Þjóðviljinn - 06.04.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.04.1967, Blaðsíða 3
Fixnmtudagur 8. aj>cS. 1367 — ÞJÖSVIEJS&EN — S®*A J Fundur Norður- landaráðs í Hels- inki tíðindalaus HELSINKI 5/4 — Afstaða Norð- urlanda til efnaihagsbandalaga hefur verið mjög á dagskrá á fundi Norðurlandaráðs í Hels- inki og lauk umræðum um það mál í dag, án þess að til neinna tíðinda drægi — með þvi að skor- að var á ríkisstjórnir að láta ráðið fylgjast sem bezt með framvindu mála. Samþykktar voru ýmsar áskor- anir til ríkisstjóma: um að kom- ið verði á sameiginlegri ferða- mannaþjónustu, samhæfingu og samstarfi um menntun lækna og hjukrunarkvenna o.fl. Mollef leysir frá sk]óSunni Nýr vinstriflokk- ur í Frakklandi? PAHÍS 5/4 — Guy Mollet, for- ntadur franska sósíalistaflokks- ins, skýrði í dag frá leynilegum samningi um að sameina franska vinstriflokka að Kommúnista- flokknum undanskildum, um næstu áramót. Mollet skýrði frá þessu í við- tali við vikublaðið Nouvel Ob- servateur. í hinum nýju samtök- Bretar og Arabar berjast enn í Aden ADEN 5/4. — Brezkir hermenn og arabískir þjóðernissinnar áttu í dag í hörðum bardaga í út- hverfi Adenborgar. Stóð bar- daginn einn klukkutíma en ekki er vitað hve margir féllu eða særðust. Bardaginn blossaði upp um það leyti er sendinefnd frá Sam- einuðu þjóðunum sem komin er til að rannsaka ástandið í land- inu ók um borgarhlutann. Nefnd- in hefur verið í Aden í fimm daga en ekki enn komizt að nið- urstöðu um það hvernig beri að taka á þessu verkefni. í dag hvöttu þrjú verkalýðs- samtök meðlimi sína til að taka upp vinnu aftur á morgun, en þau höfðu að undirlagi þjóðfrels- ishreyfinganna tveggja, NLF og FLOSY, gert allsherjarverkfall til að vekja athygli nefndar SÞ á andstöðu sinni við áform Breta um það hvernig landið verður sjálfstætt. Um leið bloss- uðu upp óeirðir milli áhangenda NLF og FLOSY, sem urðu ekki á eitt sáttir um framkvæmd verkfallsins. Hafa fimm Arab- ar fallið í þeim átökum og 31 maður særzt. um verða þeir flokkar sem nú eru mjög lauslega tengdir í Vinstribandalaginu. Mollet skýrði frá því að hann hefði undirritað leynilegan samn- ing um þetta mál 1965 ásamt Mitterand, núverandi formanni Vinstribandalagsins og formanni Róttæka flokksins, Billeres. Moll- et kvaðst og vona að hinn óháði sósíalistaflokkur Mendés-France yrði með. Vinstribandalagið tók þátt í kosningabandalagi með kommún- istum við nýafstaðnar kosning- ar og fékk 121 þingsæti, en kommúnistar hafa allmiklu meira atkvæðamagn að baki sér. MOSKVU 5/4 — Hið virta bók- menntatímarit, Noví Mír, hefur veitzt mjög harkalega að sov- ézka málarans Glazúnots, sem m a hefur gert andlitsmyndir af Ginu Lollcbrigidu og eiginkonu Krags, forsætisráðherra Dana. Segir tímaritið list Gleisúnofs légkúrulega og ómerkilega. U Þant telur ekkert miða / friðarátt í Vietnam GENF SAIGON 5/4 — Ú Þant, framkvæmdastjóri SÞ sagði í Genf í dag, að á síðustu tólf mánuðum hefði ekkert miðað i átt til friðar í Vietnam, og ját- aði að tillögur sem hann hefði átt frumkvæði að hefðu ekki bor- ið neinn árangur. Það er mjög til staðfestingar þessum ummætam U Þants, að Ky, forsætisráðherra Saigon- Hollenzkir sjómenn berja á síðhærðum unglingum Amsterdam 5/4 — Hollenzkir sjómenn og sjóliðar tóku lög- in í sínar hendur í gærkvöldi og ruddu jámbrautarstöðina af síðhærðum unglingum, sem gert höfðu stöðina að nokkurskonar bækistöð. Sjómenn voru um 120 tais- ins og höfðu unglingamir, sem voru miklu færri, ekki roð vi-3 þessum þjálfuðu mönnum. Einr, piltur slasaðist alvarlega í rysk- ingunum. Sjómenn sögöust hafa frétt að vafasamir unglingar hefðu lagt jámbnautarstöðina undir sig og gerðu ferðafólki líf- ið leitt á ýmsan hátt — það hefði lika getað komið fyrir kærust- urnar okkar sögðu þeir, og þvi ákváðum við að grípa til okkar ráða. Bað Svetlana Sta/ína ekki um dvalarleyfi á Indlandi? NÝJIT DEHLI 5/4. — Verzlunar- málaráðherra Indlands, Dmesh Singh, sagði á þingi í dag að dóttir Stalíns, Svetlana, hefði aldrei beðið sig um aðstoð við að fá dvalarleyfi á Indlandi. Svetlana bjó hjá Singh áður en hún hélt til Evrópu í siðasta mánuði eftir að hún hafði ákveð- ið að snúa ekki aftur til Sovét- rikjanna. Segir Singh að hún hafi aðeins rætt við sig um fjöl- skyldumál. Þingið felldi tillögu írá sósí- alistaforingjanum Lonia, sem hefur sakað ráðherra um að hafa blekkt þingið með því að halda því fram, að Svetlana hafi ekki leitað aðstoðar varð- andi möguleika á því að setjast að á Indlandi. Lonia kveðst hafa fengið bréf frá Svetlönu þess efnis að Singh hefði sagt henni að hún gæti ekki orðið eftir á Indlandi þar eð sovétstjórnin mundi líta það hornauga. Utanríkisráðherrann, Chagla, tók einnig upp hanzkann fyrir ríkisstjórnina og sagði að Svetl- ana hefði ekki beðið um iand- vistarleyfi á Indlandi, en stjórn- in myndi taka slíkri beiðni frá henni með velvild. stjórnarinnar sagði f dag, að ekki kæmi til mála að eiga nokkra samvinnu við „kommún- ista“ um stjóm landsins, því allt stjórnarfar og stjórnarskrá Suð ur-Vietnams væri byggð á and- stöðu gegn kommúnisma. Aftur á mót.i þóttist hann reiðubúinn til viðræðna við stjórn Norður Vietnams. í Saigon voru menn mjög á verði gegn nýjum skyndiárásum skæruliða, en í nótt gerði hópur þeirra, klæddur einkennisbún- ingum Saigonhersins, árás á lög- regluvarðstöð í borginni og ger- eyddi henni án þess að verða fyrir manntjóni. Þá eyðilögðu skæmliðar og varðstöð stjórnar- hersins við þjóðveg einn skammt frá Saigon. LIF- tryggið yður ! VERÐTRYGGÐAR LÍFTRYGGINGAR VERÐTRYGGÐ TIMABUNDIN LIFTRYGGING Dæmi: Hefði '25 ára maður tekið verðtryggða tímabundna líftrygg- ingu árið 1965 til 15 ára, að grunnupphæð kr. 500.000 gegn grunn- iðgjaldi kr. 2.550, hefðu tryggingarupphæð og iðgjald orðið sem hér segir: Ár Aldur Vísitala Ársiðgjald Tryggingar kr. upphæð kr. 1965 25 163 2.550,00 500.000,00 1966 26 175 2.738,00 537.000,00 1967 27 188 2.941,00 577.000,00 VERÐTRYGGÐ STÓRTRYGGING Dæmi: Hefði 25 ára maður tekið verðtryggða stórtryggingu ár'ið 1965, gegn grunniðgjaldi kr. 2.000, hefðu tryggingarupphæð og iðgjald orðið sem hér segir: Ár Aldur Vísitala Ársiðgjald Tryggingar kr. upphæð kr. 1965 25 163 2.000,00 488.000,00 1966 26 175 2.147,00 515.000,00 .1967 27 188 2.307,00 542.000,00 Fermingarúr módel 1967 Pierpont úr-nýjar gerðir Dömu og herraúr - Vatnsþétt og höggvarin SENDI í PÓSTKRÖFU GARÐAR ÓLAFSSON ursmiSur Lækjartorgi Sími 10081 HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLANDS Á mánudag verður dregið í 4. flokki. 2.100 vinningar að fjárhæð 5.800.000 krónur. Á morgun er síðasti heili endurnýjunardagurinn. Happdrætti Háskóla Sslands 4. FLOKKUR: 2 á 500.000 kr. 1.000^000 kr. 2 á 100.000 kr. 280.000 kr. 52 á 10.000 kr. 520.000i kr. 280 á 5.000 kr. 1.408.000 kr. 1.760 á 1.500 kr. 2.640.000 kr. Aukavinningar: 4 á 18.000 kr. 40.000 kr. 2.100 5.800.000 kr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.