Þjóðviljinn - 06.04.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.04.1967, Blaðsíða 10
 10 SffikA — ÞJÓÐVXLJIiNN — Fiirankndagur 6. apcS ltS&L SAFNARINN 29 Engiim myndi geta trúað hvernig ailt er. Hann heldur mér sem algerum fanga. En að öllu öðrnx leyti drottna ég yfir honum. Mér er ljóst að hann ýtir undir það, það er bragð til að koma í veg fyrir að ég sé eins óánægð og ég ætti í rauninni að vera. Þannig var það einmitt þegar ég annaðist um Donald í fyrra- vor. Mér fór að finnast eins og ég ætti hann, að ég vissi allt um hann. Og mér varð meinilla við að hann skyldi fara til Italíu á þennan hátt, án þess að láta mig vita. Ekki vegna þess að ég væri í rauninni ástfangin af honum, en vegna þess að hann var minn á vissan hátt og hafði ékki feng- ið leyfi hjá mér. Þessi einangrun sem ég er £. Engin dagblöð. Ekkert útvarp- Ekkert sjónvarp. Ég sakna frétt- anna skelfilega. Það gerði ég aldr- ei áður. En nú finnst mér sem heimurinn sé ekki lengur til. Ég bið hann um blað á hverj- um degi, en það er eitt af því 6em hann er ósveigjanlegur með. Að ástæðulausu. Það er skrýtið, ég veit að það er alveg tilgangs- laust að biðja um það. Ég gæti eins vel beðið hann að aka með mig á næstu brautarstöð. En ég held samt áfram að biðja hann. Hann sver og sárt við leggur að hann hafi sent ávísunina til andspymuhreyfingarinnar gegn kjamorkuvopnum, en ég er ekki viss um það. Ég aetla að biðja hann um að sýna mér kvitbun- ina. Smáatvik. I dag um hádegið langaði mig í Worcestersósu. Það er ekki oft sem hann gleym- ir einhverju, sem mig kynni að langa í. En það var engin Wor- cestersósa inni. Hann stendur því upp, fer út, tekur af hengi- lásinn sem heldur dyrunum opn- um, læsir dyrunum, sækir sós- una fram í fremri kjallara, opn- ar dymar, setur hengilásinn á aftur, kemur inn. Og svo verð- ur hann undrandi á svipinn þegar ég fer að hlæja. Honum förlast aldrei í þessum læsingum sínum. Endaþótt ég kæmist í raun og vem fram í fremri kjallarann óbundin, hvað gæti ég svo sem gert? Ég get ekki læst hann inni, ég get ekki komizt út- Eina hugsanlega fEFNI SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18. III. hæð flyfta) Sími 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33>-968. tækifærið er þegar hann kemur inn með bakkann. Og ef ég kæmizt framhjá honum, þá gæti ég læst hann inni. En hann fer aldrei gegnum dyrnar nema ég sé langt í burtu. Venjulega fer ég og sæki bakkann. Um daginn vildi ég það ekki. Ég hallaði mér bara upp að veggnum hjá dyrunum. Hann sagði: gerið svo vel að færa yð- ur. Ég starði bara á hann. Hann rétti fram bakkann. Ég lét sem ég sæi það ekki. Hann stóð þama 1 öngum sínum. Svo beygði hann sig varlega og gaf mér nán- ar gætur á meðan og setti bakk- ann niður fyrir innan dymar. Svo fór hann aftur fram í ytri kjallarann. Ég var svöng. Hann sigraöi- Þetta þýðir ekkert. Ég get ekki sofið. Þetta hefur verið skrýtinn dagur, jafnvel hér. Hann tók sæg af nýjum mynd- um af mér í morgun. Hann nýt- ur þess bókstaflega. Honum þykir gaman þegar ég brosi til myndavélarinnar, og tvisvar geiflaði ég mig ferlega. Honum fannst það ekkert fyndið. Svo setti ég hárið upp með annarri hendinni og lét sem ég væri fyr- irsæta. Þér ættuð að vera fyrirsæta, sagði hann. Grafalvarlegur. Hann skildi ekki, að ég va*r að gena gys að öllu heila klabbinu. Ég veit hvers vegna honum þykir gaman að þessari mynda- töku. Hann heldur að það geri hann eins konar listamann í mínum augum. Og auðvitað ber hann ekki minnsta skynbragð á ljósmyndun. Ég á við, hann fær mig í fókus, það er allt og sumt. Á ekki til hugmyndaflug. Það er óhugnanlegt. Stórfurðu- legt. En milli okkar er einhvers konar samband. Ég geri gys að honum, ég geri stöðugar árásir á hann, en hann hefur alltaf hugboð um, þegar ég er „veik fyrir“. Þegar hann getur verið hvassyrtur á móti án þess að ég reiðist- Við getum ástundað eins konar stríðni, sem jaðrar við aö vera vinsamleg. Það er bæði vegna þess hvað ég er einmana og einnig er það með vilja gert (ég er að reynai að fá hann til að slaka á, bæði sjálfs hans vegna til þess að hann gleymi sér ef til vill einhvem daginn), og auk þess er það veiklyndi og kænska og sumpart meðaumkun. En svo er ein ástæða enn sem ég get ekki skilgreint. Það getur ekki verið vinátta, því að ég hef and- styggð á honum. Kannski er það aðeins það, að ég veit. Aðeins það að ég veit margt um hann. Og ef maður veit eitthvað um einhvem, þá stendur maður einhvem veginn nær honum. Þótt maður óski þess að hann væri á annarri stjömu. Fyrstu dagamir. Ég gat ekki gert neitt ef hann var í sama herbergi. Ég lét sem ég væri að lesa, en ég gat ekki beint huganum að neinu. En nú gleymi ég því stundum að hann er héma- Hann situr við dymar og ég sit í stólnum mínum og les og við erum eins og tvær manneskjur sem hafa verið gift- ar árum saman. Það er ekki þannig, að ég sé búin að gleyma því hvemig amn- að fólk er. En það er eins og annað fólk sé ekki raunveru- legt lentgur. Eina mannveran sem er raunveruleg í heimi mín- nm er Calihan. Þaö er ekki hægt aö Þannig er það bara. 20. oktöber. Klukkan er ellefu aö morgni. Ég var rétt í þessu að reyna að flýja. Það sem ég gerði var aö bíða þar til hann hefði ýtt slánni frá hurðinni sem opnast út. Þá hratt ég henni til baka eine fast og ég gat. Það er bara málmplata á henni héma megin, hún er úr tré, en hún er mjög þung. Mér datt í hug að ég gæti hitt hann með henni og rotað hann, ef ég hitti á réttu andartaki. Um leið og hún fór að hreyf- ast ýtti ég sem sé á hana eins harkalega og ég gat. Hamn kast- aðist afturábak og ég þaut út, en auðvitað var allt undir því komið hvort hann hefði fengið alvarlegt högg. En svo var ekki. Hann hlýtur að hafa fengið hurðina í öxlina. Allavega náði haran taki á peysunni minni. Andartak varð ég vör við hina hliðina á hon- um, ofbeldishneigðina, hatrið, ég skyldi ekki sleppa. Þess vegnai sagði ég: allt í lagi, losaði mig af honum og fór aftur inn. Hann sagði: Þér hefðuð getaö neitt mig, hurðin er mjög þung. Ég sagði: Þér særið mig hvert andartak sem þér h&ldið mér hér. Ég hélt að friðarsinnar vildu ekki særa aðra, sagði hann. Ég yppti aöeins öxlum og kveikti í sígarettu. Ég titraði. Hann vann morgunverkin þegjandi. Einu sinni neri hann öxlina með áberandi tdburðum. Og þarmig lauk því. Nú hef ég hugsað mér að leita vel að lausum steinum. Með jarðgöng í huga. Auðvitað er ég búin að svipast um, en ekki reglulega vel, hef ekki athugað hvem einasta stein, ofan og neðan frá á hverjum einasta vegg. Það er kvöld. Hann er nýfa>r- inn. Hann kom með matinn minn. En hann var mjög þegj- andalegur. Með vanþóknunarsvip. Ég hló hátt þegar hann fór aft- ur með matarbakkann. Hann hagar sér alveg eins og það væri ég sem ætti að skammast mín. Það er tilgangslaust að reyna þetta aftur með hurðina. Og hér eru engir lausir steinar. Þeir eru allir kyrfilega múraðir nið- ur. Ég geri ráð fyrir að hann hafi hugsað fyrir þvi eins og öðru. Ég hef setið og hugsað megn- ið af deginum. Um sjálfai mig. Hvað á að verða um mig? Ég hef aldrei huQsað nm leyndar- dóma framtíðarinnair á sama hátt og hér. Hvað bíður mínT Hvaö geiist? Það er ekki aöeéns í samsbandí við þetta ástand hér. Þegar ég slepp héðan? Hvað á ég að gera? Mig langar til að giftai mig, mig langar til að eignast böm, mig langar til að sanna fyrir sjálfri mér að öll hjónabönd þurfi ekki aö verða eins og hjá P. og M. Ég veit nákvæmlega hvers kon- ar manni mig langar til að gift- ast, manni sem hugsar á sama hátt og G. P., aðeins nær mér að aldri og með útlit sem mér féllur í geð- Og án eina veikleik- ans. En mig langar líka til að virkja tilfinningar mínar til lífsins- Mig langar ekki til að nota hæfileika mína aÆ hégóma- skap, vegna þeirra sjálfra. En mig langar til að skapa fegurð. Og einmi.tt þess vegna er ég dá- lítið hrædd við tilhugsunina um hjónaband og móðurhlutverk. Að sökkva niður í heimilishald og húsverk og barnatilveru og eldamennskutilveru og innkaupa- tilveru. Ég hef hugboð um að letinginn í mér myndi bjóða það velkomið, gleyma því sem mig langaði eitt sinn til að gera og ég yrði ekki annað en stór, kven- legur kálhaus. Eða þá að ég neyddist til að taka að mér leið- indaverk, svo sem myndskreyt- ingar eða jafnvel auglýsinga- störf til að lappa upp á fjárhag- inn. Eða þá ég yrði vesæl, drykk- felld tæfa eins og M. (Nei, ég gæti aldrei orðið eins og hún). Eða það sem verst væri af öllu: eins og Carólína, á eilífum þön- um eftir nú*'na list og nútíma hugmyndum og botna aldrei neitt í neinu af því að í hjarta sínu er hún allt annars konar mann- eskja en getur aldrei gert sér þaö ljóst. Ég hugsa hér baki brotnu. Ég skil ýmislegt sem ég hef aklrei brotið heilann um fyrr. Tvennt. M. Ég hef í rauninni aldrei hugsað hlutlægt um M. áður, eins og aðra mannveru. Hún hefur alltaf verið móðir mín, sem ég hef hatað eða skammazt mín fyrir. En af öllu því misheppnaða fólki sem ég hef hitt eða heyrt um, er hún misheppnuðust all a. Ég hef aldrei haft samúð með henni- Allt þetta síðasta ár (síðan ég flutti að heiman) hef ég ekki sýnt henni brot af þeirri sam- úð og tillitsemi sem ég hef sýnt þessari mannskepnu sem hefur búið hér fyrir ofan mig þessa síðustu viku. Nú finnst mér sem ég gæti ausið yfir hana ást og kærleika. Vegna þess aö ég hef ekki vorkennt henni svona mik- ið árum saman. Ég hef alltaf reynt að afsaka sjálfa mig — ég hef sagt: ég er góð og umburð- (gitíineníal SNJOHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM & sem settir eru í, með okkar full- komnu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó og hálku. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTAL hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. Toyota Landcruiser Traustur og kraftmikill. Trygrgíð yður Toyota. Japanska bifreiðasalan hf. Ármúla 7 — sími 34470. Bifreiðaeigendur Þvoið, bónið og sprautið bílana ykkar síjálíir. ‘V’rð sköpum aðstöðuna. Þvoum og bóuum ef óskasð er. Meðalbraut 18, Kópavogi. Sími 4-19-24. f...... FLOGIÐ STRAX yí FARGJALD % GREITT ÉDANMÖKK OG fA-ÞÝlKALANDVi 5.—26. júM. 1-967. Verð kr. 13.500,00. Fararstjóri: Magnús Magnússon, kenn-ari. Ferðaáætlun: 5. júlí. Flogið til Kaupmannahafnar og dvalið þar til 8. júlí. Farið með lest til Wame- munde og dvaMð á Eystrasaltsviku tll 17. júlí. Lagt af stað í 9 daga ferð til Berh'nar, Magdeburg, Erfurt, Leipzig. Dresden og Wittenberg og farið 25. júlí með næturlest til Kaupmannahafnar og flogið 26. júlí til Reykjavíkur. Innifalið fullt fæði nema morgunmatur í Kaup- mannahöfn, flugfar, járnbrautir og langferðabílar, leiðsögumaður, hótel, aðgangur að söfnum, dans- leikjum o.fl. Baðströnd á Eystrasaltsvikunni. Ein ódýrasta ferð sumarsins. Þátttaka takmörkuð og þegar búið að panta í ferðina. Hafið samband við skrifstofuna sem fyrst. LA N DSy N ^ I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.