óskast
í Landspítalanum er laus staða læknaritara. Góð
vélritunarkunnátta nauðsynleg. Laun samkvæmt
kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsókn-
ir með upplýsingum um aldur, nám og fyrri störf,
ásamt upplýsingum um, hvenær viðkomandi geti
hafið störf, óskast sendar skrifstofu ríkisspítal-
anna, Klapparstíg 29, fyrir 5. apríl n.k.
Reykjavík, 28. marz. 1967
Skrifstofa ríkisspítalanna.
m ÚTILOKAR SLÆMAN ÞEF
• HINDRAR AÐ IUIATUR ÞORNI
• VINNU-OG SKÓLANESTI ALLTAF SEM NÝTT
Viðgerðaverkstæði.
Smurstöð.
Yfirförum bílinn
fyrir vorið.
FRIÐRIK ÓLAFSSON, vélaverkstæði.
Dugguvogi 7. — Síimi 30154.
BLAÐADREIFING
Blaðburðarböm óskast í eftirtalin hverfi:
Hverfisgötu II. — Tjamargötu — Vestur-
götu — Höfðahverfi.
DiMMm
Látið stilla bílinn fyrir vorið
Önnumst hjóla-, Ijósa- og mótorstillingar. Skiptum um
kerti. platínur. Ijósasamlokur o.fl. — Örugg þjónusta.
BÍLASKOÐUN OG STILLING
Skúlagötu 32, simi 13100.
Hafnfírðingar!
Tek, ung börn i gaezlu hálfan eða allan daginn. —
Upplýsingar í síma 5-17-70.
Um 300 þiísund söfnuðust á öskudaginn
Gísli Jónasson fyrrv. skólastjóri afhendir verðaun Reykjavíkurdeildar RKÍ fyrir merkjasölu á
öskudaginn. — Frá vinstri: Gísli, Anna Ástþórsdóttir, Kjartan Jónsson og Anna Aðalsteinsdóttir.
• Eins og kunnugt er lauk út-
breidsluviku Rauða krossins i
ár með merkjasölu á öskudag-
inn, þann 8. febrúar s. 1., sem
er hinn árlegi fjáröflunardag-
ur félagsins um allt land- 1
Reykjavík seldust merki fyrir
alls kr. 198.351.—, en RK-deild-
ir utan Reykjavíkur hafa gert
upp sölu fyrir rúmlega kr.
101.000.—. Fullnaðaruppgjör er
þó enn ekki fyrir hendi, þar
sem nokkrac deildir eiga eftir
að sendai skilagrein fyrir söl-
unni.
Að venju veitti Reykjavíkur-
deild R. K. I. þrem bömum
verðlaun fyrir góða frammi-
stöðu við merkjasölu í borginni.
Að þessu sinni fengu þau
Anna Aðalsteinsdóttir, Mið-
bæjarskólanum, Anna Ástþórs-
dóttir og Kjartan Jónsson,
bæði í Æfingadeild Kennara-
skólans, verðlaun. Gísli Jónas-
son, fyrrv. skólastjóri, afhent.i
börnunum bókina Þjóðsögur og
sagnir, teknar saman af Torf-
hildi Hólm, ásamt riti um starf
Rauða krossins, og færði þeim
þakkir fyrir hönd deildarinnar.
Þetta er í þriðja skipti, sem
þau Anna Aðalsteinsdóttir og
Kjartan Jónsson hljóta verð-
laun Reykjavíkurdeildar R.K.I-
fyrir merkjasölu á öskudaginn.
Þá vill R.K.Í. sérstaklega
þakka telpnadeild Rauða kross-
ins á Ólafsfirði fyrir ágæta
hjálp, en telpumar söfnuðu kr.
8.000.— sem þær sendu í sjóð
Blóðsöfnunar R.K.l.
★
Stjórn Rauða kross Islands
færir ‘öllum þeim, sem veittu
félaginu aðstoð í samþandi við
útbreiðsluvikuna, alúðar þakkir.
Sérstaklega þakkar félagið hin-
um mörgu unglingum, víðs-
vegar um landið, sem veittu
félaginu ómetanlega aðstoð, svo
Pg öllum þeim sem sýnt hafa
Rauða kross starfinu áhuga og
skilning. (Frá R.K.l.)-
• Hvenær ber
unglingum að
greiða sem
fullorðnir?
• Ekki veit ég hver les svona
bréf eða tekur ákvörðun um,
hvort þeim sé svarað eða kast-
að í ruslafötuna. Ég hef lengi
hugsað . og rætt við mæður og
reyndar foreldra um þetta mál
og virðast flestir sammála, en
ekkert hefur orðið af því, að
ég né aðrir svo ég viti hafi
vakið máls á því opinberlega.
En er ég las öftustu síðu Þjóð-
viljans í dag (18. marz), þá
kviknaði aftur í mér. Þar ér
frétt um ' „ungmennafargjöld"
landa á milli. Og þá kem ég
loksins að aðalerindinu:
Hver stjórnar og ákveður
hvenær, á hvaða aldri.ber ung-
lingum að greiðá gjald, sém
fullorðnum? í þessu er mikið
ósamræmi. Alla vega man ég
óumdeilanlega, að 13 ára mun
vera aldurstakmark í Laugar-
dalshöllinni. Ég á 4 börn á ung-
lingaaldri og verður þá gjald-
ið 300 kr. á venjulegan kapp-
leik, en ef um útlend lið er að
ræða að sjálfsögðu mikið
meira. — Og þar sem foreldr-
arnir eru líka gamlir og síung-
ir íþrótta'unnendur' getur kvöld-
ið orðið, án alls nána inngangs-
eyris ca. 600—700 kr.
Strætisvagnar eru eitt, sund-
staðir annað (þrátt fyrir að
þar eigi að greiða fullt verð,
komast unglingarnir ekki að
vegna kennslu nema sérstakan
tíma dagsins). Böllum fá þau
h'ns vegar alls ekki aðgang
að. nema Breiðfirðingabúð (16
ára).
Dettur engum í hug hvaða
áhrif þetta ósamræmi hefur á
unglingana? — Þeir kalla það
óréttlæti.
Gaman væri, ef blaðamaður
gsefi sér tíma og hringdi til
viðkomandi stofnana o.fl. og
grennslaðist eftir þessu. Ég
hringdi í góðkunningja minn,
sem starfar í Laugardal, og
hann svaraði mjög kurteis og
vingjarnlega að það eina, s:m
hefði verið athugað þar, væri
að fella alveg hiður barna-
gjaldið og haía það jafn hátt
fullorðinsgjaldi „því það sem
krakkarnir kaupa af gosdr.ykkj-
um 'og poppkorni kemur alveg
upp í mismuninn"!!
Ég spurði, hver hefði sæl-
gætissöluna. Og ura uppeldis-
leg áhrif misræmis hafði hann
aldrei heyrt, hvað þá þau börn
sem ekki hefðu einu sinni efni
á að fara popcoms-laus!
Börnin mín fylltust rétflátri
reiði við þessu svari kunningja
míns og sögðu, að það væru
oftast krakkar, sem sníktu
flöskur af fullorðnum og seldu
til að eignast peninga til sæl-
gætiskaupá. Væri þetta ekki
athugandi vegna fullorðna
fólksins ekki síður en ungling-
anna, sem nú eru endalaust
notaðir, sem dæmi um ,,slæma“
æsku?!!
Og eitt enh, mega kennarar
reka út úr tímum börn á skóla-
skyldualdri, mæðurnar kannski
að vinna úti og treysta á að
barnið sé í skólanum? Er þetta
ekki íulllétt „aðferð“ til upp-
eldis og náms?
f von um áð bréfið verði
alls ekki notað, nema þá sem
grundvöllur, vona ég, að blað-
ið athugi eit(thvað málið.
Fjögra barna móðir.
C3
20:00 Fréttir.
20:30 Steinaldarmennimir.
Teiknimynd gerð af Hanna
tig Barbera. íslenzkur texti:
Dóra Hafsteinsdóttir.
20:55 Pottablóm.
Páll Michelsen, garðyrkju-
maður í Hveragerði, sýnir,
hvernig flytja á stofublóm
milli potta, klippa þau og
skipta í sundur svo þau
verði sem bezt búin undir
sumacið. ...
21:05 Heilagur Franz frá Assisi.
Myndin fjallar ura ævi bessa
sérstæða , persónuleika mann-
kynssögunar, lýsir æsku
Franz • og tildrögum að þeim
umskiptum í lífi hans, sem
leiddu til þess, að hann varð
einn af áköfustu boðberum
kristinnar trúar. Þýðinguna
gerði Guðbjartur Gunnars-
son- Þulur er Eiður Guðna-
son.
21:35 Suður um höfin.
Skemmtiþáttur í umsjá Tage
Ammendrup. 1 þættinum
koma fram m. a. Iben G.
Sonne, Sigvaldi Þorgilssbn og
dansflokkur hans og limbó-
dansararnir Baby og Henry-
co Caraibeams. Kynnir er
Skafti Ólafsson. 4
22:00 Á góðri stund.
Léttur tónlistarþáttur fyrir
ungt fólk. í þættinum koma
m. a. fram Dionne Warwick,
The Brothers Four og Dave
Clark Five. Kynnir er Dave
Clark.
22:30 Sýkn eða sekur?
Bandarísk kvikmynd. Aðal-
hlutverkið leikur Rhbert
Ryan. Islenzkur texti: Dóra
Hafsteinsdóttir.
• AAinningarkort
★ Minningarkort Rauða kross
íslands eru afgreidd á skrif-
stofunni. Öldugötu 4. simi
14658 ob ! Reykj avíkurapó-
teki.
1315 Við vinnuna.
14.40 Bríet Héðinsdóttir les sög-
una „Alþýðuheimilið”,
15.00 Miðdegisútvarp.
M. Miller, P. Prado, M. Gaye,
The Rigtheous Brothers og
W. Atwell leika og syngja.
16.00 Síðdegisútvarp.
Sinfóníuhljómsveit fslands
leikur Rímnadansa nr. 1-4
eftir Jón Leifs; O. Kielland
stj. Sinfóníusveitin í San
Francisco leikur Symphonie
Fantastique op. 14 eftir
Berlioz; P. Monteux stj.
17.05 Framburðarkennsla í
spænsku og esperanto-
17.20 Þingfréttir.
17.40 Sögur og söngur.
Ingibjörg Þorbergs og Guö-
rún Guðmundsdóttir stjóma
þætti fyrir yngstu hlustend-
urna.
19.30 Daglegt mál.
19.35 Tækni og vísindi.
Halldór Þormar dr. phil.
flytur erindi.
19.55 fslenzk tónlist.
a- Gamanforleifcur eftir V.
Urbancic. Sinfóníuhljómsveit
íslands leikur; dr. Páll ísólfe-
son stj.
b. Rómansa fyrir fiðlu og pianó
eftir Hallgrím Helgason.
Einar G. Sveinbjörnsson og
Þorkell Sigurbjömssón leifca.
c. Barnalagaflokkur eftÍT Magn-
ús BI. Jóhrnnsson. Jane Carl-
son leikur á píanó.
20.10 „Stryknínmorðið”, smá-
saga eftir P. G. Wodéhouse.
Ásmundur Jónsson íslenzkaði.
Jón Aðils leikari les.
21-30 Sænsku söngvaramir Sig.
Björling, H. Schymberg, Carl-
Axel Hallgren og J. Berglund
syngja lög .úr ópemm eftir
Peterson-Berger, Massenet,
Mozart og Wagner.
22 00 Úr ævisögu Þórðar Svein-
bjarnarsbnar. Gils Guðmunds-
son alþingismaður les (6).
22.20 Harmonikuþáttur. Pétur
Jónsson kynnir.
22.55 Kammermúsik eftir þýzfc
nútímatónskáld.
a. „Bréfaskiþti’’ eftir G. Becker.
b. „fhugun” eftir M. Kopelent.
c- „Áköll og hróp“ eftir J.
Wytténbach. Flytjendur: H.
Lemser og félagar úr hljóm-
sveit suðvestur-þýzka út-
varpsins; E- Bour stj.
• Brúðkaup
• 18. febrúar voru gafin sam-
an í hjónaband af séra Ólafi
Skúlasyni ungfrú Iðunn Björk
Ragnarsdóttir og Helgi Óttar
Carlsen. (Stúdíó Guðmundar,
Garðastræti 8).
• Hitaveituvísur
• Borgarstjóri og borg:arstjórn fá þessar vísur
sendar til áminningar um marga kuldadaga
Þeir munu ætla brögðunum að beita
búnir okkur heitu vatni um neita
eftir því nú mætti lengi leita
léleg er hjá ykkur þessi hitaveita.
Ykkur fast með frækleik skulum klóra
fyrir vatnsskort og svo fávizkuna stóra
flýtið ykkur, ekki vera að slóra,
ý^ð þið fljótt við hitaveitustjóra. •