Þjóðviljinn - 23.04.1967, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.04.1967, Blaðsíða 8
ft SteA,— JMÖBVSfciíEMN — Sunmuidai@t*r 23. aprfi K)ft7. 45 Það var efcki mold bakvið harm, heldur nýr steinn, staerri siteinn, úr kalki, og ég fann ekki einu siimi á honum brúnina. Ég losaði annan stein, en það kom ekki að gagni. Sami stóri steinninn var bafcvið. Ég fylltist örvæntingu, ég sá að þetta var voniaust með göngiai. Ég sparkaði í hurðina af öliu afli, ég reyndi að brjóta hanai upp með naglanum og meiddi mig í hendinni. Það er aflt og eumt. Allt sem ég hafði upp úr krafsinu var sár á hend- inni og brotnar neglur. Ég er einfaldlega efcki nógu sterk, verkfæralaus. Og ekki heldur með verkfæri. lofcs setti ég steinana á sinn stað pg reyndi að leyna gaitinu eftir beztu getu, útbjó graut úr vatni og talkúmi til að klína í samskeytin. Þetta er einkennandi fyrir hugarástand mitt — allt í ednu sagði ég við sjálfa mig að þetta þyrfti auðvitað að taka marga daga, hið eina heimsku- lega væri að halda að hægt yrði að ljúka þvi öllu af á einum degi. Og ég sóaði miklum tíma í að feia gatið. En það stoðaði ekki, það höfðu faJlið út smástykki og ég hafði byrjað á svo áberandi stað, sem hann hlaut að koma auga á. Þá gafst ég upp. Allt í einu fannst mér þetta allt saman til- gangslaust, heimskulegt og einsk- is virði. Eins og léleg teikning. Ekki við þjargandi. Þegar hann loksins kom, sá hann það undir eins. Hann þyrj- ar alltaf að snuðra um leið og hann kemur inn. Svo fór hann að athuga, hvað ég hefði komizt langt. Ég sat á rúminu og horfði á hann. Loks kastaði ég naglan- um í hann. Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18, III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 83-968. Hann er búinn að setja stein- ana á sinn stað og Líma þá fasta. Hann segir að heill kalk- steinsveggur sé alls staðar bak- við þá. Ég vildi ekki tala við hann allt kvöldið og ekki líta á neitt af því sem hann hafði keypt, þótt ég hafi séð að þar var með- al annars myndarammi. Ég tók svefntöflu og fór í rúmið strax eftir kvöldmatinn. Og í morgun (ég vaknaði snemma) áður en hann kom nið- ur, komst ég að þeirri niður- stöðu að taka þetta ekki nærri mér, láta sem það skipti engu máli. Vera eðlileg. Gefast ekki upp. Ég tók upp það sem hann hafði keypt. Fyrst og fremst va<r það myndin eftir G- P. Það er teikn- ing af stúlku (ungri konu), hún er ekki lík neinu sem ég hef séð eftir hann, og ég býst við að hún sé mjög gömul. Svipmót hans er samt á henni. Hún er einföld í línum, táknræn fyrir sparsemi hans á smámuni. Hún snýr sér undan til hálfs, er að hengja upp kjól eða taka hann niður af snaga. Fallegt andlit? Það er erfitt að segja um það. Dálítið þunglamalegur Maillol- kroppur. Hún jafnast engan veg- inn á við það sem hann hefur gert seinna. En hún er raunveruleg. Ég kyssti myndina þegair ég tók hana upp. Ég hef verið að horfa á sumar linurnar, ekki sem línur, heldur eitthvað sem hann hefur snert á. Allan morguninn. Núna. Ekki ást. Mannlegt eðli. Caliban va<rð undrandi yfir þvi hvað ég virtist glöð og jákvæð, þegar hann kom inn. Ég þakkaði honum fyrir allt sem hann hafði keypt. Ég sagði: Maður er ekki raunverulegur fangi nemai mað- ur reyni að flýja, og getum við ekki hætt að tala meira um þetta? Hann sagðist hafa hringt I hvert einasta gallerí, sem ég hjefði skrifað á listann. Það var ekki til nema þessi eina mynd. Kærar þakkir, sagði ég. Má ég hafa hana héma niðri hjá mér? Og þegar ég fer, afhendi ég yður hana. (Það ætla ég reyndar ekki að gera — enda sagðist hann heldur vilja teikningu eftir mig). Ég spurði hvort hann hefði sett bréfið í póst. Hann sagðist hafa gert það, en ég sá að hann roðnaði. Ég sagðist trúai honum og það hefði verið svp ódrengi- legt að svíkjast um það, að ég væri sannfærð um að það hefði hann ekki gert. Ég er næstum viss um að hann hefur svikizt undan því, rétt eins og hann gerði með ávísunina. Það væri alveg eftir honum. En það er sama hvað ég segi, fortölur geta ekki fengið hann til þess. Og þess vegna get ég eins látið sem ég trúi því að hann hafi póstlagt það- Miðnætti. Ég varð að hætta. Hann kom niður. Við erum búin að spila plöt- urnar sem hann keypti. Tónlist fyrir slagverk og cel- esta eftir Bartók. Stórkostlegt. Mér varð hugsað til Collioure í fyrrasumar. Daginn sem við fórum fjögur saman með frönsku stúdentunum milli steineikanna upp að tuminum. Steineikumar. Alveg nýr litur, svo furðulega jarpur, rauðbrúnn, brennandi, blæðandi, þar sem korkið hafði verið fjsrlægt. Skprtítumar. Úfið asúrblátt hafið milli stofnanna og hitinn og sviðalyktin. Piers og ég og allir nema Minny urðu dá- lítið dasaðir. Við sofnuðum, ég vaknaði og horfði gegnum lauf- þykknið upp í kóboltbláan him- ininn og hugsaði um hve frá- leitt væri í rauninni að reyna að mála, — hvemig getur blár litur nokkurn tíma jafnazt á við lifandi bláa birtu himinsins? Allt i einu fannst mér sem mig lang- aði til að mála, það var ekki a<nnað en sýndarmennska, mað- ur átti að lifa og kynnast meiru og meiru og meiru. Hreint Pg tært sólskinið á blóð- rauðum stofnunum. Og á heimleiðinni talaði ég lengi við indæla, feimna piltinn, hann Jean-Louis. Hann talaði lé- lega ensku og ég lélega frönsku, en samt skildum við hvort annað. Hann var ósköp kviðandi. Hræddur við Piers. Afbrýðisam- ur. Afbrýðisamur vegna þess að hann lagði handlegginn utanum mig, þessi heimski durgur hann Piers. Og svo þegar ég komst að því að hann ætlaði að verða prestur. Piers var svo grófur á eftir. Enskir menn em svo heimsku- lega grimmir gagnvart sannleik- I anum, hræddir við að sýna við- kvæmni. Hann gat ekfci sfciliö að auðvitað féll Jean-Louis vel Við mig, auðvitað laðaðist hann að mér, en svo kom hitt: það var ekki eiginlega feimni, það var ákvörðun hans um að reyna að verða prestur og lifa í þess- um heimi. Næstum ofurmannleg áreynsla við að skilja sjálfan sig. Alveg eins og þegar maður eyðileggur allar sínar myndir pg byrjar alveg upp á nýtt. En hann ■ varð bara að gera það á hverj- . um degi. 1 hvert skipti sem h&nn ! sá stúlku sem honum féll vel í geð. En Piers sagði ekki annað en þetta: Ég þori að veðja að hann dreymir sauruga drauma um þig. Það er svo andstyggilegt þetta yfirlæti, þetta tilfinningaleysi hjá piltum sem gengið hafa í einka- skóla. Piers er alltaf að tala um hvað hann hafi haft mikla and- styggð á Stowe- Rétt eins og það sé einhver lausn, eins og hatur á einhverju tákni að það hafi engin áhrif haft á mann. Ég veit alltaf þegar það er eitthvað sem hann skilur ekki. Hann verður kaldhæðnislegur, segir eitthvað hneykslanlegt. Þegar ég sagði G. P. þetta löngu seinna, sagði hann aðeins: veslings Frakkinn, hann hefur sennilega legið á hnjánum og beðið þess að mega gleyma þér. Ég man að ég stóð og var að horfa á Piers fleygja steinum út í vatnið — hvar var það? — einhvers staðar í nánd við Val- encia. Svo fagur, eins og ungt goð, brúngullinn með svart hár- ið. 1 sundfötum. Og Minny sagði (hún lá við hliðina á mér, æ, hvað ég mam þetta vel) hún sagði: hefði það ekki verið dá- samlegt ef Piers hefði verið mállaus. Og svo sagdi hún: Geturðu hugsað þér að sofa hjá honum? Ég sagði: nei. Seinna, ég veit það ekki. Piers kom til okkar rétt í þessu og vildi fá að vita að hverju hún væri að brosa. Nanda var að segja mér leynd- armál, sagði hún. Um þig. Piers sagði eitthvað bjánalegt og fór að sækja matinn upp i bílinn með Peter. Hvaða leyndarmál vildi ég vita. Holdið er sterkara en andinn, sagði hún. Carmen Grey veit ailltaf hvað hún á að segja. Ég vissi að þú myndir segja þetta, sagði hún. Hún sat og var að krota í sand- inn og ég lá á maganum og horfði á hana. Hún sagði: Ég á við það að hann er svo mikið augnayndi, að maður gæti hæg- lega gleymt því hvað hann er heimskur. Þú gætir hugsað sem SKOTTA Kuldajakkar, á/pur og terylene buxur í úrvali. Ó. L. Tradarkotssundi 3 (mótí Þjóðlcikhúsinn) ÞORÐUR sjóari 4886 „Tramontana var smygisKipið og skipstjóraskömmin, Lasc- ar, samvizkulaus bófi“, segir Bernard. „1 höfn einni á Irlandi var skipað um borð málmplötufarmi í kössum, sem sagt var rð væri blikk. Þetta átti að flytja til Rochefleur- Að hér væri ekki um blikk að raeða vissi ég ekki fyrr en seinna ...... Lascar var ekkert að auglýsa hin saurugu viðskipti sín. En ég halði íyrir vana að vera með nefið niðri í öllum hlutum, auðvitað í óleyfi, og vissi þvi nokkurn veginn hvað fram fór um borð, og þvi leið ekki á löngu þar til ég hafði uppgötvað leyndarmál blikkkass- anna“. UG-RAUÐKÁL - UNDRA GOTT — Þetta er allt í lagi, mér finnst is með súkfculaðibragði ljóm- andi góður! RADI^NETTE henta þar sem erfið skilyrði eru. — Byggð fyrir fjalllendi !í |’H Noregs. jj Sérhæfðir menn frá verk- smiðjunum í Noregi annast þjónustuna af þekkingu. Radionette-verzlunin Aðalstræti 18 sími16995 ■ j Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2. V ÁRS ÁBYRGÐ | FERÐA&KRIFSTOFA LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, SÍMi 11540 Hannover iðnsýningin 29. apríl — 7. maí Á Hannover iðnsýningunni sýna yfir 5500 fyrirtæki frá 30 löndum allar helztu nýjungar í iðnaði og tækni. Þeim, sem hafa í hyggju að heimsækja þessa merku kaupstefnu, viljum vér vinsamlega benda á að hafa samband við oss sem fyrst varðandi nánari upplýsingar, aðgöngukort og aðra fyrirgreiðslu Cgntinenlal Úfvegum eftir beiðni flestar stærðir hjólbarða á jarðvinnslutæki Önnumst ísuður og viðgerðir á flestum stærðum Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Sími 30688 og 31055 TRABANT EIGENDUR V iðger ða v erkstæði Smurstöð. Vfirförum bílinn fyrir vorið FRIÐRIK ÓLAFSSON, vélaverkstæði. Dugguvogi 7. — Sími 30154.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.