Þjóðviljinn - 23.04.1967, Side 6

Þjóðviljinn - 23.04.1967, Side 6
|í SfÐA — I>JÓÐVILJINN —» Sunnudagur 23. aprfl. 1967. POLARPANE q falt UílQrgier . s°ensk . •Lfalt ÖOödc/Vö/Q 4 EiNKAUMBOD IVIARS TRADING OO LAUGAVEG 103 SIMI 17373 HELDUR HEITU OG KÖLDU ÚTI OG INNI ■ FLOGIÐ STRAX FARGJALD rMKWMLU GREITT SÍÐARVg IDAHMÖRK 0S fA-ÞÝZKALAND"/:, Eystrasaltsvikan 5.-26. júli. 1967. VerS kr. 13.500.00. Fararstjóri: Magnús Magnússon, kennari. Ferðaáætlun: 5. júli. Flogið til Kaupmannahafnar og dvalið þar til 8. júlí, Farið með lest til Warne- munde og dvalið á Eystrasaltsviku til 17. júli. Lagt af stað í 9 daga ferð til Berlínar, Magdeburg, Erfurt, Leipzig. Dresden og Wittenberg og farið 25. júlí með næturlest til Kaupmannahafnar og flogið 26. júlí til Reykjavíkur. Innifalið fullt fæði nema morgunmatur i Kaup- mannahöfn, flugfar, járnbrautir og langferðabílar. leiðsögumaður, hótel, aðgangur að söfnum, dans- leikjum o.fl. Baðströnd á Eystrasaltsvikunni. Ein ódýrasta ferð sumarsins. Þátttaka takmörkuð og þegar búið að panta í ferðina. Hafið samband við skrifstofuna sero fyrst LANDSy N 1- FERÐASKRIFSTOFA Laugavegi 54. SÍMI22890 BOX 465 REYKJAVÍK C* fr/////////////////^ Til félagsmálaráðherra Í byrjun marz sl. lagði ég fram á Alþingi nokkrar fyr- irspurnir til félagsmálaráð- herra um lánveitingar til hús- næðismála á þessu ári. Sam- kvæmt þingsköpum ber að svara fyrirspurnum eigi síðar en viku eftir að þeim hefur verið útbýtt. — Samt fór svo að fyrirspurnum þess- um var ekki svarað áður en þingi lauk, og þar ekki við ráðherra að sakast, cn mér er kunnugt um að hann hafði aflað sér gagna til að svara þeim. Vegna þess að fjöldi manna, sem þcssi mál varðar miklu, hefur áhuga á að fá svör við fyrirspurnum mínum, fer ég þess á leit við hæstvirtan fé- lagsmálaráðherra, að hann birti í dagblöðum svör sín við þeim fyrirspurnum, sem ég lagði fram í sameinuðu þingi, en ekki reyndist unnt að svara fyrir þinglok. GEIR GUNNARSSON. Fyrirspurnir þær sem um ræðir voru svohljóðandi: 1. Hvert er áætlað ráðstöfun- arfé húsnæðismálastjórnar á þessu ári? 2. Hve miklu af því fé hefur þegar verið ráðstafað með lánum eða lánsloforðum? 3. Hver er áætluð íjárþörí til eftirfarandi lánveitinga, sem ekki hefur enn verið fullnægt: a) — Viðbótarlána vegna byrjunarlánveitinga í des. —jan. sl.? b) — Viðbótarlána vegna loforða um byrjunarlán, sem gefin hafa verið út, miðað við greiðslu eftir 15. apríl n.k.? c) — Lána vegna annarra gildra umsókna tim s.l. ára- mót, þ.e. vegna íbúða, sem ekki voru orðnar fokheld- ar um sl. áramót, en gera má ráð fyrir að sjá þurfi fyrir lánsfé á þessu ári? d) — Lána vegna þeirra umsókna um lán út á nýj- ar íbúðir, sem berast eiga húsnæðismálastjóm fyrir 15. marz. n.k.? e) — Hinna sérstöku við- bótarlána til efnalítilla meðlima verkalýðsfélaga? f) — Lána til byggingar leiguúbúða sveitarfélaga og Öryrkjasambands fslands? 4. Hver er áætluð fjárþörf framkvæmdanefndar bygg- ingaáætlunar á þessu ári? 5. Hvaða ráðstafanir hefur ríkisstjórnin gert eða á- kveðið að gera til útvegun- ar fjármagns til bygginga- áætlunar, eða er það ef til vill ætlunin, að þeirri fjárþörf verði að mestu eða öllu leyti fullnægt með fé byggingasjóðs ríkisins, eins og gert hefur verið hingað til samkvæmt fyrirmælum ríkisstjórnarinnar? 6. Hvaða ráðstafanir hefur ríkisstjórnin gert eða hyggst gera til þess að afla byggingasjóði ríkisins fjár til íbúðalána á þessu ári? Sjónvarpið Sjónvarpið 18.00 Helgistund. Prestur séra Sigurður Haukur Guðjóns- son, Langholtsprestakalli. 18.20 Stundin okkar. Þáttur fyrir börn í umsjá Hinriks Bjarnasonar. Meðal efnis: Stúlknakór úr Garðahrepps- skóla syngur undir stjórn Guðmundar Norðdahls og nemendur úr Hagaskóla flytja leikþáttinn „Bíómynd- in“. 19.05 íþróttir. Hlé. 20.00 Fréttir — Erlend málefni. 20.35 Denni dæmalausi. Með aðalhlutverkið fer Jay North. fslenzkur texti: Dóra Haf- steinsdóttir. 21.00 Fimmti farþeginn. Banda- rísk kvikmynd. í aðalhlut- verkum: Mel Ferrer, Dana Wynter og Leo Genn. íslenzk- ur texti: Ingibjörg Jónsdóttir. 21.50 Dagskrárlok. Mánudagur 24. apríl 1967. 20.00 Fréttir. 20.30 Bragðarefir. Þessi þáttur nefnist „Krókur á móti bragði.“ Aðalhlutverkið leik- ur Charles Boyer. í gesta- hlutverki: Broderick Craw- ford. íslenzkur texti: Dóra Hafsteinsdóttir. 21.20 Jacquer Loussier leikur. Franski píanóleikarinn Jac- ques Loussier leikur tokkötu og fúga í d-moll eftir Bach. Auk hans leika Christian Garros og Pierre Michelot. 21.35 Póstkort og flöskumiðar. Sjónvarpið hefur heimsótt tvo safnara á Siglufirði, Guð- brand Magnússon, sem á mikið safn íslenzkra póst- korta, og Baldur Steingríms- son, sem safnað hefur flösku- miðum, innlendum og er- lendum. 21.50 Öld konunganna. Leikrit eftir William Shakespeare, búin til flutnings fyrir sjón- varp. XII. hluti — „Skák drottningar". Ævar R. Kvar- an flytur inngangsorð. Sögu- þráður: Margrét drottning safnar saman nýjum her og sezt um kastala hertogans af York og kemur hertoganum og mönnum hans að óvörum. Yngsti sonur hertogans er myrtur í orustunni en sjálf- ur er hertoginn tekinn hönd- um og drepinn á grimmdar- fullan hátt. Þrír eftirlifandi synir hans eru staðráðnir í að berjast til valda hvað sem það kostar. Við Towtown mætast her þeirra og drottn- ingarherinn, og er skemmst frá því að segja, að her drottningar býður mikinn ó- sigur. Játvarður af York elzti sonur hins fallna her- toga, er riú lýstur konungur undir nafninu Játvarður IV. en bræður hans eru gerðir ag hertogum — George af Clarence og Ríkharður af Gloucester. Hinn hjálparvona Hinrik VI. er tekinn hönd- um á flótta frá Skotlandi, og er hann leiddur fyrir hinn nýja „konung“ og síðan læstur inni í hinni sögu- frægu kóngadýflissu — Tow- erkastala. Játvarður IV verður ástfanginn af ekkju að nafni Lady Grey og hyggst ganga að eiga hana en ráðahagurinn er bróður hans, kroppinbaknum og her- toganum Ríkharði af Clouc- ester ekki að skapi. Hann stendur konungi næstur til konungserfða og óttast að konungur eignist syni, sem muni þá erfa krúnuna. 22.55 Dagskrárlok. 8.30 Létt morgunlög. 9.00 Morguntónleikar. a) Píanó- konsert (K503) eftir Mozart. b) Oktett op. 20 eftir Mend- elssohn. c) Vorblót eftir Stravinsky. 1100 Messa í Kópavogskirkju. Séra Gunnar Árnason. 13.15 Or sögu 19. aldar. Dr. Jakob Benediktsson flytur erinai um orðabækur. 14.00 Miðdegistónleikar. Sin- fóníusveit Islands leíkur bg Karlakórinn Fóstbræður syngur. Stjórnandi Ragnar Björnsson. b) Hljómsveit Covent Garden leikur Stunda- dansinn eftir Ponchielli og þætti úr Hnotubrjótnum, eft- ir Tjaikovsky. 15.30 Endurtekið efni. a) Guð- rún Gísladóttir tannlæknir taíar um sjúkdóma í um- hverfi tanna. b) Fílharmoníu- sveitin í Stokkhólmi leikur Forma Ferritonas eftir Karl- Birger Blomdahl. c) Séna Jón Tíhorarensen segir frá sjósókn í gamla daga. 16-35 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur. Hans P. Franzson stj. 17.00 Bamatími. 18.00 Stundarkorn með Glinka. Suisse Romande hljómsveitin leikur. 19.30 Gunnar Stefánsson stud. mag. velur kvæði og les. 19.40 Gerpla. Halldór Laxness les tvo kafla úr þessari sögu sinni. 20.20 Sellókonsert eftir Bocc- herini. 20-35 Vilhjálmur Þ. Gíslason talar um Passíusólma Hall- gríms Péturssonar og sungin verða og leikin nokkur sálmalög. 21.30 Söngur og sunnudagsgrín. Magnús Ingimarsson stjómar þættinum. 22.35 Danslög. Útvarpið á morgun: 13.15 Gísli Kristjánsson ritstj. flytur búnaðarþátt. 13.30 Við vinnuna. 14.40 Valgerður Dan les Syst- urnar í Grænadal. (5). 15.00 Miðdegisútvarp. 16.30 Síðdegisútvarp. Wilhelm Kempff leikur Píanósónötu nr. 17 eftir Beethoven. Leon- id Kogan og Andreij Mitnik leika Konsert í g-moll eftir Vivaldi. 17.45 Lög úr kvikmyndum. 19.30 Um daginn og veginn. Ragnar Jóhannesson cand. mag. talar. 19.50 Gömlu lögin sungin og leikin. 20.15 Tómas Karlsson blaða- maður tekur til umræðu hægri og vinstri akstur. Fundarmenn: Valgarð Briem og Adolf Petersen. 21.30 íslenzkt mál. Dr. Jakbb Benediktsson flytur þáttinn. 21.45 Sónata fyrir tvö píanó eftir G. Miithel. 22.10 Kvöldsagan: Landið týnda, Sverrir Kristjánsson, þýðir og les (6). 22.35 Hljómplötusafnið í umsjá Gunnars Guðmundssonar. 23.30 Fréttir í stuttu máli. Dag- skrárlok. Lifshættulega slasaður í fyrrakvöld hljóp sex ára drengur fyrir fólksbifreið á Soga- vegi rétt sunnan við Grensás- veg og hlaut hann mikil höfuð- meiðsli. Drengurinn var fyrst fluttur á Slysavarðstofuna og síðan á Landakot og kom þá meðal ann- ars í ljós slæmt höfuðkúpu- brot. Drengurinn var talinn í lífshættu síðast er fréttist. Albanía — Island Stofnfundur menningartengsla Albaníu og íslands verður haldinn í dag, sunnudaginn 23. apríl kl. 14.30 í félagsheimili Æskulýðs- fylkingarinnar að Tjamargötu 20. Dagskrá: 1. Samþykkt lög og kosin stjóm. 2. Erindi: Skúli Þórðarson, magister. 3. Upplestur: Þorsteinn frá Hamri. Kaffiveitingar. Undirbúningsnefndin. BLAÐDREIHNG Unglingar óskast til blaðburðar um Hringbraut — Kaplaskjólsveg — Tjarnargötu — Höfða- hverfl — Voga. ■L. » B Jtp P|oovilgiiin

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.