Þjóðviljinn - 29.03.1967, Side 9

Þjóðviljinn - 29.03.1967, Side 9
Miðvikudagur 29. macz 1967 — ÞJÓÐVIIJINN — SÍÐA 0 Geimrannsóknir Framhald af 7. síðu. leg og efnahagsleg viðhorf við útvarps- og símasamböndum um gervihnetti og hugsanlega notkun slíkrar tækni til að mennta íbúa vanþróuðu land- anna. Veðurfraeði: veðurathuganir með gervihnöttum, og efnahags- legur og félagslegur ávinning- ur af því að koma upp alheims- kerfi og svæðisbundnum kerf- um til veðurþjónustu og rann- sókna. Siglingafræði: horfurnar á að auðvelda siglingafræðina með aðstoð gervihnatta. Vís- indaleg og tæknileg vandamál í sambandi við siglingar um geiminn. Líffræði og læknisfræði: Hag- nýting líffræðilegrar og lækn- isfræðilegrar reynslu utan úr geimnum og horfurnar á að færa sér hana í nyt niðri á jörðinni, bæði í læknisfræði, iðnaði og landbúnaði. Menntun og þjálfun: hvernig niðurgtöðum geimrannsókna er miðlað í almennri og sérhæfðri kennslu. Hlutverk alþjóðastofn- ana á þessu sviði. Ýmislegt annað varðandi al- þjóðlegt samstarf um geim- rannsóknir verður tekið fyrir, eins og t.d. lögfræðileg, félags- leg og efnahagsleg vandamál. Til grundvallar umræðum á ráðstefnunni munu liggja rit- gerðir og skýrslur, sem þátt- tökuríkin senda. Á allsherjarþinginu í haust leið lét Ú Þant framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna þá von í ljós, að samtökin bæru gæfu til að gera geimrannsókn- ir að vettvangi samstarfs, og að þær yrðu ekki nýtt tilefni deilna og tortryggni. Enginn skyldi... Framhald af 7. síðu. samt og ágæt sumarveðrátta og þar mætti vel reka sumarhótel fyrir ferðafólk sem vill hvílast á rólegum', fállegum og veður- sælutn stað. Eitt af því sem í bígerð er er að koma á fót tónlistarskóla sem gæti orðið góð lyftistöng félagslífi á staðnum. Við von- umst til þess að hann geti tek- ið til. starfa í haust. Þessi tón- skólahugmynd er sprottin af leikstarfseminni — þegar við réðumst í það að setja á svið söngleik rákum við okkur á það að okkur vantaði ýmislegt til þeirra hluta. Þetta atriði mætti kalla dæmi um það hvemig bjartsýnin tröllríður okkur. Það mætti nefna til margt fleira sem gerzt hefur og út- mála miklu nákvæmlegar vandámál svona byggðarlags. Við fengum nýjan barnaskóla í haust og um leið ungan og ágætan skólastjóra héðan úr Hlíðaskóla. Pétur Bjarnason: það var reyndar ekki vonum fyrr eins og ýmislegt fleira því garnli barnaskólinn var reist- ur árið 1906. Ungir Bíldcíæl- ingar hafa annars staðið sig ágætlegá í námi — Og mætti nefna til dæmis að ungur Bíld- dælingur, Ríkharður Kristjáns- son,. tók bezt stúdentspróf við Menntasfcólann á Akureyri í vor. Þá eru margir í iðnnámi, þeirra á meðal fimm heima á Bíldudal og það er líka nýmæli, því þar hefur sjálfsagt ekki verið kennd iðngrein í þrjá- tíu ár . . . Á. B. Hrakningar ferðafólks Framhald af 1. síðu. Klaustri, svo og þeim sem voru í samfloti við þá. Þó var veð- urhæðin gífurleg og mikið um rúðubrot og í einum bílnum urðu allir farþegar að leggjast út í aðra hliðina um tíma til að hann fyki ekki um koll. Guðmundur Jónasson var á stórum vatnabíl og tveir spilbíl- ar voru til aðstoðar. Talsvert var af útlendingum í þessari ferð, mest af Þjóð- verjum. Kvaðst séra Sigurjón hafa hitt nokkra ferðalangana á Klaustri eftir hrakningana og hefðu þeir látið vel yfir sér og bara fundizt gaman að erfiðleik- unum •— svona eftir á. Ungur maður stórkalinn Einn þátttakenda í ferð Guð- mundar Jónassonar, ungur Þjóð- verji, fór á páskadagsmorgun í gönguferð einn sins liðs. Var ekki vitað um ferðir hans og ekki farið að undrast um hann þegar nokkrir menn sem voru á ferð austan frá Svínafelli komu auga á tösku undir steini úti á viðavangi. Þótti þeim þetta undarlegt og gættu betur og fundu þá Þjóðverjann sem hafði bundið sig við steininn í veður- ofsanum og var orðinn kaldur og máttfarinn. Maðurinn var fluttur að Svínafelli og hjúkrað þar. Síma- sambandslaust var við Öræfi, en Guðmundi Jónassyni tókst að kalla um talstöð á sjúkraflugvél og kom Björn Pálsson austur að Fagurhólsmýri og sótti mann- inn. Sagði Björn í viðtali við blaðið í gær að mjög erfitt hefði verið að lenda, misvindi og hnút- ur á brautinni auk þess sem þá var orðið dimmt. Sjúklingn- um var komið til flugvélarinnar um tíuleytið um kvöldið og þá strax haldið til Reykjavíkur og hann lagður á Landakotsspitala. Með Birni í ferðinni var dr. Friðrik Einarsson læknir og höfðu þeir meðferðis súrefnis- tæki, en sjúklingurinn var með- vitundarlaus er þeir tóku við honum og hafði ekki enn komizt til meðvitundar í gærkvöld. ■— Hann er kalinn í andliti og á fótum. ; i 'tr? *»*--*•■ Björn Pálsson var einnig í Skákmót Framhald af 12. síðu- og Sigurður A. Gunnarsson varð 2. með 6y2. Keppni í unglingaflokki fór fram á Akranesi og varð, Andrés Ólafsson á Akranesi unglingameistari með 7 vinn- inga, éh næstir urðu þeir Stef- án Ragnarsson, Akureyri, Karl Alfreðsson, Akranesi og Leó Jóhannesson, Akranesi, allir með 6 vinninga. Gaf verðlaunin Framhald af 4. síðu. sókn hennar þangað. Fyrsta heimsóknin stóð líka í sam- bandi við þá áráttu hennar að lesa smáletur •— hún las litla auglýsingu um styrki á vegum „Experiment in International Living“. Frú Stenlund heimsótti aðal- stöðvar Barnahjálparinnar í New York og afhenti þar helm- ing verðlaunanna handa soltn- um börnum. Nú er hún farin að velta fyrir sér, með hvaða móti hún komist vestur um haf í fimmta sinn. I II Innilegar þakkir fyrir samúð auðsýnda við fráfall mannsins míns SÆMUNDAR GÍSLASONAIt fyrrverandi lögregluþjóns. Guðbjörg Kristinsdóttir. flugi í gær og leitaði þá fjög- urra manna úr Flugbjörgunar- sveitinni sem -farið höfðu í ferð til Langjökuls á skírdag, en síð- an ekki til þeirra spurzt. Með Birni var Sigurður M. Þorsteins- son og leituðu þeir um allt það sva^ði sem mennirnir höfðu ætl- að að fara. Á sama tíma leitaði flugvél frá Keflavíkurflugvellli mannanna, og fann þá og flutti heila á húfi til Reykjavíkur. í þessari ferð voru Magnús Hallgrímsson, Halldór Ólafsson, Sigurður Oddsson og Helgi Ág- ústsson. Sagði Magnús Þjóðvilj- anum í gær að þeir hefðu farið með bifreið uppfyrir Gullfoss á skírdag og ætlað að ganga það- an á skíðum yfir Langjökul og til byggða um Hagavatn. Tveir aðrir hópar ætluðu einnig á Langjökul á 4 snjóbílum frá Þingvöllum og voru tveir bilar undir stjórn Gunnars Guð- mundssonar og tveir undir stjórn Péturs Þorleifssonar. Höfðu þeir Magnús og félagar meðferðis stuttbylgjutalstöð í sambandi við bíl Gunnars, en náðu aldrei sam- bandi, sem ekki var von, því að Gunnar og hans hópur fóru aldrei á jökulinn vegna veðurs. Á föstudagskvöld var komið glórulaust norðanveður, ofsarok og skafrenningur og grófu þeir Magnús sér þá snjóhús og tjöld- uðu yfir og höfðust þar við þar til þeir fundust í gær. Sagði Magnús að líðan þeirra félaga hefði verið sæmileg, þeim hefði tekizt að halda vel á sér hita og haft nægan mat meðferðis. Um kl. hálftólf í gærdag heyrðu þeir fyrst til flugvélar og sendu þá upp neyðarblys og um kl. hálfþrjú kom þyrla af Kefla- víkurflugvelli og flutti þá til Reykjavíkur. Af hinum hópnum var það að frétta að einn snjóbíllinn „Nagg- ur“ komst upp á jökulinn og inn að Þursaborg, en þar hvessti mjög og héldu þeir fimm sem í bílnum voru kyrru fyrir uppi á jökli r -A ó en komust til Þingvalla aftur í fyrrínótt. Hinir þrír fóru aldrei lengra en að jökulröndinni og komust í bæinn á annan páskadag. Þfóðdansa- sýning verður endurtekin Sýningum Þjóðdansafélags Rvikur á ísl. dönsum og leikj- um, sem haldnar voru fyrr í mánuðdnum, var mjög vel tekið og hlutu þær lbfsamlega dóma. Nú er í ráði að hafa a.m-k. eina sýningu enn og verður hún i Þjóðleikhúsinu næsta þriðjudags- kvöld, fjórða aipríl. Hitaveiisn Framhald af 1. síðu. HitaVeitunnar í gærkvöld var þetta þá að komast í lag, en hinsvegar voru þeir vonlitlir um vatnsbirgðirnar og töldu að ef ekki hlýnaði í veðri væri lítils yls von fyrir gömlu hverfin í bráð. Viðkvæmt? Undarlegt svar fékk Þjóðvilj- inn hjá fyrsta starfsmanninum sem hapn náði í út af þessu máli í gær, en hann spurði að bragði hvort þetta væri póli- tísk fyrirspurn hjá blaðinu. Neyðarástand var víða í gömlu hverfunum og flýðu margir íbúð- ir sínar og svo var kuldinn mik- ill að sums staðar frusu vatns- leiðslur í húsunum. Frétti blaðið m.a. af fólki sem var ekki í bænum um hátíðarnar, tókst að komast um Þrengslin á annan páskadag, en er heim kom byrj- uðu hrakningarnir: þá var íbúð- in ísköld og ekki vatnsdropi í krana, hvorki heitt né kalt, allt frosið sem frosið gat, og varð fólkið að leita á náðir ættingja og gista hjá þeim. Viðgerðir á skinn- og fuskinnsfatnaði. Góð bjónusta. Leðuirverkstæði Úlfars Atlasonar. Bröttugötu 3 B Sími 24-6-78 SKIPAÚTGCRB RIKISINS M/s B A L D U. R fer til Snæfellsness- og Breiða- fjarðárhafna á fimmtudag. Vöru- móttaka í dag. INNBROT Brotizt var inn í kjörbuðar- vagn KRON við Álfhólsveg 32 í Kópavogi aðfaranótt laugar- dagsins og stolið þaðan um 1000 krónum í peningum. Var lögreglunni tilkynnt að sézt héfði til tveggja grunsamlegra manna um nóttina og við rann- sókn firndu lögreglumenn smá- miða með nafni á í vagninum. Náði lögreglan í manninn sem játaði að hafa tekið þátt í inn- brotinu og hafði hann misst miðann með nafninu sinu á upp úr vasanum. Játning hans leiddi síðan einnig til handtöku þess sem með honum var við inn- brotið. Grillsteiktir KJÚKLINGAR SMARAKAFFI Laugavegi 178. Sími 34780. Gerið við bílana ykkar sjálf — Við sköpum aðstöðuna Bílaþjónustan Auðbrek'- 53. Sími 40145. Kópavogi. Hamborgarar Franskar kartöflur Bacon og egg Smurt brauð og snittur SMARAKAFFI Laugavegi 178. Sími 34780. S Æ N G U R Endurnýjum gömlu sæng- urnar, eigum dún- og fið- urheld ver og gæsadúns- sængur og kodda af ýms- um stærðum Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstíg 3. Simi 18740. (örfá skref frá Laugavegi) SMUKSTjÖÐIN Kópavogsháléi Sími 41991 Opin frá kl. 8—18. A föstudögum kl. 8—20. ☆ ☆ ☆ BEFUR ALLAR algengustu smurolíuteg- undir fyrir diesel- og benzínvélar. TPU L d-Flj N AP HRINGIR/f $w Halldór Kristinsson gullsmiður. óðinsgötu 4 Sími 16979. Nýja þvottahúsið Sími: 22916. Ránargötu 50. 20% afsláttur af öllu taui — miðast við 30 stykki. Smurt brauð Snittur brauðbœr við Óðinstorg. Sími 20-4-90. HÖGNI JÓNSSON Lögfræði- og fasteighastofa Skólavörðustig 16. Síml 13036, heima 17739. Sængurfatnaður — Hvítur og mislitur — .« ÆÐAHDÚN SSÆN GUR GÆSADÚNSSÆNGUR DRALONSÆNGUR SÆNGURVER LÖK KODDAVER rbÁðÍH Skólavörðustig 21. feRl DGESTONE HJÓLB ARÐAR Síaukin sala sannargæðin. B;RIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstri. BRI DGESTONE ávallt fyrirliggiandi. GÖÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 CÓLFTEPPI V/ILTON TEPPADRECLAR TEPPALACNIR EFTIR MÁLI I Laugavegi 31 - Simi 11822. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-10L VB [R 'Vaxm+y&f óezt KHfilCf

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.