Þjóðviljinn - 06.04.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.04.1967, Blaðsíða 7
Ftamtoaagrar 8. aprfl 1-967 — ÞJðfÐWiHNN — SSfoA y ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Loftsteinninn eftir FRIEDRICH DORRENMATT Leikstjóri: Gísli Alfreðsson Valur Gíslason og Rúrik Haraldsson. Fyrir nokkrum kvöldum frumsýndi Þjóðleikhúsið „Loft- 6teinmn“, sídasta verk Fried- richs Durrenmatts, hins svipstóra og fræga svissneska skálds, ný- stárlegt leikrit og forvitnilegt á ýmsa lund; ég skal fúslega játa að ég skemmti mér vel þetta kvöld og svo mun hafa verið um allan þorra leikgesta. „Loftsteinninn“ hefur þegar víða farið og sumstaðar hlotið ærið ómilda dóma að þvf ég veit bezt; og sjálfur er Durren- matt mjög umdeildur maður, sumir telja hann stórskáld, aðr- ir aðeins leikrænan reiknings- meistara. Skarpar gáfur hans og skefjalaust hispursleysi verða ekki í efa dregnar, né djúptæk þekking á möguleikum sviðsins, en vera má að skáld- gáfa hans og hugarflug hafi ekki vaxið að sama skapi og hin leikræna verksnilli; að minnsta kosti eru þa<u tvö verk hans sem sýnd voru af Leikfélagi Reykjavíkur „lx>ftsteininum“ hugtækari og fremri að mínum dómi. Leikritið nýja er skop- leikur þrunginn alvöru, marg- ræðu hvössn háði og gráu gamni eins og þau fyrri, en annars leggur höfundurinn í ýmsu á nýjar brautir. Hann segir í raun og veru enga sögu að þessu sinni, heldur lýsir að- eins sérstæðu ástandi, setur fram eina hugmynd sem flest- um skáldum myndi aðeins end- ast í leikrit í einum þaetti; en slíka smámuni betur Durren- matt ekki á sig fá, verklogni hans blasir við á hverju leiti. Þó að efnið sé næsta einhæft verður ekki sagt að um lægöir eða eyður sé að ræða, skáldið leiðir stöðugt nýtt fólk fram á sviðið og birtir ólíka skapgerð þess og ævi með sönnum ágæt- um — flestar eru mannlýsingar þessar feginsamleg verkefni góðum leikendum. Frá meginefninu er hægt að skýra með fáu-m orðum. Aldr- að og víðfrægt Nóbelsskáld, Schwitter að nafni gengur inn í hrörlega vinnustofu málara klæddur loðkápu og náttfötum, enda kominn beint af sjúkra- húsi; þar hefur hann legið hel- sjúkur í heilt ár og dáið að lokum — með öðrum orðum: hann er risinn upp frá dauðum. Hann vill fá að deyja óáreittur á þeim stað þar sem hann bjó forðum fátækur og einskis met- inn, en verður ekki að ósk sinni, þvert á móti, hann finn- ur nýjan lífsþrótt streyma um sig allan, hann getur blátt á- fram ekki dáið. 1 annan stað hrynja flestir þeirra sem heim- sækja hann niður sem hráviði — Schwitter er vígahnöttur sem fer eyðandi og hvitglóandi um geiminn, dauði hans drepur ekki hann sjálfan, heldur aðra. Hann kastar handritum sínum og fjölmöi'gum miljónum marka í ofninn, blekkingarskýla skáld- skaparins fellur ft'á augum hans- Það kemur skýrast í ljós er hann rasðir við móður síð- ustu og fjórðu konu sinntar, manneskju sem hefur safnað miklu fé á lauslæti og sítna- vændi og þekkir mennina og raunveruieikann einan, og sál- ast auðvifað í stolnum þegar hann formæKr sem greypilegast fánýti ævi stnnwr, gerviheimi bókmenntamna. „Hvenær fæ ég þá að deyja?" eru síðustu orð hins ódeyjaudí skálds. „Þetta er tmdarteg sjó- ferð, piltar góðir“, sagði Jón- as Ha-llgrímsson fonðum. Heim- ur Durrenmatts er fánánleg- ur, ötrúlegur, andstæður veru- leikanum, fullur af þverstæð- um og mótsögnum. Það er auðsæilega ætlan hans að sýna upprisu og dauða með skoplegum hætti, og má þá minnast þess að hann er prests- sonur og nam guðfræði um skeið, trúarlegar vangaveltur hafa aldrei verið honum fjarri. Hvað gerist ef maður rís upp frá dauðum og getur ekki dáið? spyr hann, er trúin á upprisu, kraftaverk og ódauðleika annað en dauð játning varanna á okk- ar dögum? Þeim spurningum er víst ýmsum hollt að velta fyrir sér, og vera má að einhver djúptæk trúspeki búi að baki hinu leikræna gamni; ég veit það ekki. Um meiningu bg boð- skap skáldsins verður hver og einn að dæma, og sínum aug- um lítur hver á silfrið. Það er ein af helztu þver- stæðum leiksine að Schwitter skuli þrá dauðann, maður sem enn getur notið lystisemda heimsins í ríkum mæli, víns og fagurra ungra kvenna. Og ætla má að Nóbelsskáld þetta sé að vissu leyti skylt Dúrrenmatt sjálfum, þó vafalaust sé ekki um neina sjálfsmynd að ræða, og skáldið haldi ekki yfir sér dömsdag að hætti Henriks Ib- sens. Mál höfundarins er blátt á- fra-m, tilþrifamikið og sterkt eins og atvikin sjálf, óskáldlegt ef svo má komast að orði, og nýtur sín ágætavel á snjollri íslénzkú jönaisar Kristjánsson- ar, hins mikilvirka og mikil- hæfa þýðanda. „Loftsteinninn“ er fjarri allri veruleikastefnu, Og fæ ég þó ekki annað séð en túlka beri verkið á alþýðlegan og raun- sæja-n hátt í meginatriðum, eins og fleiri verk skáldsins. Sú staðreynd virðist ljós leikstjór- anum Gísla Alfreðssyni, og hann vinnur verk sitt af alúð og kostgæfni, en tranar sjálfum sér hvergi fram; sýningin er snuðrulítil, yfirleitt skemmtileg og viðfelldin, og spáir góðu um framtíð hins unga og lítt reynda leiksljóra. Ef til vill er mest um það vert að hann skipar í hlutverk svo vel og skynsamlega að hjáleitan leik eða óviðeigandi getur hvergi að líta; að sjálfsögðu mætti gera meira úr sumum hinna þakk- látni mannlýsinga og skopið og háðið verða mergjaðra og eftir- minnilegra. Leik-mynd Gunnars Bjamasbnar er hið mesta ger- semi, þar er allt í samræmi og einskis að sakna. Mest dáð- ist ég að nektarmyndum hans sem töluverðan þátt eiga í leiknum, betri málverk hef ég ekki séð á íslenzku sviði. Með sýningu þessari var minnzt fjörutíu ára leikafmælis Vals Gíslasonar, en að réttu lagi hefði átt að halda það há- tíðlegt þann 23. apríl í fyrra- I-Ivað um það — hlutverk Nó- belsskáldsins er sannarlega verðugt viðfangsefni hinum snjalla og ástsæla leikara, stórbrotið, kröfuhart og marg- slungið og ekki á færi annarra en hinna fjölgáfuðustu og mik- ilhæfustu listamanna. Schwitt- er er á sviðinu allan tímann og talar lengi og ósleitilega; túlk- un Vals er ljóslifandi, gagn- hugsuð, rík að hressilegu fjöri og ósvikinni kímni, orðsvörin hnittileg svo að af ber, og skáldinu lýst jafnvel frá öllum hliðum. Valur hefur oftlegast lýst sínum mönnum af næmum mannlegum skilningi og velvild, og sízt a<f öllu ýkt galla þeirra eða stækkað, og svo er í þetta sinn; Schwitter er mjög skemmtilegur og yfirleitt geð- felldur í höndum hans, þrátt fyrir eilítið flekkaða fortíð, sjálfselsku og óbilgirni. Nóbels- skáldið er vafa-laust á meðal hinna beztu afreka á löngum og farsælum leikferli Vals Gísla- sonar. Af öðrum ber fyrst að nefna Helgu Valtýsdóttur sem leikur „viðskiptako<nuna'‘ frú Nomsen af alkunnum þrótti, innlifun og tilþrifum; hún er ef til vill helzti fátæklega klædd, þótt um megi deila. Rúrik Haralds- syni bregst ekki heldur boga- listin í ágætu gervi skurðlækn- isins fræga, honum tekst kannski öðrum betur að sam- eina það mergjaða skop og al- vöru sem virðist aðal leifcsins. Listmálaraimwn og konu hans, fyrirsætunni fögm er vel borg- ið í trauetum höndum Baldvins Halldórssonar og Kristbjargar Kjeld. Baldvin sýnir það svait á hvitu að málarrnn er bæði lélegur lista-maður og lítilmenni, og Kristbjörg er svo gervileg, ung og frískleg að þar er yfir engu að kvarta. Þá kemur Múheim hinn mikli, nldurhnig- inn forrfkur húseigandi mikið við sögu; gervi Ævars Kvaran er hið pi'ýðilegasta, og fram- ganga og orðsvör ákveðin, sterk og skýr. Bessi Bjarnason lýsir hinum barnalega presti og góðmenni af nærfærni og skilningi, hlutverkið er ánægju- lega ólfkt þeim sem leikarinn hefur áður túlkað. Jón Sigur- björnsson er sannfærandi og traustur sem hinn velbúni og virðulegi útgefandi skáldsins, og Erlingúr Gíslason laglegur og strokinn sem Georgen, gagnrýnandinn frægi, en lík- ræða hans er eitthvert neyðar- legasta atriði leiksins. Erling- ur hefur hvað eftir annað hald- Baldvin Halldórsson, Kristbjörg Kjeld og Valur Gíslason í Mutvertoum sinnm- Bessi Bjarnason og Valur Gíslason, ið mjög snjallar ræður á sviði, en tekst ekki verulega upp að þessu sinni, gerir gagnrýnand- ann að helzti miklu lítilmenni. Sigriður Þorvaldsdóttir fer snoturlega með hlutverk Olgu, hinnar saklausu, kornungu stúlku sem raunar var gleði- kona um skeið; útlitið er vel við hæfi. Og Benedikt Arna- son er tvímaelalaust á réttum stað sem munaðarscggurinn og heimsmaðurinn sonur skáldsins, birtir vel uppskaíningshátt hans og kæruleysi. Það er gam- an að Áma Tryggvasyni, majór í Hjálpræöishernum, en honum bregður aðeins snögglega fyrir. Loks er Flosi Ólafsson hús- vörður og Klemenz Jónsson lögregluforingi; ýmsir aðrir koma örlítið við sögu. ★ Leiknum var ágætlega tekið á frumsýningu og mikið klapp- að og hlegið, og loks var Val- ur Gíslason kallaður fram hvað eftir annað og hylltur á marg- víslegan hátt af fagnandi saln- ura, ræður haldnar og honum færðar gjafir og ógrynni af blómum eins og skýrt hefur verið frá í blöðum; síðan þakk- aði af-mælisbamið fyrir sig með látlausri og fallegri ræðu- — Því verður tæpast mótmælt af neinum að Valur Gíslason sé á meðal fremstu. listamanna þjóð- arinnar um okkar daga, ger- hugull leikari, myndugur, fjöl- gáfaður og skyggn á sálir, gæddur ríkri mannþekkingu, listrænni einbeitni, uppruna- legri og safafl'íkri kímni. „Ti'austur“ er eflaust það orð sem oftast er um hann haft, og einmitt vegna þess að við treystum honum jafnan til góðra hluta, vitum að ha<nn \nandar verk sin til fullrar hlít- ar, bregst aldrei listrænum skyldum sínum; og látleysi og mannleg hlýja einkenna leik; hans. En þó að Valur standi nú í fararbroddi voru fyrstu ár hans á sviðinu allt annað en dans á rósum; ég hygg að hann hafi löngum litla viðurkenn- ingu hlotið, átt of takmörkuð- um skilningi að mæta. Hann var samstarfsmaður hinna dáðu Og frægu leikara í Islands- banka, Brynjólfs Jóhanncssonar og Indriða heitins Waage, og framan af var það álit margra að hann uæri aðeins hafður á - leiksviði ve.rna vináttu við þá. Ég sá reyndar í æsku sum af fyrstu hlutverkum Vals, hjarð- manninn unga í „Vetrarævin- týri“ Shakespeares árið 1926 og aðstoðarkennarann í farsan- um „Gleiðgosinn" skömmu síð- ar; og s&tt að segja þótti mér onginn leika honum betur, hlut- verk þessi standa mér enn ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum, þótt flest annað í leiknum sé fallið í gleymsku- Hlutverkin voru fremur smá 1 fyrstu, en síðar komst Valur í röð hinna fremstu leikenda, vann mörg afrek og minnisverð í leikhús- inu við Tjömina; á meðal þeirra eru Pétur postuli í „Gullna hliðinu" Og Mikkel Borgen í „Orðinu“ eftir Kaj Munto, svo einhver séu nefnd. Og frá þvi að Þjóðleikhúsið tófc til starfa hefur Vahrr verið einn helztí listamaðnr þess og máttarstólpi, farið með ótal hlutverk stór og smá, borið uppi minnisverðar og merkar sýningar. Hér er hvorki tími né rúm til að telja upp sfærstu og snjöllustu afrek hins ágaeta leikara, en á meðal kröfuharðra aðalhlutverka sem Valur hefur túlkað afburða vel á sautján árum má nefna Chris gamla í „Anna Ohristie", Páfuglinn í leikriti Seans O’Casey, HaiTy Brock í „Fædd í gær“, Don Camillo, Antróbus í „A yztu nöf“, Pat í „Gísl", séra Manders í „Afturgöngum", og eru þó ridd- araliðsforinginn í „Föðurnum“ og húsvörðurinn í leikriti Pinters mér kærust og eftirminniílegust þeirra allra, hreinar gersemar og raunar ofar mínu lofi. Og margra smárra hlutverka hlýt ég einnig að minnast með að- dáun og þakklæti, á meðal þeirra bamakennarans i „Top- azi“, dómarans í „Krítarhringn- um“ og Lauga gamla í „Silfur- tunglinu“ — þessir fáorðu ná- ungar urðu stórir í sniðum og verulega eftirminnilegir í hönd- um hans. Þessi fátæklegu orð geta þvf miður ekki orðið fleiri — ég þakka Val Gíslasyni list hans vammi firrða og óska honum mikillar hamingju á komandi árum. A• Hj. Aðslfundur Sjálfsbjargar Nýlega var haldinn aðalfund- ur Sjólfsbjargar, félags fatlaðra hér í Reykjavík. Félagsmeðlimir eru núna 449. Stjórn félagsins skipa nú Sigurður Guðmundsson, formaður, Helgi Eggertsson, varaformaður, Árni Sveinsson, gjaldkeri, Vilborg Tryggvadóttir, ritari og Hlaðgerður Snæbjöms- dóttir, vararitari. Á s.l. ári bárust félaginu sam- tals kr. 60 þúsund og þar af 30 þúsund kr. á aðalfundinum. Allt rennur þetta fé í bygging- arsjóð félagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.