Þjóðviljinn - 06.04.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.04.1967, Blaðsíða 1
Dagblað alþýðunnar segir Líu Sjaó-sí forsetí réðst gegn Maó '62 Fimmtudagur 6. apríl 1967 — 32. árgangur — 77. tölublað. j PEKING 5/4 — Enn heldur hat- itramrl herferð álram gegn Líu Aðalfundi Alþýðubandalagsins í Reykjavík frestað til mánudags ■ Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykja- vík sem verða átti í kvöld, fimmtudag, er frestað til mánudagsins 10. apríl en þá verð- ur auk aðalfundarstarfa tekið fyrir framboð Alþýðubandalagsins í Reykjavík við alþing- iskosningamar í vor. Fundurinn verður í Tónabíó og hefst kl. 20,30. ■ Alþýðubandalagsmenn í Reykjavík eru minntir á að greiða félagsgjöldin í skrifstof- una í Lindarbæ. — Stjómin. BorggrsJúkrahúsjB til umrœðu / borgarsfjórn / dag: Hvenær hefjast bygginga- framkvæmdirnar að nýju? ■ Fraankvæmdir við byggingu Borgarsjúkrahúss- ins í Fossvogi hafa nú legið niðri mánuðum sam- an. Á fundi borgarstjómar í dag munu fulltrúar Alþýðubandalagsins vekja umraeður um spítala- bygginguna. Alþýöubandalagsmenn flytja 6Vofellda fyrirspurn: — Hvenær má vænta þess, að fullur gangur hefjist að nýju við byggingu Borgarsjúkrahússins í Fossvogi, og hvað líður skilum og upp- gjöri á ógreiddum framlögum ríkissjóðs til sjúkrahússbygging- arinnar? Þá flytja borgarfuílltrúar Al- þýðubandalagsins tillögu um skipulag sj úkrahússlóöarinnar, svohljóðandi: „Borgarstjórnin fel- ur skipulagsdeild og skipulags- nefnd borgarinnar að ganga hið allra fyrsta frá skipulagi á lóð Borgarsjúkrahússins í Fossvogi og hafa um það samráð við sjúkrahúsnefnd og húsameist- ara“. Af öðrum málum, sem eru á dagskrá borgarstjórnarfundarins í dag, má nefna svohljóðandi til- Iögu Aiþýðubandalagsmanna: Fjórir tundur- spillar heim- sækja Reykjavík Hinn 26. þ.m. munu fjórir tund- urspillar koma í heimsókn til R- víkur. Skip þessi taka nú þátt í hinum árlegu flotaaefingum At- lanzhafsbandalagsins og er eitt þeirra hollenzkt, eitt brezkt ©g tvö bandarfsk. Þau sigla út aftur 29. þ.m. (Frá utanríkisráðuneytinu). Geðrannsókn í gær hafði Þjóðviljinn sam- band við Sverri Einarsson, rann- óknarlögreglufulltrúa og spurðifit fyrir um hvað liði geðrannsókn Þorvaldar Ara Arasonar. Sagði Sverrir að rannsókninni lyki sennilega fyrir miðjan mánuðinn en þó væri það ekki alveg ör- uggt, allavega lýkur henni í þessum mánuði. „Borgarstjórnin ályktar að fela borgarráði að skipa nefnd 3ja manna, sérmenntaðra í upp- eldisfræði, sálarfræði og geð- lækningum, til að rannsaka fyr- irkomulag og uppeldisskilyrði i vöggustofu Thorvaldscnsfélags- ins að Hlíðarenda. Skal ncfnd- in skila skýrslu um niðurstöð- ur sínar til borgarráðs og borg- arstjórnar, ásamt tillögum um framtíðarrekstur vöggustofunnar. I tiilefni umræðna sem urðu í borgarstjórninni 2. marz sl. um vöggustofuna að Hlíðarenda ber Sigríður Thorlacius (F) fram fyrirspurn á borgarstjómarfund- inum í dag. Sami Framsóknar- fulltrúi ber fram tillögu um að það verði borið undir atkvæði R- víkinga við alþingiskosningarn- ar í sumar, „hvort þeir séu sam- Þessi útlitsteikning af borgarsjúkrahúsinu í Fossvogi birtist hér í blaðinu um það leyti sem framkvæmdir við smíði hússins voru að hefjast. Okkur þykir rétt að birta hana nú aftur — hálfum öðrum áratug síðar. þykkir eða andvígir því, aðfyr-^ ________________ irhugað ráðihús borgarinnar verði byggt í norðurenda Tjamarinn- ar, eins og fyrrverandi borgar- stjórn ákvað“. Ýmis fleiri mál em á dag- skrá borgarstjómarfundarins, sem hefst kl. 5 sd. í Skúlatúni 2. Sjaósí, forseta Kína, og telja margir að honum verði bráðlega vikið frá. Aðalmálgagn kommúnista- flokksins, Dagblað alþýðunnar, skrifar, að árið 1962 hafi kom- ið til ágreinings í forustu flokks- ins og hafi Líu Sjaosí þá róðizt heiftarlega gegn Maó Tse-tung. Kína hafi þá átt í erfiðleikum bæði að því eð varðar innanríkis- is- og utanríkismál, og hafi for- setinn þá mælt með gagngerðri endurskoðun á stefnu flokksins. í NTB-frétt er sagt að klofn- ingurinn í flokksforystunni hafi orðið í sambandi við versnandi sambúð við Sovétríkin og Ind- land og slæma uppskeru. Þetta er í fyrsta sinn að á- sakanir gegn Líú eru bornar fram með þessum hætti í aðal- málgagni flokksins. farnar miklar mótmælagöngur Með þessu atviki hafa atburðir í Kína tekið á sig nýjan svip þar eð það hefur verið stefna komm- únistaflokks landsins að taka ekki opinberlega afstöðu gegn þeim forystumönnum sem hafa orðið fyrir árásum rauðra varð- liða. Það er og til þess tekið að enginn hefur orðið til þess að taka málstað Líú forseta. Fimmta daginn í röð voru gegn forsetanum — gengu varð- liðar og skólabörn um miðborg- ina. og hrópuðu að þau væru á leið til útfarar Líú Sjaósí. Þá segja veggblöð að ummæli um forsetann verðj felld niður úr Maókverinu rauða. Alþýðubanda- lagsmenn í Kópavogi Næstkomandi laugardags- kvöld kl. 20,30 heldur Alþýðu- bandalagið í Kópavogi kynn- ingar- og skemmtikvöld. Skemmtiatriði og dans til kl. 1 e.m. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. — Skemmtinefndin. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■BBBBuaa Kosningaskrif- stofa í Reykja- neskjördæmi Alþýðubandalagið í Reyikja- neskjördæmi hefur opnað kosningaskrifstafu í Þinghól í Kópavogi. Opið alla virka daga kl. 5 til 7. Sími 41746. Forseti fslands var skorinn upp í gærmorgun I gær barst Þjóðviljanum eft- irfarandi fréttatilkynning frá skrifstofu forseta Islands: Forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson var skorinn upp í morgun á Bispebjerg sjúkrahúsi l Kaupmannahöfn, vegna blöðru- hálskirtils. Uppskurðurinn, sem var fnam- kvæmdur af prófessor dr. med. Christoffersen tókst vel og er h'ðan forseta eftir atvikum góð. Aukin samvinna Norðurlanda á sviði rannsókna athuguð Rannsóknaráð Norðurlanda, eða „Samstarfsstofnun Norður- landanna um hagnýtar rannsókn- ir“, sem hefur það verkefni að stuðla að samvinnu Norður- landanna á sviði vísinda, athug- ar nú á hvem hátt unnt er að auka þetta samstarf Norðurlanda- þjóðanna. Forstjóri rannsóknar- stofnananna í Þrándheimi, Kai'l Stenstadvold, hefur verið feng- inn til þess að afla upplýsinga um rannsóknarstarfsemi á Norð- urlöndum og gera tillögur um nánara samstarf. Karl Stenstadvold kom hing- að til lands sl. mánudag og mun dvelja hér þessa viku til við- rasðna við forustumenn á svið- um vísinda og atvinnuvega. Rannsóknarráð ríkisins, sem er meðlimur í rannsóknarráði Norð- urlanda fyrir Islands hönd, skipu- leggur heimsókn hans hér. Fimmtudaginn 6. þm., kl. 5,15 e.h., mun Karl Stenstadvold flytja erindi í 1. kennslustofu há- skólans um norrænt samstarf á sviðum vísinda og skipulag rann- sóknarstarfseminnar í Þránd- heimi. Öllum er heimill aðgang- ur. (Frá Rannsóknaráði ríkisins). ••■■■Mmn !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! Arshátíð Sósíalista- félags Reykjavíkur Sósíalistafélag Reykjavíkur heidur árshá- tíð í Tjarnarbúð laugard. 15. apríl. Hefst hún með borðhaldi kl. 7. DAGSKRÁ 1. Ávarp. 2. Einleikur á fiðlu: Jakob Hallgríms- son. Undirleik annast Jónas Ingi- mundarson. 3. Sverrir Kristjánsson les upp. Skemmtinefndin. Hvernig er markaðsverð íbúða í Rvík? Sölutregða er nú á gömlu og ófullnægjandi húsnæði ■ Mikil sölutregða hefur verið á gömlum íbúðum og kjall- araíbúðum hér í borginni í vetur, — hafa flestir fasteigna- salar tugi af slíkum íbúðum á söluskrá hjá sér og hreyf- ast þær varla til solu. ■ Sérstaklega er hér átt við gamlar íibúðir, ófullnægj- andi á ýmsan hátt, sem fjárvana fólk hefur keypt til þessa að forða sér frá leiguokri. Svona ástand hefur ekki 1-ngi verið á íbúðamarkaðnum í Reykjavík, — jafnvel um ára- tugi, — hefur slíkt ófullnægj- andi húsnæði ekki síður selzt en annað á uppsprengdu verði og hefur teningsmetrinn verið hvað dýrastur í slíku húsnæði miðað við gæði. Hver er svo skýrmgin á þessu ástandi? Sérfróðir menn telja, að skort- ur á yfirvinnu sé meðal annars ástæðan samfara lánsfjárskorti í bönkum og skapi það tregðu hjá þessu fjárvana fólki að taka á sig skuldbindingar er nema frá 200 þúsundum til 500 þúsunda í slíkum ófullnægjandi íbúðum, — auk skyndiláns í bönkum fyr- ir fyrstu útborgun. Þá binda menn einnig vonir við íbúðaáætlunina á vegum rík- is og bæjar, sem samþykkt var í júnísamkomulagi verkalýðsfélag- anna við ríkisstjórnina, — hrýs þó mörgum hugur við vísitölu- bindingu lána á þeim íbúðum. Góðar kjallaraíbúðir hafa og verið dræmar í sölu og kostar til dæmis 85 til 90 fermetra kjallaraíbúð kr. 750 til 850 þús- und og greiðist kr. 400 til 500 þúsund út. Nýlegar og nýjar íbúðir hafa verið viðstöðulaust í sölu á markaðnum og hafa ver- ið nokkuð misjafnar í verði vegna lánsfjárskorts, — hafa eig- endur verið misjafnlega að- þrengdir við byggingu nýrra í- búða. Þannig kosta 2ja herbergja í- búðir, — 60 til 70 fermetra, — kr. 800 til 850 þúsund með kr. 500 tií 550 þúsund útborgun. Þriggja herbergja íbúðir — 85 til 90 fermetra — kosta frá einni miljón til 1,1 miljón og geta far- ið á 1,2 miljón á góðum stöðum í borginni. Þar er útborgun frá kr. 650 til 750 þúsund. Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.