Þjóðviljinn - 23.04.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.04.1967, Blaðsíða 10
! \ Símstöðin i Grenivík brann til kaidra kola í fyrrinótt AKUREYRI 22/4 — Símstöðin í. Grenivík brann til kaldra kola í nótt. Húsið var forskalað timburhús, ein hæð með kjallara og risi og brann allt timburverk- ið, hluti af búslóð stöðvarstjórans. tæknibúnaður stöðv- arinnar, bókhald og eitthvað af peningum. — Stöðin er annars flokks stöð. Stöðvarstjórinn heitir Magnús Jónsson. Þjóðviljinn haíði í gær samband við Svein Tómasson, slökkviliðsstjóra á Akureyri. og gaf hann þessar upplýsing- ar. Eldurinn virðist hafa komið upp í húsinu um kl. 3 í nótt við símstöðvarherbergin og varð eldurinn svo æstur. að stöðvarstjórinn treysti sér ekki til þess að hringja út á slökkvilið Urðu menn að brjótast um -25 kílómetra vegalengd út að Yztu-Vík til þess að komast í samband við slökkviliðið á Akureyrí og vissi það fyrst af brunanum kl. 5 í gærmorgun. Slökkviliðið á Akureyri brá þegar við og ók það til Grenivíkur, — 50 kílómetra leið, — var vegurinn holóttur og slæmur yfirferðar og komu þeir á brunastað um kl. 6 um morguninn. Heldur voru ógreinilegar fréttir fyrst um morguninn og héyrðist illa til slökkvi- liðsmanna í talstöðinni. Á tólfta tímanum náði slökkviliðsstjóri sambandi við menn sína og tjáðu þeir hon- um þá eftirfarandi upplýs- ingar. Allt timburverk brann til kaldra kola í húsinu, — einnig hluti af búslóð stöðv- arstjórans, pappírar og skjöl símstöðvarinnar og eitthvað af peningum. Aðeins var um skylduvátryggingu að ræða á símstöðinni og var hún lág. Barkdrengekoret kemur til íslands í söngför í sumar •v I \ t I i 'A ■ Drengjakór KFUM í Kaupmannahöfn, Parkdrenge- koret, kemur í þriðju söngför sína hingað til íslands 4. júlí n.k. og mun dveljast hér í hálfan mánuð og halda söngskemmtanir bæði hér í Reykjavík og úti á landi. Verð- ur söngskráin fjölbreytt og m.a. söngleikir á dagskránni. Kórinn kom fyrst hingað sum- arið 1954 og síðan aftur sumar- iS 1956 og fékk í bæði skiptin mjög góðar móttökur og ávann sér miklar vinsældir fyrir fág- aðan, léttan og skemmtilegan söng — og leik, en auk fjöl- breytt söngs, þá flutti kórinn þá einnig söngleikinn „Eldfær- in“ eftir ævintýri H. C. Ander- sen og „Sunnudagur á Amager“ eftir J. L. Heiberg. í fyrri heimsóknum söng kór- inn margsinnis hér í Reykjavík fyrir troðfullu húsi áheyrenda og auk þess söng kórinn á mörgum stöðum úti á landi: Ak- ureyri, Sauðárkróki, Bifröst í Borgarfirði, Akranesi, Hafnar- firði og á Selfossi. Vestmanna- eyjar voru einnig á ferðaskrá kórsins, en veður hamlaði þá flugferð kórsins þangað. P A R K-drengjakórinn var stofnaður haustið 1943 af núver- andi stjórnanda, Jörgen Brem- holm. Kórinn er deild í aðalfé- lagi KFUM í Kaupmannahöfn, — KFUM’s Centralforening — og hefur bækistöð sína í íþrótta- svæði félagsins í Emdrup — KFUM’s Idrætspark — og dreg- ur nafn sitt þar af: PARK- DRE-N GEKORET. í söngkórnum (konsert-kórn- um) eru 26 drengir á aldrinum 9—14 ára, en auk aðalkórsins starfar æfingakór til endurnýj- unar söngkórnum eftir þörfum, — þ.e. þegar eldri drengirnir fara í mútur. Kórinn hefur haldið meira en þúsund stærri og minni söng- skemmtanir í Danmörku, Sví- í þjóð, Noregi, Finnlantfi, íslandi, ! Englandi, Þýzkalandi og í j Tékkóslóvakíu. Á 25. afmælis- árinu, 1968, er í ráði að kórinn I fari i söngför til Bandaríkjtanna. Þjálfarínn og bikarínn Grikkland... Framhald af 1. síðu. ins. Stöðin segir í dag, að hún muni berjast fyrir endurreisn lýðræðis í Grikklandi, stöðin sé eina rödd lýðræðissinna, rödd sem beinist gegn konunghollum fasisma og einræði. Stöðin hvatti alla hlustendur til að segja vin- um sínum og grönnum frá út- sendingum hennar, sem verða sex sinnum á dag. Fólk sem kom í dag fljúgandi til Vín frá Aþenu sagði að í morgun hefði heyrzt skothríð í námunda við flugvöllinn. Far- þegamir komu frá Nairobi og var þeim ekki leyft að fara út af flugvallarsvæðinu. SVART: TA: Jón Björgvinsson Þorrgeir Steingrímsson. abcdet gh 00 c- (O in eo IM abcdef gh HVlTT: TR: Arinbjörn Guðmundsson Guðjón Jóhannsson 29. — De7 Ljósmyndari Þjóðviijans A. K. tók þessa skemmtilegu mynd sl. föstudagskvöld meðan úrslitaieikur Fram og F H um Islandsmeist- aratítilinn I handknattleik stóð yfir. Hér sjáum við hinn efir- sóknarverða bikar sem nú er í höndum Fram og þjálfara hinna nýbökuðu lslandsmeistara, Karl Benediktsson, þar sem hann fylg- ist eftirvæntingarfullur með viðureigninni. KjelR Bœkke- lund heldur Svetlana Framhald af 1. síðu. þjóðum ti-1 samvinnu og sam- hjólpar manna — hvaða hu-g- myndakerfi eða flokki, sem þeir annars aðhyl-ltust. 1 mínum aug- um eru menn ek:ki kommúnistar eða kapitalistar, til eru góðir men-n eð-a iiUir, heiðarlegir eð-a óheiðarlegir. Fólki svipar saman allsstaðar, og beztu vonir þeirra og siðg-æðishugmyndir eru þær sömu. Faðir minn var grúsíu- maður, móðir mín af b-lönduðum uppru-na, og þótt ég hafi búið í Moskvu alla ævi held ég að mér gæti fundizt ég vera heima hjá mér hvar sem maðurinn er frjáls. Svetlana fór til Indlands í des- ember með ös-ku manns síns, þaðan fór hún tí;l Sviss og hefur farið þ-ar huldu höfði í sex viík- ur. Lárus Pálsson heiðr- aður á leikafmœlinu Norski píanóleikarinn KJELL BÆKKELUND heldur tónleika fyrir styrktarfélaga Tónlistarfé- lagsins n.k. þriðjudags- og mið- vikudagskvöld kl. 7 í Austur- bæjarbíói. Á efnisskránni eru verk eftir ýmsa nútímahöfunda. Kjell Bækkelund er talinn einn allra bezti píanóleikari á Norðurlönd- um og hefur haldið fjölda tón- leika víða um heim. Nú er hann að leggja upp í tónleikaför til Bandaríkjanna. Hann hefur komið hér einu sinni áður og lék þá með Sinfóníuhljómsveit- inni og hlaut þá framúrskarandi góða dóma. Kjell Bækkelund S.l. fimmtudag, 20. apríl, voru liðin 17 ár frá því að Þjóðleik- húsið tók til starfa. Þennan dag frumsýndi Þjóðleikhúsið hið gamalkunna leikrit „Jeppa á Fjalli“. Lei-kstjóri er Gunnar Eyjólfsson en Lárus Pálsson leikur titilhlutverkið. Sýning- unni var mjög vel tekið af leik- húsgestum og var Lárus Pálsson ákaft hylltur í lok sýningar. Þjóðleikhússtjóri, Guðlaugur Rósinkranz, kvaddi sér hljóðs að lokinni sýnin-gu og sagði að nú væru liðin 30 ár síðan Lárus Pálsson lék sitt fyrsta hlutverk, að loknu námi við Konunglega leikskólann í Kaupmannahöfn. Ennfremur afhenti þjóðleikhús- stjóri Lárusi Pálssyni verðlaun úr Menningarsjóði Þjóðleikhúss- ins að upphæð kr. 30.000,00 en það er venja að afhenda verð- laun úr sjóðnum á afmælisdegi PASADENA 22/4 — Tunglfar- ið Surveyor 3. gróf í dag 2ja sentímetra djúpa holu í yfirborð tunglsins með skóflu á stærð við mannshönd. Tilgangur þeirr- ar tilraunar er að ganga úr skugga um að tunglskorpan þoli þunga mannaðs geimskips. leikhússins. Átta leikarar ogeinn leikmyndateiknari hafa á liðn- um árum hlotið verðlaun úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins. Sjóðurinn er stofnaður á vígslu- degi Þjóðleikhússins 20. apríl ár- ið 1950. Þegar þjóðleikhússtjóri hafði afhent Lárusi Pálssyni verðlaun- in og þa-kkað honum fyrir heilla- drjúg störf í þágu Þjóðleikhúss- ins, bað hann leikhúsgesti að rísa úr sætum og hylla Lárus með ferföldu húrrahrópi. Myndin er af Lárusi og Guð- laugi Rósinkranz þjóðleikhús- stjóra. Kvikmyndasýning ÆFR. TÉKKNESKA MEISTARAVERKIÐ „NO RETURN TICKEr' verður sýnd á þriðju- dagskvöld kl. 9 í Tjarnar- götu 20. Dauöadémur yf- ir Beng Sjén? TOKIO 22/4 — Japanskir frétta- menn í Peking segja að Maó Tse-tung hafi krafizt dauðadóms yfir Peng Sjén. fyrrum borgar- stjóra í Peking, • og þrem emb- ættismönnum öðrum. Sunnudiagiur 23. a-príl 1967 — 32. árgan-gur — 91. tölublað. K VENSKÓR FRÁ NÝ SENDING I FYRRAMÁLIÐ Vor og sumartízkan '67 SKÓVAL. Ausfurstrœfi 18 (EYMUNDSSONARKJALLARA)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.