Þjóðviljinn - 06.04.1967, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 06.04.1967, Qupperneq 2
2 SÍ»A----WÖÆWItaiNasr — Kmm&idagur C- apífl líffi3. Séð yfir miðhluta Leipzig-borgar, gamlatr byggingar og nýjar. Tómasarkirkjan ©r fremst á myndinni, fyrir miðju. Kór Témmarkirkjunnar í Leip- zig flytur íslenik ténverk Hinn 27. og 28. janúar s.l. flutti hinn heimskunni kór Tómasarkirkjunnar í Leipzig undir stjórn Tómasarkantors, prófessor Erhard Mauersberger, á hinum vikulegu tónleikum sínum í kirkjunni, mótettu fyr- ir blandaðan kór eftir Hallgrím Helgason, „Þitt hjartans barn“. Ennfremur lék Tómasarorgan- isti Siegfried Pritsche á orgel „Ricercare" eftir Hallgrím. Drengjakórinn í Leipzig, sem kenndur er við St. Tómas-kirkj- una, á sér langa og merka sögu. Hann átti 750 ára afmæli 1962, stofnaður árið 1212. En til sam- anburðar má geta þess, að á því stofnári var Snorri Sturlu- son fulltíða maður, 34 ára að aldri. Drengirnir hafa alla tið hlot- ið menntun sína í Tómasarskól- anum, sem fyrst var rekinn af Tómasar-klaustrinu en er nú einn af menntaskólum borgar- innar Leipzig. Drengirnir búa jafnan í heimavist. Fyrir ó- keypis vist og kennslu voru þeir látnir sjá um kirkjusöng. Tómasar-kórinn er tengdur ýmsum merkum sögulegum at- burðum. Þannig söng hann við stofnun háskólans í Leipzig ár- ið 1409 og á undan rökræðum siðabótamannsins Marteins Lút- hers og Jóhanns Eck 1519, en þá stjórnaði honum tónskáldið Georg Rhau. í embætti Tómasar-kantors hafa valizt margir öndvegis- menn tónlistarsögunnar sem söngstjórar og tónskáld. Hefur það ekki sízt stuðlað að fágæt- um frama kórsins. Með tilkomu Johanns Sebast- ians Bachs 1723 sem stjórnanda kórsins hefst eitt mesta blóma- skeið kórsins um 27 ára skeið. Nær allar kórtónsmíðar Bachs voru samdar fyrir Tómasar- kirkjuna. Kantötur hans voru skrifaðar fyrir guðsþjónustur og fluttar af Tómasarkómum með undirleik bæjarpípara, en svo nefndust fastráðnir hljóðfæra- leikarar borgarinnar. Með dauða Bachs 1750 lauk glæsi- legasta tímabili í sögu skólans og kórsins. Eftirmenn hans, Har- rer og Doles voru frekar at- kvæðalitlir og jafnvel Hiller sem stofnaði Gewandhaus- hljómleikana, kom ekki auga á listgildi verka Bachs. Glögg- sýnni var kennari Schumanns og Wagners, Weinlig, sem tók til meðferðar mótettur Bachs, en hann var kantor 1823—1842. Uppteknum hætti hans héldu Hauptmann, Richter og Rust. Einn ágætasti kantor síðari tíma var Karl Straube, kennari Páls ísólfssonar. Hann hóf starfið 1918 og markaði tima- mót með því að uppgötva og flytja kórverk 16. og 17. aldar, en einnig nútímamúsík. Undir hans stjórn hefst heimsfrægð kórsins með fyrstu utanlands- förinni 1920. Og hann vann eitt hið mesta tónlistarafrek þess- arar aldar með því að flytja i útvarp allar 230 kantötur Bachs með Tómasar-kórnum og Ge- wandhaus-hljómsveitinni. Árið 1940 tók Gúnther Ramin við drengjakórnum og sungu þá í honum 80 drengir. Hækkar nú enn vegur kórsins, og á al- þjóðlegu æskusöngmóti í Bern í Sviss er hann 1948 kjörinn beztur allra drengjakóra. 1955 fór kórinn undir stjórn Ramin í lengstu hljómleikaför sína til Suður-Ameríku. Saga drengjakórsins í Leipzig er óslitin hefð margra alda, merkur þáttur í tónlistarþróun Evrópu. Og hvergi eiga meist- araverk Bachs jaín öruggt at- hvarf og í túlkun þessa kórs. Það mega því teljast gleðitíð- indi að slíkur kór skuli flytja íslenzkt kórverk, en á efnisskrá með mótettu Hallgríms var 18. kantata Bachs og tvö verk eft- ir Reger. Stjómandi kórsins próf. E. Mauersberger, en hann tók við honum 1961 lætur svo um- mælt, að kórinn hafi haft ánægju af að syngja verk Hall- gríms og að því hafi verið mjög vel tekið af stórum á- heyrendahópi. Félag veggfóðrara Aðalfundur Félags veggfóðr- arameistara var haldinn 5. marz síðastliðinn. Stjórn félagsins var öll endurkjörin, en hana skipa: Form.: Stefán Jónsson; vara- form.: Ólafur Ólafsson; ritari: Þorsteinn Friðriksson; gjaldkeri: Kristján S. Kristjánsson og að- stoðargjaldkeri: Tómas Waage. Endurskoðendur: Þorbergur Guð- laugsson og Valur Einarsson. ararnir Kosningar nálgast og gam- alreyndar aðferðir eru tekn- ar út úr áróðurshirzlunum og dustað af þeim rykið. Tíminn heldur því fram með næsta reglulegu millibili að eftir kosningar ætli Sjálfstæðis- flokkurinn að taka upp stjórn- arsamvinnu við Alþýðubanda- lagið, enda hafi Bjarni Bene- diktsson æft sig á því heilt kjörtímabil á þingi að kjósa kommúnista í nefndir. Morg- unblaðið svarar með því að halda þvi fram að Framsókn- arflokkurinn sé raunar upp- tendraður af hliðstæðum hug- renningum og skuli enginn taka mark á staðhæfingum hans um hið gagnstæða; menn hafi ekki gleymt því hvernig Tíminn hafi svarið á kjördag 1956 að mynda aldrei stjórn með Alþýðubandalaginu en engu að síður hafi Framsókn- arflokkurinn verið kominn í vinstristjómina mánuði síð- ar. Þótt áróðursskrif af þessu tagi séu gamalreynd, geta þau naumast haft áhrif á nokkurn mann lengur. Sú staðreynd hefur blasað við í heilan ald- arfjórðung að allir stjórn- málaflokkar á íslandi geta unnið saman og hafa unnið saman. Ríkisstjórnir hafa ver- ið myndaðar með flestum hugsanlegum samsteypum flokka; flokkarnir hafa unnið saman á margvíslegasta hátt í bæjarstjórnum, verklýðsfé- lögum og hverskyns öðrum stofnunum; þeir hafa bundizt samtökum á víxl um fram- gang einstakra mála. Allt tal um bannhelgi í því sambandi eru órar sem skortir rót í veruleikanum. Hin gagnkvæmu fordóma- skrif Morgunblaðsins og Tím- ans eru vafalaust þægileg úr- ræði fyrir hugmyndalausa leiðarahöfunda, en þau segja ekkert um það hvað gerast muni eftir kosningar. Það sem þá tekur við er gersamlega í höndum kjósenda. Fái Alþýðu- bandalagið þá fylgisaukningu sem það verðskuldar munu ; Bjarni Benediktsson og Ey- ; steinn Jónsson keppast um ] það hvor fyrri verði að bregða j sér í biðilsbuxurnar og berja ; upp á hjá Alþýðubandalag- i inu. Hins vegar verða það ] málefni sem skera úr um það ] hvorum eljaranna kann að ; vegna betur. Trú- | lega ekki i í hinu áhrifamikla leikriti ] Marat/Sade eru rifjaðar upp ] hryllingsfrásagnir úr borgara- i byltingunni frönsku. Meðal j annars er frá því greint að ] um þær mundir sem fallöxin ; var hvað mikilvirkust hafi ; komið fram í París nýtt leik- fang, barnafallöxi með brúðu, og var hægt að skilja höfuðið frá bolnum á fjalhögginu með viðeigandi blóðrennsli, svo að yngsta kynslóðin færi ekki varhluta af gleði dagsins. Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra taldi þessa lýsingu og aðrar hliðstæðar martröð, sem þjóðleikhús mætti ekki sýna, í Reykjavíkurbréfi sínu á sunnudaginn var. Hann er þá trúlega ekki einn af við- skiptavinum leikfangaverzlun- arinnar á Laugavegi 11, þeirr- ar sem hefur á boðstólum eftirlíkingar á bandarískum atvinnumanndrápurum, með liðamótum, og auglýsir þær i málgagni forsætisráðherrans. — Austri. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS NEMENDASÝNINGAR laugardaginn 8. april - sunnudaginn 9. april DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS 000 FLOGIÐ STRAX FARGJALD GREITT SÍÐAR I.T.- ferðir [- Ferðaskrifstofa okkar hefur nýiega gefið út bækling um IT-ferðir til Oslo, Kaupmannahafnar, Helsinki, Amsterdam, Glasgow, London og Luxemborgar á tímabilinu frá 1. apríl til 31. október. í ferðum þess- um gefst ferðamanninum tækifæri til þess að fá ódýr- ar ferðir til þessara ianda þar sem innifalið er í verði gisting, morgunmatur og ferðir innan þessara landa eftir eigin vali. Takið ekki ákvörðun um ferðalagið án þess að kynna ykkur þessi kjör. Sendum bækling- inn til þeirra er óska. Lítið inn í skrifstofu okkar og látið okkur skipuleggja ferðalagið. — Auk þess selj- um við farmiða með öllum flugfélögum innanlands og utan, farmiða með skipum, járnbrautum. — Hringið og við sendum yður miðana heim ef óskað er. LANDS9N ^ FERÐASKRIFSTOFA /). UUGAVEG 54 - SÍMAR 22890 & 22875 -BOX 465 BLAÐADRCIFINC Blaðburðarfólk óskast í eftirtalin hverfi: Vesturgötu — Kvisthaga — Höfðahverfi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.