Þjóðviljinn - 23.04.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.04.1967, Blaðsíða 3
Sun»uctagur 23. sjp-ril 1965 — ÞJÓ©WEjIENíN — StDA J VERÐA SVÖRIN? Þetta línurit úr Fjármálatiðindum Seðlabanka íslands sýnir hversu hag:stæðra viðskiptakjara íslendingar hafa notið á und- anförnum árum. Punktalinan á efra línuritinu sýnir hvernig út- flutningsverðlagið hefur breytzt, en það hefur að meðaltali hækk- að um 41,6% síðan 1960. Efri strikalínan sýnir hvernig verðlagið á' innflutningi okkar hefur breytzt, en það hefur aðeins hækkað um 7,7% síðan 1960. Neðra línuritið sýnir viðskiptakjörin, en þau hafa batnað um 31,5% síðan 1960. Þær verðlækkanir sem orðið hafa að undanförnu nema aðeins litlum hluta af þessari stór- felldu tekjuaukningu. Á HVÍLDAR- 'DACINN Leiðarsteinninn Stjórnarflokkarnir gengu næsta gunnreifir til tveggja síð- ustu þingkosninga. Ástæðan var sú að þeir töldu sig hafa fundið leiðarstein sem vísaði þeim réttar brautir gegnum myrkviði efnahagsmálanna, svo að þeir þyrftu ekki lengur að baslast við að finna upp á sí- endurteknum „bjargráðum“. uppbótum, styrkjum, niður- greiðslum og öðrum skyndiráð- stöfunum; nú skyldi taka við varanlegt og næsta sjálfkrafa kerfi. Þessi töfragripur var kenningin um markaðsþjóðfé- lagið, en hana orðaði Vísir þannig á miðvikudaginn var: „Sjálfvirkni markaðsins er bezta leiðin til þess að laða fram meiri framleiðni vinnu og fjármagns í atvinnulífinu. Fjár- magn og vinna renna þá mest í þær áttir, þar sem þeirra er mest þörf. Tollar og höft hindra sjálfvirkni markaðsins og skapa fjárfestingu og framkvæmdir j þjóðhagslega óheppilegum grein- um. Þessi lögmál hafa verið hafin til vegs í nútíma hag- fræði og það er verið að beita þeim hér á landi — með góð- um árangri." Samkvæmt þessari „sjálf- virkni“-kenningu áttu lögmál markaðsþjóðfélagsins óhjá- kvæmilega að stuðla að já- kvæðri hagþróun, ef þau fengju að njóta sín óheft; í frjálsri samkeppni áttu þær greinar að ná beztum árangri sem bjuggu við mesta framleiðni, og gengi þeirra átti að lyfta öll- um þjóðarbúskapnum. Stjórnar- völdin og efnahagsstofnanir þeirra gátu látið sér nægja að hlutast til um stjórn peninga- málanna í þröngum skilningi, hækka eða lækka vexti, stjóma aðhaldi að lánveitingum. Augljóst var að ráðamenn stjórnarflokkanna trúðu sjálfir þessum kenningum fyrir kosn- ingarnar 1959 og 1963; boð- skapur þeirra var annað og meira en innantóm slagorð, hann magnaðist af glóð sann- færingarinnar. Og ekkert lyft- ir mönnum hærra til flugs en trú á málstað sinn Fánýt kenning En nú er þetta allt saman breytt. Ráðamenn stjómarflokk- anna og hagfræðingar þeirra vita að kenningin stóðst ekki, hún reyndist fánýt við íslenzk- ar aðstæður. Ástæðan til þess lá raunar í augum uppi fyrir- fram ef menn hefðu gefið sér tíma til að hugsa. Efnahags- kerfi íslendinga er þannig hátt- að að innanlandsmarkaðurinn getur á engan hátt ýtt undir framleiðslu í þeirri atvinnu- grein sem mestu máli skiptir, sjávarútvegi og fiskiðnaði. Sú atvinnugrein á sinn markað er- lendis. Tengslin við markaðs- kerfið innanlands eru fyrst og fremst bundin við tilkostnað en ekki tekjur. Og sú „sjálf- virkni markaðsins" sem Vísir talar um hefur á undanfömum árum leitt til varanlegrar óða- verðbólgu sem í sífellu heíur aukið tilkostnað útflutningsat- vinnuveganna og grafið undan afkomu þeirra. Enda þótt ís- lenzkur sjávarútvegur búi við einna mesta framleiðni af öll- um atvinnugreinum veraldar, hefur fjármagnið leitað frá hon- um af þessum ástæðum, með þeim afleiðingum að togurum hefur fækkað um 30 án þess að um nokkra endurnýjun væri að ræða; smærri bátum hefur fækkað um því sem næst 100: fiskiðjufyrirtæki sem miklar vonir voru við bundnar hafa takmarkað framleiðslu sína til muna eða gefizt upp. Vonir ritstjóra Vísis um að „sjálf- virkni markaðsins" myndi leiða til fjárfestingar í „þjóðhags- lega heppilegum greinum“ hafa brugðizt; í staðinn hefur það gerzt sem Jóhannes Nordal seðlabankastjóri lýsti í ræðu á vegum fjármálastofnunar sinn- ar 31sta marz s.l. að „kapphlaup um fjárfestingu og hvers konar spákaup- mennska nær tökum á efna- hagslífinu. Þannig var þetta tvímælalaust hér á landi, eink- um síðari hluta ársins 1965 og fyrri hluta ársins 1966, en þá leiddi fjárfestingarkapphlaupið bæði til mikillar eftirspurnar eftir lánsfé og óskynsamlegra fjárráðstafana fyrirtækja, sem festu rekstrarfé sitt í nýjum framkvæmdum í trausti þess að verðþenslan héldi áfram.“ í stað þess að ráðamenn stjórnarflokkanna gerðu sér vonir um að viðreisnarstefnan styrkti efnahagskerfið á sjálf- krafa hátt, hefur hún þannig grafið undan framleiðsluat- vinnuvegunum en hafið brask og spákaupmennsku til öndveg- is. Meinleg örlög Andlegur styrkur stjórnmála- flokka er tengdur sannfæringu þeirra um málstað sinn. Á því sviði hafa orðið alger umskipti á högum Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks: þeir ímynduðu sér fyrir sjö árum að þeir hefðu fundið leiðarsteininn, en nú duga. engar írpyndanir leng- ur; hinar hörðu staðreyndir veruleikans hafa sannað að þeir fóru villir vegar. Þvi ganga þeir nú til kosninga and- lega beygðir, og þeir hafa ekki komizt hjá þvi að staðfesta sjálfir ófarnað sinn í verki. Það eru meinleg örlög að þeir flokkar sem fyrir sjö ár- Hverju svara þeir? Forsætisráðherra Viðskiptamálaráðherra um ætluðu að fella niður alla styrki, uppbætur, niðurgreiðsl- ur og aðra aðstoð ríkisvaldsins við atvinnuvegina, skuli á und- anförnum árum hafa talið það óhjákvæmilegt að auka þær at hafnir í sífellu, gera þær marg- breytilegri, flóknari og kostn- aðarsamari með hverju ári og stundum með hverjum mánuði. Kostnaðurinn af þvílíkum ráð- stöfunum nemur nú fjárhæðum sem jafngilda næstum því tveimur miljörðum króna á ári. en þar er um að ræða víðtæk- asta styrkjakerfj í sögu ís- lenzku þjóðarinnar. Og það er ekki aðeins svo ástatt að at- vinnuvegir þjóðarinnar séu flestir á opinberu framfæri; áð- ur en gengið var til kosninga í ár töldu stjórnarflokkarnir sér óhjákvæmilegt að kasta frá sér í ofboði kenningunni um „sjálfvirkni markaðsins". Mál- svarar hins algera frelsis tóku í vetur leið upp allsherjar verð- lagseftirlit á öllum vörum og hverskyns þjónustu, og verður ekki lengra komizt í rikisaf- skiptum á því sviði. Svo mjög verða stjórnarflokkarnir að teyga af bikar niðurlægingar sinnar að þeir telja það nú eitt helzta haldreipi sitt í kosn- ingunum að hæla sér af þeirri „verðstöðvun" með ríkisaf- skiptum sem talin var óal- andi og óferjandi í sjö ár. ,,Aó missa and- Ef íslenzk stjórnmálabarátta væri ástunduð af einlægni og heiðarleik ættu málsvarar Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks að játa mistök sín, birtast kjós- endum sem iðrandi syndarar. heita því að læra af reynsl- unni og iðka bót og betrun. En í íslenzkum stjórnmálum ríkir það viðhorf sem stundum er kennt við Kínverja, að menn megi ekki „missa andlitið“ Stjórnmálamenn ríghalda sér i þá afstöðu að allt sem þeir hafi sagt og gert alla tíð hafi reynzt satt og rétt, líkt og það sé Ijóður á ráði manna að læra af reynslunni. I samræmi við þetta viðhorf boða stjórnarherr- arnir ennþá kenningar við- reisnarinnar i orði, enda þótt þeir framfylgi nú í verki þver- öfugum kenningum. Það mis- ræmi reyna þeir síðan að rétt- læta með því að tala um óvænt verðfall á mörkuðum erlendis. Ekki sé hægt að kenna ríkis- stjórninni um þá verðlækkun; hún valdi okkur erfiðleikum sem geri styrkjakerfi og verð- lagseftirlit óhjákvæmilegt um sinn. en þegar þeirri óáran linni verði unnt að halda við- reisnardansinum áfram af fullu fjöri. Stórbætt við- skiptakjör Kenningin um óeðlilegt og óvænt verðhrun er ekki í sam- ræmi við veruleikann. Sé litið á viðreisnartímabilið í heild er staðreyndin sú að við höfum búið við óvenjulegar og stór- felldar verðhækkanir á erlend- um mörkuðum, og auðvitað var fjarstæða að ímynda sér að sú þróun gæti haldið áfram óslit- ið til eilífðarnóns. í nýjasta hefti af Fjármálatíðindum, sem gefin eru út af hagfræðideild Seðlabanka íslands, er grein um þróun utanríkisviðskipta fram að árinu í fyrra. Þar er greint frá því að á árabilinu 1960-1965 hafi meðalverðlag á útflutningsvörum okkar hækk- að um 41,6%. Á sama tímabili hækkaði meðalverðlag á inn- flutningsvörum okkar hins veg- ar aðeins um 7,7%. Viðskipta- kjörin bötnuðu því á þessu tímabili um hvorki meira né minna en 31,5% — næstum því þriðjung. Þessar stórfelldu verðhækkanir á afurðum okkar hafa fært okkur ótalda miljarða króna aukreitis á undanförn- um árum, án nokkurs tilverkn- aðar okkar, og þegar þar við bætist metafli ár eftir ár, eru fengnar meginskýringarnar á þeirri stórfelldu velmegun sem þjóðarbúið hefur notið nú um skeið. | Aðeins hluti af hækkuninni Því fer mjög fjarri að verð- lækkanirnar að undanfömu hafi vegið upp þessa afar hag- stæðu þróun. Á miðvikudaginn var skýrði Morgunblaðið frá því í forustugrein að hrað- frystur fiskur hefði nú lækk- að í verði um 10%. í þeirri grein Fjármálatíðinda sem áð- an var vitnað til er frá því greint að freðfiskur hafi á ára- bilinu 1960-1965 hækkað í verði á erlendum mörkuðum um 40i%. Eftir stendur því ennþá um það bil 30% verðhækkun, og sú staðreynd er ekki til marks um ófarir heldur velgengni. Morg- unblaðið segir í sömu grein að síldarlýsi hafi nú lækkað i verði um 37,5%. Samkvæmt frásögn Fjármálatíðinda hækk- aði síldarlýsi í verði á árabil- inu 1962—1965 um hvorki meira né minna en 140%. Eftir stendur því meira en 100% verðhækkun — tvöföldun — og verður slíkt ástand engan veg- inn reiknað til áfalla. Morgun- blaðið leggur enn fremur á- herzlu á það að síldarmjöl hafi nú lækkað í verði um 25%. Fjármálatíðindi greina frá þvi að hækkun á síldarmjöli hafi numið nær 60% á árabilinu 1960-1965. Eftir stendur því meira en helmingur hækkunar- innar. Að sjálfsögðu valda verð- lækkanirnar nú erfiðleikum, þótt engum hefðu átt að koma þær verðbreytingar á óvart eft- ir hinar mjög svo öru og ó- venjulegu verðhækkanir síðustu ára. Eftir stendur samt sú staðreynd að íslendingar búa engu að síður við miklu betri viðskiptakjör en í upphafi við- reisnar. Ástæðan til þess að efnahagskerfið riðar til falls er því ekki óviðráðanlegar ytri aðstæður, heldur alröng og fyr- irhyggjulaus efnahagsstefna innanlands. Hver er stefnan? Þegar þessari haldlausu af- sökun sleppir hafa stjórnar- flokkamir í rauninni ekkert að leggja til þeirra stórfelldu vandamála sem blasa við lands- mönnum; þeir hafa engar nýj- ar tillögur um stjórn efnahags- mála, segjast aðeins enn halda tryggð við hugmyndir viðreisn- arinnar í orði, hvað svo : :m verkunum líður. Þeir hafa ekki enn fengizt til að segja neitt um það til hverra ráða skuli gripið að loknum kosningum. Það sem næst kemst stefnu eru ummæli í þeirri ræðu Jó- hannesar Nordals seðlabanka- stjóra sem áðan var vitnað til. en þar kvað hann það vera „meginsjónarmið bankastjórn- ar Seðlabankans að leysa beri þau vandamál, sem skapazt hafa vegna hás framleiðslu- kostnaðar hér á landi samfara óhagstæðari þróun útflutnings- tekna með markvissri endur- skipulagningu og uppbyggingu á grundvelli núverandi verð- lags og gengis.“ Þetta er almennt orðagjálfur, þegar undan er skilin sú yfir- lýsing að núverandi verðlag cg gengi skuli haldast óbreytt. En á því vantar skýringar hvem- ig ætlunin er að framkvæma þá stefnu. Hvað um verð- lagið? „Núverandi verðlag“ mótast eins og áður getur af mjög stórfelldum f járframlögum úr ríkissjóði. Uppbætur, niður- greiðslur, styrkir og önnur að- stoð jafngildir nær tveimur miljörðum króna á ári. Samt hefur ekki verið aflað fjár til þessa kostnaðar allt árið; verð- stöðvunin á aðeins að standa til hausts samkvæmt lögum. Tekjuafgangur ríkissjóðs, sem orðinn var mjög stórfelldur. hverfur þessa mánuði eins og dögg fyrir sólu og verður fyr- irsjáanlega þrotinn undir haust. Jóhannes Nordal taldi í ræðu sinni að halli á ríkisbúskapn- um væri fyrirsjáanlegur á þessu ári. Gjaldeyrissjóður sá sem mikið var gumað af er byrjaður að réna. Almanna- tryggingarnar eru nú reknar með halla. Hvernig hugsa stjórnarflokkarnir sér að bregð- ast við öllum þessum vanda- málum? Eigi að halda niður- greiðslum og styrkjum til at- vinnuveganna óbreyttum eða jafnvel auka þann tilkostnað þarf mjög verulega fjármuni; einnig til þess að koma í veg fyrir alvarlegan halla á ríkis- búskapnum og rétta hlut al- mannatrygginga. En hvernig á að afla þess fjár? Stefna við- reisnarstjórnarinnar hefur ver- ið sú að leggja á almenning sívaxandi neyzluskatta, hækka söluskattinn æ ofan í æ. Eigi að grípa enn til þess ráðs helzt „núverandi verðlag" ekki óbreytt heldur hækkar það sem slíkri skattheimtu nemur, en sú hækkun hefur aftur áhrif á vísitölu og kaup. Við það eykst tilkostnaður útflutningsatvinnu- veganna, og þeir munu þurfa á aukinni aðstoð að halda. Hvemig ætla etjórnarflokkam- ir og Jóhannes Nordal að ráða fram úr þessum vanda? Hér er spurt um raunveruleg og á- þreifanleg úrræði en ekki al- mennt orðagjálfur. Hvað um geng- Ið? Og hversu alvarlega ber að taka yfirlýsinguna um að nú- verandi gengi skuli haldast ó- breytt? Þegar gengið var fellt tvívegis í upphafi viðreisnar var lýst yfir því að loksins hefði verið skráð „rétt gengi“, skráningin jafngilti raunveru- legum kaupmætti krónunnar. Síðan hefur vísitala vöru og þjónustu meira en tvöfaldazt, og kaupmáttur krónunnar hef- ur minnkað um helming í sam- anburði við það sem gerzt hef- ur í helztu viðskiptalöndum okkar. Er hið skráða gengi krónunnar engu að síður „rétt“ að mati Jóhannesar Nordals? Þegar gengislækkanirnar voru framkvæmdar var það talið mælikvarði á „rétt gengi“ að útflutningsatvinnuvegirnir gætu stundað framleiðslu sína án styrkja og uppbóta. Nú nema bein og óbein framlög í þágu útflutningsatvinnuveganna hátt í tveimur miljörðum króna á ári, eins og áður getur; er geng- ið engu að síður „rétt“? Nú er það að vísu fram- kvæmanleg stefna að halda skráðu gengi óbreyttu þótt það sé ekki í samræmi við kaup- mátt gjaldmiðilsins og stöðu út- flutningsatvinnuveganna. En er það afstaða stjórnarflokkanna? Um það verða forustumenn ríkisstjórnarinnar að gefa af- dráttarlausar yfirlýsingar fyrir kosningar. Því skulu Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- málaráðherra spurðir einfaldr- ar spurningar: Er það stefna þeirra að gengi íslenzku krón- unnar skuli haldast óbreytt að afstöðnum kosningum? — Austri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.