Þjóðviljinn - 23.04.1967, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 23.04.1967, Qupperneq 4
4 Sl&A — ÞJÓÐVILJTNN ~ Sunniudagur 23. aprffl 1967. Otgefandi: Sarneiningarfloitkur alþýöu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivm H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguröur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson- Auglýsingastj.: Sigurðux T. Sigurðsson. EYamkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýslngar. prentsmiðja Skólavörðust 19. Sími 17500 (5 lfnur) — Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00. Verður Grikkland rekið úr A tlanzhafsbandalaginu? JJversu oft skyldu hemaðarbandalagsmenn ís- lenzkir hafa kveðið lofsönginn um Atlanzhafs- bandalagið sem vemdara lýðfrelsis og lýðræðis? Hversu oft skyldi íslendingum hafa verið sagt að bandalagið hafi verið stofnað og sé til þess ætlað að vernda vestrænar hugsjónir um mannhelgi og manngöfgi og lýðræði? Liðsoddum hernaðarbanda- lagsmanna, Bjama Benediktssyni, Eysteini Jóns- syni og Gylfa Þ. Gíslasyni hefur ekkert fipaz't í þessum áróðri þó þeicrn hafi verið bent á að fasista- ríkið Portúgal sé eitt ríkjanna í þessari svonefndu „vamarkeðju lýðræðisins", og að lönd eins og Tyrkland og Grikkland hafi ekki þótt sérstök fyr- irmyndarlönd um lýðræðisstjóm og framkvæmd vestrænna hugsjóna, eða að framferði Bandaríkja- manna í Víetnam sé að minnsta kosti nokkuð sér- stæð túlkun á hugsjónum vestrænna manna um mannhelgi og manngöfgi, lýðræði og frelsi smá- þjóða. jyú hafa þeir atburðir gerzt í einu ríki Atlanzhafs- bandalagsins, sem hljóta að vekja þessi mál upp í hugum manna. Hernaðarklíka hefur hrifsað völd- in í Grikklandi og sett upp einræðisstjóm í nafni óvinsæls konungs. Þess er að vænta að gríska þjóð- in verði þess cmegnug að hrinda einræðisofbeldi herforingjaklíkunnar og konungs, sem talið er að gripið hafi til örþrifaráða ef verða mætti til að af- stýra því að vinstri öfl landsins fái meirihluta á þingi Grikklands í löglegum lýðræðislegum kosn- ingum. Ólíklegt er ekki að hinn einræðissinnaði konungur Grikklands hafi með þessu innsiglað af- nám konungsdæmis í landi sínu og flýtt fyrir stofn- un grísks lýðveldis. £Jn hvað segja liðsoddar hernaðarbandalagsmanna á íslandi? Vegna athafna þeirra er ísland í hern- aðarbandalagi við Grikkland. Verður Grikkland nú rekið úr Atlanzhafsbandalaginu vegna þess að fasistísk einræðisklíka hershöfðingja hefur hrifs- að völdin og afnumið lýðræði og þingræði í land- inu? Eða verður fulltrúa hinnar nýju einræðis- stjómar tekið með þökk og virðingu í stofnunum Atlanzhafsbandalagsins, og hann settur við hlið fulltrúa fasistaríkisins Portúgals til þess að vinna ásamt morðingjunum frá Víetnam og Bjarna Ben., Eysteini Jónssyni og Gylfa Þ. Gíslasyni að því að vernda vestrænar hugsjónir um lýðræði og þing- ræði, mannhelgi og manngöfgi? Hér skal engu spáð um svör við þeim spumingum, enda þótt fyrri reynsla af Atlanzhafsbandalaginu gefi ein- dregnar bendingar um það hvers eðlis þau svör verða. Hitt gæti orðið og væri eðlileg afleiðing þeirra a'tburða sem nú hafa gerzt í Grikklandi, og viðbragða Atlanzhafsbandalagsins og íslenzku hemaðarbandalagsmannanna við þeim, að Islend- ingar sæju enn skýrar en fyrr hvílík fjarstæða er að tengja örlög íslands því ótútlega hemaðar bandalagsbrölti sem stofnað var til 1949. — s. Millisvæðamótið i Túnis Nú eru kunn nöfn flestra þeirra meistara er þátt munu taka í millisvæðamótinu er fram fer í Túnis á hausti kom- anda. Mótstaðurinn gefur nokkra hugmynd um hve út- breidd skáklistin er orðin. Þar sem margir af þátttak- endum millisvæðamótsins munu Gligoric Fischer íslenzkum skákunnendum lítt eða ekki kunnir teljum við það ekki fráleita hugmynd að leitast við að kynna þá lítillega fyrir lesendum þáttarins og munum við dunda við það af og til í sumar. Ekki mun þó verða rúm fyrir alla meistarana og munum við láta þá meistara sem bezt eru þekktir sitja á hakanum, t.d. Larsen og Fisch- er. Eftirtaldir meistarar hafa þegar tryggt sér rétt til þátt- töku: Frá Sovétríkjunum: L. Stein og E. Geller, þeir Kortsnoj, Tai- manoff og Gipslis urðu jafnir í 3.—5. sæti á síðasta meistara- móti Sovétríkjanna, sem einnig var svæðamót. Þar sem Sovét- menn mega aðeins senda fjóra þátttakendur í mótið, eiga þeir að tefla um það hverjir tveir komast áfram til viðbótar. Frá svæði I. koma Gligoric, Bilek (Ungverjal.) og Kava- lek (Tékkóslóvakíu), frá svæði II. Ivkofí, Matanovic og Barc- zay (Ungverjal.), frá svæði III Portisch, Hort og annaðhvort Uhlmann eða júgóslavneski stórmeistarinn Matulovic; frá Austur-Asíu-svæðinu, sém einnig tekur yfir eyjaheiminn og Ástralíu kemur Nýsjálend- ingurinn O. Sarapu, frá S-Am- eríku H. Mecking (Brasilíu) J. Bo ochan og O. Panno, frá Bandaríkjunum þeir Fischer og Reshevsky. Þá kemur Bent Lar- sen sem 3ji maður á síðasta kandídatamóti, en ekki er enn vitað hverjir koma frá M-Am- eríku né Kanada. Á svæðamóti IX. sem fram fór í Jerúsalem sigraði mong- ólski meistarinn Mjagmasuren en það er einmitt hann sem við ætlum að kynna í dag. Það var ekki fyrr en laust eftir 1950 að umheiminum varð það fyllilega ljóst að Mongólar kynnu yfirleitt að tefla skák. Síðan má segja að þeir hafi verið virkir þátttakendur í flestum alþjóðamótum sem þeir hafa átt aðgang að, auk þess hafa þeir haldið nokkur alþjóð- leg mót sjálfir. Mjagmasuren þessi hefur ver- ið í fremstu röð mongólskra meistara allt frá byrjun, m.a. tefldi hann á Heimsmeistara- móti stúdenta hér í Reykja- vík 1957. Hann hefur teflt á 1. borði fyrir Mongólíu á all- mörgum Olympíumótum og®- jafnan staðið sig vel. Bezti árangur hans mun hafa verið á alþjóðlegu móti í Ulan Bator árið 1965 en þar varð hann í öðru sæti á eftir sov- éska stórmeistaranum Anto- schin fyrir ofan ýmsa þekkta meistara og stórmeistara. — í eftirfarandi skák sem einmitt var tefld í áðurnefndu móti í Ulan Bator veitir Mjagmasuren hinni kunnu sovézku kempu Neschmetdinoff ærlega ráðningu og sýnir skákin það ljóslega að hinn ungi Mongóli getur ver- ið öllum hættulegar ef því er að skipta. Hvítt: Neschmetdinoff (Sovétr.) Svart: Mjagmasuren (Mongólía) Spænskur leikur 1. e4 2. Rf3 3. Bb5 4. c3 e5 Rc6 Bc5 f5 (Þetta er eitthvert tvíeggjað- asta afbrigðið í spænska leikn- um). 5. d4 — (Betra er 5. exf5 — e4; 6. d4 — Bb6; 7. Bg5 — Rf6; 8 Rh4). 5. — fxe4 6. Rfd2 Bb6 (Auðvitað ekki exd4 vegna Dh5t). 7. d5 Rf6! (Skemmtileg mannsfórn, sem byggist á því hve hvítur er illa útviklaður og hve sterkt peða- miðborð svarts verður). 8. dxc6 bxc6 9. Be2 d5 10. Rb3 0—0 11. 0—0 c5 12. a4 a5 13. Be3 De7 14. Ra3 Be6 15. Bg5 c6 16. c4 h6 17. Bh4 Kh8 18. Bg3 Bg8 19. Hei d4 20. Dcl Bh7! (Hér styður rás peðanna). biskupinn fram- 21. Rd2 22. Bdl Bc7 (Hvítur á raunverulega enga leíki sem að gagni mega koma). 22. — Had8 23. Bc2 d3 24. Bdl Df7 25. Dc3 26. Rb3 Hd4! (Hvítur hyggst nú hrekja hrók- inn og þrýsta á peðið á e5 en ...) 26. ------ h5!!! (Ef nú Rxd4 þá exd4, 28. D2- e3 — Dci — Re4 og d2). 27. Dd2 h4! (Nú neyðist hvítur til að taka hrókinn því eftir Bxh4 og e3 vinnur svartur mann). 28. Rxd4 cxd4 29. Bxh4 e3!! 30. fxe3 Re4 31. Dxd3 Rg«! 32. Dxh7f (Eina leiðin til að forða máti). 32. — — Kxh7 ■ 33. Bxg3 e4! 34. Bg4 Bxg3 35. hxg3 Df2f 36. Kh2 d3 37. c5 Hf6 38. Rc4? (Nú tapar hvítur liði. lokin þarfnast vart skýringa). 38. Hh6f 39. Bh3 Hxh3f Larsen 40. Kxh3 41. Kg4 42. Kf4 43. Hfl 44. Kg4 45. Kh3 46. Kh2 47. Habl 48. Hfel 49. Kgl 50. Hedl 51. Kh2 og hvítur Df7! Dxc4 Dd5 g5f Kg6 De5! Dxb2 De2 Dh5f d2 De2 Kf5 gafst upp. Jón Þ. Þór. Málverkið Þið sjáið að það eru punkt- ar á sumum reitunum í þess- ari mynd. Takið blýant og dekkið þessa fleti og sjáið hvað kemur út. 'ttt. HHÍ I' ' Andlitið á gúmmí- blöðrunni Búið til nokkuð stóra trekt úr stinnum pappír eða kart- oni. Annar endinn er svo víð- ur að hægt er að festa út- blásna gúmmíblöðru á hann með límbandi. Inn í hinn endann, þann mjórri er stungið vasaljósi og kemur endi þess að blöðrunni inni í pappírstrektinni. Áður haf- ið þið teiknað einhverja and- litsmynd á blöðruna með kúlupenna og litblýöntum. Nú fellur ljósið aftan á blöðr- una og í gegnum hana þann- ig að andlitið „upplýsi.st“. — Reynið bara. OrSsending til húsbyggjenda frá Pólaris hf. Vér áttum lægsta tilboð í 312 eldhúsinnréttingar fyrir Framkvæmda- nefnd byggingaráætlunar. Leitið tilboða hjá okkur í stærri verk. Vér bjóðuim yður eldhúsinnréttingar, raftæki, gólfteppi o.fl. á mjög hag- stæðu verði. Varizt að rugla saman norskum Polaris innréttingum og innréttingum seldum af íslenzka fyrirtækinu Pólaris h.f. PÖLARIS h.f. Hafnarstræti 8, Reykjavík. — Sími 21085.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.