Þjóðviljinn - 06.04.1967, Side 4

Þjóðviljinn - 06.04.1967, Side 4
4 SOBA — — Ehnmtudagur 6. april 1067. Otgefandi: Saimeiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurdur G-uömundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj-: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólarvörðust- 19. Sími 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr. 105,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- St/ornleysi Qæftir hafa verið tregar og afli rýr hjá bátaflot- anum það sem af er þessari vertíð. Því hafa 'fiskvinnslustöðvarnar búið við mikinn hráefnis- skort og atvinna verið takmörkuð hjá því fólki sem heldur tryggð við þá vinnustaði. Á sama tíma og þannig er ástatt hefur hinum fáu togurum sem enn stunda veiðar verið stefnt utan með afla sinn. Um það bil helmingur togaraflotans hefur selt aflafeng sinn í Grimsby og Hull að undanförnu, en verðið hefur verið eitthvert það lélegasta sem sögur fara af um langt árabil. Hafa togararnir raunar ekki getað selt afla sinn nema að takmörk- uðu leyti með eðlilegum hætti; menn urðu að sætta sig við að láta kasta aflanum í gúanó eða skepnu- fóður til þess að losna við hann, þótt um væri að ræða ágæ'tan fisk. þetta er eitt dæmið um stjómleysið í íslenzkum atvinnumálum. Á sama tíma og hráefni skortir hér heima eru íslenzkir togarar látnir kasta hrá- efni á glæ í erlendum höfnum. Víst er skiljanlegt að togaraeigendur muni í metsölur erlendis eins lágt og fiskverðið er hér heima. En þvílíkar met- sölur eru því miður undantekning en ekki regla. Yfirleitt er það þjóðhagslegt tap að láta togarana sigla með afla sinn í stað þess að unnið sé úr hon- um í fiskiðjuverunum innnlands. Og eins og nú er háttað fjarskiptum milli landa þurfa togara- eigendur sannarlega ekki að senda skip sín út í neina óvissu; þeir geta vitað það nákvæmlega hverju sinni hvemig ástatt er í viðskiptahöfnum okkar erlendis og eiga að haga ákvörðunum sín- um í samræmi við það. Það er glópska sem bitnar á þjóðinni allri þegar 'togararnir eru látnir sigla hver í annars kjölfar til þess að kasta hráefni á glæ í erlendum höfnum. Kæruleysi 'JVívegis hefur þjóðviljinn spurzt fyrir um það í forustugreinum hvaða aðilar beri ábyrgð á því að Iðnaðarbankanum var látið haldast uppi að haga stórhýsi sínu í ósamræmi við lög og reglu- gerðir um brunavarnir, en af þeirri ráðsmennsku hlauzt tugmiljóna tjón. Engin svör hafa borizt við þeim fyrirspurnum, og önnur blöð hafa sýnt furðu lítinn áhuga á þessu stórmáli. Jafnoft hefur Þjóðviljinn krafizt þess að kann- að verði gaumgæfilega hvort víðar sé um að ræða hliðstæð brot á eldvamareglum og að tafar- laust verði gerðar öryggisráðstafanir þar sem þeirra kann að vera þörf. Ekki hefur þess orðið vart að nein slík könnun fari fram; kæruleysið virðist hafa hreiðrað um sig eftir uppnám í einn eða .tvo daga. — m. Benedikt Jakobsson, íþróttakennari Mtnning Þegar fregnin um. hið skyndi- lega fráfall Benedikts Jakobs- sonar barst, mun marga hafa sett hljóða. Eíkki aðeins vegna þess að maðurinn með ljáinn hafði komið í heimsókn öllum að óvörum og tekið með sér einn af samferðamönnunum, heldur vegna þess að hann tók þann sem við fþróttaáhuga- menn máttum ef til vill sízt missa. Við mannanna börn er- um nú einu sinni svona eigin- gjöm. Við viljum halda sem lengst í það sem veitir okkur mest, gerir mest fyrir okkur,, hvort sem það er varðandi ver- aJdarauð eða þá að halda uppi merki hugsjóna sem hafa hljómgrunn í okkur sjálfum. Við viljum hafa sem lengst meðal okkar þá sem hlusta á okkur með skilningi og leið- beina, rétta hjálparhönd þegar um það er beðið, með glöðu geði, þótt það kosti viðkomandi erfiði, vökunætur og slit. Benedikt var einmitt einn þeirra manna sem átti hugsjón og ekki aðeins það, hann helg- aði henni ævistarf sitt og krafta, og meira er ekki hægt að krefjast. Hann var líka sá sem hlustaði með velvilja á beiðni manna um aðstoð og hjálp á því sviði, sem hann var sérfræðingur í, og sjaldan mun hann hafa látið slíkan mann frá sér fara sem á hjálp hans þurfti að halda. Það var eins og Benedikt hefði tíma til alls, er vissi að því að hjálpa og leiðbeina í íþróttum og iþrótta- málum. Þessvegna varð vinnu- dagur hans yfirleitt allt r>f langur, svo að hann fékk ekki notið þeirrar hvíldar sem venju- legir menn verða og þurfa að hafa. Ekki verður sagt um Bene- dikt að hann hafi lagt þetta á sig til að auðgast af jarð- neskum munum eða til að safna i sjóði. Það var fyrst og fremst meðfædd hjálpsemi þess manns sem aldrei gat sagt nei, þegar íþróttamálefni átti í hlut. Hann var áhugamaður sem fómaði sér fyrir málefnið, Ungur að árum mun Bene- dikt hafa komizt í kynni við íþróttirnar í Þingeyjarsýslu, en þar var hann fæddur 19. apríl 1905, að Fossseli í Reykdæla- hreppi. Benedikt var aðeins 10 ára gamall þegar leiðir móður hans skildu og ólst hann eftir það upp hér og þar, og má geta nærri að það hefur verið erfitt ungum, viðkvæmum dreng. Þegar á þessum árum fór að bera á því að hann hafði þrá til að mennta sig, og eftir bamaskólann fór hann á hér- aðsskólann að Breiðumýri sem var starfræktur áður en Bauga- skólinn tók til starfa. Var hann þar 1920-21. Að því námi loknu fór hann í atvinnuleit til Aust- fjarða og var þar um skeið. Komst í kynni við ágætt fólk sem hvatti hann til að fara á Bændaskólann á Hvanneyri, og þar var hann 1923-1924. A Hvanneyri kynntist hann syni Böðvars á Laugarvatni, og í- lentist þar eftir dvölina og námið á Hvanneyri. Ekki er líklegt að Benedikt hafi nokk- urn tima ætlað sér að gerast bóndi, en vafalaust hefur þettá verið þáttur 1 leit hans að menntun. Næstu árin dvaldist hann á Laugarvatni hjá Böðv- ari og féll honum vistin þar vel og reyndust þau hjón, Böðvar og kona hans, hinir beztu vinir, og það svo að Benedikt gaf barni sínu nöfn þeirra. Það er svo árið 1927 sem verulega markar tímamót í ævi Benedikts, og á því ári má segja að ráðinn sé ævistarfi hans. Hann tekur þátt í íþrótta- námskeiði sem tþróttasamband- ið gengst fyrir hér í Reykjavík, en einmitt á bví námskeiði komu margir fram sem síðar áttu eftir að hafa forustu um íþróttamálin í iandinu. A nám- skeiði þessu komst Benedikt í nánari kynni við íþróttastarfið en nokkru sinni fyrr, og hafði það varanleg áhrif á framtiðar- áform hans. Alltaf blundaði með Benedikt þráin til að mennta sig og því gerist hann óreglulegur nem- andi í Kennaraskólanum. Ailt var þetta kostnaðarsamt og ekki kom Benedikt til Reykja- víkur með gildan sjóð, hann varð inn á milli að fara til sjós og afla sér tekna tiil að geta haldið áfram náminu í Kenn- araskólanum. Það virðist því sem áhrifin frá Iþróttanámskeiði ÍSl, og náminu í Kennaraskólanum Benedikt Jakobsson. hafi orðið til þess að hann tek- ur sína föstu cg ákveðnu stefnu að gerast íþróttakennari. Honum tekst að útvega sér lán til námsins og næstu þrjú ár er hann á íþróttakennara- háskóla í Stokkhólmi. Þeir sem þangað fóru þurftu að hafa stúdentspróf, en hann íékk góð meðmæli, og fékk undan- þágu. Ákvörðun Benedikts, að takast þetta á hendur, sýnir, að honum hefur verið mikil alvara að helga sig íþróttahreyfing- unni, og þá um ieið opnaðist honum leið að meira námi, sem hann raunar alltaf þráði. Að námi loknu tók hann próf sem alhliða íþróttakennari. Einnig tók hann próf í sjúkra- leikfimi. Þá tók hann þátt í námskeiði í sálar- og uppeid- isfræði við háskólann í Stokk hólmi. Rétt eftir að hann koih heim, eða 1932, fékk hann leyfi land- læknis til að stunda lækningar í sjúkraleikfimi og nuddi. Þrátt fyrir mjög góða menntun í í- þróttafræðum þegar í byrjun var sem Benedikt væri aldrei ánægður, hann vildi alltaf vita meira og meira um þessi mál. I því sambandi má geta þess að vetuma 1938 og 1940 sótti hann fyrirlestra i Háskóla Is- lands í lífeðlisfræði, vöðva- og taugafræði. Auk þess sótti hann mörg námskeið sem haldin voru um íþróttamál og lífeðlis- fræði hér og þar á Norðurlönd- um. Það verður því ekki annað sagt en að Benedikt hafi verið strangur við sjálfan sig, gex-t miklar kröfur til sjálfs sín og unnið af kostgæfni að því hlut- verki sem hann hafði helgað sig: Að miðla öðrum þekkingu með það fyrir augum að þroska einstaklinginn líkamlega, eins og bezt verður gert. Hafi það verið tilgangur^, Benedikts, sem ekki verður ef- azt um, þá hefur honum vel tekizt, og hafa aðrir vart kom- izt lengra hér á landi. Benedikt byrjaði kennslu sína, eftir heimkomuna, í Sel- tjarnamesskólanum, Landa- kotsskóla, og síðar í Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar. Árið 1932 byrjaði hann mtð Iþróttafélag Háskólans og átti því í ár 35 ára starfsafmæli þar, en fastráðinn kennari við Háskólann hefur hann verið í 25 ár. Hjá IR starfaði hann 1932-‘34. Það sama ár gerðist hann íþróttakennari hjá KR og var það til dauðadags. Þar hef- ur Benedikt unnið ómetanlegt starf, ekki aðeins fyrir KR, heldur og fyrir fþróttahreyf- inguna í heild. Þar hefur hann alið upp marga beztu íþrótta- menn landsins, þjálfað fim- leikaflokka sem hafa farið sýn- ingarferðir til annarra landa bæði í karla- og kvennaflokk- um, og er það svolítið athygl- isvert að hann fór utan með kvennaflokk 1939, karlaflokka 1949 og 1959. Verður skarð Benedikts í KR vandfylit og raunar í íþrótta- hreyfingunni yfirleitt. KR- ingar sýna Benedikt þann verð- skuldaða sóma og virðingu að sjá um útför hans í dag. Benedikt hefur um langt skeið verið sjálfkjörinn lands- liðsþjálfari í frjálsum fþróttum, og farið margar ferðir með í- þróttamenn til stórmóta erlend- is, þ.á.m. Ólympíuleika. Þess má einnig geta að Bene- dikt þjálfaði hjá Val, Víking og Fram um stundai-sakir þegar hann hafði tíma hér fyrr á ár- um. Vill undirritaður geta þess að þrekleikfimi sú sem hann notaði við þjálfun Vals á sín- um tíma, var einn þátturinn í velgengni liðs Vals á þeim ár- um. Benedikt var ráðinn íþrótta- fulltrúi Reykjavíkur 1942 og gegndi því starfi þar til hann var fastráðinn kennari við Há- skólann. Kom hann þar eðlilega víða við, enda var margt á þeim árum í deiglu uppbygg- ingar og framkvæmda. Þá starfaði Benedikt í mörgum nefndum og ráðum, þýddi og samdi leikreglur fyrir ýmsar i- þróttagreinar. Benedikt skrifaði allmikiðum íþróttir, samdi fræðslurit, flutti erindi um íþróttir í útvarp- Hann flutti og fyrirlestra hjá félögum og félagasamtökum um íþróttir, enda mjög góður fyr- irlesari og fræðimaður í bezta lagi um íþróttir og félagsmál. Er ekki að efa að við hefðum getað notið mun betur hæfi- leika Benedikts ef hann hefði miðlað meir kurjnáttu sinni i ræðu og riti til almennings, i bókum eða gegnum fjölmiðlun- artæki. Benedikt var alltaf vís- indalegur í allri framsetningu sinni og stundum kannski um of, og átti stundum erfitt upp- dráttar með hugmyndir sínar, og má þar nefna þrekþjálfunina og þrekmælingamar, sem hann lagði sérstaka rækt við, og þar hefur sannazt að þar var merkilegt mál á ferð, og von- andi verður því haldið vakandi þó Benedikt falli frá. Ekki verður svo skilizt við þessar fátæklegu minningar um Benedikt að ekki verði drepið á hinn eldlega áhuga hans fyrir skólaíþróttum og þá því atriði að koma á skólamótum í hinum ýmsu greinum. Þar var Bene- dikt potturinn og pannan, cg hinn eldlegi áhugamaður, og kunnugir hafa sagt að vafasamt sé að mót þessi hefðu orð- ið að árlegri venju, ef Bene- dikts hefði ekki notið við. Hann var góður skipuleggjari. áhlaupamaður ef með þurfti. Hann var yfirleitt glaður og léttur f lund, þótt hinn langi vinnudagur hafi án efa átt sinn þátt í því að draga úr þvl. Hann var hreinskilinn, og lét skoðanir sínar í ljós umbúða- laust, en þó í prúðu máli. Hann var vinfastur og traustur fé- lagi. Benedikt var tvigiftur, var fyrri kona hans af sænsku bergi brotin, Vivian að nafni og áttu þau 4 böm. Eftirlifandi kona hans er Gyða Erlends- dóttir og áttu þau 2 böm. Er henni og bömum hans vottuð dýpsta samúð við þetta svip- lega fráfaU eiginmanns og föð- ur. Hér er Benedikt þökkuð vin- átta í 35 ár, og margskonar hjálp og leiðbeiningar, og munu vafalaust margir flytja svipað- ar þakkir nú þegar Benedikt er allur, því að við höfum kvatt einn mætasta og_ lærðasta I- þróttaáhugamann íslánds. Frímann. ★ Árið 1934 kom til starfa hjá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur ungur íþróttaþjálfari, einn af fáum, sem á þeim árimi hafði gerzt svo bjartsýnn að gera íþróttakennslu að aðalstarfi sínu og fara utan til sérstakr- ar menntunar á því sviði. Þessi maður var Benedikt Jakobsson, sem í dag er kvadd- ur hinztu kveðju og til moldar borinn. Benedikt réðst til félagsins einkum sem fimleikakennari og frjálsíþróttaþjálfari, en kenndi auk þess einnig fleiri greinar. Það varð brátt ljóst, að það hafði verið félaginu hin mesta gæfa að ráða þennan unga mann til starfa, því að hann reyndist afburða góður þjálf- ari, sem bezt sér á því, að KR hefur undir handleiðslu hans jafnan átt á að skipa harð- snúnu liði frjálsíþróttafólks, sem oftast hefur farið í fylk- ingarbrjósti íslenzkra frjáls- íþróttamanna og kvenna hér á landi. Þá eru ótaldir allir þeir sýningarflokkar í fimleikum, sem undir hans stjóm hafa borið hróður félagsins og stjórn- anda síns bæði innanlands og erlendis. Auk þess að vera aðalþjálf- ari frjálsíþróttadeildar félags- ins allt til dánardags og aðal- fimleikakennari félagsins til skamms tíma, gerðist Benedikt þjálfari körfuknattleiksmanna KR fyrstu og erfiðustu ár þeirr- ar deildar félagsins, og hann sá einnig um sameiginlega þrekþjálfun allra deilda á veg- um aðalstjórnar KR. Fyrir alla þessa miklu þjálf- un og kennslu, sem alltaf var unnin af ósérhlífni og oft fyrir lítil og stundum engin laun, vildum við færa Benedikt þakkir Knattspyrnufélags Reykjavíkur, — en KR á hon- um meira að þakka, því að hann reyndist ekki aðeins traustur kennari, heldur var hann eigi síður góður félagi þeirra íþróttamanna, sem hann kenndi, hjálpfús, þegar hann vissi þá ungu hjálpar þurfi, og trölltryggur þeim eldri. Knattspyrnufélag Reykjavík- ur hefur átt því láni að fagna að eignast margan góðan fé- lagsmann. Benedikt Jakobsson var í hópi þeirra beztu. Aðalstjórn KR. Kuldajakkar, úlpur og terylene buxur í úrvali. Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjófflcikhúsinu) M VU HINNA VANDLÁTU 1 E L D H U S SKORRI H.r J SIMI 3-85-85 Suffuflondtbrout 10 igegnt IþróHohölll timi 38565^ _

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.