Þjóðviljinn - 06.04.1967, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.04.1967, Blaðsíða 12
Metuppskera í Sovétríkjunum MOSKVU 5/4 —. — Hveitiupp- skeran í Sovétríkjunum nam meira en hundrað miljónum lesta í fyrra og er það un 25% meira en nokkru sinni fyrr að því er opinberar skýrslur herma. Erlendir •• sérfræðingar telja að uppskeran geri sovétmönnum kleift að safna miklum birgðum og flytja allmikið út af hveiti. Landhelgi Spánar færð út um miðjan mánuð MADRID 5/4 — Spænska þingið hefur samþykkt einróma ákvörð- un stjórnarinnar um að færa fiskveiðilandhelgina út — frá sex upp í tólf mílur. Erlendir að- ilar sem veitt hafa við Spán áð- ur fá áffam að veiða innan nýju markanna. Shaw kom fyrir réttinn í dag NEW ORLEANS 5/4 — Clay Sihaw, sem Garrison saksóknari í New Orleans hefur látið hand- taka, grunaðan um aðild að sam- særi um að myrða Kennedy for- seta, kom fyrir rétt í dag. Kvað hann sig ekki sekan um slíkan glæp, og var veittur frestur til 5 maí til að setja fram sína málsvöm. Shaw verður látinn iaus gegn tryggingu. Brezkir vinstri- þingmenn gegn varaforseta BONN 5/4 — Humphrey. vara- forseti Bandarfkjanna, kom i dag til Bonn á yfirreið sinni m Evrópu. Spurzt hefur, að þegar forset- inn kom fram á lokuðum fundi með brezkum þingmönnum, hafi þingmenn úr vinstra armiVerka- mannaflokksins gert harða hríð að honum með óþægilégum spumingum um Vietnamstefnu Bandaríkjastjómar. íhaldsmenn og hægrikratar reyndu að gera gott úr öllu saman með þvi að klappa ákaft fyrir Humphrey í fundarlok. Svíar þreifa fyrir sér í EBE HELSINKI 5/4 — Eriander, for- sætisráðherra Svía, sagði i við- tali við finnska blaðið Suomen sosialdemokraatti, að sænska stjómin muni ef til vill þegar í nasstu viku fara að þreifa fyrir sér um hugsanlega aðild að Efna- hagsbandalaginu. Eriander sagði að aðild að EBE væri mjög erf- itt mál fyrir hlutlausu Norður- löndin, Svíþjóð og Finnland og yfirleitt hefðu forustumenn EBE mjög lítinn skilning á þörfum Norðurlanda. Forseti Póllands talar við páfa ROM 5/4. — Ochab, forseti Pól- lands er kominn í opinbera heim- sókn til ítalíu og er búizt veið að hann ræði a.m.k. við Pál páfa. Standa vonir til þess að sá fundur verði til að skapa heppi- legt andrúmsloft til að setja niður deilur þær milli ríkis og kirkju sem nú hafa staðið í tuttugu ár í Póllandi. Minna hefur borið á þessari deilu undanfarna mánuði en oft áður og er talið að sendiför snjallasta samningamanns páfa, Agostino Casarolu, til Póllands hafi haft jákvæð áhrif á þá þró- un mála. m&s, ’tmi* I fyrradag hringdi maður úr Arbæjarhverfinu nýja til Þjóð- viljans og kvað nú svo komið vegamálum þar að varla væri lengur fært á milli Reykjavíkur og Árbæjarhverfis sökum þess hve götumar em slæmar. Sagði hann að íbúarnir væm marg- búnir að bera fram kvartanírvið viðkomandi ráðamenn en án nokkurs árangurs. 1 gær fór svo Ijósmyndari Þjóðvíljans á vett- vang og hér sjáum við tvær myndir sem hann tók á veginum inn í hverfið og sýna þær all- vel hvernig ástandið þama er í gatnamálunum. Aðalfundur Iðnaðarbankans: Innlánsaukningin hjá bank- anum jókst um 30% sl. árí Aðalfundur Iðnaðarbanka Is- lands h.f. var haldinn I sam- komuhúsinu Lídó sl. Iaugardag. Fundarstjóri var kosinn Tómas Vigfússon, húsasmíðameistari og fundarri/ari Ástvaldur Magnús- son. Á fundlnum mættu Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra og Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. Formaður bankaráðs Sveinn B. Valfells flutti ítarlega skýrslu um starfsemi bankans sl. ár og gat þess m.a., að nýtt útibú hefði tekið til starfa á því ári að Háa- leitisbraut 60. Auk þess er Iðn- aðarbankinn með útibú í Hafn- arfirði og á Akureyri. Bragi Hannesson, bankastjóri las upp og skýrði reikninga bankans. Kom þar fram að inn- lánsaukning hefði verið 124,4 milj. kr. eða 30% og nemur nú heildarinnstæðufé Iðnaðarbank- ans 536 milj. kr. Bundið fé í Seðlabankanum nam um ára- mótin 96 milj. kr., og staða Iðn- aðarbankans gagnvart Seðla- bankanum var góð á árinu Útlánaaukning Iðnaðarbankans nam 86,7 milj. kr. eða 24,87%. Keyptir víxlar voru 39.774 tals- ins og f joldi nýrra reikninga 3062. Innheimtudeild bankans óx mjög á árinu, en samtals voru innheimt fé 96,3 milj. kr. Pétur Sæmundsen banka- stjóri skýrði reikninga Iðnlóna- sjóðs. Kom þar fram, að veitt höfðu verið 202 lán úr Iðnlána- sjóði á árinu að fjárhæð 65,3 milj. kr. Auk þess var gengið frá breytingum á lausaskuldum 9 iðnfyrirtækja í föst lán að upp- hæð 6,7 milj. kr. Byrjað var að veita hagræðingarlán og nam upphæð veittra hagræðingarlána í árslok 5 millj. kr. Samtals námu því útlán Iðnlánasjóðs á árinu 76 milj. kr., en heildarútlán sjóðsins eru 194,4 milj. kr. Eig- ið fé Iðnlánasjóðs óx á árinu um 30,6 milj. kr. og er þá eigið fé sjóðsins 102,6 milj. kr. í>á fór fram kosning bankaráðs og var það endurkjörið en það skipa eftirtaldir menn: Sveinn B. Valfells, Sveinn Guðmundsson, Vigfús Sigurðsson, Einar Gísla- son og Guðm. R. Oddsson. End- urskoðendur voru kosnir Þor- varður Alfonsson og Otto Schopka. Á fundinum voru mættir 250 hluthafar og ríkti mikill einhug- ur fundarmanna um starfsemi og eflingu bankans. Nafn féll niður Þegar skýrt var frá því hér í blaðinu að Útvegsbanki íslands hefði tekið í notkun nýjan af- greiðslusal þann 3. apríl síðast- liðinn féll niður í frásögn að geta eins manns, sem sízt skyldi, Jónasar Sólmundssonar hús- gagnasmíðam., en hann hafði með höndum gerð harðviðarþilja og afgreiðsluborða í hinum nýja sal. Vann Jónas þau verk af alkunnri smekkvísi og vandvirkni. Handknattleikur: Landsleikir vii Svía sunnudag og mánud. ■ Á sunnudag og mánudag leika íslendingar lands- leik í handknattleik gegn Svíum hér í Laugar- dalshöllinni og er þetta í fyrsta sinn að sænska landsliðið keppir hér á landi. Islenzka landsliðið verður þann- ig slcipað: Auðunn Öskarsson FH, Geir Hallsteinsson FH, Gunnlaugur Hjálmarsson Fram, fyrirliði, Her- mann Gunnarsson, Val, Jón H. Magnússon, Víking, Logi Kristj- énsson Haukum, Ragnar Jóns- son FH, Sigurður Einarss. Fram, Stefán Jónsson Haukum, Stefán Sandholt Val, Þorsteinn Bjöms- son, Fram, öm Hallsteinsson FH. Einn nýliði er í íslenzka lands- liðinu, Logi Kristjánsson mark- vörður í Haukum. Hugsanlegt er að breytingar verði gerðar á landsliðirru í síðari leiknum. Sænska landsliðið sem hingað kemur er skipað 15 leikmönnum sem flestir hafa marga lands- leiki að baki, en þó em í því tveir nýliðar. Þekktasti leikmað- urinn mun vera markvörðurinn D. Lindblom, sem hefvn: leikið 92 landsleiki. Liðið er þannig skipað: Donald Lindblom IFK BORAS, 1. markmaður, 30 ára, 92 landsleikir. Ulf Jonsson, Lugi Lund, 2. mark- vörður. 25 ára. 17 landsleikir. Björn Daniell, Sim & IK, Hellas, Stokkhólmi. 25 ára, 36 lands- leikir. Tony Johansson, Vikingama, Halsingborg. 23ja ára, 12 lands- leikir. Gunnar Kámpendahl, fyririiði, IK, Wasaitema, Göteborg. 30 ára, 84 landsleikir. Jan Hodin, Hellas, Stokkhólmi. 24ra ára, 16 landsleikir. Bengt Baard, IFK, Kristianstad. 25 ára, 23 landsleikir. Lennart Körström, Matteus-Pojk- arna, Stokkhólmi, 32ja ára, 51 landsleikur. Lennart Eiríksson, IFK, Nyköp- ing, 23ja ára, 19 landsleikir. Georg Funquist, IF Saab Linköp- ing. 24ra ára, nýliði. Bengt Johansson, Hellas, Stokk- hólmi. 25 ára, 17 landsleikir. Harts Eiriksson, GUIF, Eskilst- una. 24ra ára, 15 landsleikir. Benny Johansson, V. Frölunda IF, Gautaborg. 20 ára, nýliði. Með hópnum er 4ra manna fararstjóm og þjálfari, og auk þess Paul Högberg formaður sænska handknattleikssambands- ins og varaformaður Alþjóða handknattleikssambandsins. Dómari verður danskur, Bent Westergárd, en hann hefur áð- ur dæmt hér. Markdómarar verða Magnús V. Pétursson og Valur Benediktsson. Leikirnir hefjast bæði kvöldin kl. 8,15, en forsala aðgöngumiða Nýr borgarfógeti og borgardómari 20. marz sl. skipaði forseti Is- lands Halldór S. Rafnar borgar- fógeta við borgarfógetaembættið í Reykjavík fró 1. marz 1967 að telja. Sama dag skipaði forset- inn einnig Magnús Thoroddsen borgardómara við borgardómara- embættið í Rvík. Körfuknatlleikur Keppni í 1. deild Körfu- knattleiksmóts Islands verður haldið áfram i Laugardalshöll- inni f kvöld, fimmtudag. Þá leika ÍR — KFR og Ármann — KiR. Keppnin hefst kl. 20,15. er í Bókaverzlun Lárusar Blön- dals og leikdagana hefst miða- sala í Laugardalshöllinni kl. 6. Verð aðgöngumiðanna er 125 kr. fyrir fullorðna og 50 kr fyrir böm. ; Gunnar Friðriksson. ■ ■ ■ j ! Opnar sýningu í {Bogasalnum n.k. laugardag ■ ■ Laugardaginn 8. apríl opnar Gunnar Friðriksson ; sýningu á vatnslitamynd- ; um í Bogasal Þjóðminja- safnsins. Á sýningunni verða um þrjátíu og fimm ; myndir. Gunnar Friðriksson er 5 ættaður frá Sauðárkróki, j sonur hjónanna Friðriks | j Júlíussonar og Fjólu Jóns- dóttur. Þetta er fyrsta sýn- j ing Gunnars, en hann hefur i ; stundað nám í Myndlista- j og handíðaskólanum og • Myndlistaskólanum í Rvík. ■ Sýningin verður opin i j næstu viku klukkan 2—10 ! eftir hádegi. Blaðskák TR:TA SVART: TA: Jón Björgvinsson Þorgeir Steingrímsson. abcdef gh HVÍTT: TR: Arinbjörn Guðmundsson Guðjón .ióhannsson 19. — b6.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.